Tíminn - 27.05.1979, Page 2

Tíminn - 27.05.1979, Page 2
2 Sunnudagur 27. mai 1979 Rektor Hafnarháskóla á íslandi: Reið út í fyrsta sinn og tilkynnti bókagjöf Kominn á bak islenskum hesti, Grána. Rektor Kaupmannahafnarhá- skóla próf. Erik Skinhöj, dvaldi fyrir skömmu nokkra daga hér á landi I tilefni 500 ára afmælis Kaupmannahafnarháskóla. Meö rektornum var próf. Svend Elle- höj, en hann er ritstjóri hins mikla verks um sögu háskólans, sem kemur út i 14 bindum. A Island þar talsveröan hlut, þvi Hafnarháskóli var háskóli Islend- inga á fimmta hundraö ár. 1 tilefni af þessu afmæli ákvaö Háskóli Islands aö bjóöa hingaö fimm fyrirlesurum frá jafn mörgum deildum Hafnarháskóla til viku dvalar og fyrirlestrar- halds á næsta háskóláári. Skýröi Guölaugur Þorvaldsson, 'rektor frá þessu á samkomu, sem haldin var i Hátiöasal Háskóla Islands. Erik Skinhöj, rektor skýröi einnig frá þvi, aö Hafnarháskóli myndi gefa Háskóla tslands eintak af sögu Kaupmannahafnarháskóla, þegar hún kæmi út. Þeim Erik Skinhöj og Svend Ellehöj var boöiö i ferö til Þing- valla, Gullfoss og Geysis og voru Heima hjá Magnúsi Má Lárussyni. Frá vinstri: Guömundur Magnús- son, Erik Skinhöj, Magnús Már Lárusson og Guölaugur Þorvaldsson. meöfylgjandi myndir teknar i þeirri ferö. Eirikur Eirlksson, þjóögarösvöröur á Þingvöllum, tók á móti gestunum og sagöi þeim sögu staöarins. Þá var haldiö til Geysis og var Strokkur óspar á myndarleg gos. Gullfoss skartaöi sinu fegursta meö regn- boga i sólskininu og haföi Erik Skinhöj orö á þvi aö þarna ættu norrænir menn fegurstan foss i heimi. A bakaleiöinni var komiö viö á Selfossi og slegiö upp veislu, þar sem próf. Þórir Kr. Þóröarson var veislustjóri. Meöal gesta þar var Magnús Már Lárusson, fyrr- verandi rektor H.I. og kona hans María Guömundsdóttir. Voru margar ræöur fluttar i anda hins norræna bræöraþels. Viö komu sina til Islands haföi rektor Kaupmannahafnarháskóla aöallega eina ósk fram að færa. Aö koma á bak islenskum hesti. Var skjótt brugðið viö og reiö rektorinn upp i Baldurshaga. Var það i fyrsta skipti, sem hann kom á hestbak, en að ööru leyti er hann mikillútivistarmaður. Hjólar t.d. daglega til vinnu og úr, en þaö er um 12 km leiö og notar hvorki höfuöfat eöa vettlinga. Meöan á dvöl rektorsins stóö hér á landi notaöi hann tækifæriö til aö hitta starfsbræður sina i læknastétt, en sérgrein hans er taugasjúkdómafræöi. Dr. med. Gunnar Guðmundsson lét þess getið, aö mikill fengur væri af komu Erik Skinhöj til landsins og yröi hann Islendingum ábyggi- lega haukur i horni I Kaupmanna- hafnarháskóla. G.T.K. Frankfurt fyrsti áfangi á ieið lengra Frankfurt er ekki adeins mikil miðstöð viðskipta og verslunar-heldur ein stærsta flugmiðstöð Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um það bil í miðju Þýskalandi, eru óteljandi ferðamöguleikar. Þaðan erstutt til margra fallegra staða í Þýskalandi sjálfu (t. d. Mainz og Heidelberg) og þaðan erþægilegtað halda áfram ferðinni til Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, eða jafnvel lengra. FRANKFURT- EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR FLUGLEIÐIR Viðskiptavinir athugið: SÍMANÚMER okkar á aðalskrifstofunni Suðurlandsbraut 4 cr ÓBREYTT 38100 Olíufélagið Skeljungur h.f. (Birt vegna villu í nýju símaskránni)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.