Tíminn - 13.03.1979, Page 6
6
ÞriOjudagur 13. mars 1979
titgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiila 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr.
3.000.00 - á mánuöi.
Biaöaprent
Erlent yfirlit
Danskur sáttasemjari
frestar verkföllum
Vinnubrögð Geirs
Hallgrímssonar
Morgunblaðið hefur borið sig illa siðustu daga.
Það finnur, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið að
athlægi fyrir að láta Vilmund Gylfason æsa sig upp
i það að flytja tillögu um þingrof og nýjar kosn-
ingar. Almenningi fannst að áður en til sliks kæmi,
bæri að þrautreyna, hvort ekki gæti náðst sam-
komulag um aukið viðnám gegn verðbólgunni.
Það var lika ljóst af öllu, að Sjálfstæðisflokks-
mönnum hafði ekki komið til hugar að flytja um-
rædda tillögu, ef þeir hefðu ekki talið sig neydda til
að gera eitthvað eftir að Vilmundur flutti tillöguna
um þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Það sýnir bezt ráðleysi forustunnar i Sjálf-
stæðisflokknum, ,þegar Vilmundur Gylfason getur
spilað með hana á þennan hátt.
Mbl. reynir að beina athygli frá þessu með þvi
að gera litið úr þvi forustustarfi ólafs Jóhannes-
sonar, sem hefur beinzt að þvi að koma á sam-
komulagi stjórnarflokkanna um efnahagsmálin.
Flest bendir þó til, að það muni (skila góðum
árangri og gefst tækifæri til að ræða það nánara
siðar.
Jafnframt þessu reynir Mbl. svo að kenna
Framsóknarflokknum um, að rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar, tókst ekki betur á vettvangi efna-
hagsmálanna en raun varð á. Það er rétt, að rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar tók við miklum efna-
hagsvanda, sem stafaði af þvi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og hluti af Samtök-
unum sameinuðust um að stöðva efnahagstillögur
vinstri stjórnarinnar á þinginu vorið 1974. Rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar varð þó verulega
ágengt og hafði minnkað verðbólguna um nær
helming, þegar sólstöðusamningarnir voru gerðir
1977, og settu allt úr böndunum. Sjálfstæðisflokks-
menn áttu meiri aðild að þeim samningum en
f ramsóknarmenn. Afallið af þeim, hefði þó orðið
minna, ef sæmilega hefði tekizt með efnahagslög-
in, sem sett voru i febrúar 1978.
Staðreyndin er sú, að þessi löggjöf mistókst á
hinn herfilegasta hátt og má þar mest kenna um
vinnubrögðum Geirs Hallgrimssonar. Hann átti
sem forsætisráðherra að hafa stjórn þess verks
með höndum og gerði það lika. Sú verkstjórn hans
var eins hörmuleg og frekast gat verið. Vegna
verkstjórnar Geirs var löggjöfin i smiðum vikum
saman og alltaf verið að hringla með hana með þvi
að leggja fram nýja og nýja valkosti og þannig
tafið að taka ákvarðanir. Astæðan var m.a. ósam-
komulag i Sjálfstæðisflokknum, þar sem fulltrúar
atvinnurekenda og launþega tókust á. Þingmenn
Framsóknarflokksins hefðu helzt kosið að löggjöfin
yrði afgreidd á likan hátt og gert var með bráða-
birgðalögunum i mai 1978. Þá hefði allur gangur
þessara mála orðið annar og giftusamlegri. Vegna
áhrifa atvinnurekenda i Sjálfstæðisflokknum og
lélegra vinnubragða Geirs, varð niðurstaðan sú,.
að engar raunhæfar verðbætur fólust i febrúar-
löggjöfinni til hinna láglaunuðu. Þess vegna fór
sem fór og er óþarft að rifja upp þá sögu hér. Hún
er öllum kunn.
En óumdeilanlegt er það, að það voru þessi
vinnubrögð Geirs Hallgrimssonar, sem áttu
mestan þátt i þvi, að fyrrv. rikisstjórn misstu tök á
efnahagsmálunum á siðastl. vetri eftir að vera búin
að ná umtalsverðum árangri. Þetta vita ritstjórar
Morgunblaðsins manna bezt, þótt þeir reyni að
snúa sögunni á annan veg.
Miklum átökum verður þó vart afstýrt
Per Lindegaard sáttasemjari
StÐASTLIÐINN þriöjudag
eöa 7. þ.m. notaöi danski sátta-
semjarinn í vinnudeilum, Per
Lindegaard,sér rétt sinn til aö
aflýsa verkföllum og verkbönn-
um í hálfan mánuö, en verka-
lýössamtökin höföu þá boöaö
verkföll frá 8. marz og atvinnu-
rekendur verkbönn frá 8. marz.
Samkvæmt gildandi reglum um
vinnudeilur i Danmörku, hefur
sáttasemjarinn rétt til þess aö
fresta verkföllum eöa verk-
bönnum um hálfan mánuö, ef
hann telur möguleika til sam-
komulags vera fyrir hendi og
hann þurfi frekari tima til aö
ganga úr skugga um þaö. Aö
þessu sinni lýstu bæöi Alþýöu-
samband Danmerkur og Vinnu-
veitendasamband Danmerkur
yfirþvi, aö þessiraöilar teldu aö
engir möguleikar til samkomu-
lags væru fyrir hendi.en sátta-
semjarinn haföi þær yfirlýsing-
ar að engu. Hann vildi a.m.k. fá
tækifæritilaöþrautreyna, hvort
svo væri.
Ef ekkert þokast i samkomu-
lagsátt á umræddum hálfum
mánuöi, hefur sáttasemjarinn
ennrétttil aöfresta verkföllum
og verkbönnum um hálfan
mánuötilviðbótar, efhanntelur
vinnudeilurnar svo stórfelldar,
aö þjóöarbúið veröi fyrir miklu
áfalli. Aö sjálfsögöu hefur hann
ekki látiö neitt uppi um þaö,
hvort hann muni notfæra sér
þennan rétt sinn, ef ekki hefur
náöst samkomulag áöur. Ýmsir
fréttaskýrendur gizka á, aö ekki
sé útilokaö aö sáttasemjarinn
noti sér þennan rétt sinn og geri
hann þaö þá meö tilliti til þess,
aö veita rikisstjórn og þingi
tækifæri til aö reyna aö leysa
deiluna, en siöan um áramót
hafa vissir leiðtogar verkalýös-
hreyfingarinnar og flokks
sósialdemókrata haft þann
möguleika til athugunar. For-
göngumenn slikrar athugunar
hafa veriö þeir Thomas Nielsen,
formaöur Alþýöusambandsins
og Svend Auken vinnumála-
ráðherra, enþeir tilheyra báöir
vinstra armi sósialdemókrata.
KJARASAMNINGAR miUi
Alþýöusambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins féllu úr
gildi 1. marz siöastliöinn, en
áöur haföi fariö fram alllangt
samningaþóf. Alþýöusam-
bandiö hefur gert kröfur um
aukinn kaupmátt launa, ásamt
framlagi I svonefndan atvinnu-
lýöræöissjóö, sem verkalýös-
félögin eiga aö ráöstafa og fá
þannig hlutdeild í rekstri at-
vinnufyrirtækja. Atvinnurek-
endur eru mjög andvigir þess-
um sjóöi og neita nú sem endra-
nær aö fallast á framlög til
hans. En þeir gerðu meira. Þeir
lögöu fram tillögur, sem fólu i
sér skertan kaupmátt launa.
Tillögur þessar byggðu þeir á
þvi, aö atvinnureksturinn þyldi
ekki aö greiöa óbreytt laun og
myndi slikt óhjákvæmilega
leiða til aukins atvinnuleysis og
vaxandi halla á utanrikis-
verzluninni. Þaö hefúr ekki
gerzt um langt skeiö, aö at-
vinnurekendur hafi borið fram
tillögur um launalækkun. Af
þessum ástæöum var bilið milli
Alþýöusambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins nú
breiðara en um langt skeiö,
enda hefur komiö á daginn, aö
þaö væri óbrúanlegt. Af hálfu
Alþýöusambandsins hefur veriö
boöaö, aö þaö myndi gripa til
skæruverkfalla, likt og út-
flutningsbannsins hér, til aö
knýja fram kröfur sinar. Vinnu-
veitendur boöuöu þá verkbönn.
Eins ogáöur segir, hafa fariö
fram bak viö tjöldin viöræöur
milli vissra leiötoga verkalýös-
samtakanna og sósialdemó-
krata um aö deilan yröi leyst
meö lögum. I þeim viöræöum,
munu fulltrúar Alþýöu-
sambandsins hafa lýst sig fúsa
til að draga úr launakröfum sín-
um, en haldiö allfast viö fram-
lagiö i atvinnulýöræöissjóöinn.
Vitaö er, aö annar stjórnar-
flokkanna, Vinstri flokkurinn,
mun aldrei fallast á slikt fram-
lag og myndi það þvi leiöa til
stjórnarsamvinnuslita, ef flokk-
ur sósialdemókrata reyndi aö
koma þessari lausn fram, en
þessir tveir flokkar fara nú meö
rikisstjórnina. Anker Jörgensen
forsætisráöherra telur óráðlegt
að rjúfa nú stjórnarsastarfiö,
sem var hafiö á siöastl. hausti,
og hefúr enn ekki viljað fallast á
lögbindingarleiöina, nema sam-
komulag veröi um hana I rikis-
stjórninni.
A þingi hefur Anker Jörgen-
sen vart i annaö hús aö venda. ’
Smáflokkarnir þrir, sem eru til
vinstri við sósialdemókrata, eru
óliklegir til aö vera með lög-
bindingu og eru auk þess and-
vigir hugmyndum um atvinnu-
lýöræöissjóð, þvi aö hún sé
kapitalisk en ekki sósialisk.
Stjórnarsamvinnusiit myndu aö
öllum likindum leiöa til
kosninga. Ef til vill myndu
sósialdemókratar geta unnið
eitthvaö á og náö fylgi frá
vinstri flokkunum áöurnefnd-
um, en deilan myndi ekki leys-
ast neitt með þvi heldur miklu
fremur hið gagnstæöa.
Borgaralegu flokkarnir svo-
nefndu yröu sizt fúsari til sam-
starfs viö sósialdemókrata eftir
kosningar en áöur.
Anker Jörgensen þarf vissu-
legaá öllu sinuaö halda,efhon-
um á aö takast aö leysa þessa
deilu meö skaplegum hætti.
Þ.Þ.
Þ.Þ
Anker Jörgensen
og Svend Auken