Tíminn - 13.03.1979, Side 5
Þri&judagur 13. mars 1979
5
Krá ráðstefnu um vestræna samvinnu. A myndinni eru f.v. Magnús Þórðarson, Einar Agústsson,
Guömundur H. Garöarsson, Benedikt Gröndal, Ólafur G. Einarsson, en I ræöustólnum Sighvatur
Björgvinsson.
Friður í þrjátíu ár
— árangur vest-
rænnar samvinnu
Ráðstefna um vestræna samvinnu um s.l. helgi
— Hlutleysi tslands frá 1918
miðaðist við það að landiö væri
á áhrifasvæði Breta og breski
flotinn gæti framfylgt hlut-
leysisyfirlýsingunni. Eftir
siðari heimsstyrjöldina var ljóst
aö þessar aöstæður höfðu
breytst i grundvallaratriöum.
Þetta kom m.a. fram i ýtar-
legu erindi dr. Þórs Whiteheads
sagnfræðings um aðdragandann
að þátttöku tslands i Atlants-
hafsbandalaginu, en hann flutti
erindi sitt á ráðstefnu Samtaka
áhugamanna um vestræna
samvinnu sem haldin var á
Hótel Loftleiðum s.l. laugardag.
Formaður samtakanna, Guð-
mundur H. Garðarsson, setti
ráöstefnuna með stuttu ávarpi.
Að þvi loknu ávarpaði utan-
rikisráðherra ráðstefnuna og
fjallaði m.a. um árangurinn af
starfi Atlantshafsbandalagsins i
30 ár og þær breytingar sem
orðiöhafa á varnar-og öryggis-
viöbúnaði á þeim tima.
A fyrra fundi ráðstefnunnar
fjölluðu alþingismennirnir
Einar Ágústsson, ólafur G.
Einarsson og Sighv a tur Björg-
vinsson um Atlantshafsbanda-
lagið, vestræna samvinnu og Is-
land undanfarin 30 ár, um stöðu
Islands i samstarfinu og gildi
þess fyrir ísland.
1 hádegisverði flutti Martini,
yfirmaður varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli, ræðu eftir
Harry D. Train, yfirflotafor-
ingja. 1 henni kom m.a. fram að
á siðasta ári jukust hernaðarleg
umsvif Sovétmanna á svæðinu
umhverfis ísland um hvorki
meira né minna en helming.
A si'ðara fundi ráðstefnunnar,
eftir hádegið, flutti Tómas A.
Tómasson, sendiherra, mjög
fróðlegt erindi um Atlantshafs-
bandalagið og landhelgismálið,
en Tómas var sendiherra Is-
lands i aðalstöðvum bandalags-
ins á þeim árum sem land-
helgisdeilan stóð sem hæst. Það
kom fram i erindi Tómasar að
allan timann hafði forysta At-
lantshafsbandalagsins mikil af-
skipti af málinu fyrir hönd ls-
lendinga, og kvað hann það ekki
fara á milli mála, að aðild Is-
lands að bandalaginu hefði
verið þjóðinni til mjög mikillar
styrktar I átökunum viö Breta.
Dr. Þór Whitehead sagnfræö-
ingur flutti siðan erindi um að-
dragandann að þátttöku íslands
i Atlantshafsbandalaginu. 1
erindi sinufjallaði Þór rækilega
um sögu utanrikisstefnu ís-
lands, svo sem þegar hefur
verið minnst á. Hann gerði
grein fyrir umfjöllun utanrikis-
mála i þjóðstjórninni við upphaf
siðari heimsstyrjaldar, og þeim
umræðum san fram fóru um
öryggismál Islands að styrjöld-
inni lokinni. Þaö kom m.a. fram
i erindi hans að islenskir stjórn-
málamenn höfðu gert sér grein
fyrir gerbreyttum aðstæðum
þegar á árunum fyrir upphaf
siðariheimsstyrjaldar, en að al-
menningi heföi ekki verið gert
ljóst hve mikið hefði breytst
þegar striðinu lauk. Stjórn-
málamenn hefðu haldið áfram
að vitna til hlutleysisyfirlýs-
ingarinnar eftir 1945 og hefðu
þau „mistök” Bandarikja-
manna, að krefjast herstöðvar
til 99 ára, þátt sinn þátt i þessu.
Að loknum erindunum voru
pallborðsumræður. 1 þeim tóku
þátt, auk þeirra Tómasar Á.
Tómassonar og dr. Þórs White-
head, ritstjórarnir Markús örn
Antonsson, Höröur Einarsson
ogJónSigurðsson, ogþeir Eiður
Guðnason alþingismaður og
Stefán Friöbjarnarson blaða-
maður.
Fjölmennivar á ráðstefnunni,
og mikil og almenn þátttaka i
umræðum og þótti hún takast
viö besta.
Stúdenta- og háskóla-
ráðskosningar ÍZT
Fimmtudaginn 15. mars
1979 fara fram kosningar
meðai nemenda við Há-
skóla Islands kosnir eru til
Stúdentaráðs 25 fulltrðar
og auk þess f jórir fulltrúar
stúdenta i Háskólaráði sem
jafnframt eiga sæti í Stú-
dentaráði.
1 framboði eru tveir listar, A-
listi Vöku, félags lýöræðissinnaö-
ra stúdenta, og B-listi, listi vinstri
manna.
Kosið verður I hátiðasal Há-
skóla Islands frá kl. 9.00-18.00 og
auk þess kýs hluti liffræðinema
að Grensásvegi 12.
Þriöjudaginn 13. mars kl. 20.00
fer fram framboösfundur i há-
tiöasal Háskóla Islands. Verður
útvarpaö frá fundinum á sér-
bylgju. 1412kHz, 212 metrum á
miðbylgju.
Stúdentaráð er nú skipaö svo:
Vinstri menn, 16, fulltrúar i Stú-
déntaráði að viðbættum tveim i
Háskólaráöi, samtals 18. — Vaka,
10 fulltrúar f Stúdentaráöi að við-
bættum tveim i Háskólaráði,
samtals 12. Hefur þetta hlutfall
veriö á milli hinna tveggja fylk-
inga allt frá 1977.
Eigum fyrirliggjandi frá
DUALMATIC
í Bandaríkjunum:
Blæjuhús hvit og svört á Willys C J 5 árg.
1955 til 1978 og C J 7 árg. 1976 til 1978.
útvegum blæjuhús á aðrar gerðir jeppa-
bifreiða. — Einnig fyrirliggjandi og
væntanlegt næstu daga:
Driflokur, stýrisdemparar, hjólboga-
hlifar, varahjóls- og bensinbrúsagrindur,
bensinbrúsar, hettur yfir bensinbrúsa og
varadekk o.fl. o.fl.
Einkaumboð á íslandi
VÉLVANGUR HF
Hamraborg 7 Kópavogi.
Simar 42233 og 42257.
Hestamenn
Tek hesta i tamningar og þjálfun. Upplýs-
ingar: simi gegnum Borgarnes.
Tamningar- og þjálfunarstöðin, Staðar-
hús, (15 km. frá Borgarnesi).
Tamningamaður: Benedikt Þorbjörnsson.
Starf við innheimtu og sendiferðir
Starf við innheimtu og sendiferðir hjá
Hafnarskrifstofunni er laust til umsóknar.
Umsækjandi sé minnst 16 ára og æskilegt
er að hann hafi vélhjól til afnota. Um-
sóknir sendist skrifstofu minni fyrir
laugardaginn 24. mars n.k.
Hafnarstjórinn i Reykjavik.
Akraneskaupstaður
Bifvélavirkjar - Vélvirkjar
óskum eftir að ráða duglegan og vanan
bifvélavirkja eða vélvirkja til starfa i á-
haldahúsi Akraneskaupstaðar, til að
annast viðgerðir og viðhald á vinnuvélum
og tækjum. Skriflegum umsóknum er
greini frá menntun og fyrri störfum skal
skilað á skrifstofu bæjartæknifræðings
Kirkjubraut 2, Akranesi.
Bæjartæknifræðingur
Matreiðsla
Hjón óska eftir vinnu við mötuneyti. Vön
matreiðslu. Margt kemur til greina. Til-
boð sendist á blaðið merkt „Vön”.