Tíminn - 16.03.1979, Side 6

Tíminn - 16.03.1979, Side 6
6 Föstudagur 16. mars 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumóla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 -á mánuöi. Blaöaprent J , Hörmulegur skyndifundur Það má hiklaust fullyrða, að þjóðin fagnaði þeim tiðindum sem Rikisútvarpið flutti á sunnudags- kvöldið, að daginn áður hefði náðst á rikisstjórnar- fundi fullt samkomulag um efnahagsfrumvarp for- sætisráðherra, ásamt breytingum á þvi. Menn gera sér ljóst, hvar i flokki sem þeir standa, að mikil nauðsyn er nú styrkrar samstöðu um raunhæfari aðgerðir gegn verðbólgunni en beitt hefur verið undangengin misseri. t Þessi fögnuður rikti þó ekki lengi. Daginn eftir var kvaddur saman skyndifundur i stjórn Alþýðu- sambands íslands. Þar var samþykkt i miklu fljót- ræði að mótmæla kjarabótakafla frumvarpsins, enda þótt áður væri búið að gera á honum miklar breytingar til samræmis við óskir launþegasamtak- anna. Þessi mótmæli höfðu þau áhrif, að ráðherrar Alþýðubandalagsins breyttu um afstöðu og neituðu að standa að frumvarpinu i óbreyttu formi. For- sætisráðherra varð þvi einn að leggja það fyrir þingið, þar sem ekki var réttlætanlegt að draga það lengur, að það kæmi þar til umfjöllunar. Allt bendir til að ályktun áðurnefnds skyndifund- ar, sem getur átt eftir að reynast örlagarikur, hafi verið tekin að óhugsuðu ráði, þvi að aðallega hafi verið farið eftir mjög villandi og hlutdrægum upp- lýsingum og útreikningum sérfræðinga og starfs- manna Alþýðusambandsins. Aðalefni þessara út- reikninga virðist hafa verið það, að samkvæmt verðbótaákvæðum frumvarpsins myndi verða 6-7% kauplækkun á árinu. Það er svo blásið út, að hér sé verið að gera stórkostlega árás á launakjörin. Inn i þessar upplýsingar og útreikninga sér- fræðinga og starfsmanna Alþýðusambandsins vant- ar tvennt, sem skiptir höfuðmáli. í fyrsta lagi vant-' ar upplýsingar og útreikninga um það, hvaða áhrif það myndi hafa á verðbólguna, ef greiddar væru fullar verðbætur samkvæmt núgildandi kerfi. Þá myndi koma i ljós, að þessar verðbótagreiðslur myndu verða að litlu eða engu i verðbólgubálinu, sem af þeim greiðslum hlytist. Þær myndu þvi ekki verða til að auka kaupmáttinn, þótt krónutala kaupsins hækkaði. Reynslan frá siðasta ári sannar þetta ótvirætt, en oft hefur verið vitnað til hennar. 1 öðru lagi vantar það i upplýsingar og út- reikninga sérfræðinga og starfsmanna Alþýðu- sambandsins, hvaða áhrif hin stóraukna verðbólga sem hlytist af fullum verðbótum, myndi hafa á at- vinnuöryggið. Tvimælalaust er hægt að fullyrða, að hún myndi veikja það stórlega og valda atvinnu- leysi. Það er ekki að ástæðulausu, að margir félag- ar i Alþýðusambandi íslands óttast, að atvinnuleysi geti verið á næstu grösum, að óbreyttum ástæðum. En reiknimeistarar og sérfræðingar Alþýðusam- bandsins þurfa ekki að óttast það. Skyndifundur stjórnar Alþýðusambands Islands ber þess sorgleg merki, að þar er farið að stjórnast alltof mikið af ráðunautum og sérfræðingum, en minna hirt um tengslin við félagsmennina sjálfa og álit þeirra. Þeir, sem hér eru mest til ráðuneytis og upplýsingaöflunar, tilheyra yfirleitt þeim öfgaöfl- um Alþýðubandalagsins, sem vilja núverandi stjórn feiga. Þeim hefur vissulega tekizt að koma ár sinni vel fyrir borð á skyndifundinum. En ekki er þó enn séð, hvort þeir ná settu marki. Enn er von, að heil- brigð skynsemi hinna óbreyttu félaga i Alþýðusam- bandi íslands geti mátt sin meira en reiknings- kúnstir sérfræðinganna. Þ.Þ. Erlent yfirlit Atökin um eyjarnar á Suður-Kínahafi Klna telur sig ráða þar frá fornu fari Hua Kuo-feng SENNILEGT þykir, aö innan ekki langs tíma hefjist viöræöur milli stjórna Kina og Vietnams, þar sem reynt veröi aö koma á skaplegri sambúö milli land- anna. Stjórn Klna bauö til þess- ara viðræöna meöan innrás Kinverja stóö sem hæst, en stjórn Vietnams svaraöi þvi, aö hún tæki ekki þátt I slikum viö- ræðum fyrr en allur kinverskur her væri farinn frá Vletnam. Þá myndi ekki standa á henni aö taka þátt í slikum viðræöum. Ef kín versk stjórnarvöld draga all- an her sinn frá Vletnam, eins og þau hafa heitið, ættu umræddar viöræöur að geta hafizt bráö- lega. Þaö er svo annað mál, hvort þessar viðræöur leiöa til skap- legrar sambúðar milli Klna og Vietnams. Þaö mun aö sjálf- sögðu fara mjög eftir þvi hvaöa kröfurKInverjar setja á oddinn. Vietnamarstanda þaö réttir eft- ir innrásina, að þeir munu ekki ganga að neinum afarkostum. Þaö þykir ekki liklegt, eins og sumir fréttaskýrendur hafa gizkað á, að Kinverjar muni krefjast breytinga á landamær- um Kina og Vietnams. Þau eru talin nokkurn veginn glögg, ólikt þvi, sem er um landamæri Víetnams og Kambodiu. Stjórn Kina lýsti lika yfir þvi, þegar hún hóf innrásina, aö hún myndi ekki krefjast neins af vietnömsku landi. Vafalaust hefur stjórn Kina þó undanskiliö eyjarnar á Suö- ur-Kinahafinu, þvi aö Kinverjar telja þær allar heyra undir Kina, en bæöi Vietnam og Filippseyjar og raunar Taiwan gera tilkall til þeirra. Hér er um aö ræða óbyggöa eyjaklasa, sem látnir voru afskiptalausir þangaö til fyrir nokkrum árum og enginn gerði formlegt tilkall til fram að þeim tima. ,KIn - verjar byggja tilkall sitt til þeirra á þvi, aö Klna hafi frá fornufari ráöið yfir Suöur-KIna- hafinu og falli hinar óbyggðu eyjar þar þvi undir yfirráð þeirra. ÞAÐ hefur gert þessar eyjar aö þrætuepli á slöari árum, aö olia hefur fundistá þessusvæöi. t tilefni af þvi lýsti stjórn Chiang Kai-sheks þvl yfir 1947, að eyjarnar tilheyröu Kina. Stjórn kinverskra kommúnista hefur svo endurnýjaö þessar kröfur. Hér er einkum um aö ræöa tvo eyjaklasa, Paracel-eyjar og Spratly-ey jarnar. Suö- ur-Vietnam geröi á sinum tlma tilkall til Paracel-eyja.og leiddi þaðtil þess, að Kinasendi þang- aðherlið 1974, oghefur haft þar bækistöðvar siöan. Eftir sam- einingu Vietnam-rikjanna, hef- ur stjórnin i Hanoi gert tilkall til eyjanna, en þó ekki reynt neitt að hrófla við stöðvum Kinverja þar. Hins vegar sendi hún 1975 herlið til Spratlyeyja og setti upp bækistöövar á nokkrum þeirra, sem hún hefur haft þar siðan. Um likt levti sendu bæöi Taiwan og Filippseyjar herliö þangaö, sem setti þar upp bæki- stöövar, sem hefur verið haldiö við siöan. Kinverjar hafa enn ekki komið upp bækistöövum þar, en halda eigi að siöur tíl- kalli sinu til streitu. Það eru þannig ekki færri en fjögur riki, sem nú gera tilkall til Spratley-eyja. Filippseyingar hafa þegar hafið oliuvinnslu viö þær eyjar, sem liggja næst þeim. Spratley-eyjar eru allar mjög litlar en margar og dreifðar yfir stórt svæði. AF HALFU Kinverja hefur ótvirætt veriö gefið til kynna, aö þeir munu fylgja fram tilkalli sinutil umræddra eyja meö her- valdi, ef ekki tekst að ná frið- samlegri lausn, sem þeir telja æskilegast. Sumir frétta- skýrendur gizka á, að fyrirhug- uð kaup Kinverja á Harrier-flugvélunum bresku, standi i' sambandi við þaö, að þeir hyggist ná yfirráðum yfir þessum eyjum, en flugvélar þessar þurfa litiö lendingar- rými. Þá hefur það veriö ágiskun sumra fréttaskýrenda, aö litil rússnesk flotadeild, sem undan- farið hefur haldið sig á þessum slóöum, eigi aö verja stöövar Vietnama á Spratleyeyjum, ef Kinverjar gera tilraun til aö hernema þær. Þaö er olian, sem er megin- orsök þess, aö deila er nú hafin um þessar eyjar, sem áður voru látnar afskiptalausar, enda taldar óbyggilegar. En hér er raunar deilt um miklu meira. Kinverjar vilja halda fomu til- kalli sinu til Suður-Kfnahafsins, þvi aö það tryggir þeim ekki aðeinsoliuna, heldur lfka eftirlit meösiglinguáleiðum, sem geta átt eftir að reynast hernaðar- lega mikilvægar. Þess vegna fylgjast bæði Japan og Singapore með þessum átökum og telja þau skipta sig verulegu máli. Andstæöingar Kinverja telja tilkall þeirra til Suður-Kina- hafsins merki um að þeir vilji a.m.k. ná aftur öllum yfirráö- um, sem þeir höföu, þegar veldi þeirra var mest fyrr á öldum. Þ.Þ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.