Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 5. janúar 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldslmar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Veró I lausasölu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaðaprent Erlent yfirlit Myndar Gonzales næstu ríkisstjórn Spánar? Söguleg kosningabarátta framundan á Spáni Nú er spurt um viljann Skipun ráðherranefndarinnar um efnahagstil- lögur undir forsæti Steingrims Hermannssonar er sýnilegt tákn þess að rikisstjórnin hyggst takast á við verkefnin á nýju ári af fullri einurð. Nefndin verður vissulega að láta hendur standa fram úr ermum til þess að verki hennar verði lokið fyrir janúarlok, og er ekki að efa að þar verði staðið af fullum heilindum að málum. Eins og margsinnis hefur verið bent á ætti það i raun ekki að verða miklum örðugleikum háð að ná samkomulagi um öll meginatriði frambúðarstefnu i efnahagsmálum. Þau meginatriði, sem lang- mestu máli skipta, eru þegar tekin fram i sam- starfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna frá þvi i sum- ar, og i greinargerð þeirri sem Steingrimur Hermannsson átti mestan þátt i að taka saman með lögunum um efnahagsráðstafanir 1. desember sl. Að sjálfsögðu eru efnahagsmálatillögur Alþýðu- flokksmanna, frá þvi um miðjan desember, skerf- ur til þess undirbúnings sem nú þarf að fá fullnað- armótun i ráðherranefndinni. En þegar nánar er að gætt kemur það þó i ljós að flest atriði þessara tillagna er að finna i fyrri yfirlýsingum rikis- stjórnarinnar, og var það þvi sist að undra að Framsóknarmenn tóku tillögum Alþýðuflokksins vel, enda þótt atvikin i sambandi við birtingu þess- ara tillagna væru með eindæmum i miðri fjárlaga- afgreiðslu. Það er athyglisvert hver munur er á vinnu- brögðum manna. Nú hafa ýmsir Alþýðuflokks- menn haft uppi þennan ægilega hávaða út af tillög- um sinum, góðra gjalda verðum. Hins vegar mót- uðu Framsóknarmenn mjög róttækar efnahags- málatillögur þegar á flokksþingi sinu snemma árs 1978 eins og lýst var i forystugrein TÍMANS i gær. Það sem nú er að koma fram er einfaldlega þetta: Eftir kosningaósigur og öll þau ólæti sem staðið hafa yfir i islenskum stjórnmálum upp á siðkastið verða það trúlega flokksþingssamþykkt- ir Framsóknarmanna um róttæka breytingu á efnahagsmálastefnunni sem úrslitum munu ráða um ákvarðanir rikisstjórnarinnar nú. Færi svo væri reyndar vel farið, enda er i þessum sam- þykktum Framsóknarmanna gert ráð fyrir stöð- ugu starfi en ekki kollsteypu, tryggingu kaupmátt- ar lægri launa en ekki almennri kjaraskerðingu, og fyrir markvisum aðgerðum til að uppræta auðgunar- og spillingaráhrif verðbólgunnar. Að ýmsu leyti er óvissan nú ekki aðeins vafinn sem alltaf leikur á getu Alþýðuflokksins þvi að svo mikið hafa Alþýðuflokksmenn sagt að jafnvel þótt flest væru ónytjuorð, hlýtur einhver ásetningur að liggja að baki. Nú er i raun og veru miklu fremur spurt um vilja Alþýðubandalagsins, hvort raunsærri og ábyrgari armur þess flokks verður ofan á eða ævintýra- menn og hugmyndafræðingar. Ekki verður þvi neitað, að það virðist lofa góðu um jákvæða af- stöðu og störf i ráðherranefndinni að þar varð Ragnar Arnalds fyrir valinu sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Verður það að teljast töluvert happ fyrir efnahagslega velferð þjóðarinnar, að i vali fulltrúans skyldi þó þessu sinni ekki gengið i þann „mikla hæfileikasjóð” flokksins sem Þjóðviljinn nefnir svo hlægilega i ofmetnaðarfullum leiðara sinum i gær. JS Jóhann Karl konungur undirritar stjórnarskrána aö drottningu og krónprinsinum viöstöddum. hlutfall breytzt þannig, aö Sós- ialistaflokkurinn er meö svipaö fylgi og Miöfylkingin haföi i kosningunum 1977, en Miö- fylkingin meö álika fylgi og Sósíalistaflokkurinn haföi þá. Verulegar likur benda til þess, aö foringi Sósialistaflokksins, Filipe Gonzales, veröi næsti for- sætisráöherra Spánar. Fullvist er taliö.aö mest muni bera á þremur mönnum i kosningabaráttunni, eöa þeim Suarez, Gonzales og Carillo, leiötoga kommúnista. Þótt bar- áttan milli þeirra Suarez og Gonzales snúist um þaö, hvor þeirra veröur næsti forsætis- ráöherra Spánar, mun athyglin ekki beinast neitt minna aö viöureign þeirra Gonzales og Carillos. Carillo er nú yfirleitt talinn helzti merkisberi Evrópukommúnismans svo- nefnda og hefur deilt meira á stjórnarhætti Sovétrikjanna en nokkur annar kommúnistaleiö- togi I Vestur-Evrópu. Jafnframt lýsir hann sig fylgjandi lýöræöi og þingræöi. Á þennan hátt hyggst hann vinna fylgi frá Sósialistaflokknum. Gonzales svarar þessu með þvi aö gera litiö úr einlægni Evrópu-kommúnista enda hafi margir þeirra dvaliö langdvöl- um i Sovétrikjunum og séu undir áhrifum þaöan, þótt reynt sé að dylja þau. Gonzales deilir hart á Sovétskipulagiö og sagöi nýlega þvi til áréttingar: Ég vildi heldur veröa stunginn til bana á neðanjarðarbrautarstöö i New York en deyja friösam- lega i Sovétrikjunum. Carillo varö ekki svara fátt um Evrópukommúnista: Ég vil hvorki deyja i Bandarikjunum eöa S o vétrik j urium. É g v i 1 d ey ja á Spáni! Gonzales er meöal yngstu stjórnmálaleiötoga I Evrópu, 37 ára gamall. Hann þykir snjall áróðursmaöuf, sem segir hlut- ina umbúðalaust. Hann hefur látiö svo ummælt aö hann vilji gjarnan mynda stjórn á breiöum grundvelli,ef stjórnar- forustan félli honum 1 skaut. Þó mun hann hafna samvinnu viö Carillo. Þ.Þ. HINN 27. desember siöast- liöinn undirritaði Jóhann Karl Spánarkonungur hina nýju stjórnarskrá rikisins. Þingiö haföi samþykkt hana endanlega 31. október meö 325 atkvæöum gegn sex, en fjórtán þingmenn sátu hjá. Hún var siöan borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu 6. desember og hlaut jáyröi 87% þeirra sem tóku þátt I atkvæða- greiöslunni en rúmlega tveir þriöju hluti þeirra sem voru á kjörskrá tóku þátt i atkvæöa- greiöslunni. Viö undirritun stjórnarskrárinnar minntist Jó- hann Karl konungur þess, aö þr jú ár voru liöin siöan hann tók viö konungdómi og hafi hann þá látiö svo ummælt, aö konungur- inn ætti jafnan aö vera fyrsti Spánverjinn, sem geröi skyldu sina. Konungur gat vel vitnaö til þessara oröa.þvi aö stjórnar- skráin heföi vart náö framgangi á svo skömmum tima,sem raun varö á, ef ekki heföi notiö við forustu konungs og þess manns, er hann valdi sem forsætis- ráðherra,Adolfo Suarez. Þaö er einnig forustu þeirra aö þakka aö eins mikil eining náöist um hana og raun varö á. Meö hinni nýju stjórnarskrá sem tók gildi 28. desember, er lýöræöisstjórnlögfest á Spáni. 1 samræmi viö þaö var þaö skylda Suarez forsætisráöherra aö tilkynna innan 30 daga, hvort hann ætlaöi aö fara meö stjórn áfram 1 trausti þess^öhann nyti stuðnings þingsins, eöa efna til nýrra þingkosninga. Suarez var fljótur aö taka ákvöröun sina. Hann tilkynnti strax um ára- mótin aö þing yröi rofiö og kosningar yröulátnar fara fram 1. marz næstkomandi. VAFALAUST hefur þetta veriö hyggileg ákvöröun. Frá- farandi þing var fyrst og fremst kosiö til aö setja nýja stjórnar- skrá og stjórnmálaástandiö hefur tekið ýmsum breytingum siöan þaö var kosiö. Samkvæmt stjórnarskránni gat þaö setiö áfram, þvi aö kjörtimabili þess lauk ekki fyrren 1981. Sennilegt er, aö Suarez heföi getaö fariö meö völd þangaö til. Flokkur hans, Miöfylkingin, hefúr 162 þingmenn af 350 alls.en til viö- bótar heföi hann aö lfkindum getaö fengiö stuöning ýmissa smáflokka og óháöra þing- manna. Þá heföi Kommúnista- flokkurinn aö likindum veitt honum hlutleysi eöa óbeinan stuöning, llkt og italski Kommúnistaflokkurinn veitir minnihlutastjórn Kristilega flokksins stuöning. Afstaða stjórnarinnar heföi hins vegar veriö veik og hún ekki verið til neinna stórræöa. Hægri menn heföu sennilega notfært sér þá aöstööu til aö safna um sig fylgi Suarez og Gonzales og búa sig undir næstu kosning- ar. Þeir eru tæplega nógu viö- búnir kosningum nú. Dráttur á kosningum heföi einnig getaö oröið vatn á myllu Sósialista- flokksins, en samkvæmt skoöanakönnunum hefur fylgi hans vaxiö hrööum skrefum undanfariö og hefur hann oröiö meira fylgi en Miöfylkingin. Suarez hefur þvl taliö hyggi- legra aö reyna á striösgæfuna strax frekar en slöar, þegar ný vandamál kynnu aö vera komin til sögu og stjórninni kennt um, ef ekki hefði tekizt aö ráöa fram úr þeim. Þaö vandamál sem nú er sennilega stærst á Spáni er hryöjuverkaaldan, sem ýmsir smáhópar öfgamanna valda. Þaö gæti oröiö vatn á myllu hægri manna.ef ekki tækist að stööva hana. ÞING þaö, sem nú hefur verið rofiö, var kosiö I júni 1977. Þá fékk Miöfylkingin, sem er bandalag ýmissa minni flokka 34.3% greiddra atkvæöa og 165 þingsæti. Næstur kom Sósialistaflokkurinn, sem fékk 28.5% greiddra atkvæöa og 118 þingmenn. Samkvæmt siöustu skoðanakönnunum hefur þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.