Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 74
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR42 Debenhams hélt sitt árlega fjáröflunar- og konukvöld á miðvikudagskvöldið. Kvöldið var til styrktar baráttu Krabba- meinsfélagsins gegn brjóstakrabba- meini og af því tilefni var þema kvölds- ins bleikt. Hápunktur kvöldins var síðan þegar þjóðþekktir einstaklingar tóku snúning á tískupallinum og sýndu nýj- ustu hausttískuna frá Debenhams. Mat gesta var að flestir tóku sig með ein- dæmum vel út og að ekki væri að sjá að þetta væru þeirra fyrstu spor á pallin- um. Fjáröflunin gekk með eindæmum vel og fjölmörg fyrirtæki tóku þátt og söfnuðust 2,6 milljónir til handa Krabba- meinsfélaginu. - áp Tóku sig vel út SNÚNINGUR Sjónvarpsstjarnan Eva María Jónsdóttir var með allar hreyfingar á tæru á tískupallinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BROSTI SÍNU BREIÐASTA Birgitta Haukdal vissi nákvæmlega hvað hún var að gera þegar hún gekk út pallinn. ÁNÆGÐAR Sigríður Klingenberg með skemmtilega greiðslu og Bryndís Schram í bakgrunni hressar í lok sýningar. Í NÝJUSTU TÍSKU Þorsteinn Pálsson ritstjóri skartaði sínu fegursta í nýjustu haustlitunum. GUÐRÚN HELGADÓTTIR Rithöfundurinn kunni tók sig vel út. Hótelerfinginn Paris Hilton á ekki sjö dagana sæla þessa stund- ina. Á miðvikudaginn var hún slegin í andlitið af fyrrverandi eiginkonu trommarans Travis Barker en sögusagnir hafa verið uppi um að Hilton og Barker eigi í ástarsambandi. Fyrrverandi eiginkona Barkers heitir Shanna Moakler og er Playboy-fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottn- ing. Hjónakornin voru í raun- veruleikaþættinum „Meet the Barkers“ á MTV þar sem þau leyfðu áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt. Moakler réðst á Hilton fyrir utan skemmtistað í Los Angeles og hrópaði að henni ókvæðisorð með þeim afleiðingum að Moak- ler var fjarlægð af staðnum og Hilton þurfti að stinga af. Moakler mun vera öfundsjúk út í Hilton vegna sambands hennar og Travis. Samkvæmt talsmanni Hilton ætlar hún að kæra atvikið til lög- reglu. MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Shann Moakler og Travis Bar- ker sjást hér fyrir skilnaðinn. Shanna er greinilega ekki nógu ánægð með að Travis sé farinn að hitta aðrar konur. PARIS HILTON Lenti illa í því að skemmti- stað þegar Shanna réðst á hana vegna meints ást- arsambands hennar og Travsi Barker. Slegin í andlitið í afbrýðiskasti Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, segist einungis hafa setið á trjábol en ekki verið að klifra upp í pálmatré þegar hann datt á hausinn í fríi á Fiji- eyjum í apríl. Þurfti hann að gang- ast undir heilaaðgerð í framhald- inu og fyrir vikið þurfti að fresta tónleikaferð Stones um Evrópu í sumar. „Mér finnst þetta dálítið vand- ræðalegt,“ sagði Richards í við- talið við tímaritið Rolling Stone. „Ég sat á þessum trjábol um þrem- ur metrum ofar jörðinni. Ég hafði verið að synda og var blautur. Ég lenti illa, hausinn á mér fór í trjá- bolinn og þannig var nú það,“ sagði Richards. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég daðra við dauð- ann. Ætli ég hafi ekki lært það af þessu að maður á ekki að sitja á trjám.“ Rolling Stones hafa hafið seinni tónleikaferð sína um Norður Ameríku. Í þetta sinn mun sveitin ferðast til hinna minni borga. Vandræðalegt slys KEITH RICHARDS Gítarleikari Stones er búinn að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Einu sinni þótti það dónalegt þegar minnst var á kyn- líf. Þá sérstaklega þegar konur minntust á kynlíf. Það sem var enn fráleitara var að þær voguðu sér að hafa skoðun á því og hugmyndir um það. Þetta þykir mér ein skemmtilegasta þróun sem átt hefur sér stað á síðustu öldum! Í dag má fólk ekki bara tala um kynlíf, hafa skoðanir og tillögur um það, heldur þykir það fullkomlega heilbrigt og eðlilegt. Þeir sem hafa það ekki eru sennilega bældir og ekki í sambandi við til- finningar sínar. Ég átti skemmtilegt spjall við stelpurnar í vinnunni um daginn um það hvað teldist vera gott kynlíf. Og eins og við öll vitum er það þannig að þegar stórt er spurt verður fátt um svör, nema í þessu tilfelli. Við höfðum allar ótrúlega margt að segja og miklar og merkilegar skoðanir á umfjöllunarefninu. Einni fannst skipta mestu að hafa rómantíska stemningu í kring- um sig, annarri fannst mikilvægt að það væri jafnvægi milli frumkvæðis hennar og kærastans, enn annarri fannst fjölbreytileiki ómissandi og játaði að henni leiddist reglulega ef ekki kæmu nýjungar með mjög reglulegu milli- bili. Svörin voru reyndar fjölmörg en eitt er ljóst: það er einfaldlega ekki hægt að skilgreina hver er lykillinn að góðu kynlífi. Hins vegar er klárt mál að hægt er að skil- greina þá tilfinningu sem hver og einn upplifir þegar þessi mál eru í góðu jafnvægi. Hver og einn, og á sinn hátt með sínum maka, verður að finna það út hvað sé gott kyn- líf. Leiðirnar til að komast að leyndarmálinu eru sennilega jafnmargar og pörin. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að sama hvernig sem leiðin að toppnum liggur þá er útsýnið þaðan eins eða mjög svipað hjá öllum. Út frá þessum umræðum leiddumst við yfir í aðrar. Þær snerust um það hvort það væri í lagi að færa fram sínar skoðanir í svefnherberginu. Allar vorum við sammála um ágæti þess að koma með penar ábend- ingar um hvað væri á óskalistanum svo hægt sé að fullkomna listina en á sama tíma vorum við líka allar sammála um það að ekki eru allar ábendingar af hinu góða. Það er að sjálfsögðu líka viðkvæmt að fá tilsögn á þessum vettvangi. Það verður auðvitað að taka tillit til félagans og gæta þess að segja ekki of mikið. Það getur haft algerlega öfug áhrif og skilað engu nema óhamingju og leiðindum. Það er eins með þessi mál og önnur að hófsemin og meðal- vegurinn eru málið! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR SEGIR AÐ ÞEGAR STÓRT SÉ SPURT GÆTI ORÐIÐ MARGT UM SVÖR! Leiðarvísir að toppnum 9 HVER VIN NU R ! SENDU SMS SKEYT IÐ JA TNF Á NÚME RIÐ 19 00 OG ÞÚ GÆTIR UNNI Ð MIÐ A FYR IR TVO ! VINNIN GAR E RU BÍÓ MIÐAR FYRIR TVO, DVD M YNDIR OG M ARGT FLEIR A! FRUM SÝND 29//09 //06 V in n in g ar verð a afh en d ir h já BT Sm áralin d . K ó p avo g i. M eð þ ví að taka þ átt ertu ko m in n í SM S klú b b. 99 kr/skeytið. MOBILE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.