Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 64
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1659 Hollenskt kaupskip sekkur við Flatey á Breiðafirði. 1847 Bókin Jane Eyre eftir Charlotte Bronté er gefin út. 1895 Samkomuhús Hjálpræðis- hersins er vígt. Það var gamli spítalinn við Aðalstræti í Reykjavík. 1961 Háskólabíó er vígt á hátíðarsamkomu vegna hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands. 1981 Egypski forsetinn Anwar Sadat er ráðinn af dögum. 1993 Flogið er í fyrsta sinn í gegnum gatið á Dyrhólaey, Flugstjóri var Arngrímur Jóhannsson en Árni Johnsen var með í för. 2000 Slobodan Milosevic foreti Júgóslavíu segir af sér. THOR HEYERDAL (1914-2002) Við köllum það þróun þegar manninum tekst að flækja hið einfalda. Norski mannfræðingurinn og landkönnuðurinn er líklega þekktastur fyrir Kon Tiki leiðangurinn. Á þessum degi árið 1979 varð Jóhannes Páll páfi II fyrstur páfa til að stíga fæti inn í Hvíta húsið í Wash- ington. Fundur hins 39. forseta og 264. rómverska páfa vakti nokkra athygli en í tvö hundruð ára sögu Bandaríkjanna höfðu fáir stjórnmálamenn viljað láta bendla sig við kaþólsku kirkjuna opinberlega. Um fjörutíu þúsund manns komu saman til að berja páfann augum þegar hann hélt messu fyrir um þúsund presta við dómkirkju St. Matthews áður en hann hélt til Hvíta hússins þar sem hann dvaldi síðasta daginn af ferðalagi sínu um sex bandarískar borgir. Carter forseti ávarpaði páfann á móðurmáli hans, pólsku. Þá biðluðu þeir til heimsins um kjarnorkuafvopnun og aukna hjálp til þróunar- landa. Athöfnin fór frið- samlega fram en hálfum tíma fyrir heimsókn páfa var maður handtekinn sem hafði í fórum sínum þrjár byssur og hníf. Páfinn hitti Carter forseta á ný ári síðar og það ár bauð hann Elísa- betu Englandsdrottningu velkomna í Vatíkanið. Árið 1998 hafði Jóhannes Páll páfi annar heimsótt yfir hundrað lönd og farið hringinn í kringum hnöttinn 27 sinnum. Páfinn lést 2. apríl árið 2005. ÞETTA GERÐIST: 6. OKTÓBER 1979 Páfinn í Hvíta húsinu JÓHANNES PÁLL PÁFI II OG JIMMY CARTER Lagnafélag Íslands fagnar tuttugu ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins heldur félagið stórsýningu í Vetrargarði Smáralindar um þessa helgi. Frétta- blaðið talaði við Kristján Ottósson, en hann er framkvæmdastjóri félagsins og hafði frumkvæði að stofnun þess. „Ég fór að vinna í að gengið yrði frá lagnakerfum svo hæglegt væri að reka þau þegar ég hóf störf hjá bygg- ingardeild Borgarverkfræðings árið 1975,“ sagði Kristján. Ýmsu var ábóta- vant á þeim tíma. „Það vantaði upp á hönnun og frágang stjórnkerfanna. Iðnaðarmenn settu tækin upp og tengdu eftir ófullkomnum teikning- um, svo virkuðu tækin ekki og enginn vissi neitt.“ Til að ráða bót á vandan- um var vinnunefnd sett á laggirnar á vegum Borgarverkfræðings. „Sú vinna sem þar var unnin er enn í fullu gildi. Nú á til dæmis handbók að fylgja öllum lagnakerfum.“ Með tilkomu Lagnafélagsins segir Kristján ástandið hafa batnað enn frekar. „Áður en félagið var stofnað töluðu hönnuðir og iðnaðarmenn hreinlega ekki saman,“ sagði Kristján, en honum er mikið í mun að fólk eigi auðvelt með að stilla og skilja lagna- kerfi sín. „Það kemur oft fyrir að handbókum sé ekki skilað. Mér finnst að lokaúttekt á húsi eigi ekki að geta farið fram nema handbók fylgi kerf- unum, allt annað er móðgun við eig- anda hússins,“ sagði Kristján. „Ef þú kaupir hárþurrku úti í búð færðu leið- beiningabækling með. Af hverju ekki þegar um er að ræða margar gerðir af tækjum sem vinna saman í húsinu þínu?“ Orkuveitan er eitt fyrirtækjanna sem taka þátt í sýningunni í Smára- lind. „Fólk getur fengið upplýsingar um eyðsluna í húsi sínu, hvort það sé að borga meira en vera skal,“ útskýrði Kristján. „Þegar Lagnafélagið varð tíu ára var Orkuveitan með þessa þjónustu í fyrsta skipti. Ég þekki mann sem komst að því að hann borg- aði þrefalt meira í hitaveitu en hann átti að gera, allt einhverjum ofni í bíl- skúrnum að kenna. Ef menn bara vita af þessu getur fagmaður stillt og lagað lagnakerfið,“ sagði Kristján og hvetur fólk til að mæta á sýninguna til að fá svör við spurningum sem varða heim- ili þeirra. Til að bæta ástandið enn frekar vill Kristján að komið sé á laggirnar eftir- litsnefnd með iðnaðinum. „Við þurf- um smá utanaðkomandi aðhald, sér- staklega núna þegar hraðinn er svona mikill. Þetta má ekki gera hroðvirkn- islega,“ sagði hann. sunna@frettabladid.is LAGNAFÉLAG ÍSLANDS: Á 20 ÁRA AFMÆLI Á ÁRINU Fagna afmælinu með stórsýningu í Smáralind KRISTJÁN OTTÓSSON Vinnur ötullega að því að frágangur lagnakerfa geri mönnum kleift að stilla tæki í húsum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík suður hefur tekið sér nafnið Alfreð í höfuðið á Alfreð Þorsteins- syni, fyrrum borgarfulltrúa og stjórnarformanni Orku- veitunnar. Tillagan var sam- þykkt á fundi 24. september síðastliðinn. „Þetta var bara tillaga sem kom upp og fólki leist vel á. Alfreð hefur unnið mjög gott starf fyrir þetta kjördæmi á undanförnum árum,“ sagði Ingvar Mar Jónsson, nýkjörinn formað- ur félagsins. „Svo er þetta líka töluvert skemmtilegra og fallegra nafn en FUF RS,“ bætti hann við. Alfreð kvaðst vera ánægð- ur með nafngiftina er Frétta- blaðið spurðist fyrir um við- brögð hans. „Félagið sendi mér einmitt skjal um daginn þar sem það lýsti yfir mikilli ánægju með störf mín fyrir borgarbúa og Framsóknar- flokkinn og taldi að störf mín væru til fyrirmyndar. Ég er eðlilega ánægður með það,“ sagði Alfreð. Hann sagðist þó ekki vera einn um heiður- inn, því Félag ungra Fram- sóknarmanna á Austurlandi heitir í höfuðið á Eysteini Jónssyni, sem var formaður Framsóknarflokksins á árun- um 1962-1968. Alfreð tók undir það að nafnið væri þjálla og hljómfegurra en fyrra nafn félagsins. „Jú, ætli það ekki. Mér líst bara vel á þetta,“ sagði hann. - sun Ungliðar heiðra Alfreð fyrir störf sín ALFREÐ ÞORSTEINSSON Fyrir- mynd ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Hulda Pétursdóttir sem lést þann 21. september á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 7. október kl. 11.00. Trausti Bertelsson Erla Hjálmarsdóttir Ólafur Bertelsson Valgarð Bertelsson Branddís Benediktsdóttir Jóhanna Bertelsdóttir Haukur Brynjólfsson Heiðdís Andradóttir Guðjón Sveinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 6. október kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sjálfsbjargarheimilisins, Hátúni 12, sími 550 0300. Jón Oddur Kristófersson Marín E. Samúelsdóttir Guðmundur J. Kristófersson Inga Jóhannsson barnabörn og langömmubörn. Frændi minn, Ólafur Eyjólfsson, Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag föstudaginn 6. okt. kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Sigríður Alexanders. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir Sigríður Gissurardóttir frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum lést að Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. sept- ember sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu fimmtudaginn 5. október sl. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Filippusson Ragnheiður Kristín Benediktsson Hrefna Filippusdóttir Árni Gunnarsson Hörður Filippusson Margrét Oddsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.