Tíminn - 23.12.1978, Page 1

Tíminn - 23.12.1978, Page 1
Laugardagur 23. des>1978 287. tölublað — 62. árgangur Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Ráðum ekki við 99 — segir Viggó Maack, skipaverkfræð- ingur, sem skoðaði aðstæður við innsiglinguna i Homafirði ATA— Hreyfingin á botnsandinum er svo mikil, að á 12 tímum geta hafa orðið breytingar, sem miklu máli skipta þegar stór skip eiga í hlut, sagði Viggó Maack, skipaverkfræðingur, en Viggó var einnþeirra manna sem fóru austur á Hornafjörð á vegum Eimskipa- félagsins í vikunni. sögöu mjög dýrt fyrir skipa- félögin, þetta er engin jólagjöf. Þó er huggun harmi gegn, aö botninn er mjög mjúkur þarna, t.d. situr Alafoss eins og á dún- sæng. — Heimamenn segja, aö ekkert sé hægt aö gera til aö bæta innsiglinguna. Þeir segja; aö þó stórri fjárveitingu yröi veitt til laglæringa, væri þaö bara aö henda peningunum i sjóinn. — Hreyfing sandsins er alger- lega háö straumum i ósnum, straumarnir eru ýmsu háöir, fyrst og fremst sjávarföllum og svo veöurþyngdinni. — Straumarnir eru mjög ó- hagstæöir þessa dagana, enda smástreymt og háþrýstingur. Kunnugir telja, aö ekkert veröi hægt aö aöhafast á standstaö, fyrr en straumarnir breytast. Dagana 28.-31. veröur stór- streymt og ef háþrýstingurinn vikur fyrir lágþrýstingi, gæti sandurinn hreinsast vel frá skipinu. Þá veröur auövelt aö ná þvi á flot. — Viö höfum nú veriö aö stinga saman nefjum hjá Eim- skipafélaginu. Þetta er afskap- lega mikiö vandamál. Ef viö lit- um til fortiöarinnar sjáum viö aö þarna hafa oröiö fjöldamörg strönd, en skipin hafa alltaf náöst út aftur. Þetta er aö sjálf- Alafoss á strandstað. Tima- mynd: Aöalsteinn Aöaisteíns- son. — Þaö viröist ljóst, aö viö getum ekki oröiö ofan á i þessari glfmu viö nátturuöflin, sagöi Viggó Maack. Laugaveg- ur lokaður frá kl. 13-19 Kás — A timabilinu kl. 13-19 i dag verður Laugvegur lokaður fyrir allri aimennri umferð ökutækja. Er hér um sams konar ráðstöfun og fyrir viku siðan, en hún þótti takast vel. Fyrir bragöiö fá fótgangandi vegfarendur meira athafnapláss, en fyrir þá sem fótlúnir eru ganga strætisvagnar i hring, niöur Laugaveg og upp Hverfisgötu. Eigendum ökutækja er bent á bilastæöi viö nærliggjandi götur. Aö gefnu tilefni er sérstaklega bent á bilastæöiö á þaki Toll- stöövarinnar, en þaö var ekki not- aö sem skyldi um siöustu helgi, þótt þaö sé mjög skammt frá aöalverslunarsvæöinu Vöruskiptajöfnuðurinn i nóvember: Óhagstæður um tæpa 3 milljarða Kás — Vöruskiptajöfnuðurinn I nóvember si. var óhagstæöur um 2,769 milljarða, en eins og kunnugt er var hann hagstæður um rúma tvo milljarða mánuð- inn þar á undan. Ef litið er yfir fyrstu niu mán- uöi þessa árs, þá var vöru- skiptajöfnuöurinn orðinn óhag- stæöur um tæpan tólf og hálfan milljarð. A sama timabili I fyrra var hann orðinn óhag- stæður um rúma fjórtán milljarða, og þá verður aö hafa I huga, að meöalgengi erlends Frá atkvæðagreiðslu um breytingartiliögur við 3ju umræðu fjárlaga- frumvarps I gær. Fjárlög afgreidd frá Alþingi I gær Stefna fiármála- ráðherra sigraði gjaldeyris er talið vera 44% hærra en þaö var i sömu mánö- um i fyrra, þannig aö útkoman i ár er snöggtum betri en i fyrra. Alls nam innflutningur hingaö til lands i nóvember 19.389,4 millj. kr. þar af var innfluttn- ingur fyrir 1244 millj. kr. til Islenska álfélagsins, og 475 millj. kr. til íslenska járn- blendifélagsins. Útflutningur I nóvember nam alls 16.602,4 millj. kr. Þar af fyrir ál og álmelmi 3.332,4 millj. kr. AM — Aö lokinni afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins I gær náð- um við tali af Tómasi Arnasyni, fjármálaráðherra, en hann hefur greint lesendum biaðsins frá framvindu mála á þinginu siðustu daga og þvi var viðeigandi að spyrja hann álits nú, þegar fjárlögin eru i höfn. „Meðferð og afgreiösla fjár- lagafrumvarpsins hefur veriö meö óvenjulegum hætti að þessu sinni,” sagöi ráðherrann. ,,í fyrstu var ágreiningur um hvort leggja ætti fram sem fjárlaga- frumvarp, drög aö frumVarpi, sem fyrrverandi fjármálaráö- herra, Matthfas A. Mathiesen, hafði látiö gera. Fulltrúar Alþýöubandalags og Alþýöu- flokks vildu hafa þessa vinnuaö- ferö. Þessari vinnuaöferö hafnaöi ég af mörgum rökstuddum ástæöum og lét hefja umfangsmikla vinnu að undirbúningi fjárlagafrum- varps, sem markaöi þá megin- stefnu aö fjárlög ríkisins ættu aö Lög um brunatryggingar húseigna: verka sem hagstjórnartækí í bar- áttunni gegn veröbólgunni. Þess vegna var fjárlagafrumvarpiö lagt fram af hálfu rikisstjórnar- innar. Það hefur gengið á ýmsu meö afgreiðslu málsins, en meö hæfilegri þolinmæöi og um- burðarlyndi og meö þvi aö missa aldrei ' sjónar af þvi meginmarkmiöi aö fjárlaga- frumvarpiö yrði samþykkt á Alþingi I aöalatriöum skv. þeirri stefnu, sem þaö boöar, tókst aö lokum að ná mikilli samstööu stjórnarflokkanna um máliö.” „Myndi fagna því ef lögin yrðu tekin til endurskoðunar” — segir Páll S. Pálsson, formaður Húseigendafélags Reykjavikur og Hús og landeigendafélags íslands ESE — ,,Ég myndi að sjálf- sögðu fagna þvi ef. þessi lög yrðu tekin til endurskoðunar” sagði Páll S. Pálsson lögfræð- ingur og"formaður Hús- eigendafélags Reykjavíkur og Hús og landeigendafélags Islands er hann var að þvi spurður i gær hvað honum fyndist um framkomnar tiliögur Samvinnutrygginga um brunatr. húseigna. — Mér finnst ákaflega óeöli- legt aö veriö sé aö skylda alla utan Reykjavíkur til þess að skipta viö Brunabótafélagiö og þvi finnst mér hinar athyglisverðu tillögur Sam- vinnutrygginga I þessum efn- um mjög svo eölilegar og timabærar. — Eins og málum er háttaö I dag geta jú sveitarfélög tekiö sig til og skipt viö önnur trygg- ingarfélög en svo virðist sem þeim sé gert þaö eins erfitt fyrir og hugsast getur og þvi held ég að þau leggi I fæstum tilvikum út i þaö. Langtíma ráðstaf- anir í efnahags málum — yfirlýsing frá forsætisráðherra Forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, gaf I gær yfirlýs- ingu við 3ju umræðu um fjáriaga- frumvarpið um þá starfshætti er viðhaföir yrðu viö mótun efna- hagsstefnu til lengri tima. Hann sagði m.a.: „Mér er ljóst ekki siður en öör- um aö ráöstafanir þær, sem grip- iö hefur verið til og nauösynlegar hafa verið, fela ekki I sér varan- lega lausn á hinum öra verðbólguvexti. Eftir áramótin verður gerö alvarleg tilraun til aö finna varanlegri lausn á þeirri meinsemd.” Þá sagði forsætisráöherra, aö við samningu efnahagsmála- frumvarps til tveggja ára, sem lagt skyldi fyrir rikisstjórn fyrir 1. febrúar, yröu tillögur Alþýöu- flokksins um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum kannaöar svo og tillögur annarra stjórnarflokka sem borist hafa eöa kynnu aö ber- ast. ólafur Jóhannesson sagði, aö reynslan myndi aÖ sjálfsögöu skera úr um þaö, hvaöa árangur næðist af þessum aðgerðum. „En þetta er verk, sem þarf aö vinna, hverjir svo sem kunna aö sitja I rikisstjórn á næsta ári.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.