Tíminn - 31.12.1978, Page 6
6
Sunnudagur 31. desember 1978.
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blabamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr.
Erlent yfirlit
Veldur sáttmáli Japans
og Kína tímamótum?
2.500.00 á mánuöi.
Biaöaprent ^
Arið 1979 getur
orðið eftirminnilegt
Arið 1978 hefur verið Islendingum hagstætt
ár til lands og sjávar. Viðskiptaárferði hefur einnig
verið hagstætt. Þjóðinni hefur þvi notazt vel hin
mikla uppbygging sjávarútvegs, fiskiðnaðar og
fleiri atvinnugreina, sem hófst viðs vegar um landið
með tilkomu rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar 1971
og hélt áfram i stjórnartið Geirs Hallgrimssonar.
Þjóðinni hefur einnig komið að góðum notum
árangur landhelgisbaráttunnar, sem hafin var af
rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 og haldið
áfram af rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar, unz full
viðurkenning var fengin á 200 milna fiskveiðilög-
sögu Islands. óneitanlega vannst þá einn mesti
sigur i sjálfstæðisbaráttu íslendinga fyrr og siðar.
Horfur i fiskveiðimálum Islendinga væru nú aðrar
og verri, ef útlendingar héldu áfram veiðum á
Islandsmiðum með likum hætti og þeir gerðu
meðan landhelgissamningurinn frá 1961 var i gildi.
íslendingar þurfa ekki heldur mikið að kvarta, ef
kjör þeirra eru borin saman við kjör annarra þjóða.
Þar eru þeir ótvirætt i fremstu röð. Hinn mikli bila-
innflutningur til landsins á árinu, sem er að liða, og
hinar mörgu utanferðir Islendinga á árinu, bera
vissulega vott um almennt rúman efnahag. óviða
mun vera búið yfirleitt við betri húsakost en á
íslandi, þótt Islendingar eigi minna af gömlum
byggingum en flestar þjóðir aðrar. Þannig má
rekja þetta áfram.
íslendingar þurfa ekki heldur að kvarta, ef litið er
til framtiðarinnar. Hin mikla útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar leggur grundvöll að auknum fiskveiðum,
sem jafnframt fullkomnari fiskvinnslu, mun stór-
auka tekjur þjóðarinnar á komandi árum. Land-
búnaðurinn hefur sýnt, að hann getur framleitt
margar fæðutegundir langt umfram þarfir þjóðar-
innar og þótt þetta skapi vissan vanda nú, mun það
koma að fullum notum siðar, þegar kaupgeta vex
hjá hungruðum þjóðum. Ótalin er svo orkan i vatns-
föllunum og iðrum jarðar.
íslenzka þjóðin getur vissulega átt góða framtið
fyrir höndum, ef hún nýtir rétt þá möguleika, sem
land hennar býr yfir. En það kostar vit og dugnað að
hagnýta þá og þá kosti hefur þjóðin lika til að bera.
Þeir koma þó þvi aðeins að gagni, að hún nýti þá
rétt. Það er hlutverk stjórnunar og stjórnmála, að
þessir hæfileikar þjóðarinnar falli i rétta farvegi.
Mikil eftirsókn i svonefnd lifsgæði hefur borið
þjóðina nokkuð af leið á siðari áratugum. Þvi er nú
glimt við meiri verðbólgu hér en viðast annars stað-
ar. Þetta leiddi til óvæntra úrslita i þingkosningun-
um á þessu ári. Launastéttirnar, sem töldu þáver-
andi stjórnarflokka óhagstæða sér, efldu Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkinn til stóraukinna
áhrifa. Afstaða Framsóknarflokksins, sem taldi sig
verða fyrir óverðskulduðum ósigri, varð strax eftir
kosningarnar sú, að sigurvegararnir ættu að fá
tækifæri til að sýna i verki, að þeir væru þess
trausts verðugir, sem launastéttirnar virtust bera
til þeirra. Fyrst gaf hann þeim kost á að styðja
minnihlutastjórn þeirra, en þegar slik samvinna
þeirra náðist ekki, myndaði hann stjórn með þeim
undir forustu Ólafs Jóhannessonar. Sú stjórn hefur
enn ekki haft tækifæri til að gera meira en bráða-
birgðaráðstafanir. Á þvi ári, sem er að hef jast, mun
reyna á, hvort sigurvegararnir i þingkosningunum
1978 reynast þess trausts maklegir, sem þeim var
þá sýnt. Á þvi getur það oltið, hvaða eftirmæli árið
1979 fær i stjórnmálasögu þjóðarinnar. Þ.Þ.
Sennilega merkasti atburöur ársins 1978
ÞAÐ ER oftast erfitt aö spá
Teng og Fukuda skála fyrir vináttusáttmála Japana og Kin-
verja.
þvi viö áramót hvaöa atburöir á
liöna árinu veröi siöar taldir til
merkustu tiöinda, sem hafa
gerztá þvi. Framvinda sögunn-
ar veröur oft önnur en menn
telja sig sjá á þeim tima sem at-
buröirnir eru aö gerast. NU telja
mennt.d. Jerúsalemferö Sadats
1977 og CampDavid-fundinn íár
til sögulegustu atburöa. Síöar
meir kann aö veröa litiö öörum
augum á þá og þeir gleymdir aö
mestu. Þetta fer eftir þvl hvaöa
árangur þeir bera. Sagan fer oft
aörar leiöir en frööustu og
hyggnustu menn telja sig geta
séö fyrirfram.
- Þetta gildir vafalitiö um
flesta atburöi ársins 1978, sem
nú eru helzt taldir til stór-
tíöinda. Mat á þeim siöar meir
fer eftir þvl, hversu árangurs-
miklir eöa afleiöingarikir þeir
kunna aö reynast.
Þegar litiö er yfir atburöi árs-
ins 1978, mun þaö koma efst I
hug margra aö þaö hefur veriö
tiltölulega friösamlegt ár. Þó
hafa oröiö vopnuö átök á nokkr-.
um stööum, en engin sem telja
má meiri háttar. Mest hefur
boriö á þeim i Afriku. Eþíóplu-
menn hafa oröiö aö berjast á
báöar hendur innan landamæra
sinna viö þjóöflokka sem krefj-
ast ýmist sjálfstæöis eöa aö-
skilnaöar. titlagar sem tilheyra
ákveönum þjóöflokki I Zaire,
geröu innrás I Shabahéraö. Her
frá Uganda réöist inn 1
Tanzanlu. Þá hefur veriö barizt
I tilefni af skiptingu nýlendu
sem Spánverjar réöu yfir á At-
lantshafsströnd Afriku. Margt
bendir til aö slik vopnuö átök
geti átt eftir aö veröa tiö I Af-
rlku. Astæöan er sú aö þar eru
margir þjóöflokkar eöa ætt-
flokkar og stundum er yfirráöa-
svæðum þeirraskiptmilli rikia.
Landamæri rikjanna 1 Afriku
eiga sér yfirleitt ekki aöra sögu-
lega hefö en nýlenduskipan þá
sem varö til á slðustu öld.
1 Evrópu rlkti góöur friöur,
eins og verið heftir siöan At-
lantshafsbandalagiö kom til
sögunnar. Þaö hernaöarlega
jafnvægi, sem þarhefur skapazt
hefur nú tryggt lengsta friöar-
timabil i sögu Evrópu.
ÞAÐ ER Asla sem vafalltiö
hefur verið mesta sögusviöiö
árið 1978 og sennilega mun svo
veröa áfram á komandi árum.
Flest bendir til aö áhrif Asi'u
muni si'vaxa á þeim tveimur
áratugum, sem eftir eru af 20.
öldinni og viö aldamótin geti
Asla verið oröin áhrifamesta
heimsálfan.
Þeir atburöir sem hafa verið
aö gerast I Kina á þessu ári geta
átt eftir að teljast til mestu at-
buröa ársins 1978. Ef áfram
veröur fylgt þeirri stefnu sem
Teng hefur veriö aö móta bæði
innanlands og erlendis, getur
Klna veriö komiö i röö risaveld-
anna um aldamótin. Enn ör-
lagarikara gæti þaö þó oröið ef
friöar- og vináttusáttmálinn
milli Japana og Kinverja sem
var undirritaöur á þessu ári,
legði grundvöll aö stööugt
nánara samstarfi þessara rikja
fyrst á sviöi efnahagsmála og
slöarásviöistjórnmála. Ef gulu
stórþjóðirnar, sem lengi hefur
veriö kalt á milli tækju I staö
þess höndum saman, væri þar
komið til sögu öflugra bandalag
enáöur mun vera dæmi um. Þá
mætti hviti kynflokkurinn vissu-
lega fara að gæta sin. Ef fram-
vindan yröi á þennan veg, er
þaö ekki óllkleg tilgáta aö
samningur Japana og Kinverja
eigi eftir að teljast sögulegasti
atburður ársins 1978.
NÆST þv í sem hefur verið aö
gerast i Kína og samningi
Japana og Kinverja ber senni-
lega aö nefna uppreisnar-
ástandið i Iran, þótt enn sé ekki
séö hvaöa afleiðingar þaö muni
hafa. 1 raun er þar um miklu
meira aö ræöa en uppreisn gegn
keisaranum. Aðalkveikjan er
hreyfing meöal trúarleiötoga
múhameöstrúarmanna um
öflugt samstarf eöa samfylk-
ingu þeirra þjóöa sem játa aö
mestu eða öliu múhameöstrú.
Sigri þessir leiötogar i Iran get-
ur hreyfing þeirra borizt til ná-
lægra landa eins og Pakistans,
Tyrklands, Saudi-Arabíu og
annarra ollurikja viö Persaflóa.
Samfylking þessara rikja gæti
oröiö mjög áhrifarik þar sem
þau réðu yfir mesta oliufram-
leiöslusvæöi heims. Af þeim
ástæðum þyrftu bæöi Bandarik-
in og Sovétrlkin aö koma sér vel
viö hana. Eins og er veröur ekk-
ert fullyrt um hvort framvindan
veröi á þessa leiö en hUn gæti
orðið það. Af þvl má vel ráöa aö
erfitt er aö sjá langt fram 1 tim-
ann þvl aö sagan getur fundiö
sér allt annan farveg en þann,
sem þykir llklegastur miöað viö
aöstæöur liöandi stundar. Fyrir
2-3 árum heföu spádómar sem
gengu i þessa átt, þótt hinir
ótrúlegustu. NU eru þeir þaö
ekki.
En af atburöum ársins 1978
viröist þó mega draga þá álykt-
un, aö helzta sögusviðiö muni
færast meira og meira til Asiu
og þaðan megi vænta stærstu
tlöinda á komandi árum. Þar er
mannfjöldinn llka langmestur,
en hingað til hefur þaö ekki
ráöiö Urslitum, þvi aö Evrópu-
búar og Bandarlkjamenn hafa
staðiðmargfalt framar á tækni-
sviöinu. En þaö er aö breytast
og getur breytzt ótrúlega fljótt
hjá gáfaðri og starfsamri þjóö
eins og Kinverjum.
Sá timi er aö veröa liöinn aö
hvlti kynþátturinn hafi
drottnunaraðstööu. Þaö mega
Vestur-Evrópumenn, Banda-
rikjamenn og Rússar gera sér
ljóst. Það er ekki Ut I bláinn að
Klnverjar telja sér deilur hvitu
þjóðanna ekki óhagstasðar.
Þ.Þ.
Khomeini, helzti trúarleiötogi Irans, biöst fyrir.