Tíminn - 16.05.1979, Síða 20

Tíminn - 16.05.1979, Síða 20
Sýrð eik er sígild eign UUfcCiQCiK TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÍILA 30 • SÍMI: 86822 Miðvikudagur 16. maí 1979 Gagnkvæmt tryggingafélag Verzlið buðTn ' sérverzlun með Skipholti 19, r""~ ~ litasjónvörp sími 29800. (5 línur) Og hljÓmtækí Mjólkur- fræöingum boðin 3% kauphækkun ESE— ! gær boðaði Steingrlmur Hermannsson ráöherra, for- ráðamenn m jólkurfræöin ga, sem nú eru I „verkfalli” á sinn fund og kynnti þeim hugmyndir rikisstjórnarinnar um lausn á yfirstandandi kjaradeilu. Samkvæmt heimildum blaðs- ins munu mjólkurfræðingum hafa verið boðin sömu kjör og farmönnum, þ.e. að skipuö verði sáttanefnd, 3% grunn- kaupshækkun komi til fram- kvæmda og að yfirstandandi verkfalli verði frestað eða þvi aflýst. Auk þess mun mjólkur- fræðingum hafa veriðboöin sér- stök hækkun vegna menntunar sinnar og samkvæmt hug- myndum rikisstjórnarinnar myndi hiin koma til fram- kvæmda frá og meö næstu ára- mótum, aö þvl tilskildu að mjólkurfræöingar gangi að þessum skilmálum og að vinnu- veitendur samþykki. FUF i Reykjavik: Launajöfnun eða stjórnarslit A fundi stjórnar F.U.F. i Reykjavik, mánudaginn 14.5. 1979, var samþykkt svohljóö- andi ályktun: Stjórn F.U.F. i Reykjavik krefet þess af forystu Fram- sóknarflokksins, aö hún hviki ekki frá siöustu tillögum sinum um verðhjöðnun og launajöfn- un, semlagðarhafaveriöfram i rikisstjórn, en sliti að öðrum kosti stjórnarsamstarfi við óábyrga hentistefnuflokka. Undirrót þess ófremdarástands sem skapast hefur, er sú slag- orðapólitik sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag notuöu til atkvæðasöfnunar fyrir siðustu kosningar. Kjarkleysi og ábyrgðarleysi þessara flokka siðanhefur i raun hafti för meö sér fráhvarf frá launajöfnunar — og verðhjöðnunarstefnu Framsóknarflokksins, sem rikisstjórnin var mynduö um. Þaöer þvi álit stjórnar F.U.F., aö nái tillögur Framsóknar- flokksins ekkifram að ganga sé grundvöllur stjórnarsamstarfs brostinn. —Timamynd Róbert. hvit um mestallt iandið. t Reykjavik snjóaði I gær en jörð varð þó ekki hvit. Börnin á myndinni eru klædd eins og um miðjan þorra, þótt komið sé fram á fjórðu viku sumars. Lengi ætlar vorveðriö að láta blða eftir sér. Vlða um land er ófærð vegna snjóa og jörð al- A HOLSFJOLLUM: Sigurðsson bóndi segir Kristján VS — Það var stórhrlðarveður hér á sunnudaginn var, sagði Kristján Sigurösson á Grims- stöðum á Fjöllum, þegar Tlminn leitaði frétta hjá honum I gær. — Um mánaðamótin april-maí, var hér sex daga samfelld stór- hrið, sagöi Kristján enn fremur. Þaö gerði stórhriö hér 29. april og hún stóð látlaust i sex sólar- hringa. Þegarbylinn gerði núna á sunnudaginn vildi svo óheppilega til, að það var alveg nýbuið að opna veginn frá Mývatnssveit og hingað i annað sinn á þessu vori en nú er allt orðiö ófært aftur. Sauðburður er byrjaöur allar ær beraauðvitaöihiísumogenga skepnu hægt aö láta út sökum stórviöra, —og þar aö auki alger- lega jarðlaust. Eini ljósi punktur- inn i þessu öllu er þaö að hér er nóg fóöur til á öllum bæjum, bæði hey og fóðurbætir. Ég held, að ekki sé nein ástæða til þess að ótt- ast að fóður þrjóti hér á Hólsfjöll- um, þótt auövitaö þurfi nýbomar ær ákaflega mikla gjöf. Þetta er áreiðanlega meðallra verstu vorum, sem við höfúm kynnst, sagöi Kristján: — flesta daga hrið og renningur, annað hvort eða hvort tveggja. Með allra verstu hríð flesta daga vorum, Sighvatur Björgvinsson: „Snar þáttur launastríðsins eru stööugar verðhækkanir hins opinbera segja launamenn” HEI — ,,Við höfum tiliögur hinna stjórnarfiokkanna til mjög alvar- legrar og jákvæörar athugunar” svaraði Sighvatur Björgvinsson spurningu Tlmans um hvernig Alþýöuflokkurinn hygðist taka á málum eins og þau standa nú. ,,Viö höfum trekk I trekk lagt fram samhæfðar tillögur I efna- hagsmálum og notið á stundum bæði skilnings og stuðnings Framsóknarflokksins við þá til- lögugerö. Snar þáttur I þeim til- lögubúningi hefur verið sá, að rikisvaldið beitti þeim hag- stjórnaraðferöum sem þaö ræður yfir til að vinna bug á veröbólg- unni, þannig að launþegar geti sætt sig við það að gera sam- komulag við rikisvaldiö um stefn- una i launamálum. Hinn stjórnarflokkurinn hefur skotið sumar tillögurnar i kaf hrósað sér af þvi að hafa tekist að slæva aðrar og stendur nú t.d. aö þvi á Alþingi meö samstarfi um ýmis þingmál og útgjaldamál við Sjálfstæðisflokkinn að eyðileggja þær þriöju og leggjast á fjóröa máliö sem þó fékk samþykki I efnahagsfrumvarpi ólafs Jó- hannessonar. Nú er staöan oröin sú, aö launþegar hafa misst þolin- mæðina. Þá ræða alþýöubanda- lagsmenn um einhliða aðgerðir i launamálum. Þvi teljum viö nú tima til kominn að sjá úrræöi Al- þýðubandalagsins. — Voru ekki launþegar almennt búnir aö gangast inn á frestun grunnkaupshækkana ef ekki hefði komiö til sprenginga eins og aö undanförnu? —■ Þá er lika gaman að átta sig á þvi hversvegna þær urðu. Margir launþegar segja nú aö snar þáttur i þvi að leggja til at- lögu á launamarkaðinum séu stöðugar veröhækkanir, sérstak- lega á opinberri þjónustu. Þvi leikur mér forvitni á að vita hver er verðlagsmálaráðherra I landinu»hver er póst- og sima- málaráöherra, hver er ráðherra útvarps og sjónvarps, hver er ráðherra rafmagnsmála og ræður rafmagnsverði i landinu, hver er ráöherra hitaveitumála og I hvaöa flokki eru allir þessir ráðherrar. Telji menn að að- stæður hafi neytt þá, verðlags- málaráðherrann til að hækka verölag annan hvern dag og ráðherra verölagsmála opinberr- ar þjónustu til að pressa á verð- lagsmálaráöherra, — flokks- bróöur sinn — til að leyfa þetta. Hvaða efnahagslegar ástæður i þjóöfélaginu hafa þá valdið þessu og hverjir hafa búið þær til? Ef menn á sama tima og þeir eru sjálfir að berjast fyrir þvi — m.a.s. i samvinnu við stjórnar- andstöðuna — að skrúfa verö- bólguna upp, ætlar þá Alþýðu- bandalagið að flytja tillögu um þaö eitt, að ná henni niöur með þvi að herða lögin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.