Tíminn - 28.12.1978, Síða 12

Tíminn - 28.12.1978, Síða 12
12 Fimmtudagur 28. desember 1978. mmm TÓNMENNTIR Ibókinnier fjöldi sérlslenzkra mósiksöguoröa, eins og „Kantötukór Akureyrar”, „Karlakór iönaöarmanna” og .df'rámorgnitilkvölds”. Eöa þá „Druslur, sérstök tegund kúvendinga (kontrafaktum), veraldlegar visur, haföar viö sálmalög i æfinga- skyni, einkum fyrir ósöngvana unglinga i rökkursetu á islenzkum sveitabæjum (Borgarf jöröur, 19. öld)” o.s.frv. Og Hallgrimur gefur tóndæmi um. Dr. Hallgrímur Helgason Dr. Hallgrimur Helgason: Tón- menntir a-k Bókaútgáfa Menningarsjóös Reykjavik 1977, 258 bls. Fyrir réttu ári kom Ut fyrra bindiö af Tónmenntum I bóka- flokknum Alfræöi Menningar- sjóös. Meöþví, aö ég vonaöisttil aö siöara bindiö kæmi út núna fyrir jólin, lét ég hjá liöa aö geta bókarinnar hér — ætlaöi aö taka bæöi bindin I einu. En úr þvi biö veröur á þvi til vors, aö seinna bindiö komi út, má þaö ekki undan berast aö fara um hiö fyrra nokkrum oröum. Tónmenntir telst mér til aö sé 10. bókin I Alfræöi Menningar- sjóös. Upphaflega mun hafa veriö hugmyndin, aö gefa út venjulega alfræöioröabók I svo sem 4 vænum bindum, sem spannaöi helztu efnisatriöi frá A-ö. Þetta var um 1954, og átti aö vera næsta stórátak Menningarsjóös eftir Oröabók Arna Böövarssonar, sem kom út 1953. En alfræöioröabókin reyndist ofverk Islendinga, of dýrt og oftimafrekt, og um tima var verkiö stöövaö. Þá lágu fyrir svo til fullunnin atriöisorö á tveimur sviöum, stjarnfræöi og bókmenntum, og sú hug- mynd varö tii aö breyta formi aifræöinnar og gefa hana út i einstökum heftum eftir greinum. Fyrsta bókin var Stjörnufræöi — rimfræöi eftirdr Þorstein Sæmundsson, stjörnu- fræöing á Raunvlsindastoftiun Háskólans, og 2. i rööinni Bók- menntir eftir Hannes Pétursson skáld og þáverandi starfsmenn Menningarsjóös. Þessi háttur hentar Islendingum vel, þvi hvort tveggja er, aö heildarútgáfur hljóta aö biöa þess, aö hinn lat- asti og hysknasti skili handriti sinu, auk þess sem öll endur- skoöun er stórum auöveldari, þvi bækur og fræöigreinar úr- eldast mismunandi fljótt. (Mér er sjálfum kunnugt um hálf- geröar skrár um eölisfræöi, jaröfræöi og stæröfræöi, sem vonandi mynda stofninn aö a.m.k. þremur jólabókum framtiöarinnar). Auk þess er ekki langt í þaö, aö bækur sem þessar veröi algerlega tölvu- tækar hér á Islandi. Þá getur tölvan, tengd prentvél, rabaö öllum atriöisoröum allra fræöi- greina I stafrófsröö og prentaö út rit, sem siöan veröur offset- prentaö sem alfræöirit frá A-ö — ef einhver áhrifamaöur óskar eftir sliku. En snúum okkur aö bók Hall- gri'ms. Hann segist I formála, hafa byrjaö á þvi upp úr 1960 aö takasaman spjaldskrá um fag- heiti og hugtök tónmennta, svo hér liggur 17 ára starf aö baki. Hallgrimur segir: „Sérhvert verk nýtur eöa geldur umhverf- is sins. Viö lestur þessarar bók- ar veröur þvi ætiö aö hafa hug- fast þaö, hve fáskrúöugar tón- fræöibókmenntir okkar eru. Sjálfsagöar islenzkar hand- bækur eru ekki til, svo sem frumsamin músiksaga, itarleg hljómfræöi, formfræöi, hljóöfærafræöi islenzk söng- saga, þjóölagafræöi né heldur tónræn uppeldisfræöi, svo aö fátt eittsénefnt. Iþvilikri auön, svo vitt sem augaö eygir, er tak- mark hlutþekkingar i eölilegum skoröum Islenzkrar málnotk- unar enn langt undan landi. Þessu fylgir bæöi kostur og kreppa. Kost má telja, aö ósnortiö e&ii laöar og hvetur til frumraunar. En ókostur reynist sá mestur, aö haröur undir plógtönn er óarinn akur.” Og siöar I formála segir Dr. Hallgrimur: „Upphaflega var ætlun min sú aö taka hér upp sem sérstök flettiorö öll þau helstu tónverk, sem nú geta „klassisktalizt. En frá þvl varö aö hverfa sökum efnistakmörk- unar. Þó hafa fáein þeirra fengiöaö fljóta meö. Ennfremur haföi ég áformaö aö birta hér heiti á öllum prentuöum islenzkum tónsmiöum, svo og bókum og ritgeröum tón- menntalegs efnis. En slik „músikbibliógrafia” heföi sprengt tveggja binda ramma þess rits.” 1 þessari bók er þvi ekki aö finna kerfisbundnar upplýs- ingar um einstök tónskáld eöa tónverk — slíkt tilheyrir tón- listarsögu fremur en tón- menntum — þótt margar undantekningar séu á um hiö siöarnefnda. A hinn bóginn eru hér skýringar, á kjarnmiklu Mýramannamáli höfundar, á óteljandi efnisatriöum um tón- fræöi, hljóöfæri, tónlist almennt, o.s.frv., auk sérstakra upplýsinga um Islenzk tónmenntaatriöi. Höfundur Tónmennta er meöal „klár- ustu” og læröustu manna, og sjálfur hluti af a.m.k. hálfri sögu islenskrar nútlmatónlist- ar. Enda er bókin ekki alls kostar í heföbundnum stil hversdagsmanna, eins og bein þýöing erlendrar uppsláttar- bókar heflii veriö: Dr. Hall- grlmur skýtur inn f islenzkum upplýsingum og fróöleiks- molum af ýmsu tagi, sem hvergi annars staöar væri aö finna, a.m.k. ekki á einum staö. Tökum dæmi af einu oröi: „Jazz (e., merking óviss, máske komiöaf jasm: flýtir og kraftur i iþróttum), sérstök grein i nútima-dansmúsik, uppruna- lega músikiökun ameriskra negra meö uppistööu vinnu- söngva, blues og spirituals. Aöaleinkenni eru misgengi (sy ncopation), snarstefjun, swing og einstaklingsbundin tónmyndun. Helztu stilform eru: ragtime um 1890 I suöur- rikjum Bandarikjanna, meö trompet, básúnju og klarinettu sem lagleiöandi hljóöfærum, hrynjandi er enn evrópsk, meö aöaláherzlum á l.og3. taktslagi (4-skiptur taktur): dixie- land-stiller afbrigöi af ragtime, iökaöur af hvitum hljóöfæra- leikurum (Tiger Rag, 1917), hljómar veröa nú „hreinni”, en tónmyndun ekki eins uppruna- leg og áöur. 1917 hverst Chi- cago-sti 11, en sú borg var miöstöö frekari þróunar. Um 1930 veröur mikil stilbreyting meö svonefndum Two Beat Jazz, sem sameinar fyrri stil- tegundir. Kraftur þessarar „tveggja-slaga-tækni” gengur brátt til þurröar, og i New York mótast swing sem Four Beat Jazztöll fjögur taktslög fá jafna áherzlu). Nú stækka hljóm- sveitir og iöka riff-stilmeö kalli og svari. Bebop er afturkippur gegn óhóflegum swing-stil og viöurkennir minnkaöa fimmund sen gjaldgengan hljóm, sömu- leibis iaglinubrot en verö- ur brátt of fræöilegur. Aftur er leitaö uppruna og útkoman ver&ur revivul-still (endur- Ufgun), sem enn er umdeildur, ýmist sem of einfaldur eöa of afturhaldssamur. Cool Jazz er næsta stig og leggur rækt viö ró- semiog linubundna snarstefjun, sem beitt er af „kaldri” skynsemi. Eftir þennan „kalda stil” snýstþróuni vesturátt meö West Coast Jazz.sem auglýstur er sem verzlunarvara. Spenna si&ustu ára liggur á milli klassiskrar stefnu og módern- isma, sem a&hyllist nýtizku- legan bebop. Symfónlskur jazz hefurhaftlitla þýöingu nema þá einna helzt til örvunar fyrir jazziökun í Evrópu (Paul White- man, f. 1890). Listmúsik hefur oft tekiö lán hjá jazz-múslk (De- bussy, Ravel, Stravinsky, Hindemith). Othafa komiö tvö Isl. timarit til þess aö kynna jazz-múslk. Hiö fyrra nefndist Jazz, ritstýrt af Tage Ammendrup, er hóf göngu sina 1947. Ot voru gefin 7 tölublöö, marz-nóvember, meö mörgum myndum, innlendum og útlendum, einnig danslögum. Fróöleg eru i lokahefti 6 svör viö spurningunni „Hvaöer swing?” Svörinerumisjöfn, t.d. máleika „hvaöa lag sem er meö swing”, ..swingmá finna t.d. I Strauss-- völsunum”, „swing er visst tempó”, einkar vel hæft „fyrir stórar hljómsveitir”, swing „er still i jazz”, er „impróviseruö jazz-músik”, „rhythminn er geröur fjabreyttari meö kross- rhythma, sem viö köllum „break”, er laglinan ýmist leikin eölilega (straight) eöa imróviseruö”. Hér er ósam- hljómu notaöur I merkingunni mishljómur eöa streituhljómur. — Siöara ritiö var einnig stofnaö i Reykjavik og kom fyrst út I febrúar 1948 og kallast Jazz- bla&iö. Útgefandi var Svavar Gests, en frá janúar 1951 Jazz- klúbbur lslands. Birtust 5 ár- gangar þess til ársloka 1952, en auk þess kom i stærra broti 1. tbl. 6. árg. 30. april 1953. Blaöiö er prýtt fjölda mynda og viötölum viö ýmsa hljóöfæra- leikara. Jón M. Árnason skrifar Jazzhuglei&ingar. — Jazz- klúbbur Islands, er gaf út siöustu árganga ritsins, var stofnaöur i Rvik 1949 til eflingar jazz-músik. 1 fyrstu stjórn voru kjörnir Hilmar Skagfield for- maður, Svavar Gests ritari, Helgi Helgason gjaldkeri, Róbert Þóröarson og Ólafur Gaukur meöstjórnendur, Jón M. Arnason og Hallur Simonarson varamenn. Jazzklúbbar hafa veriö stofnaöir viöar á landinu (Isafjöröur, Vestmannaeyjar og Hafnarfjöröur). — Isl. jazz-myndirerufrekar fágætar. Þó ber aö nefna tvær skemmti- legar myndir, mótaöar i leir af Arna Elfar, Blues og Jam-session. Elfar er einnig ágætur teiknari og píanisti, og 14 ára aö aldri smi&a&i hann kontrabassa”. Athugum þennan þátt: Feit- letruöu oröin eru sérstök uppsláttarorö i ritinu. Hér koma i fyrsta lagi fyrir nokkur orö, sem ekki er aö finna i oröabók Menningarsjóös, t.d. vinnu- söngvar, misgengi (syncopati- on), snarstefjun, listmúsik. Ég geri ráö fyrir þvi, aö flest þessara oröa, sem og óteljandi annarra nýyröa, sem i bókinni eru (t.d. foxtrot — ..skaufhala- skokk”) séu frá dr. Hallgrimi komin — þaö eitt er merkilegt átak, aö bíla til Islenzkt músik- mál. Jafnvel þóttmörg þessara nýyröa festi ekki rætur, er þetta þó ekki dauö vinna, heldur er hún til marks um hiö mikla fjörvi islenzkrar tungu, sem getur oröaö allar hugsanir og hluti þá þörf krefur, eöa eins og skáldið sagöi: „Ég skildi aö orö erá Islandi til / um alltsem var hugsaö á jöröu.” í öörulagi er I þesssum stutta kafla sögö á persónuiegan hátt saga jazzins, sem útaf fyrir sig má vföa lesa i einhverju formi, og loks er helmingur kaflans H)plýsingar um islenzk tilhlaup i jazzi, sem ég trúi aö hvergi annars staöar megi finna saman komnar á einum staö. Rúsinan I pylsuendanum eru au&vitaö fágætar persónulegar upplýsingar um bernskubrek hins fjölhæfa Arna Elfars, og gleymir Hallgrimur þó aö geta þess, aö hann spilar á básúnu i Sinfóniuhljómsveit Islands. Þá eru hér stuttir kaflar um ýmis öndvegistónverk tónbók- menntana, eöa svo dæmi sé tekiö um eina opna á mörkum j og k: Júdas Makkabeus (Hándel, og upplýsingar um islenzk atriöi þessu viövikj- andi), Jungfrú-kvartettar (Haydn), Júpiter-synfónia (Mózart), Kaffikantata (J.S.Bach). 8 af 29 linum um „Kaffihúsamúsik” eru um Þór- arin Gu&mundsson, Rosenberg veitingamann, Hótel Island, o.s.frv. Satt aö segja er varla sá stuttur kafli i bókinni, sem ekki hefur aö geyma óvæntar og skemmtilegar upplýsingar. Dr. Hallgrimur hefur meö þessari bók unniö merkilegt brautryöjendastarf. Fyrir þá, sem ekkert vita eru þessir kaflar aö sjálfsög&u ófull- nægjandi einir sér — þeir eru tekki tæmandi frekar en aörar alfræöibækur af þessu tagi, en fyrir alla hafa þeir mikinn fróö- leik . aö geyma. Helzta bókin af þessu tagi á enskri tungu mun vera Groves Lexicon of Music, nýútgáfa i fjölmörgum bindum af gömlu verki og virðulegu. Alfræ&ibók Menningarsjó&s jafnast ekki á viö hana, enda ekki meiningin, en hins vegar eru I „Tónmenntum” fjölmörg atriöi, sem hvergi annars staöar er aö finna, hvorki á ensku né Islenzku.Endaer þaö a&aiatriöiö i útgáfu Alfræöiritanna, hvort Islendingar vilja halda áfram aö vera sjálfstæö menningar- heild, meö tungu sina og sögu, eöa hvort þeir vilja ánetjast hægt og hægt sérfræöimál- lýzkum stórtungnanna. Ef Islendingar ætiaaö halda áfram aö vera íslendingar i öörum skilningi en landfræöilegum, þurfa aö vera til bækur á tungu vorri sem allir geta skilið, ung- lingar og fullorönir, um alít þaö sem máli skiptir i heimi hér. Og þar er tónlistin ekki öftust i lest, enda er Tónmenntir A-K merkur þáttur i ævarandi sjálf- stæðisbaráttu þjóöarinnar. Bókin er myndskreytt vel, bæöi ljósmyndum, nótna- dæmum, ogpennateikningum af mönnum og hljóöfærum. Mynd- irnareru ýmisttil skýringar eöa skrauts viö textann — þær eru aldrei uppsláttaratriöi sjáifar og aldrei visaö til þeirra 1 texta, aö mér sýnist. Þannig er stór mynd af Duke Ellington viö jazz-kaflann, og mynd af Doni- zetti á sömu siöu og uppsláttar- oröiö Don Pasquale (eftir Donizetti). Tónmenntir Menningarsjóös eru merk nýjung og framtak 1 íslenzkum tónmenntum fyrst og fremst, en auk þess þarflegt og skemmtilegt uppsláttarrit um tónmenntir almennt. Dr. Hallgrimur Helgason hefurmeö heftinu bætt verulega viö tölu- lega magran sjóö islenzkra fræöibóka. Menntaskólakennari úti á landi á aö hafa sagt, aö á Islenzku hafi aldrei veriö hugsaö, aöeins rimaö, og kannski þaö eigi viö á hans sér- sviði, en viö fögnum allri viöleitni i átt tfl fræöslu og hugsunar á islenzku ekki sizt ef hún er vel oröuö, ég tala nú ekki um rimuö. 14.12. SiguröurSteinþórsson tónlist

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.