Tíminn - 27.05.1979, Page 13

Tíminn - 27.05.1979, Page 13
Sunnudagur 27. mai 1979 13 Þessa konur eru ekki þesslegar aö vera komnar á ellilifeyrisaldurinn. Ragnheiður Brynjólfsdóttir: Gott sánabaö yngir og léttir þá sem komnir eru af léttasta skeiöi. Fulloröna fólkiö sem sækir Heilsuræktina getur veriö siungt meö léttan likama og unga sál. Timamyndir GE. Heilsubót og kjarabót fyrir gamla fólkið Ég las með athygli grein Gísia Sigurbjörns- sonar í Tímanum 13. maí síðast liðinn. Ég hef lesið margt, sem hann hefur skrifað um framtíð gamla fólksins, og finnst mér þjóðin öll standa í mikilli þakkarskuld við þennan sérstaka mann, sem hefur að áhugamáli bætt kjör og betra líf fyrir gamalt fólk. En eins fannst mér hann gleyma að geta i grein sinni, og það er Heilsuræktin i Glæsibæ þar sem er frábær aðstaða og þjónusta við 67 ára og eldri og ellilifeyrisþegar geta haft að- gang að sér til heilsubótar. Þar eru fyrir hendi heit böð, sauna- gufubað, ljós og svo stór æfinga- salur, þar sem þjálfun fer fram undir stjórn sjúkraþjálfara og eftirliti lækna stofnunarinnar. Þetta er allt til staðar fyrir gam- alt fólk og þvi að kostnaðarlausu 1 25 skipti getur gamalt fólk fengið þjálfun, yndislega þjálf- un, fyrir ekki neitt.og það finnst mér vera aðalmálið, að þjálfa likamann, og halda honum ung- um, þvi þá verður sálin lika ung og engin elli til. Mér er alveg óskiljanlegt, að þessi heilsurækt i Glæsibæ er ekki auglýst, svo gamla fólkið viti auglýst, stofnun og geti notfært sér þessa aðstöðu, sem þarna er, svo það geti verið siungt með léttan likama og unga sál. mm Hér er hjóiað og róiö og sækist feröin seint, en þaö er Iikamþjálfunin sem skiptir máli Félag járniðnaðar- manna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 30. mai 1979 kl. 8.30 e.h. i Domus Medica v/Egils- götu. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Umræður um takmörkun yfirvinnu. 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega Stjórn félags járniðnaðarmanna. Verslunarmannafélag Suðurnesja Þar sem tveir listar hafa borist til kjörs, stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins verður viðhöfð allsherjar atkvæðagreiðsla hjá féiaginu. Atkvæðagreiðsla fer fram miðvikudaginn 30. mai og fimmtudaginn 31. mai 1979. At- kvæðagreiðslan stendur frá kl. 14-22 hvern dag á skrifstofu félagsins að Hafnargötu 16, Keflavik. Kjörskrá liggur frammi mánudaginn 28. mai og þriðjudaginn 29. mai frá kl. 14-19 á sama stað. Kærufrestur er til loka kjörfundar. Kjörstjórnin. Orkustofnun Orkustofnun óskar að ráða rannsóknar- mann til starfa timabilið júni til des. 1979. Rannsóknarmanninum er ætlað að vinna við efnagreiningar á rannsóknarstofu Orkustofnunar, Keldnaholti. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar starfsmannastjóra Orkustofnunar fyrir 5. júni nk. Orkustofnun. Umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna í Hafnarfirði og Kjásarsýslu Lögreglan og umferðarnefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar klukkustund i hvort skipti. Sýnd verða brúðuleikhús og kvikmynd og auk þess fá þau verkefna spjöld. 28. og 29. mai 6ára 5ára Öldutúnsskóli kl. 9:30 11:00 Lækjarskóli 14:00 16:00 30. og 31. mai Engidalsskóli 9:30 11:00 Viðistaðaskóli 14:00 16:00 Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum stöðum á sama tima. Foreldrar geymið auglýsinguna. Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.