Tíminn - 16.03.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.03.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 16. mars 1979 Frá ráðstefnu um raforkumál á Austurlandi og orkusparnað Ekki tekin ákvörðun um forgang verkefna á Austurlandi — fyrr en hin nýja Landsvirkjun er komin á fót AM — Nýlega kallabi iðnaOarráö- herra saman á ráöstefnur tvo hópa, sem hann hefur skipað, annan til þess aöfjalla um rööun forgangsverkefna á Austurlandi, en hinn til þess aö safna saman hugmyndum um hvernig bregö- ast eigi viö aösteöjandi oliu- kreppu. Viö ræddum viö Tryggva Sigurbjarnarson I gær, en hann er formaöur Skipulagsnebidar um raforkuöflun (Landsvirkjunar- nefndl.sem skipuö var af iðnaöar- ráöherra i október s.l. haust, og báöum hann aö segja okkur af starfi hópanna. Tryggvi sagöi aö fyrri hópur- inn, sem í voru alþingismenn Austurlands, forsvarsmenn raf- orkumála á Austurlandi oghópur sérfræöinga, heföi komið saman sl. föstudag og þá rætt um Bessa- staöaárvirkjun, hringtengingu suöur fyrir jökla og fjarvarma- veitur. Hinn hópurinn heföi svo haldiðmeðsérfundi á mánudags- morgun og f gærmorgun, en þar komu saman 30-40 menn. Var mönnum þar skipt I fjóra um- ræöuhópa ogfjallaöieinn um nýt- ingu jaröhita, annar um vatnsafl, þriöjium nýja orkugjafa og fjóröi um oliu- eöa orkusparnaö. Þarna voru ýmsir undirpunktar og á mánudagsmorgun var f jallaö um málin, en I gærmorgun fluttu hóp- stjórar erindi um niðurstöður og aörir létu til sin heyra, sem eitthvaö höfðu til mála aö leggja. Tryggvi sagöi, aö á fundinum um rööun verkefna austanlands, heföi ekki veriö ætlunin aö beinar tillögur kæmu fram, heldur kynntir þeir möguleikar, sem væru fyrir hendi. Töldu sumir, að ráöast skyldi f Bessastaöaár- virkjun — og þá með ýmsum hætti, þvf i hana má ráöast á ýmsa vegu. Aörir töldu vegna fjárhagslegra og öryggislegra atriöa að byrja skyldi á hring- tengingunni og virkja svo á eftir. Enn var bent á,aö framar öllu bæri nauösyn til þess aö styrkja dreifikerfin, til þess aö koma þeirri raforku sem fyrir er til not- enda, til dæmis á Vopnafjarðar- lfnu og li'nunni milli Noröfjaröar og Reyöarfjaröar, sem er orðin svo léleg og grönn aö hæpiö er aö treysta á hana. Viö spuröum Tryggva hvenær hann héldi.aö ákvaröana væri aö vænta um virkjanamál á Austur- landi. Hann sagöi aö þaö mundi liklega ráöastaf því,hve vel gengi að koma á laggirnar hinu nýja landsfyrirtæki, en óeölilegt væri að taka ákvaröanir um svo stór mál, skömmu áöur en þaö.kemst á laggirnar. Taldi hann, aö ráöuneytiö mundi hafa þaö i huga. Hvaöfundinn um olfu- og orku- sparnaö snerti, sagöi Tryggvi, aö mikilsvert heföi veriö aö fá hinar ýmsu hugmyndir manna þar aö lútandi á einn staö og mundi nú unniö úr þeim. Rætt hefði veriö á fundinum á mánudaginn um aö auka og hraöa jaröhitaleit á land- inuog rættum hagkvæmni á hita- veitum, meira en gert hefur verið. Hvaö vatnsorku snerti, hefðu hin heföbundnu mál verið mest til umræöu. Hvaö nýja oiku- gjafa snertí heföi hins vegar verið rætt um hugsanlega vetnis- og metanolframleiðslu hérlendis og þá f tengslum viö ný vatnsorku- ver. t orkusparnaöarátt heföu og komiö fram tillögur um ollu- sparnaö, bætta einangrun húsa og Tryggvi Sigurbjarnarson þvi um lfkt, — gamlar.og nýjar tíllögur. Tryggvi sagöi ráöherra hafa rætt um þaö, er hann sleit fyrri samkomunni, aö þar sem ekki heföu getaö komið allir Austfirö- ingar, sem boðaöir voru, þá heföi hann hug á þvi aö boöa til nýs fundar innan skamms eystra, og færihann þá meöhóp sérfræöinga meö sér austur og ræddi málin. Hvað hinn fundinn snertí heföi sérstökum manni veriö faliö aö vinna úr tillögunum á þann hátt aö á mætti byggja fyrirætlanir ráðuneytisins um hvernig viö skyldi bregöast. Auglýsið í Tímanum Sími 86-300 u b Dæmi 20” útb. 160.000 og rest á 6 mán. ca 50 þús. á mán. Mest seldu sjónvörp á íslandi NORDÍnENDE Hvers vegna? — V-þýsk gæðavara. Það hefur sýnt sig að íslendingar eru vandlátir, vanda valið og velja NordMende. Okkur er það ánægja að kynna yður árgerð 1979. Sjaldan hefur tæknin þjónað mannin- um jafn dyggilega. Ein mesta byltingin á árgerð 1979 er nýr myndlampi PIL (precision in-line) sjálfvirk samhæfing á lit sem gefur miklu skarpari mynd en áður þekktist, jafnvel þó bjart sé inni. V^BUÐIN Skipholti 19, simi 29800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.