Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 31. desember 1978. f '-i i * -i 4 ? r« v H » *M l! KN *. í KÍNA 06 VESTUR-ASÍA í BRENNIDEPLI Ársins 1978 verður varla minnst sem árs hinna miklu viðburða á alþjóðavettvangi. Þó áttu sér þá stað tveir atburðir, sem eiga sér langan aðdrag- anda og munu draga langan slóða. Samkomulag ráðamanna Egyptalands og Israels i Camp David i september telst tU heimssögulegra tiðinda. Undir forsæti Carters Bandarikjafor- seta tókst þeim leiðtogunum að hamrasamanyfirlýsingar, sem vera eiga grundvöllur friðar- samnings rikjanna. Friðar- samningur hefur enn ekki verið undirritaður en varla getur liðið á löngu áður en það verður gert. Friður hefur ekki verið i Austurlöndum nær sl. þrjá ára- tugi, og hefur þó lengur verið ófriðvænlegt þar. Miklir atburðir Hinn atburðurinn er ekKi siður mikill. Þar á ég við þær fréttir, að Bandarikjamenn og Kinverjar hefðu stofnað til stjórnmálasambands. Þar með er lokið kafla 1 kalda striðinu. Þessi kafli er ekki með öllu ómerkur. Bætt sambúð Bandarikjamanna og Kinverja hefur sjálfkrafa margvisleg áhrif á alþjóðavettvangi. I fyrsta lagi styrkist staöa Kina gagnvart nágrönnum sinum. í öðru lagi styrkist staða Banda- rikjanna i þráteflinu við Sovét- menn. I þriöja lagi hefur Kina eflst gagnvart öðrum rikjum þriðja heimsins. 1 hinu flókna tafli sem heims- pólitikin er hlýtur breytt staöa Kina, i hverja átt sem er, að hafa feikileg áhrif. Kínverjar eru nú óumdeilanlega búnir að taka upp starfshætti stórvelda i utanrikismálum. Þeir efna til stjórnmálasambands við það riki, sem þeir fyrir skömmu töldu fulltrúa alls hins lakasta i stjórnmálum. Með sama sanni má segja, að Bandarikjamenn hafi rækilega snúið viö blaðinu frá þvi þeir neituðu árum saman að viöurkenna tilveru kinverska alþýðulýðveldisins og héldu Formósu (Taiwan) I Oryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Friður við Súes Varla getur aðra atburði stærri á liðnu ári. Afleiðingarn- ar eru þar sem i öðru háöar miklu fleiri atriðum en fávis maður getur gert sér i hugar- lund. Þó er eitt vist: komist á friður með Egyptum og Israels- mönnum þá er lagður grunnur friðar i Austurlöndum nær. Oeining innan Arabarlkjanna getur tafið fyrir varanlegum friði, en þótt I Bagdad hafi komið fram vilji þeirra til að hindra með öllum ráðum sam- komulag Egypta og tsraels- manna, þá er samt erfitt að ætla annaö, en þegar það sam- komulag verður að veruleika, þá hljóti önnur Arabariki að koma I kjölfarið og fallast á að viðurkenna rétt Gyöinga til lands I Palestinu. Israelsriki er staðreynd, sem ekki veröur um- flúin. Að þurrka það út, þýðir aö þurrka út eina riki Gyðinga hér á jörð. Haraldur Ólafsson: Heimshorna pistíll ísrael er einstakt ríki Israelsriki er fyrirbæri, sem ekki á sinn lika i veröldinni, nema ef vera skyldu smáriki með kommúnusniði, sem trúar- hópar ýmsir hrófluðu upp i Ameriku. Samkvæmt skilgrein- ingu er Israel riki Gyðinga, og Á páfuglstróni Nokkru austar er keisara- dæmið Persia, öðru nafni Iran. Þar situr á páfuglstróni Mohammed Reza af Pahlevi- ættinni, sem hófst til valda upp úr heimsstyrjöldinni fyrri og i óþökk margra. Pahlevi hefur riðið af sér marga storma, og nóg um, að brotin séu lög þau er spámaðurinn setti fyrir hönd Allah i Kóraninum. Vilja þeir færa flest aftur á bak, og koma öllu i fornan farveg. Tengjast I þessu Islamskir hreintrúar- menn af trúarhreyfingu shiita, annarri meginfylkingu islams, og framfarasinnar með marxiskar hugmyndir um þjóðfélagsbreytingar. Hvernig þessum tveimur hugmynda- kerfum mundi reiða af, ef til kæmi að þau þyrftu að aðlagast hvort öðru i „múhammeðsku byltingarríki” mun framtiðin skera úr, — nema svo óliklega vilji til, að „lýðræðisstjórn” af einhverju tagi taki við af þeirri herforingjastjórn, sem keisar- inn styðst nú við. Fari svo er ekki fyrir það brennt, að Pahlevi fái enn um stund að sóla sig i hásæti páfuglsins. 1 nágrannarikinu Afghanistan var stjórninni bylt fyrir mitt ár, og ráðherrar hlynntir Moskvu tylltu sér á stjórnarstólana. Allt í uppnámi í Afríku Þegar svo sjónum er beint til Afriku norðaustánverðrar, Sómahu, Eþiópiu og Djibúti, þá Hua Kuo Feng Gyðingur er sá, sem kominn er af Gyðingum. Formúlan er Gyðingur er Gyðingur er Gyð- ingur. En þessi formúla. svo harðsnúin hún er, hefur samt gefist svo vel, að aðrar og fræðilegri hefðu ekki gefist bet- ur. Styrkur Israelsrikis er kannski þar I fólginn að hafna þröngum formúlum: sá sem ekki skilur hvað Gyðingur er og hvert hann hefur veriö hrakinn, skilur ekki Israel. Þótt Egyptaland og Israel hafi framundir jólaföstu skyggt á önnur riki I Asiu vestanverðri er þó margt slæmra frétta þaðan úr álfu. Libanon er úr sögunni sem sjálfráöa riki, sundurmarið af borgarastyrjöld, þar sem fylkingar styðjast við grannrikin, Israel og Sýrland. Allt er I reyk um framtið þessa rikis. transkeisari þann harðastan, er Mosadeg nokkur herti svo að hnútunum fyrir aldarfjórðungi, að keisari varð að hverfa af sviðinu um sinn meðan hinn grátgjarni for- sætisráðherra rak bresk og amerisk oliufélög úr landinu og þjóðnýtti hið fljótandi gull. Pahlevi kom aftur og hefur rikt siðan við minnkandi vinsældir, samfara aukinni iðnvæöingu. Aðeins Saudi-Arabia flytur út meiri oliu en tran. Auður lands- ins var slikur fyrir nokkrum ár- um, að ekki einasta keypti keis- arinn vopn og vélar fyrir marga milljarða.heldur einnig nokkur risafyrirtæki og fáeinar kjarn- orkustöðvar. Pahlevi er ókvalráður og ætlast ekki fyrir. Hann vill leiða þjóð sina til nútlmahátta og draga úr miðöld þar i landi. Gegn þessu standa margir imamar islams og þykir var þar allt I uppnámi lengst af. Kúbumenn og Sovétmenn komu þar viö sögu, og þykir mörgum nóg um. En allt er þetta liður i baráttunni um yfirráð yfir flutningaleiðum oliu frá Araba- löndum á markað I Japan, Vest- ur-Evrópu og Bandarikjunum. Siglingaleiðir eru enn á öld geimferða öllu ööru mikilvæg- ara i togstreitu um áhrif hér á jörðu. Með þá mynd i huga, sem hér hefur veriö dregin upp, ætti að vera ljóst, hve Vestur-Asia og Afríkustrendur, sem að Indlandshafi liggja, eru eldfim svæði, bæði i eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þvi miður er ekki við aö bú- ast, aö þar um slóðir verði varanlegurfriður næstu árin, en hugsanlega tekst að draga nokkuð úr þeirri óþolandi spennu, sem þar rikir nú. Ekk- ert er Hklegra en Iranskeisari verði að afsala sér völdum á ár- inu 1979, og opnast þá fær leið til að koma á einhverjum votti lýðræðis og þingræðis þar i landi. Friðarsamningur Egypta og ísraelsmanna verður undir- ritaður, en þá er samt eftir að „leysa” mál Palestinumanna. Þeirra mál verður vissulega að leysa samtimis þvi að tilvera og öryggi Israel er tryggt. Ríki Palestínumanna Sjálfstætt riki Palestinu- manna á vesturbakka Jórdanar er eina lausnin. Hvort tekst aö bjarga Libanonfrá algeruhruni er óvist, en ef til vill er frjáist Libanon veigamikil trygging fyrir sjálfstæði Israelsrikis. Þótt málin leysist ekki með þvi einu, að Sadat og Begin semji, þá er máttur Egypta slikur, að ekki getur liðið á löngu áður en önnur Arabaríki verða að sveigja stefnu sina að Kairó. Þróunin i Vestur-Asiu er Bandarikjunum i hag, ef frá er talið ástandið i Iran. Þar er trúlegt að áhrif Vesturveldanna minnki er keisarinn hrekst frá völdum. Kínverski drekinn flýgur vestur Þegar hugað er að þróun á al- þjóðavettvangi sl. ár ætti öllum aö verða ljóst hve ótryggt ástandið hvarvetna er, ef frá eru talin iðnrikin miklu á norður hveli jarðar. Oft er talað um hrikaleg átök á stjórnmálasviöi i Norður-Ameriku, Vestur- Evrópu, i Austur-Evrópu. Allt er það þó litilfjörlegt ef miöað er við önnur svæði jarðar. Fyrir nokkrum árum var farið að tala um átck suöurs og noröurs, og hvernig þau settu svip á alþjóðamál. Nú erú þaö átökin i suðri og austri sem óheilla- vænlegust eru. Vestur-Asia er slik púðurtunna, aö stórveldin bæöi virðast helst vilja sem minnst afskipti hafa af málum þar, og i Afriku miðar allt i þá átt, að Evrópurfkin haldi að sér höndum meðan óveðrin ganga þar yfir. En kinverski drekinn er ekki bara vaknaður, hann er farinn að fljúga, og það var kannski ekki nein tilviljun, sem réði þvi, að fyrsta flug hans var til Svartahafsins og Iran, — þar sem olian flæðir. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.