Tíminn - 08.11.1978, Side 15
Miövikudagur 8. nóvember 1978
15
oooooooo
Enn bíður
Fram og FH
keppa í Höllinni
í kvöld
i kvöld kl. 20 fer fram einn leikur i
1. deildinni I handbolta og eigast
þá við Fram og FH. A eftir leikn-
um i mfl. karla leika lifi félaganna'
i 1. deild kvenna.
FH er nú eina félagið i 1. deild,
sem ekki hefur tapað stigi enn
sem komið er, en Framarar hafa
hlotið tvö stig úr tveimur leikjum.
Sigri FH i kvöld hafa þeir náö for-
ystu i deildinni með sex stig Ur
þremur leikjum, en ekki er vist að
þeir vinni Framarana svo auð-
veldlega, þvi Fram sýndi það
gegn ÍR um daginn að þeir gefast
ekki upp þö á móti blási og tókst
þeim að vinna upp mikinn
markamun með seiglu og ekki
skemmdi fyrir, að þeir hafa leik-
reynda menn innan sinna raöa.
Framstúlkurnar ætla greini-
lega að verða mjög sterkar i vet-
ur, það hafa þær sýnt strax i upp-
hafi móts og hafa unnið þrjá
fyrstu leiki sina. FH stúlkurnar
hafa átt misjafna leiki, en með
góðum leik ætti viðureign liðanna
að geta orðið mjög spennandi i
kvöld. Kvennaleikurinn hefst kl.
21.20
SSv—
kynningin
1 Timanum i gær var birt
tilkynning þess efnis, að kynning-
in á liðinu birtist i blaöinu i dag.
Ekki varð heldur af þvi sökum
plássleysis i þetta sinnið. Hefur
þvi verið ákveðið aö kynningin
birtist n.k. sunnudag, og verði
kynningar liðanna framvegis á
sunnudögum eins og ákveðið var i
upphafi.
Eins og margsinnis hefur verið
sagt frá og allir eru eflaust orönir
leiðir á að heyra, munu birtast
myndir af öllum leikmönnum 1R,
langt viðtal er við Paul Stewart
og myndir af honum auk þess sem
stutt ágrip er af sögu körfuknatt-
leiksdeildar 1R, sem á sér enga
hliðstæöu hérlendis.
Um aðra helgi er siðan ætlunin
að birta kynningu á Valsliðinu. Sú
kynning mun að öllu forfallalausu
birtast 10. þ.m. Siðan er ætlunin
að birta kynningu á Njarðvik, þá
1S og loks Þór frá Akureyri.
—SSv—
Tap Celtic að venju
Skoska knattspyrnan er hreint
undarleg áköflum — stórfuröuleg
satt aö segja. — Þaö er nd oröiö
gefiö mál, aö nái liö aö komast i
eitt af fjórum efstu sætunum f Ur-
valsdeildinni, tapar þaö örugg-
lega næsta leik eöa leikjum.
Dundee United var I efsta sætinu
fyrir leiki helgarinnar, en á
laugardag tapaöi liöiö fyrir
Aberdeen, sem fyrir vikiö skaust
upp I annaö sætiö.
Celtic var I öðru sæti, en haldi
liðið áfram á sömu braut og
undanfarið þá er öruggt aö liðið
dettur niður úr úrvalsdeildinni.
Motherwell, sem er langneðst og
kyrfilega ankerað viö botninn,
kom í heimsókn á Parkhead á
laugardag og hafði að sjálfsögðu
með sér bæði stigin. Tom
McAdam kom þó Celtic yfir strax
á 12. mín, en Gregor Stevens jafn-
aði á 39. min. Stuart MacLaren
skoraði siöan sigurmark Mother-
well átta min. fyrir leikslok.
Hibernian var i þriðja sætinu og
tapaði að sjálfsögðu. Hearts hirti
bæði stigin og þessi sigur fylgdi i
kjölfárið á sigrum yfir Celtic og
Aberdeen.
Rangers var i fjórða ? æti og
mátti þola tap rétt eins jg efstu
liðin öll. Partick lagöi Rangers að
velli og eina mark leiksins gerði
Bobby Houston á 60. min.
Úrslit:
Aberdeen — Dundee U.........1:0
Celtic — M otherwell........1:2
Hibernian — Hearts .........1:2
Parick — Rangers............1:0
St. Mir ren — Morton........0:0
Staðan:
Dundee U.... ...12 5 5 2 15: 9 15
Aberdeen .... ...12 5 3 4 23: 24 13
Celtic ...12 6 1 S 21: 16 13
Partick .. .12 5 3 4 13: 12 13
Hibernian ... ...12 4 5 3 13: 12 13
Rangers ...12 3 6 3 12: 11 12
St. Mirren ... ...12 5 2 5 12: 13 12
Hearts ...12 4 4 4 14: 19 12
Morton ...12 3 5 4 13: 16 11
Motherwell .. .. .12 3 0 9 9: 24 6
—SSv—
Rod Stewart popparinn kunni er
hér meö Derek Johnstone úr
Rangers.
1
Vantaði 5. manninn
tþróttasiöa Timans haföi
samband viö Helga Arnason
ritara KKt i gærkvöldi og
spuröi hann álits á bréfi þvi
sem stjórn KKI sendi fjölmiöl-
um varöandi kæru Njarövik-
biga. Þegar blm. spuröi Helga
hvort allir stjórnarmeölimir
KKl heföu samþykkt þetta
bréf svaraöi hann:
— Það voru ekki allir
stjórnarmeðlimir mættir á
fundinum, þaö vantaði Pál
JUliusson varaformann,
þannig að það voru fjórir af
fimm meðlimum stjórnar-
innar mættir. — Ég og Stefán
Ingólfsson formaöur vorum
samþykkir þessubréfi og vild-
um taka mjög hart á þessu, en
Sigurður Jónsson og Þórdis
Kristjánsdóttir vildu ekki taka
mjög hart á þessu. Nokkuð
öruggt er, að Páll Júliusson
hefði ekki samþykkt þetta bréf
(innskot blm.).
— Verði Sewart dæmdur, en
nokuð vist aö hann fái
strangan dóm — allt aö sex
leik ja bann sagði Helgi. — Það
er þótt eitt atriöi I málinu, sem
gæti komið ÍR-ingunum til
bjargar en það er, aö kæran er
ekki skrifuð af dómara leiks-
ins og ekki aftan á leikskýrsl-
una eins og vera ber.
Þess má geta aö Ingi
Gunnarsson, liösstjóri Njarö-
vikinga, sendi skýrslu um
málið, sem dómari og þá
væntanlega hlutlaus aöUi, en
ekki sem Uösstjóri Njarðvik-
inga. Ingi dæmir af fullum
krafti, i úrvalsdeildinni, jafn-
framt, þvi sem hann situr á
varamannabekk Njarðvikinga
og stjórnar Uöi sinu. Ekkert
hefur verið athugavert viö
dómgæslu Inga, en varla getur
það taUst æskilegt að dómari
sé jafnframt Uðsstjóri.
Ekki er að efa, að verði
Stewart dæmdur i bann, getur
hann fullt eins haldið heim á
leið og þá er mótiö gersam-
lega eyöilegt fyrir tR-ingum,
um leið og þeir veröa fyrir
miklum fjárhagslegum skell
og jafnframt myndi öll þjálfun
fara úr skoröum hjá 1R.
— Þetta er mikið viö-
kvæmnismál sagði Helgi og
fara verður aööllu með gát. —■
Stjórn KKl er algerlega hlut-
laus i þessu máU og ég vona
bara að máliö leysist á far-
sælan hátt.
—SSv—
VITAVERÐ UMMÆLI
'«aö vill oft viö brenna i hita
le ksins aö menn gley mi sér og
hi eyti Ur sér alls kyns ókvæöis
oröum. Slikt geröist á sunnu-
dag i leik KR og Vals. Fyrst
varö einum forráöamanna
Vals aö oröi og beindi máli
sinu til Johns Hudson, — sem
var aö undirbUa sig undir aö
taka viti: „Go back to the
jungle” eöa „faröu aftur i
frumskóginn”, en Hudson er
blökkumaöur. Þaö er slæmt aö
forráöamenn liöanna skuli
ekki geta tamiö sér prUöara
málfar en þetta og satt aö
segja hélt maöur aö Njarö-
vikingar væru þeir einu sem
viöheföu slikt.
Ennfremur vakti það at-
hygli undirritaös eftir leikinn
að Siguröur Halldórsson
dómari skyldi ekki veita John
Hudson a.m.k. tækniviti ef
ekki rautt spjald er hann sagði
við Sigurö :*,,troddu flautunni
upp i afturendann á þér.”
Þetta voruljót orð og að sjálf-
sögðu fór Sigurður ekki að til-
mælum Hudson heldur
geymdi flautuna áfram i hendi
sér. Ummæli sem þessi eru
hvimleiö og um leið vitaverð
og væri óskandi aö forráða-
menn liðanna brýndu fyrir
leikmönnum sinum aö vera
ekki að brúka munn.
Dómararnir gera sitt besta og
dæma eftir bestu samvisku en
ekki er alltaf vist að allir séu á
eitt sáttir um réttmæti dóm-
anna. Þessu veröur aldrei
breytt en leikmenn geta
auðveldlega tamið sér betri
hegðun.
—SSv—
Erlendum leikmönnum stillt
upp við vegg
— Smá hugleiðing í tilefni kæru UMFN
A mánudag barst iþróttasiðu
Timans bréf frá KKl, og er þar
m.a. greint frá kæru þeirri, er
Njarðvikingar hafa lagt fram á
hendur Paul Stewart i liöi 1R, en
honum len’ti svo sem kunnugt
er, saman við Stefán Bjarkason
i liði Njarðvikinga-! leik, sem
fram fór á Keflavikurflugvelli
fyrirskömmu. Þess má geta, að
alls tóku fjögur islensk lið þátt i
þessari keppni liö IS, IR, Njarö-
vikur og Grindavikur, auk liðs
af Keflavikurflugvelli.
Hér á eftir fer bréf KKI
óbreytt og óstytt:
Stjórn KKf hefur borist kæra
frá UMFN vegna atviks er gerö-
ist i leik 1R og UMFN á Kefla-
vikurflugvelli 30. okt. s.l.
t áöurnefndum leik lenti Paul
Stewart leikmanni og þjálfara
tR og Stefáni Bjarkasyni leik-
manni UMFN saman meö þeim
afleiöingum aö flytja varö
Stefán á sjUkrahUs og sauma 6
spor I andlit honum.
t tilefni af áöurnefndri kæru
og þeirri þróun, sem stjórninni
viröist gæta i leikjum, hefur
stjórn Körfuknattleikssam-
bands tslands gert eftirfarandi
ráöstafanir:
— Stjórnin hefur beint þeim
tilmælum til aganefndar, aö hUn
beiti þyngstu refsiákvæöum
agareglna þegar um ofbeldis-
brot er aö ræöa.
— Stjórnin hefur ákveöiö aö
afturkalla keppnisleyfi þeirra
erlendu leikmanna, sem gerast
sekir um alvarlegt eöa endur-
tekiö ofbeldi i leik.
Þannig hljóðaði það bréf.
Erlendum leikmönnum
stillt upp við vegg
Það vekur nokkra furðu
undirritaðs, að stjórn KKÍ skuli
vera aö beina tilmælum til aga-
nefndar, um að hún beiti
þyngstu refsingu. Hvernig er
það, er aganef ndin ekki fær um
að starfa sjálfstætt? Er þaö ekki
hennar að taka ákvaröanir án
tillits til þess hver á i hlut? Ekki
er hægt að greina annaö á bréfi
KKI, en stjórn sambandsins
hafi þegar tekið afstööu með
Njarðvikingum, þvi hvergi er
minnst á það, að Stefáni
Bjarkasyni skulu veitt áminn-
ing, en aö þvi er best er vitað
var þaö hann, sem átti upptökin
að slagsmálunum og hafði m.a.
áður slengt hendi til eins leik-
manna 1R.
Bréfiö er ekki hægt að skilja á
annan hátt, en svo, að KKI sé að
stilla hinum erlendu leik-
mönnum, sem hér leika, upp við
vegg. Islenskir leikmenn virð-
ast mega brjóta af sér án þess
að hliðstæðar ákvarðanir séu
teknar.
Ekki i fyrsta sinn
Þetta er ekki i fyrsta sinn,
sem Stefán lendir i slagsmálum.
I fyrra sló hann Dirk Dunbar 1S
i gólfið og var honum að sjálf-
sögðu veitt rautt spjald og eins
leiks bann. Ekki var refsingin
þyngri en það.
Hér er ekki verið að kveða
upp dóm um hver sé sekur eða
saklaus. Báðir leikmenn eru
vissulega sekir, en það er
undarlegt, að ekkert skuli
minnst á þaö i bréfi KKÍ, aö
Stefán fái hliöstætt bann og
Stewart, veröi hann á annað
borðdæmdur. Úr þvi að stjórnin
hefur ákveöiö að afturkalla
keppnisleyfi þeirra erlendu
leikmanna, sem hér leika, — þvi
þá ekki að afturkalla keppnis-
leyfi Stefáns lika, þvi þetta er
endurtekið brot af hans hálfu.
—SSv—