Tíminn - 08.11.1978, Síða 20

Tíminn - 08.11.1978, Síða 20
Sýrð eik er sígiid eign HUftCiÖúH TRÉSMIÐJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Verzlið ^OðTn ’ sérverzlun með Skipholti 19, R. sími 29800, (5 línur) litasjónvörp Miðvikudagur 8. nóvember 1978 249. tölublað 62. árgangur Skýrsla um skipulag skipaviðgerða í Reykjavík: Viðunandi aðstaða i Vesturhöfn- inni — kostar tvo iiiiii milljarða Kás — A siðasta fundi hafnarstjórnar i Reykjavik var lögð fram skýrsla um hug- myndir að skipulagi við skipaviðgerðir i Reykjavik. Er hún unnin undir stjórn Hannesar Valdimars- sonar. t skýrslunni er rætt um tvo möguleika. Annars vegar bygg- ingu nýrrar skipavibgeröar- stöövar i Kleppsvik, inn viö sund, en hins vegar endurbætur á núverandi aöstööu i Vestur- höfninni. Tlminn haföi samband viö Björgvin Guömundsson, for- mann hafnarstjórnar, og baö hann aö skýra nánar frá niöur- stööum skýrslunnar. „Samkv. skýrslunni kostar þaö um þrjá milljaröa aö koma upp vel not- hæfum áfanga skipaviögeröar- stöövar i Kleppsvikinni”, sagöi Björgvin, „og inni I þeirri tölu er gert ráö fyrir 1500 tonna skipalyftu. Hins vegar er taliö, aöhægt sé aö gera mjög miklar og góöar aidurbætur á núver- andislipp I Vesturhöfninni, m.a. uppsetningu jafnstórrar skipa- lyftuog ég nefndi hér áöan, fyrir nálægt tvo milljaröa kr. Þannig er hægt aö byggja mjög viöun- andi aöstööu i Vesturhöfninni fyrir 2/3 þess fjármagns sem kostar aö byggja upp fyrsta áfanga nýrrar skipaviögeröar- stöövar I Kleppsvikinni.” Sagöi Björgvin, aö algjör forsenda þess, aö hægt yröi aö gera uppbyggingu sem þessa i Vesturhöfninni, væri samvinna margra fyrirtækja. Hins vegar jt jCtíjm 1 aSPjgBffil \\ , lÆTTm Fjársvikamálið í Keflavík: Útgerðarmaðurinn látinn laus Frumrannsókn málsins vel á veg komin værináttúrulega fræöilega hægt aö byggja upp skipaviögeröar- stöö i Kleppsvikinni án þess aö til samvinnu kæmi milli fyrir- tækja, meö þvi einfaldlega aö stofna nýtt fyrirtæki. En sér þætti þó aö þar yröi einnig aö koma til samstarfs hinna þróuöu aöila á þessu sviöi hér i borg. „Helstu kostirnir viö aö byggja upp aöstööu i Vestur- höfninni,” sagöi Björgvin, „eru þeir, aö þar eru mannvirki til staöar, þannig aö hægt veröur aö endurbyggja i áföngum, án þess aö til þess komi aö slippur- inn stöövist nokkurn tíma á framkvæmdatlmabilinu. Þaö hefur veriö taliö, aö þaö gæti tekiö um tvö ár aö koma upp mjög starfhæfri skipaviö- geröarstöö þarna i Vesturhöfn- inni. Hins vegar er talaö um aö þaötakium 3-4áraö byggjaupp aöstööu f Kleppsvlkinni, þar Framhald á bls. 16 ATA — Svo sem kunnugt er hóf Rannsóknarlögregia rikisins fyrir helgina rannsókn á meint- um svikum litgeröarfélagsins Heimis h.f. i Keflavik. 1 þvi sambandi var eigandi fyrir- tækisins hnepptur f allt aö 10 daga gæsluvaröhald. Var út- geröarfyrirtækiö grunaö um aö hafa svikiö greiöslur út úr at- vinnuleysistryggingarsjóöi. Hallvaröur Einvarösson, rannsóknarlögreglustjóri, sagöi I samtali viö Tímann I gær, aö frumrannsókn væri vel á veg komin i málinu og á mánudag- inn var varöhaldi létt af út- geröarmanninum. Ekki vildi Hallvaröur gefa frekari upplýs- ingar um máliö aö svo stöddu. ^Nýr skemmtistaður ^ á Akureyri: Verður sett lögbann á framkvæmdir? ATA —.1 ráöi er aö opna nýjan skemmtistaö á Akureyri, aö Harnarstræti 100. Húsiö er fjögurra hæöa, næsta hús viö Hótcl Akureyri. En nú er komiö babb i bát- inn. Krafist hefur veriö lög- banns á framkvæmdir viö húsiö, en bygging stigahúss var hafin. Þeir sem standa aö breyt- ingunum eru eigendur þriggja efstu hæöanna, þeir Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellertsson. Forsvarsmenn fyrirtækisins Valhallar h.f., en fyrirtækiö á hluta af nebstu hæb hússins, hafa farib fram á lögbanniö, enda mun ekki hafa verib haft samband viö þá, er fram- kvæmdir viö stigahús voru hafnar. t gær átti bæjarfógeti aö taka afstööu til lögbannskröf- unnar, en siöast er fréttist var ekki búiö aö birta úrskuröinn. Nú biöa margir spenntir eft- ir úrskurðinum, enda myndi lögbann tefja mjög fyrir opn- un nýs skemmtistaöap á Akur-' yeyri. J í Öræfum eykst gróður- lendi stórlega ( — þótt sauðfé fjölgi ) VS — Það er ekki hægt að segja annað en að sum- arið hafi verið ágætt hér hjá okkur, sagði Sigurður Björnsson á Kviskerjum, þegar hringt var til hans i gærkvöldi i þvi skyni að afla frétta úr öræfum. — Júnimánuöur var aö visu mjög kaldur, hélt Siguröur áfram. Þó voru þá ekki kaldari dagar en oft á sér staö, en það kom heldur aldrei einn einasti heitur dagur allan júni, og þess vegna varö mánuöurinn mjög kaldur, þegar á heildina er litiö, af þvi að kuldinn var svo stööugur og jafn. Að júnimánuöi undan skildum mátti heita aö væri ágæt tíö allt sumariö, og þvi varö gras- spretta viðast hvar sæmileg, þó aö undantekningar væru frá þvi, til dæmis hér heima hjá mér, þar sem spretta var meö minnsta móti. Hey nýttust ágætlega, enda má segja, aö þurrkar væru mjög góöir i allt sumar. Haustið mátti kallast gott. Aö vísu voru nokkrar rigningar fyrir sláturtiöina, og þær geröu kartöfluupptöku dálltiö erfiöa, en þó gekk garðvinna alveg sæmi- lega. Og kartöflur spruttu mjög vel. Hér eru nokkrir farnir aö rækta kartöflur að verulegu marki, — til sölu. Það var byrjaö á þessu i fyrra, og svo haldiö áfram i sumar, i dálitlum mæli. Það var slátraö rúmlega f jögur þúsund lömbum héöan úr sveit- inni i haust, og hefur aldrei veriö fleira, en til þess liggja sérstakar ástæður. Þaö er verið að fækka fénu I Skaftafelli, og þess vegna var lógað fleira þaöan en venju- lega. — Þess má geta til saman- burðar, aö haustið 1936 voru sláturlömb héöan úr þessari sveit aöeins á sjöunda hundraö, og auk þess voru þau lömb miklu rýrari en þessi, þó aö þá væru flest lömb einlembingar, öfugt viö þaö sem nú á sér staö. Og nú er fallþungi meö allra besta móti, þótt tvllembingar séu I miklum meiri- hluta. Land hefur lika gróiö gifurlega mikiö upp siöan, ekki aðeins sandarnir, heldur einnig fjall- lendiö, þótt I minna mæli sé. Þaö viröist þannig ekki vera um neina ofbeit aö ræða hér hjá okkur enn- þá. Skógurinn hefur lika teygt verulega úr sér, enda má heita, Siguröur Björnsson að vetrarbeit sé alveg úr sögunni, og það segir fljótt til sín I skógin- um, þótt viögangur hans nú sé ekki eingöngu friðuninni aö þakka. Sumargestir okkar, farfuglarn- ir, eru nú flestir farnir, en þó er dálitiö af skógarþröstum hér ennþá, og Mariuerla hefur veriö hér til skamms tima. Aftur á móti hefur oröiö miklu minna vart viö flækingsfugla nú i haust en oftast áöur, sagöi Sigurður Björnsson aö lokum. Rétt er að láta þess getiö, aö þegar rætt var viö Sigurö á Kvlskerjum, var simasamband mjög slæmt. Blaöamaður vonar þó, aö þau orö sem hér hafa verið skráð, séu rétt eftir Siguröi höfö. Ók aftan á strætis- vagn ATA — 1 gær uröu 16 árekstrar I Reykjavíkurumferöinni. 1 einum þeirra uröu slys á mönnum. Klukkan 7:45 i gærmorgun ók fólksbill aftan á strætis- vagn á Kleppsvegi. Mikiö tjón varö á fólksbflnum og voru farþegar hans fluttir á slysa- deild.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.