Tíminn - 23.12.1978, Side 8
8
Laugardagur 23. desember 1978
Vinsamlegast sendiö mér
myndalista yfir plakötin.
Laugavegi 17
121 Reykjavík
Pósthólf 1143
Sími 27667
GERÐIR AF PLAKÖTUM
Heimili:
Póstnúmer: Sími:
Alternatorar
-
i -■ :
xC.fr' '
MYND 2
t Ford Bronco,
Maverick,
Chevrolet Nova,
Blaser,
Dodge Dart,
Playmouth.
Wagoneer
Land-Rover,
Ford Cortina,
Sunbeam,
Fiat,
Datsun,
Toyota,
VW, ofl. ofl.
Verð frá
kr. 17.500.-.
Einnig:
Startarar,
Cut-Out,
Anker,
Bendixar,
Segulrofar,
Miöstöövamótorar
ofl. i margar
teg. bifreiöa.
Póstsendum.
Bílaraf h.f.
S. 24700.
Borgartúni 19.
Sólaðir
HJÓLBARÐAR
TIL SOLU
FLESTAR
STÆRÐIR
Á FÓLKSBlLA.
BARÐBNNf
ÁRMÚIA 7 SÍMI 30501
Nokkrar baraabækur
Égtrúiþviaö almennir blaöa-
iesendur vilji gjarnan lesa um-
sagnir um bækur og þá ekki sist
siöustu vikur fyrir jól. Mér
finnst aö blööin mættu taka
þetta hlutverk dálitiö fastari
tökum og skipuiegri. Sömuleiöis
mætti vitanlega leggja heldur
meiri áherslu á bókmenntaum-
ræöu aöra tima árs.
Þaöviröist vera næsta handa-
hófskennt hvaö blööin hiröa um
barnabækur. Auövitaö er
smekkur manna misjafn og
vonandi aö fáir trúi fáum i
blindni. Þó held ég aö oft sé
bóka getiö svo aö nokkur leiö-
beining sé aö.
Hér mun ég geta i örstuttu
máli nokkurra barnabóka. Hitt
verð ég þó að taka fram aö þaö
er ekki nema aö litlu leyti mitt
frumkvæöi, sem ræöur þvi
hverjar bækur hér er um aö
ræöa.
Indriöi Úlfsson:
Mælikeriö
Gamansaga fyrir börn og
unglinga
Bókaútgáfan Skjaldborg
Indriöi Úlfsson kom fram á
nýjan hátt i fyrra meö sögunni:
Loksins fékk pabbi aö ráöa. Þaö
var ósvikin gamansaga. Hér
heldur hann áfram meö sama
fólkiö. Og enn er óhætt aö segja
aö þetta er ósvikin gamansaga.
Þóleynir sagan á sérogaö baki
gamninu býr heilbrigö og alvar-
leg lifsskoöun. Þaö gerast engin
stórmerki og sagan er ekki
spennandi á þann hátt en smá-
munir hversdagsleikans eru
lika hluti liísins og geta veriö
býsna örlagarikir. A gaman-
saman hátt má vekja athygli á
mismunandi viöbrögöum viö
smámununum. Og þaö getur
veriö hollur lærdómur.
Maud Heinesen:
Marjun og þau hin
Jón Bjarman islenskaöi
Bókaútgáfan Skjaldborg
Þaö má telja til nýjunga aö
færeysk barnabók komi út á is-
lensku. Þetta er skólasaga sem
fjallar um dagleg vandamál
skólalifsins. Segja má aö þetta
heföi allt eins getaö átt sér staö
á Islandi — eöa hvar sem er.
Þaö er enginn reyfarabragur á
þessari sögu, enflestum eölileg-
um börnum mun þykja gaman
aö henni.
Elin Heinesen dóttir höfund-
ar, hefur teiknaö myndir i bók-
ina en sr. BoBi Gústafsson hefur
teiknaö kápuna.
Anna Kristln Brynjúlfsdóttir:
Rennum á regnboganum
Útgefandi Hergill
Þetta eru nokkur ævintýri og
hefurhöfundur teiknaö myndir i
þau. Hér er allt meö ævintýra-
blæ, dvergar og álfar og dýrin
tala. Sum ævintýrin eru alþjóö-
leg.
Þaöer ekki fyrir einum aö lá
þó aö ég minnist hér á orðalag
sem mér leiöist. Patti skógar-
álfur segir viö Dana:
„Þess vegna viljum viö nú
biöja þig aðfara og ná i þessar
bláliljur i jurtagarð konungs og
færa okkur þær.”
tteM—h—aMBrniæwi
Þetta sama oröalag hef ég
rekist á i a.m.k. tveimur barna-
bókum öörum. Hér var vitan-
lega ekki um aö ræöa aö ná
liljunum i jurtagarö konungs,
heldur úrhonum, —svo aðþetta
er hugsunarvilla, öfugmæli. Eru
menn búnir aö týna sögninni
„aö sækja”?
Þaö er tæpast rétt aö tala um
þetta i sambandi við þetta kver
aöeins þvi aö eins og áöur er
sagt er hér ekki fyrir einum aö
lá. T.d. ætlaöi Marjun aö „ná i
kjólinn sinn 1 skáp til Elinar.”
Gun Jacobson:
Bróöir minn frá Afriku.
Jónina Steinþórsdóttir þýddi.
Stig Södersten teiknaöi myndir.
Útgefandi Æskan.
Þeir sem lesiö hafa Barniö
hans Péturs vita aö Gun Jacob-
son er góöur höfundur. Eins
munu margir treysta þvi aö
Jónina Steinþórsdóttir þýöi ekki
nema góöar bækur.
Bróöirinn frá Afriku er
munaöarlaust svertingjabarn
sem sænskhjúkrunarkona hefur
með sér til Sviþjóðar og vistar
þar um tima hjá skólasystur
sinni sem er móöir sögumanns.
Vitanlega kemur i ljós aö þessi
svarti bróöir er kominn frá allt
ööru umhverfi en lika að þaö er
fleira sameiginlegt en hitt sem
aö skilur.
Edda Burs:
Allir biöa eftir Tönju.
Þýöandi: Ingibjörg Jónsdóttir
Útgefandi Æskan.
I fyrra kom út fyrsta Tönju-
bókin. Ekki veit ég hve margar
þær eru. Hér kemur sirkus
Tönju aftur á fomar slóðir.
Rifjuö eru upp gömul kynni en
svo kemst Tanja i þá aöstööu aö
gera upp á milli sirkussins og
skólafélaganna. Og þaö er ekki
erfiöleikalaust.
Þetta er ekki tilkomumikil
saga en þeir sem lásu Tönju i
fyrra mega treysta þvi að þetta
er sist lakari bók.
Siguröur Gunnarsson:
Ævintýrin allt I kring.
Frændi segir frá.
tsafoldarprentsmiöja hf.
Siguröur Gunnarsson hefur
unnið mikiö verk á sviöi barna-
bóka. 1 rúm 30 ár hafa veriö aö
koma út þýddar sögur frá hans
hendi og mun tala þeirra vera
um 50, en auk þess eru nokkrar
sem lesnar hafa veriö I útvarp.
Þar hefur hann lika flutt ýmsar
frásagnir frænda.
t þessari bók segir frændi frá
fuglalifi á tslandi. Þetta er þvi
lesbók i fuglafræöi getum viö
sagt. Stálpaðir krakkar sem
hafa upplag til þess að veröa
náttúruskoöarar aö einhverju
gagni munu þvi taka þessari
bók meö gleöi.
Ekki spillir þaö aö Bjarni
Jónsson hefúr teiknað myndir I
bókina.
Þetta er því þjóðleg og falleg
barnabók sem getur veitt leiö-
sögn oghvatningu til aö njóta is-
lenskrar náttúru.
Armann Kr. Einarsson':
Ljáöu mér vængi.
Sagahanda börnum og ungling-
um.
Bókaforlag Odds Björnssonar
2. útgáfa
Teikningar eftir Halldór
Pétursson.
Þetta er ellefta bindi i ritsafni
Armanns. Óhætt mun aö full-
yröa aö vandfundin er sú ung-
lingabók sem fleiri þekkja og
meiri vinsælda nýtur en Arna-
bækurnar. Veldur þvi bjeöi aö
þetta voruvinsælar sögur þegar
þær komu fyrst út og sföan hafa
þær verið fluttar sem útvarps-
leikritvið miklar vinsældir. Þaö
er þvi gefiö mál aö margur mun
taka þvi vel aö þessi saga fæst
nú enn á ný.
Þaö viröist þvi litil ástæöa til
aö fjölyröa um Armann Kr.
Einarsson á annatima. Siöustu
bækur hans eru annarrar
geröar en hinar fyrri en þaö
snertir ekki þessa sögu þó aö
þaö væriskemmtileg tilbreyting
fyrir vini hans.
Sú kynslóö sem las Árna-
bækurnar i bernsku er nú sem
óöast aö velja börnum sinum
bækur.
Eirikur Sigurösson:
Birgir og töfrasteinninn
Barnasaga
Bókaútgáfan Skjaldborg
1 þessari sögu segir frá férö
Birgis til Akureyrar og dvöl
hansþar i tvær vikur hjá frænd-
fólki sinu. Þetta er þvi aö mestu
lýsing á Akureyri og þvi sem
þar er, einkum tilsýnis fyrir aö-
komumenn. Þó er þvi ekki
gleymt sem eins er til sýnis
fýrir alla, umhverfi bæjarins
o.s.frv.
Inn f þessa sögu eru felld
fjögursmáljóö eftir Kristján frá
Djúpalæk.
Bjarni Jónsson hefur teiknaö
myndir 1 söguna.
Þetta sýnist vera tilvalin bók
þeim sem vilja kynnast Akur-
eyri og e.t.v. ekki sist fyrir þá
sem þar eiga heima. Stundum
þarf aö vekja athygli okkar á
þvi sem næst ökkur er.
H.Kr.