Tíminn - 05.12.1978, Síða 6

Tíminn - 05.12.1978, Síða 6
6 Þriöjudagur 5. desember 1978 (Jtgefandl Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýslngar SIDumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaftaprent Seinheppni Mbl. bitnar á Geir Það hefur ekki lægt deilurnar innan Sjálfstæðis- flokksins, hvernig þingflokkur hans brást við efna- hagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar. Málgögn Sjálfstæðisflokksmanna hafa rægt þessar ráð- stafanir eftir beztu getu. Einkum hafa þau hamrað á kaupránsblekkingunni, sem Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn beittu gegn febrúarlögunum svonefndu á siðastl. vetri. Jafnframt viðurkenna þó blöðin að þörf hefði verið svipaðra ráðstafana. Afstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins var i samræmi við þetta..Þingmenn hans töluðu bæði móti og með slikum aðgerðum, en sátu svo allir hjá að lokum, nema Albert Guðmundsson. Litil- mannlegri gat þessi frammistaða Sjalfstæðis- flokksins ekki verið. Morgunblaðið, sem er sérstakt málgagn formanns Sjálfstæðisflokksins, finnur eðlilega sárt til þess, að fylgismenn Sjálfstæðisflokksins eru gramir yfir þessari framkomu, og kenna helzt formanninum um, hvernig farið hafi. Leiðsögn hans hafi brugðizt nú eins og oft áður. Morgunblaðið finn- ur að það er vonlaust verk að ætla að afsaka eða réttlæta umrædda leiðsögu Geirs Hallgrimssonar. Þess vegna grlpur það til sinna gamalþekktu vinnubragða og reynir að beina athyglinni annað. Það er annar flokksformaður, sem ekki er betri en Geir Hallgrlmsson og á enn lakari feril I glimunni við verðbólguna. Það er Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins. Morgunblaðið reiðir hátt til höggs I Reykjavikurbréfinu á sunnudaginn var og segir: „Undir forustu ólafs Jóhannessonar hófst sú óða- verðbólgualda á fyrri vinstri stjórnar árum hans, sem við höfum enn ekki ráðið við. Enginn einn maður ber meiri ábyrgð á þeirri þróun en ólafur Jóhannesson.” Það hefur oftast fylgt ritstjórum Mbl. að vera nokkuð seinheppnir I skrifum slnum, en sennilega er þetta þó metið. Höggið, sem Mbl. hyggst hér reiða hátt og á að hitta Ólaf Jóhannesson, lendir á Geir Hallgrimssyni. Vinstri stjórnin, sem fór hér með völd á árunum 1971-1974, hélt verðbólgunni i skefjum fram undir árslok 1973, en þá reis hér I kjölfar hinnar miklu olluverðhækkunar, verð- bólgualda, sem magnaðist við febrúarsamn- ingana 1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn ýtti undir að kauphækkanir yrðu sem mestar. Undir forustu Ólafs Jóhannessonar brást vinstri stjórnin fljótt og mannlega við þessum vanda og lagði fyrir þingið vorið 1974 frumvarp um efnahagsráðstafanir, sem hefðu komið verðbólgunni I viðráðanlegt horf, ef þær hefðu verið samþykktar. Þá gerðist það, sem er vafalitið hámark pólitisks ábyrgðarleysis á íslandi siðan lýðveldið var stofnað. Undir forustu Geirs Hallgrlmssonar og Gunnars Thoroddsens beitti Sjálfstæðisflokkurinn stöðvunarvaldi, ásamt Alþýðuflokknum og klofningsmönnum úr Samtök- unum, til að koma I veg fyrir að umræddar efna- hagsráðstafanir næðu fram að ganga. Verðbólgu- aldan var þvi ekki stöðvuð og þjóðin gllmir enn við afleiðingar þess. Það sýndi sig þá eins og oftar að Ólafur Jóhannesson er ábyrgasti og raunhæfasti stjórnmálaforinginn, sem þjóðin hefur nú á að skipa. En illu heilli var ekki farið að ráðum hans. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins töldu það ekki henta stundarhagsmunum flokks þeirra. Það settu þeir ofar þjóðarhagsmunum. Seinheppið er Morgun- blaðið, þegar það telur það henta Geir Hallgrims- syni að minna á þátttöku hans I ábyrgðarlausasta verki, sem Islenzkir stjómmálamenn hafa unnið slðan iýðveldið var endurreist. Þ.Þ. - ,"'v\ *} : 1M»Mh tr»r tty Oí ■■«*#** ***** /X. fíu > «*m» «M<:' •: M Oimiii Ita.; <■> Vmmm ku » ***** >wAif *4 ■ Mlnlítm ÍHild mi: littlí , íPiiiÉSS : SásííP: wmimWx Mhit SmlrtjEi’ : ■■ fivrv ;tWáw» Sc*ft f tijrtoas wilb IohwwDoa ;MrTWptdMcríbíá Nixon var tekið vel í París og Oxford Hann er betur látinn erlendis en heima FRÆGASTA dagblaö Bret- lands, The Times i London hætti Utkomu sinni á fimmtudaginn var, sökum deilna viö starfs- menn þess,sem hafa truflaö vit- komu blaðsins meira og minna aö undanförnu og oröið þannig valdir þess,að þaö var rekiö meö stórtapi. Mjög þykir vafasamt aö þessi deila leysist og þvi helzt likur á aö Utgáfu Times sé endanlega lokiö. Mörgum mun hafa þótt slðasta forslöa Times allsögu- leg. Efst á fofslöunni var stór mynd af Nixon I tilefni af komu hans til Bretlands. Móttökur þær.sem Nixon hlaut I Parls og Oxford I slðastl. viku.uröu eitt helzta fréttaefni vikunnar viöa um heim. Nixon er bersýnilega langt frá þvl aö vera gleymdur, eins og yfirleitt var haldiö aö hann myndi veröa þegar hann var hrakinn Ur forsetaembætt- inu sumariö 1974. Þá var spáö aö Klnverjar yröu þeir einu sem kynnu aö muna eftir honum.en Mao bauð honum I einkáheim- sókn 1976. En fleiri viröast hafa hugsaö llkt og Kinverjar, aö Nixon hafi ekki hagaö sér verr en margir aörir ameriskir for- ustumenn. Þessar ályktanir viröast m.a. mega draga af þeim móttökum,sem hann hlaut I Paris og Oxford á dögunum. Aöur en Nixon lagöi upp I feröina til Parlsar haföi Adal- bert de Segonzac, sem var um skeiö fréttaritari France-Soir I Bandarlkjunum, spáö þvi, aö Nixon yröi sæmilega tekiö i Frakklandi. Þaö álit væri ekki óalgengt I Frakklandi.aö Nixon heföi oröiö fórnardýr herskárr- ar og óvæginnar blaöamennsku, þvl aö njósnir á borö viö Water- gate-máliö væru ekki óalgengar I Bandaríkjunum. Margir Frakkar litu á Nixon sem einn af betri forsetum Bandarlkj- anna á siöari timum. Einkum teldu þeir hann hafa veriö far- sælan á sviöi alþjóöamála. Frakkar virtust ekki gera sér nægilega ljósa meginorsök þess, aö Bandarlkjamenn snerust gegn Nixon. I raun voru þaö ekki sjálfar Watergate-njósn- . irnar sem uröu honum aö falli, heldur þaö,aö hann laug hvaö eftir annaö aö þjóöinni, þegar hann var aö reyna aö leyna hana þvl aö hann haföi reynt aö hjálpa vissum flokksbræörum sinum til aö sleppa viö refsingu. Slík ósannindi þyldu Banda- rlkjamenn ekki leiötogum sín- um. ÞAÐ var franska sjónvarpiö, sem bauö Nixon til Frakklands og kostaöi för hans þangaö og föruneytis hans.en aöra greiöslu fékk hann ekki. Nixon kom fram I þætti,sem svarar til beinnar llnu I Islenzka Utvarpinu. Hann svaraöi fyrirspurnum sjón- varpshlustenda í rúmar tvær klukkustundir en áöur var sýnd- ur um 40 miniitna þáttur, þar sem stjórnmálaferill hans var rakinn. Nixon svaraöi spurning- unum greiölega og þótti hann Nixon I franska sjónvarpinu bæöi frlsklegri og hressilegri en I sjónvarpsviðtölunum, sem hann átti viö David Frost á fyrra ári. Yfirleitt voru þeir, sem spuröu Nixon,vinsamlegir. Nixon viöurkenndi.aö honum heföu oröiö a' mikil mistök I sambandi viö Watergatemáliö. Hann heföi átt aö láta máliö ganga sinn gang.en ekki átt aö reyna aö hjálpa flokksbræðrum slnum. I þessu sambandi vitnaöi hann til hinna frægu oröa Talleyrands: Þetta var verra en glæpur.þetta var glópska. Hann taldi,aö Watergatemáliö heföi haft slæmar afleiöingar fyrir Bandarlkin. M.a. heföi þaö stutt aö þvl,aö Suöur-VIetnam komst undir yfirráö kommúnista. Aö vissu leyti myndi þaö þó veröa til viövörunar og gæti gert gagn á þann hátt. i Einna mest var Nixon 1 spurður um utanrlkismál. Hann kvaö nauösynlegt fyrir vestræn- ar þjóöir aö vera vel á veröi þvl i aö Rússar ykju viöbúnaö ?inn. M.a. yröu Bandarikjamenn að gæta sln vel I sambandi viö Salt- viðræöurnar. Hann taldi þaö mestan árangur sinn á sviöi al- þjóöamála,aö hafa bætt sam- búöina viö Klnverja. Hann var spuröur aö þvljivers vegna hon- um væri betur tekiö I Frakk- landi en Bandarfkjunum. Hann kvaö þaö stafa af þvl aö Frakk- ar hugsuöu meira um utanrlkis- mál og mætu meira þátt sinn á þvi sviöi. Nixon var yfirleitt vel tekiö I Frakklandi, en hann geröi aö vísu ekki vlöreist. Þó heimsótti hann minningarsafniö um de Gaulle forseta .þar sem sonur de ...... . f.v> THETIMES Last-dítch Corfimons moveto Forslöa Times á fimmtudaginn Gaulle,Philippe de Gaulle flota- foringi,tók á móti honum og sýndi honum safniö. De Gaulle var alltaf vinur minn, sagöi Nixon,og einnig eftir aö ég lét af forsetaembættinu. Þá fékk Nixon heimsókn Haigs hers- höföingja ,yfirmanns herja At- lantshafsbandalagsins, meöan hann dvaldi i Parls og ræddust þeir viö I einn og hálfan tíma. OXFORD UNION, hiö fræga málfundafélag stúdenta I Ox- ford, notfæröi sér Frakklands- ferö Nixons til þess aö fá hann til aö mæta á fundi hjá þvl og svara fyrirspurnum. Utan viö fundarstaöinn reyndi hópur stúdenta aö gera aösúg aö Nixon og voru bandariskir stúdentar þar framarlega. Hins vegar fékk Nixon mjög vinsamlegar móttökur á fundinum, þar sem mættir voru um 700 stúdentar. Nixon virtist llka vera I essinu slnu og svaraði fyrirspurnum greiðlega i nær tvær klukku- stundir. Aöallega var hann spuröur um stjórnmál og al- þjóöamál. Hann hældi Carter for- seta fyrir samkomulagiö i Camp David.en taldi mannrétt- indabaráttu slna.sem heföi veriö háö í kyrrþey,hafa veriö árangursrikari en mannrétt- indabaráttu Carters. einkum I skiptum viö Sovétríkin. I sam- bandi viö viöskipti þeirra Brésnjefs upplýsti Nixon, aö Brésnjef heföi tilkynnt honum, þegar bardagar stóöu yfir milli Israelsmanna og Araba 1973,aö hann myndi I varúöarskyni senda tvö herfylki til Sýrlands. Jafnframt hvatti hann Nixon til aö senda tvö herfylki til Israels og tryggja jafnvægi á þann hátt. Nixon sagöist hafa hafnaö þvl, en tilkynnt Brésnjef, aö hann myndi gefa Bandaríkjaher fyrirskipun um aö vera til alls búinn,ef Rússar sendu her til Sýrlands. Brésnjef hætti þá viö fyrirætlun slna. Nixon lýsti yfir þvi.aö hann hyggöi ekki á þátttöku i stjórn- málum,en hins vegar myndi hann láta heyra til sln.þegar hann teldi friö og frelsi I hættu. Stúdentar hylltu hann aö lokum meö miklu lófaklappi. Llklegt þykir,aö þetta feröalag Nixons og móttökurnar sem hann fékk veröi honum til örvunar og hann muni láta meira heyra til sln I framtiöinni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.