Tíminn - 27.05.1979, Síða 11
Sunnudagur 27. mai 1979
11
Þó ber þess aö geta, aö ndna i
vetur hafa tveir þættir veriö aö
hluta til sendir út beint, þaö eru
Morgunpósturinn og 1 vikulokin.
Fylgdist með nær öllu
sem flutt var — fyrr á
árum
— Geymiö þiö mikiö af þvi
efiii, sem tekiö er upp á segul-
bönd, áöur en þaö er flutt?
— Já, það er heilmikiö
geymt. Þaö er skaöi, hve litið
viö eigum . frá fyrstu árum
segulbandsins. Plöturnar frá
þvi i gamladaga eru að visu til,
en fyrst eftir aö segulbandiö
kom til sögunnar, var tekiö ofan
i þetta aftur og aftur, þvi aö
menn vissu, aö segulböndin
þoldu aö vera notuð æ ofan I æ,
meö þvi aö þurrka út þaö sem
fyrir var á bandinu. Þetta var
vitaskuld sparnaöur, — i bili —
en fyrir vikið glataöist efni, og
þann skaöa erekkihægt aö bæta
uppnú.hversu fegnir sem menn
vildu.
— En ekki getið þiö samt
geymt allt, sem tekiö er upp á
segulband og flutt i útvarp, þótt
þiö fegnir vilduð?
— Nei, að visu ekki. Það er
reynt að greina efniö i sundur
eftir eöli þess, — meta,
hvaö skuli geymt ot hverju
fleygt. Þaö er til dæmis ekki
sama hvort lesið hefur verið upp
úr alkunnri bók, sem er til á
hverju bókasafni og á fjölmörg-
um heimilum i landinu, eða
hvort tekið er viötal viö mann,
sem kann frá mörgu merkilegu
aðsegja, en er svo aldinn aö ár-
um, aö þaö geta kannski veriö
siðustu forvöð aö heyra hann
sjálfan segja frá þvi sem hann
veit.
— Vinnur þú enn viö að taka
upp efni?
— Nei, þaö kemur sarasjald-
an fyrir núorðiö. Fyrir nokkrum
árum feröaðist ég talsvert um
landið og tók upp efni, en nú eru
svo margir farnir að vinna við
þessar upptökur, að verkiö
dreifist miklu meira á milli
manna en áður. Mér þótti ákaf-
lega gaman að þessum feröum
um landiö, þótt oft væri tekiö
upp viö erfiöar aðstæður, eink-
um fyrr á árum, á meðan tækin
voru frumstæöari en nú.
— Nú hlýtur þú aö heyra
mjög mikinn hluta þess eftiis
sem flutt er i Utvarp, þótt þú
starfir ekki sjálfur við upp-
tökutækin. A hvaö heldur þú aö
þér þyki skemmtilegast aö
hlusta?
— Égveitekki. I gamla daga,
á meðan viö vorum ekki nema
tveir eöa þrir, sem unnum viö
upptökuna, mátti heita aö ég
vissium allt efni, sem flutt var i
útvarp, hverju nafni sem nefnd-
ist, ogfylgdist meö þvi. En eftir
aö starfsemin óxsvona gifurlega
og verkin dreiföust á fleiri hend-
ur, breyttist þaö eins og margt
annaö, og nU má heita ógerning-
ur að fylgjast með nema hiuta
þess sem flutt er. Aður fyrr
hlustaöi ég mjög mikið á leikrit,
og reyndar á fjölmargt annaö
efni, en ég gafst snemma upp á
framhaldssögunum, þvi að ég
missti alltaf úr lestra við og við,
og þá slitnaöi þráöurinn. En þó
aö Utvarpshlustun min hafi
minnkað meö árunum, er samt
afltaf ýmislegt, sem ég vil
heyra, og þá hlusta ég, og læt
ekkert trufla mig.
Tuttugu ára gamall
tækjabúnaður
— Mér skilst, aö oröið sé
harla þröngt um ykkur, þarna á
SkUlagötu 4. Er nokkuð hægt Ur
þvi að bæta, fyrr en nýja Ut-
varpshUsið kemur?
— Þaö er langt komiö aö
teikna og hanna mikla byggingu
fyrir Utvarpið. Ég held, að ekki
liöi á löngu, þangað til hægt
verður að bjóöa þetta Ut, ef til-
skilin leyfi fást fyrir bygging-
unni. Það veröa gifurleg viö-
brigöi að koma i nýtt hUs, sem
er sérstaklega byggt fyrir slika
starfsemi. Það er nú svo, að út-
varp getur ekki starfað i hvaöa
skrifstofubyggingu sem er. Þar
kemur margt til, m.a. hljóö-
Magnús Hjálmarsson hefur y firumsjón meö tækjum tæknideiidar.
Timamynd GE.
einangrunin, sem þarf aö vera
allt ööru visien I öörum húsum.
Og það þarf lika aö vera góöur
hljómburöur i húsum þar sem
dagskrárgerð fer fram. — Við
erum langt á eftir mörgum öör-
um þjóöum hvaö þetta snertir.
— En hvaö um tækjabúnaö-
inn?
— Hanneroröinngamall, —á
tvitugsafmæli um þessar mund-
ir. Núna ihaustveröa liöin tutt-
ugu ár siöan Utvarpiö flutti úr
Landssimahúsinu aö SkUlagötu
4. Uppistaöan I tækjabUnaöinum
er siöan, þótt sumt hafi veriö
lagfært og endurnýjað aö ein-
hverjum hluta.Sannleikurinn er
sá, aö mörg þeirra tækja, sem
nU eru notuö daglega, endast
ekki öllu lengur.
— 1 gamla daga, á meöan þU
vannst mikiö viö upptöku efnis,
hlýtur þU að hafa kynnst mikl-
um fjölda manna, sem lögöu til
eftii I dagskrána. Var ekki ákaf-
lega ólikt aö vinna með þessum
mönnum?
— Jú, visterþaö, —og þannig
verður það alltaf. Hver maður
hefur sina siöi og hætti, — og
jafnvel sinar tiktúrur. Með þvi
er ég ekki aö segja, aö þær
„tiktúrur” þurfi endilega að
vera slæmar. Siðuren svo. Allir
vildu gera sitt besta, og þaö
vilja allir, nU eins og áöur, en
hins vegar vinna menn hver
með sinu lagi, og ekkert viö þvi
aö segja. Fólkiö, sem vinnur að
gerö dagskrárinnar ermesta
prýöisfólk, og samstarfiö hefur
jafnan gengið vel. En húsnæöis-
leysiö er vandamál. Þaö er
óneitanlega orðið ansi þröngt
um okkur þarna. Og svo er
tækjakosturinn lika tekinn fast
að eldast, eins ogégsagði áöan.
En allt hefur þetta bjargast
hingað til, með góöum vilja.
Eftirminnilegasta
„utanhússútvarpið”
— Hvað heldur þú að þér sé
minnisstæöast, þegár þU litur
um öxl, eftir aö hafa starfað viö
tæknideild Utvarpsins i meira en
hálfan f jóröa áratug?
— Þaö gæti nú verið margt.
Otvarpinu hafa oft verið falin
stór verkefni, sem ekki hefur
alltaf veriðauðvelt aöleysa. Ég
get öl dæmis nefnt hátiðahöldin
á Þingvöllum árið 1944, þeg-
ar lýöveldiö var end-
urreist. Það var feiknar-
leg vinna, þegar miöaö
er viö þær aöstæöur og þau tæki
sem þá voru fyrir hendi. Heims-
styrjöldin var i algleymingi, og
ekkihægtaðfá neitt keypt, — ég
man aö við fengum lánaöa
hljóönema og hátalara frá
breska Utvarpinu, og auk þess
lét útvarpiö sjálft smiöa bæöi
magnara og hátalara fyrir
hátí"ðina.
Ég var, ásamt fleiri starfe-
mönnum útvarpsins, austur á
Þingvöllum i heila viku við
undirbúningsvinnu. Viö settum
upp tæki, grófum leiöslur i jörö
o.s.frv. Svo geröi bandvitlaust
veður, eins og flestir vita, sem
muna svo langt aftur i timann.
Kvöldið fyrir lýöveldishátiöina
varö að taka niöur aila hátalara
ogmargt fleira,ogþað sem ekki
var tekiö niöur, fauk eöa valt
um koli um nóttina. Seinni part
nætur slotaði mesta hvassviör-
inu, og þá rifum viö okkur upp
til þess að reyna aö ganga frá
þvi sem tekiö haföi veriö niður,
eða óveöriö feykt og velt um.
Viö unnum aö þessu i ausandi
rigningu og vonskuveðri, þótt
ekki væri eins hvasst og
um kvöldiö og fyrri part nætur.
Það stóöst nokkuð á endum, aö
við höföum lokiö verki okkar,
þegar hátiöin átti aö fara aö
hefjast. Alltaf rigndi, — allan
daginn og fram undir kvöld.
Þetta var sannarlega erfiöur
sólarhringur, en allt slampaðist
af, öllu var útvarpaö, allt tekið
upp á grammófónplötur, og þær
eru til enn. — Já, þaö er margs
aö minnast, en þetta held ég nú
að sé eftirminnilegasta „utan-
hússútvarp,” sem ég hef unnið
við. A þjóöhátiöinni 1974 var aUt
öðru máli aö gegna. Þá voru
tæki og allur búnaöur miklu
betri en verið haföi þrjátiu ár-
um fyrr, þá mátti heita ágætt
veöur allan timann sem
undirbúningsvinnan stóð yfir,
og aUt var miklu auöveldara
viöfangs.
— Þú sagðir i upphafi, aö þú
hefðir byrjað aö vinna á útvarp-
inu árið 1942. Ert þú þá ekki meö
elstu starfsmönnum þar, — aö
starfeaidri, — hvaö sem æviár-
um liöur?
— Jú, ég er vist annar af
tveimur eistu starfsmönnum
þar.
— Hvernig er þér svo innan
brjósts, þear þú litur yfir hinn
langa starfsferil þinnhjá Rikis-
útvarpinu? (Og þú mátt ekki
skilja spurninguna svo aö ég sé
aðspáþérneinum endalokum!)
— Mér finnst ánægjulegt aö
lita um öxl. Þetta hefur veriö
skemmtílegurtimi. Þaö er mjög
gaman aö vinna viö útvarps-
dagskrá, alltaf einhver tilbreyt-
ing og alltaf eitthvað nýtt.
—vs.
Geir Christensen og Ragnheiður Asta Pétursdóttir við útsendingu morgundagskrár.
Timamynd GE