Tíminn - 23.02.1979, Page 6

Tíminn - 23.02.1979, Page 6
4 Föstudagur 23. febrúar 1979. r Wwmmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. . Blaöaprent Alvarlegasta tilraunin t ræðu sinni á mjög fjölmennum fundi i Reykja- vik i fyrrakvöld gerði forsætisráðherra ýtarlega grein fyrir efnisatriðum efnahagsmálafrumvarps- ins og f jallaði um öll þau andmæli og athugasemd- ir sem fram hafa komið við það. Ólafur Jóhannesson sagði m.a.: ,,í bili hefur orðið dálítið fjaðrafok um þessi frumvarpsdrög. Ég lagði þau ekki beint fram til afgreiðslu eða prentunar, heldur til skoðunar og umræðu. Viðbrögðin urðu hjá nokkrum aðilum ó- venjuleg og fáránleg að sumu leyti Ég hef sýnt fram á það með fullum rökum að öll, bókstaflega öll andmæli sem fram hafa komið eru út i hött og á misskilningi byggð. Og flest allt það i frumvarpsdrögunum sem snertir fjármál þessa árs hefur rikisstjórnin þegar samþykkt — með at- fylgi þeirra sem nú andmæla.” Forsætisráðherra minnti á þau andmæli að frumvarpið stefndi að atvinnuleysi og sagði m.a.: „Ákvseðin um þessi efni eru mjög giögg og alger misskilningur að ekki séu i drögunum skýr ákvæði um atvinnumálaþróunina. Engin lögbundin fjár- framlög verða felld niður, en stjórnvöldum verða veittir möguleikar til sveiflujöfnunar og atvinnu- öryggis. Sérstök áhersla er lögð á verndun at- vinnuöryggis.” Ráðherrann benti á að i frumvarpsdrogunum er vikið að ýmsum rikisframlögum ,,sem engum manni dettur í hug að fella niður, en getur verið nauðsynlegt að losa um”, i þvi skyni að stjórnvöld geti betur brugðist við breyttum aðstæðum. Forsætisráðherra rakti þau andmæli sem að þvi lúta að með frumvarpsdrögunum sé stefnt að kauplækkun og sagði m.a.: „Það á ekkert að fella niður af launauppbótum, en menn verða að veita gjaldfrest á þeim bótum sem á þessu ári verða um fram ákveðin mörk. Gert er ráð fyrir að viðskiptakjaravisitalan mæli bæði upp á við og niður á við. Laun myndu þannig lækka með versnandi viðskiptakjörum, en þar á móti hækka með batnandi ástandi. t ákvæðunum um visitölubætur á laun felst allt eins sjálfvirk kauphækkun eins og lækkun kaups.” Varðandi þau andmæli sem beinst hafa að þeim skorðum sem settar eru rikisumsvifum benti for- sætisráðherra á það að með þeim ákvæðum er skattheimta rikisins einnig takmörkuð á næsta ári. Forsætisráðherra kvað það rétt vera,að tillögur Alþýðubandalagsins um framleiðniaukningu í at- vinnulifinu hefðu ekki verið teknar upp i þessi frumvarpsdrög. „Þær eru fögur draumsýn, en ærið óraunhaef. Ég held að menn muni ekki treysta sér til að taka slikt stökk á einu til tveimur árum,” sagði hann. Undir lok ræðu sinnar minnti Ólafur Jóhannes- son á það að þvi miður tækist ekki að afgreiða frumvarpið fyrir 1. mars n.k. og myndi það vafa- laust hafa sinar afleiðingar. Lokaorð hans voru þessi: „Þetta er alvarlegasta tilraunin sem gerð hefur verið til þess að koma stjórn á efnahagsmálin. Við Framsóknarmenn verðum að gegna sátta- semjarahlutverki, en við höfum tekið að okkur for- ystuhlutverk. Ef til vill blæs um okkur nú vegna þess að einhverjir öfunda okkur af þvi.” JS Nýir vinir, Khomeini og Arafat Þ.Þ. CARTER forseti hefur vafa- litiö fariö ilt á hálan Is, þegar hann fékk stjórnir tsraels og Egyptalands til aö fallast á nýja ráöstefnu I Camp David, þar sem fulltrúar þessara rikja reyndu aö ná fullnaöarsam- komulagi um friöarsamning milli landanna. Likur viröast vera meiri á þvi, aö þessi til- raun mistakist en heppnist. Carter hefur samt taliö þaö ómarksins vert aö gera tilraun- ina, enda yröi sá árangur, sem hann náöi á fundinum i Camp David i fyrra, farinn Ut í veöur og vind, ef friöarsamningar tsraela og Egypta strönduöu á þessu stigi. Þrátt fyrir allt kann staöa Carters ekki aö versna neitt viö þaö, þótt ný tilraun til aö brúa biliö misheppnaöist. Hann heföi þá gert allt, sem hann heföi getaö. A ráöstefnunni, sem nú er hafin i CampDavid, taka aöeins þátt fulltrúar frá stjórnum tsra- els og Egyptalands. Aöalsamn- ingamenn eru þeir Dayan utan- rikisráöherra Israels og Khamil forsætis- og utanrikisráöherra Egyptalands. Bak viö tjöldin veröa þeir Carter og Vance utanrlkisráöherra þeim til aö- stoöar. Yfirleitt er þaö álit fréttaskýrenda, aö árangurs af viöræöum þeirra Dayans og Khamils sé ekki aö bænta, nema Bandaríkjastjórn geti bent á leiö eöa leiöir til aö jafna þann ágreining, sem enn er óleystur. En þar virðist erfitt úr aö ráöa. Agreiningur þessi er tvlþættur. I fyrsta lagi vilja Egyptar fá tryggingu fyrir þvi, aö Israels- menn hefjist handa um heima- stjórn Araba á vesturbakkanum og Gazasvæöinu og aö hún veröi meira en oröin tóm. Þetta er i samræmi viö niöurstööurn- ar á fundinum i Camp David i fyrra. 1 ööru lagi vilja Egyptar geta fullnægt áfram því sam- komulagi viö önnur Arabariki, aö koma þeim til hjálpar, ef þau veröa fýrir árás Israelsmanna. Þetta telja Israelsmenn sér úti- lokaö aö fallast á. ÞAÐ HLÝTUR aö hafa mikil áhrif á þær viðræður, sem nú eru aö hefjast I Camp David, að stórfelld breyting hefur oröiö á sviöi alþjóöamála siöan fundur- inn I Camp David var haldinn á siöastl. sumri. Stjórnarbylting- in I íran hefur raunverulega gerbreytt stööunni i Vestur-Aslu frá því, sem þá var. Siðastliöið sumar sat aö völdum I Iran rlkisstjórn, sem var hliöholl Israelsmönnum, og sá þeim m.a. fyrir nær allri oliu sem þeir keyptu erlendis. Nú situr að völdum i Iran stjórn, sem telur þaö eitt meginhlutverk sitt að Er Sadat traustari f sessi en transkeisari? ars vegar munu þau birtast 1 þvi, að Egyptar munu telja sig þurfa aö gæta hagsmuna Palestinu-Araba enn betur en ella, og halda dyggilega fyrri samninga sina viö hin Araba- rikin. Hins vegar munu þessir atburöir auka tortryggni Isra- elsmanna og efasemdir þeirra um þaö, hvort það borgi sig aö semja viö Egypta. Þeir hljóta aö spyrja i alvöru þeirrar spurningar, hvort Sadat geti ekki innan tiöar hlotiö svipuð örlög og Iranskeisari, og hvers viröi yröu samningar viö Egyptaland þá? Eru samningar viö Egypta þess viröi aö þeir láti Sinal-skagann af hendi og þann oliuauö, sem þar er aö finna? EN HVAÐ gerist, ef enginn árangur veröur nú af viöræðun- um i Camp David? Sennilega veröur þá hætt aö reyna aö ná samkomulagi milli lsraels- manna og Egypta, a.m.k. I bili. Þegar svo er komiö, mun þaö koma til ihugunar á ný, hvort ekki sé rétt aö hefja aftur Gen- farviöræöurnar svonefndu, sem féllu niöur, þegar samninga- viöræöur hófust milli Egypta og ísraelsmanna. Þar munu öll viðkomandi rlki eiga fulltrúa, auk Bandarikjanna og Sovét- rikjanna og fulltrúa frá Palestinu-Aröbum. Raunveru- lega er lika eina vonin um frið- samlega lausn deilunnar bundin við samkomulag allra viökom- andi aöila. Þau ummæli voru nýlega höfö eftir Dayan, sem hann þó bar til baka slöar, aö vartyrði komizthjáþvi að taka fulltrúa Palestinu-Araba meö i reikninginn. Þá fyrst er von um heildarlausn þessarar mikil- vægu deilu, þegar Israelsstjórn viöurkennir þessa staöreynd. styöja Palestinu-Araba í barátt- unni viö Gyöinga. Hún hefúr fyrirskipaö aö hætta allri oliu- sölu tíl Israels og getur þaö valdiö Israelsmönnum ófyrir- sjáanlegum erfiöleikum. Hún hefur látiö þaö vera eitt sitt fyrsta verk aö bjóöa heim Arafat, leiötoga Frelsishreyf- ingar Palestlnu-Araba, og taka á móti honum sem þjóöhöfö- ingja, fyrstum allra slikra manna, sem heimsækja Iran eftir byltinguna. Skrifstofum þeim, sem Israelsmenn höföu i Teheran, hefur veriö lokaö, en húsnæöiö afhent Palestinu-Aröbum til umráöa. Þessi afstaöa hinnar nýju Irans- stjórnar mun tvimælalaust hafa mikil áhrif á önnur rlki á þessu svæöi og heröa andstööu þeirra gegn Israel. Ahrifin af þessari stórfelldu breytingu hljóta aö veröa mikil á fundinum í Camp David. Ann- Erlent yfirlit Litlar samkomulags- horfur I Camp David Byltíngin I íran breytír miklu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.