Tíminn - 15.02.1979, Page 12
12
Fimmtudagur 15. febrúar 1979
Igí Útboð
Tilboö óskast i efni fyrir borholudælur fyrir hitaveitu
Reykjavikur.
Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3,
Reykjavik. Tilboðin verba opnuB á sama staö þriöjudag-
inn 20. mars n.k. kl. 11, f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Varmaskiptar —
Verðkönnun
Hitaveita Þorlákshafnar óskar eftir verð-
um á varmaskiptum fyrir ibúðahús:
A. fyrir ofnakerfi
B. fyrir neysluvatn
Gögn eru afhent á verkfræðistofunni Fjöl-
hönnun hf.
Skipholti 1, R. Simi 26061.
Skilafrestur er til 5. mars 1979.
Sveitarstjóri ölfushrepps
Laus staða
Staða deildarstjóra bókhalds hjá
Tryggingastofnun rikisins er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt kjarasamning-
um rikisstarfsmanna.
Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist Tryggingastofnun
rikisins eigi siðar en 15. mars 1979.
Tryggingastofnun ríkisins
Skrifstofustarf
Viljum ráða simavörð nú þegar.
Vélritunarkunnátta æskileg.
Laun samkv. 8. launaflokki rikisstarfs-
manna. Umsóknum þarf að skila fyrir 23.
febrúar n.k. Umsóknareyðublöð fást á
skrifstofunni.
Vegagerð ríikisins
Borgartúni 7,
Reykjavik.
Landssamband
hestamannafélaga
óskar eftir að ráða starfsmann hluta úr
degi.
Æskilegt er að viðkomandi geti auk fram-
kvæmdastjórastarfs annast erindsrekst-
ur við L. H.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf berist undir-
rituðum fyrir 1. mars 1979.
F.h. Stjórnar L.H.
Albert Jóhannsson, formaður
Skógaskóla, A-Eyjafjöllum,
Rang.
Simi um Skarðshlið.
Svartur markaður
sem lofar góðu
RÚV/HLJÓÐVARP
SVARTUR MARKAÐUR
framhaldsleikrit
1. þáttur
Höfundar:
Þráinn Bertelsson og
Gunnar Gunnarsson.
Leikstjóri:
Þráinn Berteisson.
Þaö hefur ekki verið venjan
hér á blaðinu aö fjalla sérstak-
lega um útvarpsleikrit. Þó hefur
það komið fyrir, og þá einkum
af sérstöku tilefni.
Vafalaust er útvarpið að
koma til móts við hlustendur
sina, þegar það hefur leikritin i
útvarpinu á fimmtudagskvöld-
um, — þegar ekki er sjónvarp,
— en manni er þó til efs að það
sé besti timinn, þvi bókstaflega
allir reyna að notfæra sér sjón-
varpsleysið á fimmtudögum,
þannig að flestir starfandi menn
eru bundnir við annað þetta
kvöld, fundi, ráðstefnur, eöa
aðrar uppákomur, sem telja
fimmtudagskvöldin vera kjckin
fyrir sína starfsemi.
Svartur markaður
Svartur markaður er fram-
haldsleikrit, sem flutt verður f
útvarp f átta þáttum, sagði ein-
hver, og nú ber svo við aö leik-
ritið er flutt á sunnudegi, milli
kvöldfrétta útvarps og sjón-
varps.
Það er liklega einkum af ræíni
að undirritaöur hlustaði á
þennan fyrsta þátt, og haföi
gaman af, og er reiðubúinn til
að hlusta á fleiri slfka, ef færi
gefast.
Leikurinn er haglega saminn
og hann er leikinn á sérstakan
hátt, og virðist mér tjáningar-
mátinn helst minna á vinnu
danskra og breskra útvarps-
stööva, en leikarar þessara
landa, og reyndar Bandarikja-
menn líka, virðast hafa náö
betri tökum á útvarpsleik, en
við hér heima. Að visu er ekki
unnt að alhæfa þetta fremur en
annaö. „Theaterleikur” i út-
varp á ekki alltaf jafn vel við,
þótt vissulega henti hann oft
sérstökum, bókmenntalegum
texta.
Þráinn Bertelsson
Verkefnavalið virðist þvi eiga
mestan þáttl áhrifamætti hljóð-
varpsleikja hér, að verkið henti
honum Hamlet og henni Söru
Bernhardt, en ekki öfugt, að
leikstjórar aðlagi leikendur að
verkunum, eða textanum.
„Bókleikur” I útvarpi er lika oft
vondur, en svo nefnir maður
samlestur leikrita I útvarpssal,
sem fluttur er undir vöruheitinu
leikrit.
Það viröist einkenni erlendra
útvarpsstööva sem flytja leik-
rit, að gera þau aðgengilegri
með þvl aö auka hraöann og
hafa samtölin ekki of bók-
menntaleg. Hjálparhljóð eru
talsvert notuð, líka tónlist. 1
teaterleik er hraðinn aftur á
móti versti óvinur textans,
þannig að útvarpið hér og út-
varpiö þar sitja á allt öðrum
enda á vinnupallinum.
Höfundar
Það sem vakti athygli mlna
er, aðnúna virðast komnir fram
leiklist
Gunnar Gunnarsson
menn, sem kunna aö nota sér
útvarp á sama hátt og gert er
erlendis.
Höfundar aö framhaldsleik-
ritinu Svartur markaður eru
tveir. Þráinn Bertelsson og
Gunnar Gunnarsson. Ég hefi
litið lesiðeftir þá, ekkert held ég
eftir Þráinn Bertelsson, en eina
slæma bókogein sérdeilis frum-
leg eftirmæli eftir Gunnar
Gunnarsson, en þar ritaði hann
um afa sinn, látinn.
Ég geri ekki ráð fyrir að
höfundar hafi ætlað sér að frelsa
heiminn með Svörtum markaöi,
en þettaerbýsna haglega samið
leikrit, annað verður ekki sagt,
og leikstjórnin er hreinasta af-
bragð, að ekki sé nú meira sagt.
Með hlutverk fara ýmsir
kunnir leikarar og aörir sem
minni tækifæri hafa fengið, en
meðal leikenda eru Róbert Arn-
finnsson, Erlingur Gislason,
Siguröur Skúlason, Kristin A.
ólafsdóttir, Sigurður Karlsson,
Rúrik Haraldsson, Herdis Þor-
valdsdóttir og fl.
Verður fróðlegt aö fylgjast
með framvindu mála, en helst
óttast maður aö leiknum verði
dreift á of langan tlma,
Sum framhaldsleikrit þola
ekki viku salt, heldur þurfa um-
stöflun eftir einn eða tvo daga,
til að allt njóti sin sem best.
Helst ætti að flytja þau á hverju
kvöldi ef vel ætti að vera.
Jónas Guömundsson.
Volvo F7
kjörinn
.Vöru-
bíll
Volvo F7
ársins’
16.1. s.l. voru afhent verölaun,
ásamt sæmdarheitinu „Vörubiil
ársihs” á Alþjóölegu bilasýn-
ingunni i Brússei, sem nú
stendur yfir. „Vörubill ársins”
er VOLVO F7, nýr vörublil frá
Volvoverksmiöjunum, sem kom
á markaöinn á þessu söluári.
Alþjóöasýningin skipaði að
vanda sjö blaöamenn, sem
skrifa um bifreiðar, I sérstaka
dómnefnd, tU þess aö velja
„VörubU ársins”. 1 dómsoröi
nefndarinnar kom sérstaklega
fram, að nefndin hafi verið
sammála um kosti VOLVO F7,
sem fælust m.a. I spameytni,
fjölþættum nýtingarmöguleik-
um og framförum I öllum bún-
aöi, sem varðar þægindi bif-
reiðarstjórans.
VOLVO F7 kom á markaðinn
1. október 1978. BiUinn er hann-
aöur I beinu framhaldi af
VOLVO F87, sem framleiddur
var 1 rúmlega 40.000 eintökum.
Reynsla Volvoverksmiðjanna
og prófanir I sambandi viö F87
liggur á bak við hinn nýja F7
vörubll. í Svlþjóð öðlaðist
VOLVO F7 miklar vinsældir svo
að segja þegar I stað, og hafa
pantanir á F7 farið langt fram
úr björtustu vonum verksmiðj-
anna.