Tíminn - 05.12.1978, Síða 8
8
Þriðjudagur 5. desember 1978
á víðavangi
Tvær stéttir
úr háskóla
1. des. hátíðarhöld stúdenta
fóru fram með hefðbundnum
hætti á föstudaginn og var út-
varpað yfir allan landsiýð. Nú
iiggur þaö ekki ljóst fyrir
hversu stór hluti þjóðarinnar
hlustar á þessa dagskrá eða
hvað hann hugsar um hana, en
eftirtektarvert þótti mér að
stúdentar sýndu að þessu sinni
örlitla viðleitni til sjálfsgagn-
rýni og þaö held ég að falli i
góöan jarðveg. • ' -
Þann hluta gagnrýninnar sem
fjallaði um námslánin sá að visu
gesturinn um, verkakona úr
Vestmannaeyjum og hún hitti
einmitt naglann á höfuðið.
Stúdentar geta ekki ætlast til
velvilja hjá almenningi I land-
inu gagnvart þeirri kröfu að
verða studdir betur fjárhags-
lega til háskólanáms á meöan
þeir koma út úr skólum sem
sterkur kröfuhópur sem svlfst
einskis i aö troða aðra undir I
samkeppninni um bitana úr
þjóðarkökunni.
Nemendur þykja skera sig úr
I þjóðfélaginu fyrir sterka til-
finningu að þvi er virðist með
bágum kjörum þeirra sem
veröa undir I þjóðfélaginu.
Gengur þetta stundum út I öfgar
eins og flest annað en er eins og
sagan sannar mjög sterkt mót-
andi afl I þjóöfélagsþróuninni og
er ekki til að iasta. Aftur þykir
almenningi kannski heldur hart
að sjá það fólk sem hann hefur
stutt til námsifylkja sér þegar
það kemur út úr skólunum,! liö
með þeim sem hinum megin
standa.
Kerfið margfræga hefur nú
samt sem áður búið svo um
hnútana að stúdentum er nokk-
ur vorkunn. í raun er aöeins um
tvennt aðvelja vilji menn að all-
ir eigi kost á háskólanámi
hvaöan úr stétt sem þeir koma.
Það verður annað hvort að
tryggja stúdentum örugg lán til
framfæris ellegar að breyta þvi
tímatakmarkanakerfi sem
vlðast er nú allsráðandi i deild-
um háskólans og beinllnis
hindrar að nemendur geti tekiö
sér fri frá námi tii að þyngja
pyngjuna á ný.
Það er nú lika svo að háskóla-
menntaö fólk er alls ekki I öllum
tilvikum þeir sem hæstar hafa
tekjurnar á islandi I dag. Mörg
verkalýðsfélög verkamanna,
iðnaðarmanna og verksmiöju-
fólks hafa náð verulegum
árangri á siðustu árum og
launahlutföll hafa mikið breytst
án þess að allir geri sér grein
fyrir útkomunni. Þegar há-
skólastúdentar koma út úr skóla
25-30 ára gamlir með kannski
þriggja milljón króna náms-
skuld á bakinu hafa margir
jafnaldrar þeirra I iðnaðarstétt
til dæmis byggt yfir sig hús og
skulda ekki miklu meira en
stúdentinn. Gerist þessi stúdent
kannski blaðamaður eða fer að
vinna skrifstofuvinnu eru launin
oft ekki meiri en svo að t.d.
iönaðarmaður eða verksmiðju-
starfsmaöur getur haft allt að
þvi helmingi hærri iaun á
mánuði.
Niðurstaðan er raunar sú aö
Háskóli islands útskrifar a.m.k.
tvær launastéttir, hálaunamenn
og láglaunamenn og á sama
tima og enginn þarf að vor-
kenna hinum fyrrnefndu að
greiða námslán sin að fullu og
þaö verðtryggt/verður vlst varla
það sama sagt um hina slðar-
nefndu láglaunamenn úr há-
skóla. KEJ
Á laugardagskvöld 9. des. eru slðustu forvöð að sjá hina vinsælu
sýningu islenska dansflokksins og Þursaflokksins I Þjóðleikhúsinu.
Þessi ballettsýning hefur fengið ágæta aðsókn og vakið athygli fyrir
fjölbreytileika og ferskieika en þarna er boðiö upp á þrjá bailetta:
klassiskan dans, nútimadans og rokkballett.
Dansaðir eru ballettarnir: Pas de Quatreeftir hinn fræga ballett-
dansara Anton Dolin,en hann sviðsetti sjálfur þennan ballett með
dansflokknum, ROKK-ballettinn ,,1955” sem dansflokkurinn samdi
sjálfur undir stjórn kennara sins, Karen Morell viö vinsælustu lög
Elvis Presley og loks ballett Ingibjargar Björnsdóttur,
SÆMUNDUR KLEMENSSONen hann er saminn út frá gamalli Is-
lenskri grafskrift. Tónlistin við þennan síðasta ballett er samin og
flutt af Þursaflokknum.
mismun
of
mikinn
HEI — 1 könnun á jafnréttis-
málum sem gerð var I fjórum
bæjarfélögum, Kópavogi,
Hafnarfiröi, Garöabæ og Nes-
kaupstað kemur fram að mik-
iil meirihluti þeirra sem
spuröir voru telja launamis-
mun i landinu vera of mikinn.
Nokkuð er þetta þó mismun-
andi eftir búsetu. Þannig sker
Garðabær sig talsvert úr hvað
það varðar álit á þvl hvort
launamismunur sé eðlilegur
eða of litill. Einnig kemur
fram að fleiri konur en kariar
álita mismuninn of mikinn.
78-84% kvenna og 71-74%
karla i Kópavogi Hafnarfirði
og Neskaupstaö telja muninn
of mikinn. 1 Garðabæ eru
sömu tölur 74% og 61%.
6-10% kvenna telja launa-
mismuninn eðlilegan og að-
eins 0,7-2,4% þeirra eru þeirr-
ar skoðunar að launamunur sé
of lltill.
Karlar sem telja launamun-
inn eölileganeru frá 7-18%. Að
launamismunur sé of litill
töldu 2.8-4% af körlunum,
nema í Garöabæ, þar var sú
tala 11%.
hafa sótt ótal námskeið I
snyrtingu m.a. hjá Lancome I
Paris.
Myndina tók ljósmyndari
Tlmans Tryggvi, t.f.v. Stella
Bragadóttir, Stefana og Mar-
grét Ölafsdóttir.
—Tónskóli—
Sigursveins
— beldur tónleika annað kvöld
Annaö kvöld kl. 20.30 munu
kór og hljómsveit Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar
halda tónleika I kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigsveg.
A eftiisskrá tónleikanna eru
m.a. verk eftir Beethoven
Bartók, Praetorius, Sigur-_
svein D. Kristinsson ,Victoria
Poulenc o.fl. Mörg verkefnin
veröa nú flutt i fyrsta sinn á
tónleikum hérlendis. Stjórn-
andi er Sigursveinn Magnús-
son.
Myndin hér aö ofan var tek-
in af kórnum á æfingu fyrir
nokkrum dögum.
við Laugaveginn
Könnun á
jafnréttismálum:
Mikill
meiri-
hluti
telur
launa-
FI — Fimmtudaginn 23. nóv.
var opnuð glæsileg snyrti-
vöruverslun f nýjum húsa-
kynnum að Laugavegi 51.
Nafn verslunarinnar er Top
Class og verður lögð áhersla á
að hafa jafnan til sölu allar al-
mennar snyrtivörur og ilm-
vötn af vönduðustu gerðum
fyrir dömur á öllum aklri, t.d.
Lancome, Juvena og fleiri.
Innréttingar eru allar mjög
vandaðar og voru fluttar inn
frá Þýskalandi, sérvaldar þar
af forsvarsmönnum
verslunarinnar, sem jafn-
framt sáu sjálfir um hönnun
_og fyrirkomulag.
Verslunarstjóri er Stefana
Karlsdóttir, sem hefúr unniö
við sölu og leiðbeiningar um
notkun á snyrtivörum I fjölda-
mörg ár, jafnframt þvi aö
„Top Class”
Höfn Hornafirði:
Kaupfélagið
opnar veglega
byggingavöruverzlun
AA-Höfn. — t byrjun vikunnar
opnaði Kaupfélag Austur-Skaft-
feliinga nýja járnvörubúð á
Alaugarey rétt hjá nýju vöru-
höfninni á Höfn I Hornafirði.
Verslunin er á einni hæð.
Aöur var járnvöruverslunin i
gömluhúsi við aðalgötu bæjarins
en með auknum umsvifum hefur
hún veriö færð I sitt nýja um-
hverfi. Með hinu nýja húsnæði
gefst kostur á fjölbreyttari þjón-
ustu og verður hér eftir boðið upp
á allar byggingarvörur I verslun-
inni. Húsbyggjendur og þeir sem
vilja breyta geta þvl leitað á einn
og sama staðinn þegar þeir kaupa