Tíminn - 14.02.1979, Qupperneq 6

Tíminn - 14.02.1979, Qupperneq 6
6 rnmrn MiRvikudagur 14. febrúar 1979 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sibumiila 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blabamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaöaprent Erlent yfirlit Margir binda góðar vonir við Bazargan Hann hefur verið talsmaður aukinna mannréttinda Mbl. gerist bænda- og samvinnublað Forustugrein Morgunblaðsins i gær flokkast undir það, sem kallað hefur verið ótrúlegt en satt. Vafalitið hefur enginn átt von á þvi, að Morgun- blaðið ætti eftir að verða bæði bændablað og sam- vinnublað. En þetta gerðist samt i gær, ef dæmt er eftir forustugrein blaðsins. Þar er látin i ljós mikil hryggð yfir þvi hversu illa sé komið hlut bænda- stéttarinnar og samvinnufélaganna. Milli linanna eiga menn svo að lesa það að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem sé vænlegur til að bjarga bændastéttinni og samvinnufélögunum! Engum dettur i hug að neita þvi.að bæði bænda- stéttin og samvinnufélögin glima við mikla erfið- leika um þessar mundir. En heldur Mbl. að þetta séu einu aðilarnir, sem hafa slika sögu að segja? Telur Mbl. t.d. að sjávarútvegurinn og iðnaðurinn baði i rósum? Heldur Mbl. að hlutur láglauna- stéttarinnar sé of góður? Þannig mætti lengi telja, þótt höfundar Morgunblaðsgreinarinnar i gær sjái hvergi erfiðleika nema hjá bændastéttinni og sam- vinnufélögunum. Ef dæma ætti eftir þessum skrifum og öðrum skrifum Mbl. hefur allur sá vandi, sem nú er feng- izt við, orðið til i tið núverandi rikisstjórnar. Trúa menn virkilega þeim fullyrðingum Mbl., að allur sá vandi hafi orðið til á siðustu sex mánuðum? Mikill má áróðursmáttur Mbl.vera ef einhver fæst til að trúa þessu. Sá vandi,sem nú er glimt við, hefur verið að skapast stöðugt á siðustu áratug- um. Hann var til og magnaðist i stjórnartið Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1959- 1971. Hann hélt áfram að magnast i tið vinstri stjórnarinnar á árunum 1971-1974 og magnaðist svo enn meira i tið rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar á árunum 1974-1978. Þennan vanda er hægt að nefna einu orði: Verðbólga. Engin rikisstjórn hefur ráðið við hana á undanförnum áratugum. Nú er þvi svo komið,að atvinnuvegir landsmanna og atvinnuöryggið er að hrynja^ nema loks nú á siðustu stundu verði tekið rösklega i taumana. En hver er þáttur Sjálfstæðisflokksins óg Morgunblaðsins i þessum efnum? Hvað hefur stærsti stjórnmálaflokkurinn fram að leggja til úr- lausnar? Bókstaflega ekki neitt. Að visu er sagt, að sérfræðingar hans séu að semja mikla áætlun um það sem eigi að gera á áratugunum 1981-2000 og fylgi þar i fótspor Alþýðubandalagsins. En frá Sjálfstæðisflokknum heyrist ekki neitt um það sem eigi að gera á árunum 1979 og 1980. Og hvert er svo framlag blaðsins,sem hælir sér af þvi að vera út- breiddasta blað þjóðarinnar og ætti þvi að finna til sérstakrar ábyrgðar? Næstum öll stjórnmálaskrif þess um þessar mundir eru endursögn á forustu- greinum Þjóðviljans frá þeim árum, þegar hann var i stjórnarandstöðu. Jákvæð atriði er ekki lengur að finna i pólitiskum skrifum þess. Allt er gert til að reyna að ala á úlfúð og sundrungu. Há- marki sinu ná þó þessi skrif þegar Mbl., bregður sér i gervi bændablaðs og samvinnublaðs. Það er hörmulegt að sjá stærsta flokk landsins og stærsta blað þjóðarinnar haga sér þannig undir þeim kringumstæðum, sem nú eru. Vonandi verður gæfa þjóðarinnar slik að þessir aðilar hafi ekki erindi sem erfiði. Þ.Þ. Mehdi Bazargan ENN er margt á huldu um, hvort sú mikla hreyfing sem Khomeiny hefúr vakiö i Iran muni stefna aö lokum, þótt hann og fylgismenn hans tali um aö koma á islömsku lýöveldi. Jafn- vel margir fylgismenn Khomeiny eru ósammála um hvaö þetta táknar. Þetta fer m.a. eftir þvi.hversu stranglega kenningunum veröur framfylgt. Margir virðast hafa þá trú á Khomeiny, að hann sé mikill strar.gtrúnaðarmaður og þvi sé ekki viö neinu góöu aö búast úr þeirri átt. Aörir benda á, aö Khomeiny hafi ekki aöeins sýnt einbeitni iátökunum aö undan- förnu heldur einnig mikil hygg- indi og hann geti þvi sýnt i stjórnarathöfnum sinum meiri sveigju en flestir eiga von á. Þaö, sem hefur ekki sizt þótt merki um hyggindi Khomeinys og jafnframt vissa tilhliörunar- semi viö frjálslyndari öfl I Iran, er tilnefning hans á Medhi Bazargan sem forsætisráöherra þeirrar bráðabirgöastjórnar, sem mun fara meö völd i nafni Khomeinys, unz varanlegu stjórnkerfi hefur verið komiö á fót. Tilnefningin á Bazargan varö tvimælalaust til þess aö draga úr andstööu hinna frjáls- lyndari afla gegn Khomeiny. T.d. er talið aö hinni nýju miö- stétt, sem hefur veriö aö mynd- ast I Iran siöustu áratugina.hafi oröiö mun rórra eftir aö Bazar- gan hafi verið tilnefndur for- sætisráöherraefni Khomeinys. Meöal hennar rikti andúö á keisarastjórninni en einnig and- staöa gegn því aö afturhalds- söm stjórn sem þrengdi aö mannréttindum, leysti hana af hólmi. 1 augum miöstéttarinnar var útnefning Bazargans sönn- un þess, aö Khomeiny yröi ekki eins afturhaldssamur I stjórnarathöfnum sinum og áöur haföi veriö óttast. MEHDI Bazargan hefur á siöari áratugum veriö einn helzti merkisberi mannrétt- indastefnu i íran. Um alllangt skeiö hafa hann og Baktiar veriö helztu leiötogar þeirra, sem hafa haldiö uppi baráttu fyrir auknum mannréttindum i Iran. Þeir hafa þannig átt margt sameiginlegt og veriö góöir kunningjar þangaö til Baktiar féll fyrir þeirri freistni aö láta keisarann útnefria sig forsætisráöherra. Bazargan fór aöra leiö. Hann var ákveöinn andstæöingur keisarans og vildi ekkert samneyti hafa viö hann, enda þótt hann heföi stigiö viss spor í áttina til aukinna mann- réttinda eftir aö Carter kom til valda í Bandarikjunum. I staö þess aö þiggja boð um viöræöur viö keisarann,hélt Bazargan til Parisarog átti þar viöræður viö Khomeiny, en þeir höföu ekki þekkzt áöur. Khomeiny féll Bazargan svo vel I geö aö hann ákvaö aö gera hann að for- sætisráöherra sinum. Ýmis um- mæli,sem Khomeiny lét falla á biaöamannafundum eftir aö kynni þeirra Bazargan hófust, þóttu benda til, aö Khomeiny heföi tekið verulegt tillit til ráölegginga Bazargans. Tildrög þess, aö leiöir þeirra Baktiars og Bazargans lágu sundurogannar skipaöi sér við hliö keisarans en hinn viö hliö Khomeinys að lokum,eru talin þau, aö þeir höföu mismunandi viöhorf til trúmála. Draumur Bazargans hefur jafnan veriö islamskst lýöveldi sem byggi á lýöræði og persónulegu frelsi. Þar fóru skoðanir hans og Khomeinys saman. Baktiar haföi hins vegar meira i huga vestrænt stjórnkerfi og keisar- inn vildi einnig stefna I þá átt- ina. BAZARGAN hefúr sagt aö hann reikni ekki meö aö hafa stjórnarforustuna lengi á hendi, sennilega ekki lengur en sex mánuöi. Hlutverk hans verði fyrst og fremst aö koma islömsku lýöveldi á laggirnar. Jafnvel þótt hann gegndi ekki forustunni lengur, getur hún orðiö mikilvæg og ráöiö úrslit- um um framtið Irans, þvi að sjálfsögöu skiptir þaö höfuömáli hvort hiö nýja lýöveldi mótast af frjálslyndum eöa afturhalds- sömum sjónarmiöum. Bazargan er 73 ára gamall, verkfræöingur aö menntun. Hann hefur jafnan veriö mikill þjóöernissinni og þvi studdi hann Mossadeq á stoum tima. Mossadeq þjóönýtti oliu- vinnslurnar og skipaöi Bazar- gan yfirmann hins nýja rikis- fyrirtækis. Bazargan missti aö sjálfsögöu þessa stööu þegar Mossadeq var hrakinn frá völd- um. Síðan hefur hann haldið uppi sleitulausri baráttu gegn keisarastjórninni og kúgun hennar. Hann hefur iöulega set- ið I fangelsi og nemur fangavist hans samtals meira enfimm ár- um. Ariö 1961 stofnaöi hann sér- staka frelsishreyfingu og var hún talin einna bezt skipulögö slikra hreyfinga I Iran,þótt hún yröi aldrei mjög fjölmenn. Þaö voru einkum menntamenn og miöstéttarfólk, sem skipaöi sér um Bazargan. Taliö er,aö hann muni velja marga ráöherra úr hópi þessara fyrri fylgismanna. Þaö veröur ekki létt verk,sem biöur Bazargans. Hann veröur vafalitiö aö taka mikiö tillit til ráða Khomeinys. Bæði innan- lands og utan er þvi treyst af mörgum, aö bylttogin i Iran muni veröa friösamari og far- sælli, meöan Bazargans nýtur við og getur haft áhrif á gang mála. Þ.Þ. Khomeiny ræöir viö Bazargan (t.h.) og aöstoöarmann sinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.