Tíminn - 13.03.1979, Síða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Olafur leggur frumvarpið fram
— Hklega á miðvlkudag
Tíminn spurði Steingrím
Hermannsson hvort honum
fyndist frumvarpið hafa
tekið miklum breytingum
frá þvi sem það var i upp-
hafi þegar það var lagt
fyrir. Hann sagði það ekki
hafa tekið öðrum breyting-
um en gera mátti ráð fyrir.
Náðst hefði fram mjög
mikilvægur áfangi i endur-
skoðun vísitölunnar, þó
ekki eins víðtækur og
framsóknarmenn hefðu
kosið.
Sömuleiöis heföi kaflinn um
verðtryggingu inn- og útlána og
lága vexti náöst I gegn svo aö
segja óbretyttur en þarna væri al-
gerlega um stefnumiö Fram-
sóknarflokksins að ræöa. Sömu-
leiöis sagöist Steingrimur fagna
þvi aö kaflarnir um rikisfjármál
og fjárfestingar- lánsfjáráætlun
heföu náöst fram eins og þeir eru i
samþykktum Framsóknarflokks-
ins. Þá er inni kafli um atvinnu-
áætlanir, þar sem tekiö er undir
margra ára baráttumál flokksins
um áætlanagerö fyrir atvinnu-
vegina á breiöari grundvelli en
veriö hefur til þessa.
Hins vegar sagöist Steingrimur
harma að dregiö hefur veriö úr
ýmsum atriöum. T.d. hefur veriö
linaöur kaflinn um takmörkun
rikisumsvifa. Framsóknarmenn
telja skattheimtu nú komna I há-
mark og þvi komi ekki til greina
aö auka rikisumsvif meö aukinni
skattheimtu, en þau atriöi hald-
ast i hendur.
Steingrimur sagöi frumvarpiö
viöunandi fyrir framsóknar-
menn, en frumvarp sem þeir
heföu einir lagt fram heföi þó aö
sjálfsögöu oröiö nokkuö á annan
veg, t.d. ákveönar breytingar á
visitölugrundvellinum og ákveön-
ari aögeröir til aö draga úr verö-
bólgunni en eru i frumvarpinu nd,
en þaö meö endurskoöunar-
ákvæöum meö tilliti til atvinnuör-
yggisins, þvi höfuömarkmiöiö er
aö tryggja þaö.
Steingrimur telur þó, eöa vonar
a.m.k. aö verötrygging inn- og út-
lína veröi til þess aö draga úr
braskimeö lánsfé og þa jafn
'framt úr þenslu i þjóöfélainu.
Umferðarforsögn fyrir Reykjavlk fram til 1995. Tveir valkostir:
Bygging Fossvogsbrautar —
sex akreinar á Miklubraut
Kás — A fundi skipulagsnefndar
borgarinnar I gær, ogborgarráðs
sl. föstudag var kynnt ný um-
ferðarforsögn sem starfsmenn
Þróunarstofnunar Reykjavikur-
borgar hafa unnið i samvinnu við
danska fyrirtækið Anders Nyvig
A/S miðað við aðalskipulag borg-
arinnarl975—95Samkvæmt henni
er um tvo möguleika fyrir Reyk-
vikinga að ræða tii að mæta aukn-
ingu umferðar á næstu árum.
Annars vegar byggingu svokall-
aðrar Fossvogsbrautar, frá
Rauðavatni að Sóleyjargötu,
gegnum Fossvogsdal. Hins vegar
breikkun Miklubrautar upp i sex
akreinar, en samkvæmt um-
ferðarforsögninni verður að telja
núverandi flutningsgetu fjögurra
akreina Miklubrautar fullnýtta.
Vinna viö hina nýju umferöar-
forsögn hefur staðið yfir í u.þ.b.
tvö ár, að þvi er Baldvin Bald-
vinsson, sagöi i samtali viö Tim-
ann i gær, en hann hefur haft yfir-
umsjón með gerö hennar. Hún er
gerö meö svokölluöu reiknilikani
umferðar, en það er safn stærð-
fræðilegra falla, sem annars veg-
ar tjá tengslin milli landnotkunar
(skipulagstalna), bilafjöida og
umferðarvenja, og hins vegar
umferðarstrauma, enþessi tengsl
eru fundin með umferöarkönnun-
um.
í dag eru aðeins tvær megin-
flutningaleiðir i gegnum
Reykjavik, Miklubraut og Elliða-
vogur-Sætún. Flutningsgeta
Miklubrautar er nærri fullnýtt
eins og þegar hefur komið fram,
en umferð um Elliðavog-Sætún er
aöeins um 1/3 af flutningsgetu
götunnar, miðaö við fjórar'ak-
reinar. Verði ráöist i byggingu
Fossvogsbrautar, má ætla að
þessar þrjárstofnbrautir anni vel
þeim umferöarþunga sem á-
ætlaður er i lok aldarinnar.
Verði hins vegar sá kosturinn
valinn að sleppa byggingu Foss-
vogsbrautar, má ætla að um-
ferðarálagið á Elliöavogi-Sætúni,
og þó sérstaklega Miklubraut,
fari verulega upp fyrir það sem
æskilegt er talið, þannig að nauð-
synlegt verði að auka flutnings-
getu Miklubrautar og hluta Sæ-
túns með þvi að breikka þær upp I
sex akreinar.
— Þetta er fyrst og fremst
dreifingarvandamál, sagði Bald-
vin Baldvinsson hjá Þróunar-
stofnun I samtali við Timann,
sem stjórnmálamennirnir verða
að gera upp við sig hvernig þeir
vilja leysa. Hann sagði hins veg-
ar, að ef fallið yrði frá lagningu
Fossvogsbrautar og Miklubraut
yrðiekki breikkuð til að vega þar
upp á móti, þá hlyti það að leiða
til þess að umferðarþunginn
beindist i æ rikari mæli inn i i-
búðarhverfin.
Þá sagði Baldvin einnig ljóst,
að tæplega verði hafist handa viö
Fossvogsbraut á næstu tiu árum,
þvi Elliðavogur-Sætún getur enn
tekið við verulegri umferöar-
aukningu, ekki sist þegar lokið
verður við að gerahana alla fjög-
urra akreina, en það stendur til á
næstu árum.
HEILDARLOÐNUAFLINN:
Fór fram úr tillögum
fiskifræðinganna
Þessa mynd tók Róbert ljósmyndari Tlmans úti á Granda I gærdag er
veriö var aö taka nótina úr Skarðsvik SH 205 frá Hellissandi f land, og
er hún táknræn fyrir þaö aö nú er loönuveiðunum aö ljúka.
um helgina
ESE — Er haft var samband viö
loðnunefnd i gær var Ijóst aö
ioönuveiöin á þessari vertiö var
komin nokkuö fram úr þvi sem
Hafrannsóknastofnunin haföi lagt
til aö heimilað skyldi aö veiöa á
vertiöinni.
Aflinn I gær samkvæmt upplýs-
ingum loðnunefndar var oröinn
eitthvað um 455 þúsund lestir, en
eins og kunnugt er lagöi
Hafrannsóknastofnunin til aö afl-
inn færi ekki fram úr 450 þúsund
lestum.
A sunnudag tilkynntu 30 skip
loönunefnd um afla samtals um
15 þúsund lestir, og um miöjan
dag i gær höföu 3 skip tilkynnt um
700 lesta afla.
Þessi ágæta mynd, sem Róbert tók á dögunum f læknum viö Naut-
hóisvfkina minnir óneitanlega á eitthvaö sem snertir árdaga, fæö-
ingu jaröar og manns á skilum elds og Isa, heim Völuspár og hciö-
inna vætta.
Hvert verður fram-
hald loðnuveiða?
Akvörðunar að vænta í dag
ESE — Um helgina fór heildarloðnuaflinn yfir 450
þúsund lesta markið, en það var sá hámarksafli
sem fiskifræðingar lögðu til að veiða mætti á vertíð-
inni.
1 gær hafði engin ákvöröun
verið tekin um þaö hvert
framhald veiöanna verður, en aö
sögn Þórðar Asgeirssonar skrif-
stofustjóra I sjávarútvegs-
ráðuneytinu er ákvöröunar I þvi
efni aö vænta I dag.
Aö sögn kunnugra vantar nú
um 100 þúsund tonn af loðnu upp á
til aö hægt sé aö standa viö geröa
samninga um sölu á frystum
loðnuhrognum úr landi Sölumið-
stöö Hraöfrystihúsanna haföi
samið um sölu á 3500 lestum af^
frystum loönuhrognum á sinum'
tima, en nú er aöeins lokiö viö aö
frysta um eitt þúsund_tonn.