Tíminn - 12.12.1978, Page 19
ÞriBjudagur 12. desember 1978
ÍMÍliliÍÍ
19
Ijóð undir
berum
himni
Hólmfríður Jónasdóttir
HÓLMFRÍÐUR
JÓNASDÓTTIR
UNDIR BERUM HIMNI
LJÓÐ
Útgefandi:
Bókaforlag
Odds Björnssonar
1978
Meöal bóka sem forlag Odds
Björnssonar á Akureyri sendir
frá sér á þessa vertfð bókanna
er ljóöabókin Undir berum
himni, ljófi eftir Hólmfriöi
Jónasdóttur frá Sau&árkróki en
I bókinni er um þa& bil 90 kvæ&i
á 109 bla&sf&um sem er allstór
bók af ljó&abók a& vera og gæti
þvi innihaldiö veriö allt sem
þessi kona hefur ort um sina
daga.
Engin deili veit undirrita&ur á
Hólmfriöi Jónasdóttur nema
hún mun vera dóttir Jónasar frá
Hoftúnum, sem er kunnur skag-
firskur hagyröingur og stóö
fram á siöustu ár viö Héraös-
vötn og varnaöi fé aö komast úr
einu hólfi i annaö.
Hefi ég heyrt aö þar hafi
margir gjört stuttan stans til
þess aö tala viö skáldiö á kvöldi
lifsins en nóg um þaö.
Hólmfriður Jónasdóttir
frá Sauðárkróki
Hólmfriöur Jónasdóttir er
ekki mikiö skáld ef talaö er I
fullri alvöru en þaö var samt
ánægjulegt aö lesa þessa bók
hennar svona notalega i allri
gerö, og hin liöna tiö birtist hægt
og h,ægt gegnum þessi löngu og
einlægu kvæöi. Timar þegar
skáld skiptu máli og voru jafn
ómissandi viö öll tækifæri og
blómin viö jaröarfarirnar og
fánarnir fyrsta mai.
Hólmfriöur velur sér yrkis-
efni i gömlum stil. Bók hennar
hefst á Blönduhliöinni þar sem
hún segir frá landslagi I Skaga-
firöi, frá Bólu-Hjálmari.
Þetta er heldur væmiö kvæöi
svona á köflum og stundum
stirölega ort: _
„Hér nam hann draum sinn til
dá&rikra starfa
dagsins vinur en samdi ei
griö
viö skortinn né kotungshátt
lslands arfa,
en átthaga sótti á vesturmiö.”
En svo fer þetta aö skána.
Hún sækir yrkisefni sin aftur I
tiöina i landslag, árstiöir og
minningar. Þaö er greinilegt aö
skáldkonan ann landi sinu og
þjóö hugástum og þótt brösótt
gangi þaö heldur aö fella þaö I
bók er viss heiörikja og einlægni
i þessu verki öllu. Helsti gallinn
er aö stundum er haldiö áfram
aö yrkja eftir aö kvæöiö er I
rauninni þrotiö.
Dæmi um þetta er aö finna i
kvæöinu Vorkoma á bls. 31.
Fyrstu þrjár visurnar eru I raun
og veru þetta kvæöi en slöan
bætast viö fimm erindi sem
auka engu viö þetta annars
fallega og tilfinningarika upp-
haf.
Dæmi um hiö gagnstæöa er
siöan Flugan á bls. 35 þar sem
efni og kvæöi eru nokkurn veg-
inn af sömu lengd og myndin
sem þaö skilar okkur er heilleg
og sönn en kvæöi er svona:
#
Spékoppar
— Barnabækur eftir
Herdisi Egilsdóttur
ísafoldarprentsmiöja hefur
gefiö út tvær barnabækur, sem
heita Spékoppar 1, og Spékoppar
2. Teikningar og texti eru eftir
Herdisi Egilsdóttur. I fyrri bók-
inni er sagt frá þreyttum strætis-
vagni, öfundsjúkum ormi, krökk-
um I snjó, og svo henni Boggu
blekklessu.
I ööru bindinu eru aftur á móti
þessar fyrirsagnir: Hrossataös-
hrúgan, Sokkarnir og peysan og
Hunang til sölu.
Báöar þessar bækur eru
óbundnar og aöeins ein örk hvor.
Teikningar eru I góöu samræmi
viö efniö, og hvort tveggja er vel
viö hæfi yngstu lesendanna.
Flugan
Brug&ust vonum vængir smáir
veslings flugan mfn?
Endar svona ömurlega
ævin stutta þin?
1 morgun lékstu létt á glugga,
iaunráb kvöldiö vill þér brugg.
Fjörlegt var þitt flugusuö.
Viö undum hér við eldhússtörfin
eina morgunstund
er ung og fögur aprilsólin
okkar gladdi fund
En þó vilji flugu feiga
flestir þeir sem einhvers mega
samt ég hálfgert sakna þin.
Tækifærisljóð og vísur
Tækifærisljóö taka talsvert
rúm i bók Hólmfrlðar, hún yrkir
um félög á afmælisdögum og til
félaga, þar á meðal til Skag-
firöingafélagsins. Einnig um
Sauöárkrók.
Hólmfrföur Jónasdóttir.
Þá eru kvæöi um nokkur
skáld, Stephan G. Stephansson,
Jóhann Sigurjónsson og Þor-
stein Erlingsson. Hinstu kveöju
fá Guömundur Böövarsson og
fleiri hljóta eftirmæli.
Hinsta kveöja til Guömundar
Jósafatssonar ber af öðrum og
er éitt besta kvæöi þessara bók-
ar en þaö hljóöar svo:
Gu&mundur Jósafatsson
hinsta kve&ja
Ég græt ei vinur vegna þin,
úr volkinu hérna megin
brá&um liggur lei&in mfn
lika sama veginn.
Vinur sáran söknuö finn
I svala vetrarljósa
brei&i þvi yfir bcöinn þinn
blóm sem ekki frjósa.
Alltaf reyndist okkur stætt
aldrei vinsemd þrotiö,
á fimmta tug viö súrt og sætt
saman glaöst og notib
Vakir hjá mér von og trú
verma minning þina.
Enginn skildi eins og þú
ótal bresti mina.
Þó aö oss blési einatt grátt
örlög kaldra ragna
gegnum basl og bli&u átt
barnaláni aö fagna.
Viö höfum ekki vinur minn
veriö þar ein i ráöum
þeim hefur skilaö skaparinn
þvi skásta úr okkur bá&um.
Þegar brýt ég bát viö strönd
bakkans hinum megin
vona ég þin hlýja hönd
hjáipi mér fram á veginn.”
Svona kvæöi réttlæta heila
bók.
Eins og sagt var hér aö
framan er Hólmfriöur Jónas-
dóttir ekki mikiö skáld. Bók
hennar heföi oröiö betri meö dá-
litiö færri kvæöum — of margt
er tekiö meö — en þaö skiptir
ekki öllu máli.
Kvöldstund meö þessa bók
milli handa var ekki illa variö.
Maöur les þarna um ættjaröar-
ást.fegurö sveita og tregabland-
in söknuö hluti sem skáldin sjá
varla lengur i voru landi, eftir
aö innflutningsmálin uröu þar
efst á blaöi.
Þaö væri mikill skaði ef hag-
yröingar hyrfu á tslandi, og
mikiö verður lifiö dauft þegar
þeir eru horfnir.
Jónas Guömundsson
bókmenntir