Tíminn - 13.03.1979, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 13. mars 1979
3
ESE — Annað tveggja skipa, sem Samband
islenskra samvinnufélaga festi kaup á i Danmörku i
nóvember á síðasta ári, kom i fyrsta skipti til
heimahafnar sinnar, Reykjavikur, i gærmorgun.
Skipið, sem hlotið hefur nafnið
Helgafell, er systurskip Arnar-
fells, sem kom til landsins fyrir
skömmu, en skipin eru almenn
flutningaskip, keypt af Utgeröar-
fyrirtækinu Mercandia i
Kaupmannahöfn.
Skipin voru smiðuð 1974 og 1975
hjá Fredrikshavn Værft & Tördok
A/S i Fredrikshavn og eru þau
hvort um sig 3050 lestir að
burðargetu.
Lestarrými skipanna er 134.250
rúmfet, lengd þeirra 78.50 metr-
ar, breidd 13 metrar og djúprista
5.74 metrar. Eru þau smfðuð i
samræmi viö kröfur norska flokk-
unarfélagsins Det Norske
Veritas, búin 2000 hestafla Alpha
disilvélum og er ganghraði þeirra
um 13 sjómflur.
Skipin eru hvort um sig meö
þrjá Liebherr farmkrana, með
Becker-stýri og skiptiskrúfu. Þau
eru afhent með gámafestingu á
dekki og einnig eru bæði skipin
búin hlifðarlistum á hliðum með
tilliti til aðstæðna i islenskum
höfnum.
Kaupverð beggja skipanna var
16,8 milljönir danskra króna og
eru fyrrgreindar breytingar inni-
faldar i verði skipanna.
Skipstjóri á Helgafelli er Reyn-
ir Guðmundsson og yfirvélstjóri
er Baldur Sigurgeirsson, en 15
manna áhöfn er á skipinu sem
veröur i siglingum á milli Gauta-
Helgafellið i hcimahöfn I gær — A innfelldu myndinni eru þeir Axel Gfslason forstjóri Skipadeildar Sam-
bandsins og Reynir Guömundsson skipstjóri. Timamynd Tryggvi.
borgar, Kaupmannahafnar og
íslands.
A blaðamannafundi sem hald-
inn var um borö I Helgafellinu i
gær, kom fram að skipiö lenti 1
miklum is i dönsku sundunum á
leiðinniheim og stóð skipið sig af-
burðavel að sögn Reynis Guð-
mundssonar skipstjóra.
Axel Gislason forstjóri Skipa-
deildar Sambandsins upplýsti á
fundinum i gær, aö með
tilkomu þessa skips er skipastóll
skipadeildarinnar orðinn 17.500
lestir, en á döfinni eru ýmislegar
framkvæmdir hjá skipadeildinni,
m.a. stendur til aö byggja vöru-
skemmdu við svokallaöan Holta-
bakka, sem er fyrir neðan
stórhýsi Sambandsins viö Holta-
garöa, og verður vöruskemman,
sem væntanlega verður tilbúin
einhver timann á næsta ári, um
8000 fermetrar að grunnmáli.
Nú er verið aö vinna viö
viðlegukant við Holtabakka á
vegum Reykjavikurborgar og er
vonast til aö þvi verki veröi lokiö
á þessu ári, þannig aö innan
skamms ættu skip skipadeildar-
innar að geta lagst þar að
bryggju.
Nýtt skip bætist í flotann:
Helgafellið komið
til landsins
A þetta torkennilega farartæki rakst hann Tryggvi Ijósmyndari niöri á
Skúlagötu i gærdag, þar sem þaö fór um meö mikium blæstri, en þaö
var þó bót í máli aö þaö var á réttri akrein.
AM — 1 gær átti blaöið tal af Guö-
mundi Einarssyni, forstjóra
Rikisskips, um þá hagræöingu,
scm fyrirtækið hefur tekiö upp
meö endurskipulagningu feröa
sinna, sem felst aö nokkru leyti i
þvi aö leggja minni áhersiu á
hringferðir en áöur og hafa feröir
styttri og fleiri.
Guðmundur sagði að
meginmarkmið þessara bi;eyt-
inga væri þaö aö veita ströndinni
betri þjónustu en fyrr og aö meö
þessu væri veriö að leita að hag-
kvæmustu leiðum til þess, þótt
þýöa kynni nokkru minni þjón-
ustu á stöku stað um stundarsak-
ir, svo sem á Norð-austurlandi
hefur gerst.
Guðmundur sagði að byrjað
heföi verið á þvi að koma þessari
breytingu á á Vestfjörðum og
minni hafnir tengdar við þær
stærri með bilum, svo sem gerist
nú á Bildudal og i Tálknafiröi, þar
sem bflar flytja vörur aö og frá
skipum, sem koma á Patreks-
fjörö, og á ísafirði, þar sem
bflferðir eru til Bolungarvikur,
Flateyrar og Súgandafjarðar.
Sams koúar breytingar hafa
verið reyndar að nokkru á Aust-
fjöröum og á Norö-austurlandi, til
dæmis hvað Bakkafjörð snertir,
en þær eru ekki enn komnar i fast
form. Þó sagöi Guðmundur að
væri eitthvað sérstakt um að
ræða, færú skipin eftir sem áður á
þessa minni staði og væri metiö
hvað hagkvæmast væri hverju
sinni og gæti ráöið þvi magn og
eðli vörunnar.
Við spuröum Guðmund enn
hvort hann teldi aö með þessari
breytingu færi Rikisskip inn á
svið samkeppni viö önnur
skipafélög, sem sigla á þessa
staði og ekki njóta opinbers
stuðnings, eins og Skipaútgerö
rikisins. Svaraði hann þvi til aö
kalla mætti allar siglingar skipa á
sömu staði, sem veittu sömu
þjónustu, samkeppni. Rikisskip
sigldi nú tvisvar eina vikuna en
einu sinni aðra til Isafjaröar og
vissi hann ekki til að aðrir byðu
slika þjónustu. Flutningamagn
hefði aukist mikið þarna og áleit
hann það ekki komið frá öðrum
skipafélögum. Rikisskip tækju
hins vegar gjarna við vörum frá
skipum annarra skipafélaga, sem
ekki sigldu á ströndina til flutn-
ings og væri þá fremur um sam-
vinnu að ræða en samkeppni. Þá
vildi hann benda á að ekki mætti
einblina á stærstu staöina eina,
svo sem ísafjörð og Akureyri, þvi
skipin sigla til fjölda annarra
staöa, sem allir ættu að vita.
Hann kvaö og samkeppni miklu
meiri við flutningabila en önnur
skipafélög.
Rekstur útgerðarinnar kvað
hann nú þannig aö haldið hefði
veriö I horfinu, en þessar hag-
kvæmu breytingar heföu verið
gerðar á sama tima og mikil
launahækkun átti sér staö hjá far-
mönnum. Enn hefðu ekki komið
til þær framkvæmdir, sem beðiö
hefði veriðum og væru grundvöll-
ur þess að hagur fyrirtækisins
mætti batna, þar á meðal ný
vöruskemma og ný skip. Allt mun
þetta i undirbúningi, en á meðan
ekki er orðið af þvi, er þess ekki
að vænta aö fjárhagsútkoman
batni að neinu ráði. Aukin hag-
ræðing krefst nokkurra fjár-
útláta, áður en hún tekur ab skila
af sér hagnaöi, sagði Guömundur.
SNJÓBLÁSARINN Á
FLEYGIFERÐ
Kampavinskátur heimsmeistari
Breski plötusnúðurinn Mickie Gee var kampakátur um þrjú leytið f
gær, eftir að hafa slegið heimsmetiö I maraþon plötusnúningi, en þá
hafði Gee verið að i sjö vikur eða frá 22. janúar. Svo sannarlega var við
hæfi aö lyfta glasi við þetta hátiölega tækifæri I gær, og aö sjáifsögðu
var kampavin I glösum.
Tlmamynd Tryggvi
Áhaldahúsmáli lokið
FI — Svoköiiuðu áhaldahúss-
máli er lokið I Bæjarþingi
Reykjavfkur og voru Reyni
Þóröarsyni fyrrverandi yfir-
verkstjóra i áhaldahúsi Reykja-
vlkurborgar dæmdar bætur upp
á 3,5 milljónir króna auk vaxta
og málskostnaðar. Mál þetta
var mjög umtalað strax á árinu
1974 og var Reyni vikiö úr starfi
vegna meints misferlis. Málið
sætti Itarlegri rannsókn hjá
endurskoöunardeild Reykja-
vlkurborgar og slðar umfangs-
mikilli rannsókn i Sakadómi
Reykjavlkur, en niðurstaða
rikissaksóknara var sú, að ekki
— Verður
áfryjað til
hæstaréttar?
þótti tilefni til aögerða.
Seinna fór Reynir I bótamál
og krafðist bóta úr borgarsjóði
Reykjavlkur vegna órétt-
mætrar uppsagnar úr starfi.
Fór Reynir fram á 52 milljónir i
skaðabætur, meginhluti þeirrar
upphæðar eða 44 milljónir voru
bætur vegna skertra lifeyris-
réttinda.
Eins og sést af framangreindu
var I dómsorði ekkert tillit tekið
til skertra lifeyrisréttinda, en
sannleikurinn er sá, aö sé opin-
berum starfsmanni sagt upp
missir hann réttindi sin til verð-
tryggðs lifeyrissjóðs, hafi hann
gegnt starfi innan við 15 ár.
Reynir hafði unniö i rúm 14 ár,
þegar honum var sagt upp
starfi.
Dómari i málinu var
Guðmundur Jónsson.
Er nú spurning, hvort málinu
verður visað til hæstaréttar.
Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins
Nýtt leiðakerfi með
hagkvæmari þjónustu
að meginmarkmiði