Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 8

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 8
8 6. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins mun bjóða sig fram í Reykjavík og vill leiða lista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður leiddi lista Framsókn- arflokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar og var Árni Magnús- son, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sem einnig hefur sagt skilið við stjórnmál, í öðru sæti listans. Í þeirra stað sitja nú Guðjón Ólafur Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. - ss Framboð Framsóknarflokks: Mun leiða lista í Reykjavík JÓN SIGURÐSSON STJÓRNMÁL Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist eftir að leiða lista Framsóknar- flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Jónína settist á þing fyrir Fram- sóknarflokkinn árið 2000 og varð umhverfis- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í júní á þessu ári. Jónína hefur rekið Lögfræði- stofuna sf. síðan 1985 ásamt eiginmanni sínum. Hún hefur verið formaður Heimils og skóla, Félags kvenna í atvinnurekstri og nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í fíkniefnamálum. - ss Listi Framsóknarflokks: Sækist eftir leiðtogasæti JÓNÍNA BJARTMARZ STJÓRNMÁL Sigurrós Þorgrímsdótt- ir, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 4. sæti flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Sigurrós lauk mastersgráðu í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá HÍ árið 2000 en hefur verið viðriðin bæjarpólitíkina í Kópavogi síðan árið 1994. Hún leggur áherslu á mennta- og menningarmál, málefni aldraðra og æskulýðs, einnig ferðaþjónustu og heilbrigðismál. Sigurrós er formaður aðal- stjórnar Breiðabliks og umdæmis- stjóri Inner Wheel á Íslandi. - kóþ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Sigurrós sækist eftir 4. sætinu SIGURRÓS ÞORGRÍMSDÓTTIR AFGANISTAN, AP Atlandshafsbanda- lagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO- sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afgan- istan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undan- farið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálun- um og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggis- ástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afgan- istan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig tölu- vert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átök- in í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að tak- marka aðgerðir sínar við Norður- Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræð- ingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kom- inn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þús- und eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund her- menn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðs- menn, flugumsjónarmenn og véla- menn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is NATO TEKUR VIÐ Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afgan- istans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NATO tekur við her- stjórn í Afganistan Richard Davis herforingi, yfirmaður hersveitanna í Afganistan, segir þessi tíma- mót vera „söguleg“. NATO hefur aldrei tekist á við jafn erfitt verkefni. STJÓRNMÁL Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Skal Alþingi gera Vegagerð- inni að vinna að tillögum þar að lútandi. Megináherslan á að vera á jarðgöng og brýr yfir firði. Í greinargerð kemur fram að markmiðinu verði náð með innan við 20 jarðgöngum sem samtals yrðu um 100 kílómetrar að lengd. Frjálslyndir hafa áður flutt tillögu þessa efnis. - bþs Frjálslyndir vilja vegabætur: Þjóðvegur eitt verði á láglendi STJÓRNMÁL Steinn Kárason umhverfishagfræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Steinn er með M.Sc.-prófi í umhverfisstjórn- un og alþjóðavið- skiptum frá Álaborgarháskóla og útskrifaður viðskiptafræðing- ur frá Háskólan- um á Bifröst. Hann situr í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi og er fulltrúi menntamálaráðuneytisins í umhverfisfræðsluráði. Hann var ritari í stjórn Félags garðyrkju- manna og um árabil í trúnaðar- mannaráði og samninganefnd félagsins. - ss Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Stefnir á 3.-5. sæti í Reykjavík STEINN KÁRASON DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfis- sviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækj- um án ökuréttinda. Hinn ákærði réðst tvívegis á annan mann í miðborg Reykja- víkur með nokkurra mánaða millibili. Samkvæmt dómsskjöl- um taldi hann sig eiga sökótt við manninn vegna þess að hann hefði klipið kærustu hans í aftur- endann. Hann réðst því að mann- inum og sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og hlaut skurð á hnakka. Nokkrum mánuðum síðar réðst ákærði aftur að sama manni með höggum og spörkum þannig að hann tvíkjálkabrotnaði við aðförina og hlaut fleiður á hálsi. Hinn ákærði viðurkenndi fyrri árásina fyrir dómi en kvaðst ekki hafa verið staddur í miðborginni þegar sú seinni átti sér stað. Vitn- isburður þeirra sem staðfestu þá frásögn ákærða var hins vegar ekki samhljóma og þótti þar af leiðandi ótrúverðugur. Því var hann dæmdur fyrir báðar árás- irnar og gert að greiða fórnar- lambi sínu tæplega 400.000 krón- ur auk vaxta og sakakostnaðar. Refsing mannsins fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. - þsj Maður dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og umferðarlagabrot: Réðst tvívegis á sama manninn HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn sagði fórnarlamb sitt hafa klipið í aftur- enda kærustu sinnar. STJÓRNMÁL Seltjarnarnesbær hefur á síðustu tíu árum greitt samtals 42 milljónir króna til Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Bærinn hefur greitt til sveitarinnar frá 1982 en tölur um upphæðir ná aftur til 1996. Seltjarnarnes hefur eitt sveit- arfélaga, utan Reykjavíkurborgar, greitt til Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Þeim kvöðum verður aflétt af bænum gangi frumvarp mennta- málaráðherra um Sinfóníuhljóm- sveitina eftir. Í frumvarpinu eru skyldur Rík- isútvarpsins og Seltjarnarness um þátttöku í rekstri hljómsveitarinn- ar afnumdar. Síðan 1982 hefur rík- issjóður greitt 56 prósent af rekstrarkostnaði sveitarinnar, Ríkisútvarpið 25 prósent, Reykja- víkurborg átján og Seltjarnarnes eitt prósent. Eftirleiðis verður hlutfall ríkisins 82 prósent en Reykjavíkur áfram átján prósent. Þegar þátttaka Seltjarnarness var ákveðin stóð til að fleiri sveit- arfélög kæmu að rekstrinum. Af því varð ekki og hefur bæjarstjórn lengi mótmælt fyrirkomulaginu. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri fagnar því að bærinn losni undan skyldugreiðslum. Hann kveðst hins vegar stoltur af fram- lögunum og hljómsveitinni og úti- lokar ekki þátttöku í rekstri henn- ar með frjálsum framlögum. - bþs Seltjarnarnes hefur eitt sveitarfélaga utan Reykjavíkur greitt til Sinfóníunnar: Hefur greitt 42 milljónir króna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Seltjarnarnesbær þarf ekki lengur að greiða með sveitinni. © GRAPHIC NEWS EDS -- DATA CORRECT AS AT 11:00GMT, OCTOBER 4, 2006 CurrentAffairs MIL,OVR :Military AFGHANISTAN: NATO assumes full control Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research) GRAPHIC NEWS Adobe Illustrator version 8.01 2 columns by 95mm deep 4/10/2006 ISAF 20155 CATEGORY: IPTC CODE: SUBJECT: ARTISTS: ORIGIN: TYPE: SIZE: DATE: SOURCES: GRAPHIC #: STANDARD MEASURES (SAU) Picas 12p5 25p7 38p9 52p 65p1 78.p3 millimetres 52.3 107.7 163.2 219.0 274.4 329.7 © Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only. The credit “GRAPHIC NEWS” ust appear with all uses of this graphic image. 8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom. Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290 Width 1 col 2 col 3 col 4 col 5 col 6 col �������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ������������ ������������������������ ������������������ ������������ ����������� ������������������ ���������� ������ ��������� ����� �������� ����� ������� ��� ��������� ����� ����� ��� ������� ����� ������ �� ������ ����� ���������� ����� ������ 1.��� ������� ������ ��� ��������� �������� ������������� ���� ����� �������� ������ �������� ����� ������ ������� �������� ��������� � � � � � � S u ð u r ��������� ��������� � � � � � � � � � � � � ��������� ��������� ��������� ������������� 1. Hvaða forseti vill banna botnvörpur? 2. Hvaða breska strákahljóm- sveit er að taka upp myndband hér á landi? 3. Hvernig fór leikur KF Nörd gegn FH? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.