Tíminn - 16.05.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1979, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. maí 1979 109. tölublað—63. árgangur Hvað er orðið af gömlu, góðu móðurástinni? Sjá bls. 10 Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson: Taki stjórnin ekki á málum með festu — hefur hún ekki ástæðu til að sitja lengur HEI —,,Við þrír ráðherrar, sem að lokum vor- um tilnefndir i þessa ráðherranefnd, Magnús H Magnússon og Svavar Gestsson, ásamt mér, áttum ágætan fund i morgun og fórum yf- ir málin eins og þau standa”, sagði Steingrim- ur Hermannsson, er hann var spurður um stöð- una i kjaramálunum og hvarð stjórnin hyggist gera. „Okkur bar saman um, aö raunverulega væri lausn á yfir- standandi verkföllum próf- steinninn á það, hvort rikis- stjórnin hefur mátt til að taka á þessum málum. Viö urðum sammála um að leggja fyrir ríkisstjórnina tillögu um aö rætt yrði við deiluaðila, þeim boðið upp á sáttanefnd og jafnframt tjáð að rlkisstjórnin væri tilbúin að tryggja þeim 3% grunnkaupshækkun, en að hún færi jafnframt fram á það að verkföllum verði frestaö meðan sáttanefndin starfaði. Einnig yrði þeim tjáð að rlkisstjórninni þætti þaö mjög alvarlegt, ef grunnkaupshækkanir færu yfir 3% til áramóta. Forsætisráðherra ræddi slðan við farmenn I dag, og ég viö að- ila að deilu mjólkurfræðinga. Þessir aðilar hafa fallist á að ganga að tilboði um sáttanefnd. Mér heyrðist lika á mjólkur- fræðingum að þeir gætu jafnvel fallist á að fresta frekari grunn- kaupshækkunum fram yfir ára- mót, en vilja fá frekari vilyrði fyrir þeim þá.” — Að verkföllunum verði þá frestað. — Það geta þeir ekki ákveðið fyrr en á félagsfundum. Sátta- nefndirnar verða þvl skipaðar strax I fyrramálið. A fundinum ræddu menn málin almennt. Allir voru inni á þvl að bjóða 3% grunnkaupshækkun en viö framsóknarmenn leggjum á það rlka áherslu að slíkri lagasetn- ingu veröi þá aö fylgja, að frek- ari grunnkaupshækkanir veröi frystar til áramóta. — Næst samstaða um þaö? — Fulltrúi Alþýðuflokksins, Magnús H. Magnússon, er inni á þeirri Hnu, en Alþýðubandalag- ið ekki. En það var sem sagt fallist á, að láta reyna á hvað út úr þess- um samningaviðræðum kæmi, slöan kæmi i beinu framhaldi hvað menn treysta sér út i varð- andi frystingu grunnkaups. Það eru allir á þeirri skoöun að það megi ekki hækka umfram 3.%, en spurningin er um þaö, hvort menn hafa kjark til að ákveða þaö. En mér finnst það alveg ljóst, að ef ríkisstjórnin tekur ekki á þessum málum með festu, ef nauðsyn krefur, þá hef- ur hún ekki ástæðu til að sitja lengur. „Líst ekki vænlega á þessar tillögur” ____\ Forsvarsmenn FFSt koma af fundi forsætisráöherra I gær með Ingólf Ingólfsson f broddi fylkingar. Tlmamynd Róbert „3% kauphækkun veröur ekki tekin út nema með aukinni verðbólgu” — segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ ESE —„Ekki iist mér vænlega á þessar tillögur rikisstjórnarinn- „Erum að drukkna í táraflóði” ESE — „Við vorum að drukkna i táraflóöi, þannig aö við ákváðum að veita þessar undanþágur”, sagði Páll Her- mannsson stýrimaöur og blaðafulltrúi FFSÍ I samtali við Tímann en I gær var ákveðiö aö heimila skipi að lesta fóðurvörur i Hollandi og Þýskalandi og sagði Páll að leyfiö hefði veriö veitt sökum Itrekaðs gráts frá Stéttasam- bandi bænda. Að sögn Páls verður það trú- lega Eldvikin sem fer I fóöur- flutningana og að þeim lokn- um hefur skipinu verið veitt undanþága fyrir saltfisk- flutninga til Spánar, ítaliu og Grikklands.endasagðiPáll að grátur S.f.F. hefði ekki verið minni en Stéttasambandsins. 1 fyrradag veitti verkfalls- nefnd leyfi til áburöar- flutninga til hafissvæðanna fyrir norðan- og norðaustan land og var það leyfi veitt samkvæmt beiðni hafisnefnd- ar. ar, en við munum aö sjálfsögðu ræða þær eins og hvað eina sem upp kannaökoma og taka afstöðu til þeirra”, sagði Ingólfur Ingólfs- son, forseti FFSt I samtali viö Tfmann i gær, en Ingólfur var þá nýkominn af fundi með forsætis- ráðherra, þar sem tillögur rfkis- — sagði Ingólfur Ingólfsson forseti FFSÍ um tillögur rikisstjórnarinnar stjórnarinnar um lausn yfir- standandi kjaradeilu voru lagöar fram. Ingólfur sagði, að það væri e.t.v. merkilegasta fréttin aö rikisstjórnin hefði orðið sammála um þessar tillögur, en I þeim felst að skipuð verður sáttanefnd I deilunni, 3% grunnkaupshækkun komi til framkvæmda og að verk- fallinu veröi annað hvort frestað um óákveöinn tima, eöa að þvi verði algjörlega aflýst. Að sögn Ingólfs mun samninga- nefnd FFSI væntanlega taka til- lögur rlkisstjórnarinnar til athug- unar á fundi sinum, sem veröur i dag en að ööru leyti vildi Ingólfur ekki tjá sig um málið I gaa-. ESE — ,,Við erum alveg sam- mála rikisstjórninni I þvi aö grunnkaup megi ekki hækka um meira en 3% á árinu, en viö höf- um jafnframt lagt á það áherslu, að þessi 3% verða ekki tekin út nema með aukinni verðbólgu”, sagði Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins I viötali við Timann I gær. SagðiÞorsteinn að rikisstjórnin hefði þá um daginn sett fram ákveönar óskir við þá um lausn yfirstandandi kjaradeilna og væruþessartillögur nú iathugun. Annað væri ekki hægt að segja á þessu stigi málsins, sagði Þor- steinn Pálsson að lokum. Klýfur Geröahreppur sig út úr Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum? hagkvæmni aðildarinnar AM —Nýlega munusamtök þau sem standa að þeim lista, sem myndar meirihluta I hrepps- nefnd Gerðahrepps, hafa skipað nefnd til þess að endurskoða aðild hreppsins að hinum nýju Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sem kunnugt er er hér um að ræða samband sjö sveitar- félaga, sem sögðu sig úr hinu gamla Sambandi sveitarfélaga I Reykjaneskjördæmi sem öll byggðarlög kjördæmisins nema Hafnarfjörður áttu aðild aö. Hafði enda lengi veriö starfandi sérstök samstarfsnefnd meðal hinna sjö sveitarfélaga sem hafði unnið að ýmsum sam- eiginlegum verkefnum, svo sem sorpeyðingarstöð og mörgu öðru. Suöurnesjatíðindi segja frá þessu máli hinn 11. mai sl. og segja meirihluta hrepps- nefndarinnar vilja kanna það rækilega hvort hagkvæmt sé fyrir hreppinn að taka þátt I mörgum hinna kostnaðarsam- ari samstarfsverkefna þar á meðal sorpeyðingarstöðinni, þótt rétt sé taliö að eiga áfram aðild aö stofnunum sem sjúkra- húsi, elliheimili, brunavörnum, fjölbrautaskólanum o.fl.Mun i sem stystu máli vera um aö ræöa ótta við að sambandið verði að bákni sem geti oröiö þungt I skauti fyrir lltið sveitar- félag að eiga aðild aö. Samþykkt hrepps- nefndar Timinn ræddi I gær viö Þórð Gislason sveitarstjóra I Gerðum og sagði hann að á fundi i hreppsnefnd nú nýlega heföi verið gerð sérstök yfirlýsing vegna fréttar Suðurnesjatiöinda um þetta mál. Er yfirlýsingin á þessa leið: „Vegna fréttar i Suöurnesja- tiöindum hinn 11. mai sl. þar sem lesa má úr fréttinni að hreppsnefnd Gerðahrepps hafi hug á að segja sig úr SSS, vill hreppsnefndin taka fram aö fréttin er henni með öllu óviö- komandi og málið hvorki komið til álita né umræðu i hrepps- nefnd. Hafi samtök eða félög i Gerðahreppi hug á aö taka fyrir einstök mál eða málaflokka, sem varða hreppsnefnd eöa störf hennar, fagnar hrepps- nefndin því, ef slikur áhugi er fyrir hendi en harmar jafn- framt, ef samþykktir sllkra aðila eru túlkaðar sem álit hreppsnefndar”. Þóröur sagöi aö samtökin sem standa áð meirihluta hrepps- nefndarinnar væru samtök vinstri manna utan allra flokks- lista og um könnun þeirra vildi hann ekki segja annaö en að ágætt væri að fá álitsgerö vegna þessa máls, unna á slíkri athug- un, hver sem niðurstaöan yröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.