Tíminn - 27.05.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. mai 1979
7
Þórarinn Þórarinsson:
Kaupgjaldið er lögbundið
í Noregi og Danmörku
Óvenjulegt ástand
krefst óvenjulegra
ráðstafana
Stjórnarforustan i Noregi og
Danmörkuer um þessar mundir
i höndum sósialdemókrata.
Bæöi sósialdemókratar i Noregi
og Danmörku eru undir venju-
legum kringumstæöum fylgj-
andi viötækum samningsrétti og
verkfallsrétti launþega I sam-
bandi viö kaupgjaldsmál. Samt
er kaupg jald nú lögbundiö i báö-
um bessum löndum aö frum-
kvæöi sósíaldemókrata. 1
Noregi var þaö lögfest meö
bráöabirgöalögum, sem rikis-
stjórnin setti á siöastl. hausti og
siöar voru staöfest af Stórþing-
inu. Bindingin gildir tíl ársloka
1979. I Danmörku voru horfur á
miklum verkföllum og verk-
bönnum á siöastliönum vetri.
Rikisstjórnin taldi óhjákvæmi-
legt aö koma i veg fyrir þau og
lagöi þvi fyrir þingiö frumvarp
um lögfestingu kaupgjaldsins,
sem varsamþykkt. Lögbinding-
in gildir til tveggja ára.
Astæöan til þessarar forustu
sósialdemókrata i Noregi og
Danmörku um lögfestingu á
kaupgjaldi i tiltekinn tima,
þrátt fyrir fylgi þeirra viö
samningsrétt og verkfallsrétt
undir venjulegum kringum-
stæöum, rekur fyrst og fremst
rætur til þess, aö i viöskipta-
málum heimsins rikir nú
óvenjulegt ástand, sem ein-
kennist af mikilli veröbólgu og
miklu atvinnuleysi viöast hvar.
Undir slikum aöstæöum hentar
ekki kerfi hinna frjálsu samn-
inga, heldur veröur rikisvaldiö
aö hafa meira og minna hönd i
bagga, ef ekki á þvi verr aö
fara.
Sáttastarf
A þessu ári eru liöin 54 ár siö-
an fyrst voru sett lög á Alþingi
um sáttasemjara rikisins. Þaö
voru tveir þáverandi forustu-
menn Framsóknarflokksins,
Tryggvi Þórhallsson og Asgeir
Asgeirsson, sem höföu forustu
um setningu þessara laga.
Sjálfstæöisflokkurinn, sem þá
hét Ihaldsflokkur, haföi þá lagt
fram frumvarp um svokallaöa
varalögreglu, sem bersýnilega
var ætlaö aö hafa afskipti af
vinnudeilum. Framsóknarmenn
voru þvi andvígir og töldu væn-
legra aö rikisvaldiö heföi for-
ustu um sáttastörf en ihlutun
lögreglu. Þegar Hermann
Jónasson hófst til forustu I
Framsóknarflokknum, lét hann
þaö vera eitt fyrsta verk sitt aö
beita sér fyrir setningu vinnu-
löggjafar, þar sem enn rikari
áherzla yröi lögö á sáttastarf
rikisins, jafnframt þvi, sem
ákveönar reglur yrðu settar um
tilhögun. vinnudeilna. Hann
fluttí um þetta mál itarlegt er-
indi á flokksþingi Framsóknar-
manna 1931 ogeftir aö hann var
oröinn forsætisráöherra 1934
fylgdi hann þessu máli fast eft-
ir. Arangur þessa starfe hans
varsetning vinnulöggjafarinnar
1938. Þótt hún sé aö ýmsu leyti
oröin úrelt nú, hefur hún á und-
angengnum 40 árum átt stór-
felldan þátt I þvi aö stuöla aö
lausn vinnudeilna og stórum
meiri vinnufriði en ella.
Afstaöa Framsóknarflokksins
hefur þannig frá upphafi verið
sú, aö rikiö ætti ekki aö láta
vinnuveitendur og launþega
eina um aö semja um kjaramál-
in. Rikisvaldiö ætti-þar einnig
að koma tíl sögu og stuðla aö
sáttum og samkomulagi. Annar
kaflinn i nýju efnahagslögunum
er I fullu samræmi viö þetta, en
hann fjallar um samráö viö
stéttasamtökin.
Ekki einhlítt
Þótt sáttastarfiö i vinnudeil-
um sé mikiivægt, er þaö ekki
alltaf einhlítt. Aöstæöur geta
veriö þannig, ef sættir nást ekki
meö góðu móti, aö rikisvaldiö
veröi aö skerast i leikinn, eins
og nú hefur gerzt i Noregi og
Sviþjóö. Óneitanlega bendir
margt til þess aö slikar aöstæö-
ur séu nú fyrir hendi hérlendis.
Auk mikillar veröbólgu eru nú
mikil náttúruharöindi og viö-
skiptakjör fara versnandi sök-
um oliuveröhækkananna.
Framsóknarmenn leggja þó
megináherzlu á, aö reynt verði
samkvæmt áðurnefndum
ákvæöum efnahagslaganna aö
ná samkomulagi miili stéttanna
um lausn þessaara mála. Takist
það hins vegar ekki veröur rikið
aö gripa i taumana meö ein-
hverjum hætti. Aö öörum kosti
getur veriö voöinn vis. Lausnir
gæti veriö sú aö ákveöin væri
tiltekin kauphækkun en frekari
hækkanir ekki leyfðar og ekki
heldur verkföll eða verkbönr
meðan stéttasamtökin ynnu af
heildarsamningum sem t.d. yrði
lokið fyrir 1. október 1. desem-
ber eða 1. janúar.
Frjálsir samningar
Margir Sjálfstæöismenn hafa
vafalaust ekki búizt viö þvi, af
flokkur þeirra tæki haröa af-
stööu gegn slikri málsmeðferö,
enda þótt hann sé i stjórnarand-
stööu. Sú hefur þó oröiö raunin.
Forustumenn Sjálfstæöisflokks-
ins teljasig nú ekki mega heyra
annað nefnt en frjálsa samn-
inga, þ.e. aö samtök launþega
og vinnuveitenda eigist viö, án
þess aö rikisstjórn eöa Alþingi
komi þar nokkuö nærri. Þaö eigi
aö láta stéttunum eftir aö berj-
ast til þrautar.
Areiöanlega myndi ekkerl
geta aukiö meira þá erfiöieika,
sem nú er fengizt viö, en slikt
stéttastriö. Mikil og langvar-
andi verkföll eöa verkbönn
myndu skeröa þjóöartekjurnar
meö margvislegum hætti og
veröa beint og óbeint öllum tíl
tjóns. Veröbólgan fengi nýjan
stórfelldan fjörkipp. Sundrung
stéttanna myndi aukast og jafn
vel verða að fullu hatri. Slil
stéttastyrjöld gæti skilið eftii
sár, sem seint myndu gróa.
Það furðulega hefur gerzt, at
ýmsir forustumenn Alþýöu
flokksins hafa lýst sig fylgjand
Aburöarverksmiöjan i Gufunesi.
þessari afstööu Sjáifstæöis
flokksins gagnstætt afstöön
þeirra, sem þeir telja flokks
bræöur sina i Noregi og Dan
mörku. Verkalýösforingjarnir :
Alþýöuflokknum eru hins vegai
á öndverðum meiöi, eins og
kemur fram i viötali viö tv<
þeirra i Alþýöublaöinu 23. þ.m
„Frjálsir samn-
ingar leiða til
stöðvunar”
Annar þessara manna er Jór
Karlsson, formaöur Fram é
Sauöárkróki. Alþýöublaöiö seg
ir svo frá skoöunum hans undii
fyrirsögninni Frjálsir samning
ar leiöa til stöövunar:
,,Ég verö aö segja þaö að méi
list. ekki á þessar hugmynd-
ir þingflokksins miðað viö þæi
aöstæöur sem fyrir eru i þjóöfé
laginu i dag. Ég óttast þaö mjög
mikið aö frjálsir samningai
muni leiöa til verkfalla og
stöövunar, en fyrst og fremsl
óttast ég þaö aö þessir frjáisu
samningar leiöi til þess aö ekki
veröi hægt aö hafa nokkra
stjórn á þessum málum og aö
allt muni þá fara i vitleysu og
verkföll”, sagöi Jón Karlsson
formaður Fram á Sauöárkróki.
„Við teljum þaö hlutverk
rikisstjórnarinnar aö tryggja
kaupmátt lægstu launanna og
tryggja fulla atvinnu. Ég held
að verkafólk hafi treyst hvaö
mest á þaö aö rflússtjórnin næöi
einhverjum árangri i launajöfn-
uninni, og miöaö viö aöstæöurn-
ar nú list mér ekki á aö gefa
þetta laust, sagöi Jón ennfrem-
ur.
Þá benti Jón á þaö að stjórn-
völdviröistlitiöaöhafastí fyrir-
heitum sinum t.d. gagnvart
f járfestingarmálunum og
hvernig þeim málum skulihátt-
aö.
Aöspurður um þaö hvort hann
teldi aö flugmenn heföu hleypt
af stað þessari launaskriöu
sagöi Jón: ,,Ég er þeirrar skoö-
unar aö þetta eigi upptök sín i
borgarstjórn Reykjavikur og
það sem menn bölsótast út af
flugmönnum og allri þeirri vit-
leysu aö þá er sú hækkun, sem
þeir fengu bein afleiöing af
þeirri ákvöröun borgarstjórnar-
innar aö setja samningana i
gildi, en siöan kom kjaradómur-
inn hjá BHM og þetta var nán-
ast sama eðlis hjá flugmönnum.
Allt hefur þetta leitt til þess aö
auka launamismuninn og nú
stefnir allt i þá áttina aö auka
hannenn meir, nema hressilega
veröi tekið i taumana og þaö er
þaö sem ég ætlast til af rikis-
stjórninni og ég held bara fólk
almennt. Allavega veröur rikis-
stjórnin aö láta lægstu launin i
friöi”.
„Frjálsir samn-
ingar leysa
ekki vandann”
Alþýöublaöiö skýrir svo frá
skoöunum Jóns Helgasonar,
formanns Einingar á Akureyri,
undir fyrirsögninni: Frjálsir
samningar leysa ekki vandann:
„Ég sé ekki lausn i þvi núna
aö frjálsir samningar leysi
þennan vanda sem viö er aö
etja, vegna þess aö viö gerum
náttúrlega kröfu til þess aö
halda fullri atvinnu og ef þau
fyrirtæki sem eru þaö illa sett
aö þau telji sig ekki tilbúin til
þess aö taka á sig kauphækkan-
ir, farasvo aö semja undir ein-
hverri pressu i frjálsum samn-
ingum, þá held égaö þaö kalli á
stöövun atvinnu”, sagði Jón
Helgason formaöur Einingar á
Akureyri og nágrenni.
„Þannig aö ég tel aö þaö veröi
að lögbinda kauphækkun á alla
linuna. Ég viöurkenni þó aö þaö
er lika hægt aö framkvæma
þetta meö sköttum til þess aö
stoppa þetta af, sagöi Jón enn-
fremur.
Þá benti Jón á aö hann hefði
aldrei hafttrúá þessu frjálsræöi
aö öllu leyti, sérstaklega þegar
heröa þyrfti sultarólina. Sér
fyndist dæmiö ekki ganga upp ef
þeir þrýstihópar sem heföu
sterka stöðu I þjóöfélaginu
fengju aö ógilda raunverulega
þá stefnumörkun sem rfkis-
stjórnin hafi veriö búin aö setja
sér. Þá sagöi Jón aö forsvars-
menn fyrir lægst launaöa fólkiö
I landinu hafi gefiö eftir f trausti
þess að þeir hópar sem betur
væru settir yröu stoppaöir af og
þvf væri nú nauðsynlegt aö setja
lög, fyrst og fremst til þess aö
jafna lifskjörin i landinu.
Launamismunurinn væri oröinn
alltof mikill og þvi væri nú lög-
binding réttlætanleg, ailavega
er ég tilbúinn til þess aö setja
nafn mitt undir slikt, sagöi
Jón”.
Viðhorf
almennings
Þaö er næsta sennilegt, aö
þeir Jónarnir túlki öllu bet-
ur viöhorf almennings f landinu
en þeir leiötogar Sjálfstæöis-
flokksins og Alþýöuflokksins,
sem mega nú ekki heyra annaö
nefnt en frjálsa samninga, þótt
oft hafi þeir áöur fyrr gripiö til
lögbindingar. Vafalftiö gildir
þetta jafnt um launafóik og
vinnuveitendur, sem sjá ekki
síöur hættuna en launafólkið, ef
mikil verkföll og verkbönn
koma til sögunnar. Af þeim
ástæöum ætti aö mega vænta
þess, aö samráö viö stéttirnar
undir forustu rikisstjórnarinnar
gæti boriö nokkurn árangur. Þá
leiö veröur vitanlega aö reyna
til þrautar áöur en til annarra
aögeröa er gripiö. Bregöist sú
leið, hlýtur óhjákvæmilega að
koma tíl athugunar, hvort um
nokkuð betra sé aö velja en aö
fylgja fordæmi sósialdemókrata
I Noregi og Danmörku.
«
Áburðarverk-
smiðjan 25 ára
Um þessar mundir er minnzt
25 ára starfsemi Aburöarverk-
smiðjunnar en 10. mai siðast-
liöinn voru 31 ár liöiö frá þvi aö
lögin um hana voru sett. Bjarni
Asgeirsson var þá landbúnaðar-
ráöherra og haföi forgöngu um
þessa lagasetningu. Upphaf
málsins var hins vegar þaö aö i
tiö vinstri stjórnarinnar 1934-
1937 fól Hermann Jónasson
Sigurði Jónassyni aö gera rann-
sókn á þvi hvort hyggilegt væri
að koma hér upp áburöarverk-
smiðju og sementsverksmiöju.
Siguröur leitaöi bæöi til inn-
lendra og erlendra sérfræöinga
og varð niðurstaöan jákvæö.
Heimsstyrjöldin siöari varö til
þess, að ekki varö úr fram-
kvæmdum að sinni. Þaö sýnir
stórhuginn sem rikjandi var á
heimskreppuárunum, aö þá
skyldi vera lagöur grundvöllur
bæöi að áburöarverksmiðjunni
og sementsverksmiðjunni.
menn og málefni