Tíminn - 02.02.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 2. febrúar 1979 /' " " HERRANÓTT 1979 YVONNE BÍJRGtlNDAR PRINSESSA eftír Witold Combrowicz Þýðandi Magnús Jónsson. Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson Skraparotspredikun: Þórhallur Eyþórsson. Leikmynd gerðu nemendur i byggingalist. Herranótt Menntaskólans i Reykjavik frumsýndi Yvonne Búrgundarprinsessu á Hótel Borg, gyllta salnum, síöastlið- inn miðvikudag, en þar hefur liklega ekki verið leikið áður, a.m.k. ekki heilt leikrit, þótt salurinn og öll aðstaða sé góö. Þarna stóð áður salthús Thors- fjölskyldunnar og hann Jón Otti vigtaði fisk og merkti við með nagla. Yvonne Yvonne er aö sögn eitt höfuð- verka absúrd leikhússins, en fáránleikinn er ekki mjög mik- ill, ef þvi er kippt út úr timan- um eins rækilega og þarna er gert. Höfundur Yvonne er pólska skáldið Witold Combrowicz, (1904), en hann skrifaði leikritið þegar hann var um þritugt. Yvonne var sýnt f Iönó áriö 1968 og uröu sýningarnar þá tólf talsins. Ýmsir telja Yvonne vera mjög merkilegt leikrit, einkum vegna þess að Witold Combrow- icz notar f.áránleikaformið og er þar á undan bæði Smuel Beckett og Ionesco. Sagan segir fra konungfjöl- skyldu viðbrögðum hennar og hirðarinnar, þegar erföaprins- inn trúlofast afskaplega ein- kennilegri stúlku sem fær öll völd viö hirðina meö þvl að þegja. Kemur öllu i uppnám með þögn sinni og sofandi til- Sviösmynd frá Herranótt á Borginni. (TImamyndir:Tryggvi) un örðuga og þaö absúrda verð- ur sjalfsagt. Að öðru leyti er þetta frjáls sýning, þar sem æskumenn njóta sin vel. Um leikinner það að segja, aö frumsýningin gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Eink- um var framsögnin bágborin framan af, en það var hraðinn of mikill. Menn misstu mikinn texta. Leikhópurinn þarf aö finna réttan rómstyrk og réttan hraða. Þetta lagaðist mikið þegar á leið, og liklega hefur þarna ver- ið um frumsýningarhræðslu aö ræða, sem er gott, þvi menn leika best skjálfandi á beinun- um. Eftir hlé, lagaöist framsögn- in. Um frammistöðu einstakra leikenda verðurekki fjallað hér, fremur en endranær, þegar skólastykki eru metin en þarna komu fram þó nokkrir, sem hafa leikhæfileika. I leikskrá tjá leikmyndasmið- ir vonbrigði sín með leikritið. Þeir segja: „Einfaldleiki i hvivetna átti að einkenna sýninguna, hér skyldi leika ekki sýna”. Ég get vel skilið þá, enda and- vigur því að tímasetja ekki þetta verk og staðfæra það. Að leikur sé blessunarlega laus við alla staðsetningu i tlma og rúmi, þýðir ekki að timinn sé afmáður úr sjónleiknum. Menn velja sér einfaldlega tima og hliðstæður, þvi fáránleikinn hlýtur að vera andstæða hins sjálfsagða og hversdagslega. Yvonne er sjónleikur fyrst og fremst, alveg sama þótt hann sé ekki leikinn I búðargluggaleik- húsi, heldur á' miöju gólfi. Innan sins ramma eru fá- brotnir munir og hentugir bún- ingar gerðir af skemmvisi. Aðkomur eru þó vondar. Ef ætlunin var að gera það fáránlega sjálfsagt og eðlilegt, hefur það tekist vel. Jónas Guðmundsson Yvonne á Herranótt Hún er aö lokum drepin með Sild. JYvonne er hvöss ádeila á til- litleysiö geöþóttastjórnina og kerfiö, en eins og hann Jón Otti áttu örðugt með að rita fiskmat Thorsfjölskyldunnar með nagla I sinni tlð, vefst það fyrir manni að skýra gang þessa leiks, svo margslunginn er hann að maöur verðurhelstað sjá hann, til þess að vita við hvað er átt. Við lifum á einkennilegum tímum. Lifum kjarnorkuöld, hugsum um vetni og járnblendi. Samt var keisaradæmi aö hrynjarétti'þessuogmann hafa i hyggju aö stofna íslamst riki, YVONNE Búrgundarprmsessa ásamt konungshjónunum með Komeini trúarleiötoga og Kóraninn á oddinum. Þá verður flett upp I gömlum bókum til aö kunna skil á réttu og röngu, en áöur hafði rlkinu verið stjórnað með bankabók- um og oliu. Að voru mati er þaö meðferð manneskjunnar innan rikjandi kerfis, sem þarna er til umræðu, þvi þegar rikið er tryggt, hafa menn ekkert að óttast nema sjálfa sig. Leikur og sviðsetning Herranótt hefst að þessu sinni, eins og áður meö skraparotspredikun. Það er Þórhallur Eyþórsson, sem hana flutti. Þetta var ágæt hugvekja, vel samin ogfrumleg. Æskan málar meðsterkum litum ogfordæmir veröld hinna fullorönu, sem hreyfa ekki legg né lið, ótil- neyddir, og vel það. Ég hygg að Hrafn Gunnlaugs- son hafi misskiliö þetta verk með þvl aö sýna leikendur I náttfötum, eða júdófötum. Það idregura.m.k. úr fáránleikanum andstæður verða að hliðstæðum fyrir bragðið. Það einkennilega sem kemur upp úr fólki veröur ekkert einkennilegt ef það er einkennilega til fara. Þetta sést m.a. með þvi bera saman senur. Peysufatasenan var örstutt, en samt einna best heppnuð. Peysufötin voru absúrd, en náttfötin ekki. Þau gera viðmið- Sláið 188.780 Verðið er mjög hagstætt vegna magninnkaupa einu höggi ★ Plötuspilari ★ Segulband imTveir hátalara • • Sjálfvirkt Cro2/Normal segulband • Oliudempað cassettulok • Sjálfvirkt stopp • Biðtakki • ALC Armurinn fer sjálfvirkt af þegar platan er búin Vökvalyfta fyrir tónarminn OSC rofi Sér snúningsrofar fyrir bassa, skæra tóna og stereo — jafnvægi Sími 29800 Kvikmyndin Ef í sjónvarpinu Á morgun verður sýnd I sjón- varpinu ein af athyglisverðari kvikmyndum sem gerðar voru i Bretlandi á 7. áratugnum. Hér er um að ræða myndina If, leik- stýrða af Lindsey Anderson. Höfundur kvikmyndahandrits er Daviö Sherwin. Kvikmyndin If fjallar um upp- reisnþriggja drengja gegn stöðn- uðu og löngu úreltu skipulagi bresks almenningsskóla sem þeir sæk ja. Skólinn, umhverfi hans og þær persónur sem koma við sögu, smækkuð mynd af bresku stétta- þjóðfélagi sem er miskunnarlaust gagnrýnt i kvikmyndinni. I henni er lögð megináhersla á aö skapa ákveðin hughrif hjá áhorfendum með snilldarkvik- myndatöku, þ,e, táknmál kvik- myndarinnar er fremur notað til að koma boðskap höfundar á framfærien sá texti sem leikend- ur flytja. Hugmyndin var að If yrði lit- mynd, utan fáein atriði sem áttu að vera I svart-hvitu og tákna óraunveruleika. Vegna f járskorts urðu svart-hvitu atriðin fleiri en gertvar ráð fyrir. Þetta gerir það að verkum að áhorfandin á stund- um i erfiðleikum með að greina á milli atriða sem eiga að vera raunveruleiki og þeirra sem eiga að túlka imyndun i kvikmyndinni. Með aðaíhíutverk fara David Wood ogMalcolm Mcdowell, sem frægur er fyrir leik sinn I kvik- mynd Stanley Kubricks A Clock- work Orange (1971) og annarri mynd eftir Anderson O Lucky man (1973). Báðarþessar myndir voru sýndar i Austurbæjarbiói á sinum tima. Þess má geta að If hlaut 1. verðlaun á kvikmynda- hátiöinni i Cannes 1969. g.K. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.