Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 80
48 6. október 2006 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Johan Cruyff, sem áður gerði garðinn frægan hjá Barce- lona og hollenska landsliðinu, sagði að hann hefði mikla trú á Eiði Smára en hann myndi hins vegar láta Javier Saviola lönd og leið. „Eiður spilar fyrir liðið en Saviola er meiri einstaklings- hyggjumaður,“ sagði Cruyff, sem er vanur að tjá sig umbúðalaust um gang mála hjá Barcelona og sitt sýnist hverjum um skoðanir hans. Flestir hlusta þó þegar gamla kempan talar. Jorge Valdano, fyrrum leik- maður Real Madrid og argent- ínska landsliðsins, sagði í íþrótta- blaðinu Sport að frammistaða Eiðs Smára til þessa væri ótrúlega góð. Hann hefði leikið í um 100 mínút- ur, skorað tvö mörk og lagt annað upp. „Í fyrstu lítur hann þó út fyrir að vera hálf klaufalegur í saman- burði við félaga sína sem leika á meiri hraða en það á eftir að breyt- ast,“ bætir Valdano við, sem nú er innanbúðar hjá Real Madrid, erki- fjendum Barcelona. - jse Johan Cruyff og Jorge Valdano: Frammistaða Eiðs Smára ótrúlega góð MARK GEGN BILBAO Eiður Smári Guðjohnsen hleypur frá marki Athletic Bilbao eftir að hafa skorað annað mark Barcelona í 3-1 sigri liðsins um síðustu helgi. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Nicolas Anelka, leik- maður Bolton, hefur verið kall- aður inn í franska landsliðið. Raymond Domenech, landsliðs- þjálfari Frakka, ákvað að bæta Anelka í hópinn vegna meiðsla sem Louis Saha og Sidney Govou eiga við að glíma þessa dagana en þó er ekki útilokað að Saha og Govou geti leikið með Frökkum annaðhvort gegn Skotum á morg- un eða gegn Færeyjum á mið- vikudaginn. „Það kemur í ljós á laugar- daginn hvort þeir geta spilað en annars erum við með lausn á því vandamáli,“ sagði Domenech. Anelka lék síðast fyrir landsliðið í mars á þessu ári og hefur skor- að sjö mörk í 31 landsleik. - dsd Nicolas Anelka í náðinni hjá Raymond Domenech: Anelka aftur í franska landsliðið NICOLAS ANELKA Er kominn í franska landsliðið að nýju. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, neitaði því ekki í samtali við Fréttablaðið í gær að félagið hefði áhuga á að klófesta Baldur Bett. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að Baldur ætli ekki að framlengja samning sinn við FH þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hörður sagði þó að félagið hefði ekki rætt við hann enda er Baldur samningsbundinn FH til loka ársins og má samkvæmt reglum KSÍ ekki ræða við önnur félög fyrr en 15. október næst- komandi. Baldur varð þrefaldur Íslandsmeistari með FH. - esá Leikmannamál Fylkis: Baldur Bett á leið til Fylkis? FÓTBOLTI Enskir netmiðlar sögðu frá því í gær að Reading, lið þeirra Ívars Ingimarssonar og Brynjars B. Gunnarssonar, ætli sér að verð- launa Ívar og þrjá aðra leikmenn liðsins fyrir góða spilamennsku það sem af er leiktíðinni með nýjum samningstilboðum. Ívar hefur spilað hverja einustu mín- útu fyrir Reading í deildinni á tímabilinu og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hann hefur m.a.s. skorað eitt mark en það var sigurmark liðsins í sigri á Manchester City, 1-0. Leikmenn- irnir sem sagðir eru eiga von á nýjum samningi á næstu dögum eða vikum eru Graeme Murty, Marcus Hahnemann, Glen Little og Ívar. Fréttablaðið náði tali af Ívari í gær en hann sagði að Reading væri ekki búið að bjóða sér nýjan samning. „Þeir hafa ekki boðið mér neitt ennþá en það er hugsan- legt að viðræður fari af stað eftir einhverjar vikur en meira hefur ekki verið ákveðið,“ sagði Ívar en núverandi samningur hans við Reading rennur út árið 2008. „Samningurinn minn er ekkert að renna út en þetta er bara eins og gengur og gerist, ef hlutirnir ganga vel að þá er eðlilegt að menn ræði saman. Þetta hefur ekkert verið rætt en það kæmi mér ekk- ert á óvart ef viðræður færu í gang á næstu vikum.“ Fyrir tímabilið var búist við að Reading yrði í fallbaráttunni á þessari leiktíð en eins og stendur er liðið í sjöunda sæti, þremur stigum frá toppliðunum, Manchest- er United og Chelsea. „Þetta hefur eiginlega gengið framar vonum hjá okkur, þó að við höfðum alltaf á tilfinningunni að við gætum staðið okkur vel. Þetta hefur gengið bara eins og í sögu og við erum með mjög samstillt lið og einnig með marga góða leikmenn í liðinu sem hafa verið að standa sig mjög vel. Það er bara vonandi að við náum að halda öllum heilum og halda áfram að spila svona,“ sagði Ívar og bætti því við að sjálfstraustið kæmi samhliða góðu gengi. „Ég held að það hafi verið mjög mikil- vægt hjá okkur að vinna fyrsta leikinn gegn Middlesbrough. Eftir þann sigur fór fólk að hafa trú á okkur og sem betur fer höfum við bara náð að byggja á því.“ - dsd Fréttir á Englandi herma að Reading ætli að verðlauna Ívar með nýjum samningi fyrir góða spilamennsku: Þetta hefur gengið framar vonum hjá okkur ÍVAR INGIMARSSON Má eiga von á nýju samningstilboði á næstu vikum. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.