Tíminn - 31.12.1978, Page 4
4
Sunnudagur 31. desember 1978.'
Hressandi
sjálfsmorðstilraun
í nýútkomnu tölublaði /,Heilsuverndar"/
tímariti Náttúrulækningafélags Islands segir
frá manni/ sem lenti í ástarraunum og ætlaði
að fyrirfara sén en þaðtiltæki reyndist hrein-
asta heilsulind og lauk sjálfsmorðstilrauninni
með því að maðurinn varð hessari til sálar og
likama, eftir að hafa gert tilraun til að svipta
sig lífi/ en áður. I Heilsuvernd segir:
I einni af bókum sínum um heilbrigðismál
lýsir náttúrulæknirinn Paavo Airola föstum
sem áhrifaríku læknisráði við hinum margvís-
legustu sjúkdómum. A hinn bóginn er ekki eins
auðvelt og ætla mætti að svelta sig til bana,
eins og eftirfarandi saga sýnir.
Englendingur nokkur um fimmtugt varð
fyrir þvíóláni, að eiginkonan yfirgaf hann og
tók saman við yngri mann. Honum varð svo
mikið um þetta, að hann hélt til fjalla, neytti
engrar fæðu og bjóst við dauða sfnum eftir fá-
eina daga. Hann sötraði vatn úr f jallalækjum,
og honum til mikillar undrunar og vonbrigða
varð líðan hans betri með hverjum deginum
sem leið. Eftir 74 daga föstu var hann kominn
að þeirri niðurstöðu, að hin brotthiaupna kona
hans væri ekki þess virði að hann færi að
svipta sig lífi hennar vegna, og að finna mætti
betri konur. Hann sneri til byggða, heilbrigð-
ari og lífsglaðari en nokkru sinni fyrr — og
lifði 30 ár til viðbótar í nýju og hamingjusömu
hjónabandi.
í spegli tímans
Uppskrift
að góðu ári
Takið 12 mánuði, fjarlægið allai
gamlar minningar um reiði, hatur, og
öfund og þurrkið jafnframt út alla
einsldsverða hluti.
Hverjum mánuði er skipt i 30 eða 31
hluta og i hvern hluta er bætt eftirfar-
andi:
12 skömmtum af tryggð
11 skömmtum af þolinmæði
10 skömmtum af hugrekki
9 skömmtum af vinnu
8 skömmtum af von
7 skömmtum af skilningi
6 skömmtum af ást
4 skömmtum af bænum
2 skömmtum af umhugsun
1 skammti af góðum ákvörðunum
Allt hrært saman og bragðbætt með:
1 skeið af góðverkum
1 skeið af gríni
1 skeið af hlátri
1 skeið af góðu skapi
Bakað með innri hlýju og borið fram
með brosi.
Þýtt HEI
‘iWt|
Af borgum
Evrópu hefur
Hamborg flestar brýr
Þeir sem halda aö Feneyjar eBa Amsterdam séu þær
borgir þar sem flestar eru brýrnar hafa svo sannar-
lega rangt fyrir sér. Þann titil hreppir Hamborg,
stærsta borg V-Þýskalands meB 2123 brýr. Sú lengsta
er 3940 m hún liggur yfir höfnina og sést langar leiBir
aB. Sú stytsta er tæplega 3 m og er sú á Alster, en
stöBuvatn sem þar er gefur miBborg Hamborgar aB-
laBandi svip. Lombard-brúin sem hér fylgir mynd af
meB gömlu gasluktirnar er ein af aBalumferBaræöum
Hamborgar. Smáútgá'fa af brúarlömpunum er iBulega
gefin góBum viBskiptavinum sem minjagripur. Og
þarna býr Helmut Schmidt kanslari. Hann tekur þar
oft á móti háttsettum erlendum gestum á landsetri
sinu á Alster.
fool______ttlÍOÍL
1 :]:i nn nn
Komdu hingaB Sherlock — ég
hef ver k h anda þér aB vinna.
— Nei, ekki aftur á hann.
Ég kemst ekki I gegn um
þessa vörn.
— Kannski prófessorinn ætti
bara aö kveikja i vindlinum sin-
um sjálfur.
/'
V
c
I .... I
i i - t 1 (
UJ^L\ ! í
I V'
j i
"'i "
i
• Þú
átt eftir aö læra margt góöa
min. Þú getur ekki sagt ,,A meB
hausinn” eftir aö þú hefur sagt
„Af meö hausinn”.
*
bridge
Noröur
Vestur
S. A G 2
H. A 7 6 2
T. G 8 7 4 2
L. 6
Austur
S. 10 3
H. G 5 4 3
T. K
L. A K D 9 8 7
Suður
Vestur spilar 4 hjörtu og fær út smáan
spaöa. Hvernig á hann aö spila?
Þegar spiliö kom fyrir fór sagnhafi
rétt af staö. Hann sá aö hann yröi senni-
lega aö gefa tvo slagi á trompiB og
örugglega einn á tigul og mætti þvi eng-
an slag gefa á spaöa. Hann drap þvi
strax á spaBa—A, tók þrjá efstu I laufi
(laufin skiptust 3—3) og kastaöi spööum
heima. En nú geröi hann þau mistök aö
spila tigli. Noröur drap á ás og gaf sagn-
hafa annaö tækifæri til aö vinna spiliö
þegar hann spilaöi spaBa. Sagnhafi var
hins vegar jafn blindur og fyrr og fór út i
þaö aö trompa tigul. Allt spiliö var
þannig:
Noröur
S. K 9 8 5 4
H. K 9
T. A 10 3
L. G 5 2
Vestur
S. A G 2
H. A 7 6 2
T. G 8 7 4 2
L. 6
Austur
S. 10 3
H. G 5 4 3
T. K
L. A K D 9 8 7
Suður
S. D 7 6
H. D 10 8
T. D 9 6 5
L. 10 4 3
SpiliB vinnst einfaldiega meö þvi aö
trompa spaöa þegar búiö er aö taka þrjá
efstu i laufi og spila siöan hjarta— A og
meira hjarta. Nú stendur bíindur fyrir
utan aö þaö er einn gjafaslagur á hæsta
trompiö og tigul—A.