Tíminn - 27.05.1979, Side 6
6
Sunnudagur 27. mal 1979
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdast jóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar:
Þórarinn Þórdrinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi
86309. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl.
3.000.00 — á niánuöi. Blaöaprent
Fráleitt að
gefast upp
Erlent yfirlit
Samveldisráöstefnan
tefur Ródesíumálið
Fær Musorewa óbeina viðurkenningu?
Sú tillaéa, að rikisvaldið haldi að sér höndum i
þeim vinnudeilum sem nú geysa, er fráleit. Rikis-
stjórn sem slikt gerði við núverandi aðstæður væri
með þvi að koma sér undan ábyrgð sinni, og eink-
um ef tillit er tekið til þeirra margvislegu afskipta
sem núverandi rikisstjórn hefur þegar haft af mál-
efnum vinnumarkaðarins og samningsaðilanna.
Á þvi leikur ekki vafi að jafnt verkalýðs-
hreyfingin sem vinnuveitendur óska eftir af-
skiptum rikisvaldsins eins og nú er komið málum.
Sjálfsagt eru báðir þessir aðilar endranær sam-
mála um það að rikisvaldið eigi ekki að taka fram
fyrir hendurnar á þeim.en um slikt er alls ekki að
ræða nú. Allt tal um svokallaða „frjálsa”
samninga er innantómt þvaður eins og málum er
komið um þessar mundir.
Hugtakið, „frjálsir kjarasamningar” er vitan-
lega góðra gjalda vert, en sliku ástandi á vinnu-
markaðinum verður ekki náð — nema þá þannig
að fyrst hafi verið gerðar ýmsar breytingar á að-
ferðum við kjarasamninga og tiltölulegu jafn-
vægisástandi náð i efnahagsmálunum yfirleitt. Við
þess háttar aðstæður væri það alls ekki út i hött að
tala i alvöru um „frjálsa” samninga.
En „frjálsir kjarasamningar”, jafnvel við slikar
aðstæður.verða aldrei gerðir án þess að rikisvaldið
komiþarvið sögu. Það er og verður hlutverk og
skylda rikisvaldsins að hlutast til um heildarþróun
efnahags- og atvinnumála. „Frjálsir” kjara-
samningar sem fælu i sér ofþenslu hlytu þvi að
kalla á samdráttaraðgerðir stjórnvalda til að
hindra verðbólgu, en samningar sem fælu i sér
samdrátt myndu á sama hátt kalla á aukin umsvif
af hálfu rikisvaldsins til þess að koma i veg fyrir
atvinnuleysi i kjölfar samninganna.
Það er með öðrum orðum réttara að tala um
„ábyrga” kjarasamninga, heldur en „frjálsa”
kjarasamninga.vegna þess að siðara heitið er i
reyndinni villandi.
Sú tillaga, að rikisvaldið kippi nú allt i einu að
sér hendinni er i raun og veru ekkert annað en
uppgjöf heilbrigðrar skynsemi. Þessi tillaga jafn-
gildir þvi að rikisstjórnin leggi með öllu niður störf
að þeim mikilvægustu málum sem nú biða úr-
lausnar. Tillagan er ávisun á algera upplausn á
vinnumarkaðinum, stöðugar stórdeilur og vinnu-
stöðvanir. Hún er i rauninni tillaga um stjórnar-
slit.
Það er út af fyrir sig undarlegt að slik tillaga
skuli eiga upptök sin i flokki sem aðild á að rikis-
stjórn. Óábyrg stjórnarandstaða Sjálfstæðis-
flokksins hefði verið liklegari til að setja fram
hugmyndir af þessu tagi, enda þjónar tillagan
aðeins flokkslegum hagsmunum ihaldsins i
stjórnarandstöðu.
Það er mjög mikilvægt að allir stuðningsmenn
rikisstjórnarinnar geri sér grein fyrir þessu, og
ekki sist þeir stjórnarsinnar sem fylgt hafa Al-
þýðuflokknum að málum. Á þeirra herðar mun
það falla að koma vitinu fyrir þá flokksleiðtoga
sina sem með þessari uppgjöf heilbrigðrar skyn-
semi eru orðnir pólitiskir arðuruxar Sjálfstæðis-
flokksins.
Um það hefur myndast samstaða með vinnu-
veitendum og launþegaforystunni að ábyrgar að-
gerðir stjórnvalda til að koma i veg fyrir nýja hol-
skeflu verðbólgunnar og atvinnuleysi i kjölfarið
verði að koma til. Þessi samstaða bendir til þess
að skynsemin geti orðið ofan á. Það væri fráleitt að
fara að gefast upp nú þegar mest á riður. JS
ÞVI haföi verið spáð, að það
yrði eitt af fyrstu stjórnarverk-
um Margarets Thatcher að
viðurkenna rlkisstjórn Musor-
ewa biskups f Ródesiu og aflétta
viöskiptabanninu. Nil þykir
sennilegast, að þetta dragist
fram 1 ágúst eða lengur, en I
ágúst verður brezka samveldis-
ráðstefnan haldin I Zambiu, en
þar munu þær báðar mæta
Margaret Thatcher og Ellsabet
drottning. Langflest samveldis-
rlkin munuandvíg þvl, að stjórn
Musorewa verði viðurkennd að
sinni eða að viðskiptabanninu
verði aflétt. Brezka stjórnin
mun þvi telja nauösynlegt að
fara gætilega I sakirnar.
Hinn nýi utanrikisráðherra
Breta, Carrington lávarður,
geröi Ródésiumáliö að umtals-
efni i lávarðadeildinni siöastl.
þriöjudag. Af orðum hans mátti
ráða, að stjórnin ætlaði aö fara
eins konar meöalveg, a.m.k.
fyrst um sinn. Hann kvað það
markmið hennar að koma á
stjórn I Ródesiu, sem nyti al-
mennrar viðurkenningar. Hann
kvaö þingkosningarnar i
Ródesiu hafa tekizt allvel og er
það i samræmi viö niðurstööur
nefndar, sem íhaldsflokkurinn-
hafði sent til Ródesiu til þess aö
fylgjast með þeim. Ríkisstjórn-
in myndi senda fulltrúa til
Ródesiu til þess að fylgjast með
málum þar og störfum hinnar
nýju stjórnar, en ráða mátti af
orðum hans, að ekki fælist I þvl
viðurkenning á stjórninni,
a.m.k. ekki að sinni.
Af hálfu talsmanns Verka-
mannaflokksins í lávarðadeild-
inni var lýst þeirri afstöðu hans,
aö hafa bæri hliðsjón af við-
brögðum annarra Afrikurikja.
ÞETTA og fleira bendir til, að
brezka stjórnin ætli að fara sér
gætilega og rasa ekki um ráð
fram. Húnmuni ekki taka undir
það, að kosningarnar hafi verið
ólögmætar, en heldur ekki
viðurkenna stjórnina, sem
verður mynduö á grundvelli
þeirra, fyrr en séð er hvernig
hún hleypur af stokkunum.
Það mun að likindum hafa
veruleg áhrif á afstöðu brezku
stjórnarinnar, hvort Ian Smith
veröur áfram i stjórninni, en
þaö myndi þykja merki þess, aö
hvítir menn réöu mestu. Þá
mun það hafa áhrif, hvort helztu
ráðherraembættin verða skipuð
hvítum mönnum eða svörtum.
Það mun styrkja stöðu
Musorewa, ef hann felur svört-
Sithole I hópi
Musorewa greiðir atkvæði
inu. Flokkur Sithole, sem var
einn þeirra þriggja blökku-
mannaleiðtoga, sem sömdu við
Smith á sinum tima, fékk um
15% greiddra atkvæða og 12
þingsæti. Flokkur þriðja leið-
togans, Cirau, sem samdi við
Smith, fékk ekkert þingsæti.
Hins vegar fékk ftokkur annars
ættarhöfðingja, Ndiweni, 9
þingsæti, en hann tilheyrir
sama ættflokki og Nkomo og
mun hafa notið þess. Hvltir
menn hafa svo 28 þingsæti og
fékk flokkur Smiths þau öll.
Samkomulag var um það fyrir
kosningarnar, að hver flokkur
skyldi fá ráðherraembætti i
samræmi við þingmannatölu
sina, ef hann faigi fleiri en 5
þingmenn. Samkvæmt þvi mun
ftokkur Musorewa fá 10 ráö-
herra, flokkur Smiths 4 ráö-
herra, flokkur Sitholes 2 og
flokkur Ndiwenis 2.
MUSOREWA hóf aö vinna að
stjórnarmyndun sinni i siöari
hluta slöustu viku, en 23. þ.m.
fóru fram kosningar til öldunga-
deildarinnar og þótti rétt að
blða með stjórnarmyndunina
þangað til þeim væri lokið. öld-
ungadeildin er skipuð 30 mönn-
um. Tiu þeirra eruvaldiraf ætt-
arhöföingjum, 10 af svörtum
þingmönnum og 10 af hvitum
þingmönnum.
Eins og ábur segir, getur það
ráðiö verulega um álit manna á
stjórn Musorewa, hvernig hún
verður skipuð. Þá er talið vafa-
samt, hvort flokkur Sithole
tekur þátt i henni, en Sithole
hefur mótmælt kosningaúrslit-
unum, þar sem ólöglegum að-
ferðum hafi verið beitt. Einnig
hafa risið deilur milli Musorewa
og varaformannsins i flokki
hans. Musorewa þarf nú að
sýna, að hann sé eins vel fallinn
til forustu og hann hefur verið
vinsæll.
Þ.Þ.
um mönnum helztu ráðherra-
embættin. Þá mun brezka
stjórnin leggja áherzlu á, að
Musorewa reyni að semja við
leiðtogana, sem haida uppi
skæruhernaðinum i landinu, eða
þá Nkomo og Mugabe. Loks
mun brezka stjórnin telja
mikilsvert, að stjórnarskránni
verðibreytt á þann hátt, að völd
svartra manna verði enn aukin.
Allt þetta myndi hjálpa til að
afla stjórn Musorewa meiri
viðurkenningar en ella.
Það reynir nú á það, hvort
Musorewa verðskuldar þann
sigur, sem flokkur hans hlaut I
þingkosningunum. Kosninga-
þátttakan varð allmikil, en
64,5% kjósenda á kjörskrá
greiddu atkvæði. Flokkur
Musorewa hlaut 67% greiddra
atkvæðaeða 1,2 milljónir. Hann
hlaut 51 þingsæti af þeim 72,
sem blökkumenn hafa á þing-
fylgismanna