Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. janúar 1979 3. tölublað 63. árgangur Skærur og skyrpingar innan Alþýðuflokksins — Bls. 8 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson: Vísitalan þegar komin á 1. mars strikið — hækkaði um 50% I nóvember og desember HEI — ,,Það er auðvitað litið hægt að segja eftir fyrsta fund. En við gerðum okkur grein fyrir þeim stutta tima sem við höfðum og drógum fram útlinur þess ramma, sem við verðum að starfa innan”, svaraði Stein- grimur Hermannsson i gær, spurður um fyrsta fund efnahags- nefndar rikisstjórnarinnar. „Viö vorum allir sammála um, að við megum ekki stranda á 1. mars, enda ekki okkar verkefni, við eigum að lita lengra fram á við. Menn voru sammála um aö setja sér u.þ.b. tveggja ára markmiö, um verulega hjöðnun verðbólgunnar og að leggja áherslu á, að reyna að rétta at- vinnuvegina úr kútnum með bættri nýtingu fjármagns til auk- innar framleiðslu og framleiðni. Við vorum llka sammála um aðra meginþætti sem vinna ætti að og ákváðum að taka fjárfestingar- málin fyrst fyrir. Við Framsóknarmenn munum vinna i okkar efnahagsnefnd yfir helgina að nánari útfærslu á okkar fjárfestingahugmyndum, og ég geri ráð fyrir að hinir flokk- arnir vinni líka vel, þar til nefndin hittist aftur n.k. mánudag”. — En 1. mars, verður hann ekki erfiður? — Það má segja að kaupgjalds- visitalan sé þegar komin á strikið, þ.e.a.s. að með þeim hækkunum sem orðið hafa I nóvember og desember hefur hún þegar hækkað um þau 5% sem sett var sem hámark fyrir 1. mars. Það er þvi spurningin hvort menn treysta sér til að frysta allar hækkanir i janúar, eða þá að gera einhverjar gagnverkandi ráöstafanir til að hún færi ekki hærra. Þetta er spurningin um 1. mars, en það sem við erum aö vinna að I nefndinni er langtima- markmið. Stuðningsaðgerðir við iðnaðinn: 35% innborgunarskylda ákveðin — á innflutt húsgögn og innréttingar • í athugun að hækka jöfnunargjald, og leggja sérstakt uppbótargjald á sælgæti, kex og brauðvörur Kás — t gær skýrði rlkisstjórnin frá opinberum stuöningsaögerð- um sem hún hefur ákveðið tii að bæta samkeppnisaðstöðu islensks iönaðar. t fyrsta lagi er um að ræða 35% mnborgunarskyldu af andviröi innfluttra húsgagna og innréttinga, sem bindur féðtil 3ja mánaða. Er gert ráö fyrir þvi aö þetta innborgunarkerfi gildi I 2 ár, en verði siöan afnumið i áföngum. 1 öðru lagi er ákveðið að af- nema innborgunarskyldu á hrá- efni til iðnaöarins, en hún hefur numiö 10-25% af andvirði inn- fluttra hráefna. I þriöja lagi verður iðnaðargjald framlengt um eitt ár. í fréttatilkynningu frá rlkis- stjórninni segir, að einnig sé I athugun að hækka jöfnunargjald sem ákveðið var 3% meö lögum 1 fýrravor. Þá kemur sterklega til greina að leggja sérstakt upp- bótargjald á innflutt sælgæti, kex og brauðvörur. Sjá nánar bls. 5. Tugmiiyónatjón í stórbruna á Akranesi — er húsnæði Rörasteypu Akraness brann til kaldra kola ESE — Tugmilljóna tjón varð á Akranesi i fyrrinótt er eldur kom upp I húsnæði Rörasteypu Akraness, sem er i eigu bæjar- ins. Eldsins varð vart um klukkan hálf tvö um nóttina og þó að slökkviliðið brygöi skjótt viö, varð ekki viö neitt ráðið og brann husiö til kaldra kola á skömmum tima. A6 sögn Reynis Kristinssonar, bæjartæknifræöings, eyöi- lögöust i eldinum öU tæki og vélar Rörasteypunnar, auk þess sem fólksbUl og dráttarvél sem þarna vorugeymd urðu eldinum að bráð. Þá var I húsinu lager Vatnsveitu Akraness, en ekki var ljóst I gær hvort hann heföi V^jsioppiö óskemmdur. Aö sögn Reynis var húsið tryggt fyrir 40 milljónir króna, en öU tæki vorukomin nokkuð tU ára sinna, þannig að ljóst er aö endurnýjunarkostnaöur skiptir tugum mUljóna króna, en ekk- ert hefur enn verið ákveðið um uppbvggingu. Stefán Teitsson, slökkviliös- stjóri á Akranesi, sagöi I viðtali við blaðið I gær að húsiö hafi veriftoröið alelda er slökkvUiðið kom á vettvang og heföu eld- tungurnar staðið upp úr þaki Aö sögn Stefáns gekk þó sæmilega að verja þann hluta hússlns, sem vatnsveitan var I, fýrir eldinum, en hörkufrost heföi þó tafið slökkvistarfið. Togarinn Rán GK setti íslandsmet í Grimsby Fékk hæsta meðalverð fyrir fiskafla — Sjá bls. 3 Óskar Vigfússon: Loðnubátarnir hugsa sér iil hreyfings á ný. Stýri- maðurinn á Freyju RE-38 stjórnar hér vinnu viö að gera skipið klárt til veiða, en bátarnir taka aö llk- indum að tinast út á mánudag. — Timamynd Róbert Vona að sjómenn látt skrá sig og J*Qj— þótt óánægðir séu AM — ,,Ég held aö breyting frá þeirri niðurstöðu sem þegar er fengin, næðist varla fram, nema með ailsherjarátaki allra sjó- mannasamtakanna, og þessi þrjú prósent sem á vantar hvað kröfu sjómanna áhrærir, tel ég ekki slfkra átaka viröi”, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands tslands i gær, þegar hann var spurður, hvort honum væri kunnugt um undir- tektir viö þær hvatningar ýmissa aðila, að sjómenn létu ekki skrá sig i skipsrúm að svo stöddu. ,,Ég vona að sjómenn láti skrá sig og rói”, sagði Óskar, „þóttóánægöir séu, en auðvitað er það mál hvers ogeins, vilji þann þaö ekki.” Óskar sagði að þótt skuttogararnir öfluðu vel, væri augljóst aö vertiðarflotinn lepti dauöann úr skel og til þess að bæta hag hans hefði þurft svo miklu meiri hækkun að koma til, að helmings hækkun væri nær lagi, en þessi þrjú prósent. „Satt að segja hef ég ekki hug- mynd um hvernig á að færa þessum hluta sjómanna viðun- andi kjör,” sagöi Óskar, „hvernig á að jafna tekjur svo aö það fáist fram. Þau svæði sem þeir fiska á gefa ekki meira af sér og þar ræður fiskurinn sjalfur, sem ekki lætur setja sér neinar reglur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.