Tíminn - 27.05.1979, Qupperneq 27
Sunnudagur 27. mai 1979
27
Tvö af lögmálum
„Þaö skelfilega við skrifstofu-
bákn niitimans er ekki endilega
peningasóunin, sem af þvi
lei&ir, heldur mikiu frekar sú
staðreynd, a6 menn flækjast
hver fyrir öörum og vinna störf
hver fyrir annan. Þetta lögmál
mitt, eins og öll hin, er enn i
fuDugildi iöllum löndum, jafnt
á Islandi sem annars staðar”.
Þetta meðal annars hafði
blaðamaður Timdns eftir
prófessor Cyril Northcote
Parkinson á blaðamannafundi
hér I borginni fyrir skömmu.
Réttara mun þó vafalaust haft
eftir honum aðmenn búi til störf
hver fyrir annan fremur en aö
þeir vinni störfin hver fyrir ann-
an. En hvað um það þá var hér á
ferðinni hinn kunni höfundur
Parkinsonslögmálanna sem
fjalla um ýmsa vankanta em-
bættismannakerfisins. Hefur
höfundurinn hlotið heimsathygli
og viðurkenningar fjölmargra
fyrir skrif si'n og ekki eyöileggur
þaö fyrir honum hversu fram-
setning hans á lögmálunum er
þrungin skopi og skrif hans flest
eru afburðaskemmtileg.
Parkinson er raunar
menntaður sagnfræðingur og
hálæröur prófessor I þeirri
grein. Hann er fædduroguppal-
inn Breti og sá fyrst þennan
heim 30. júh" 1909. Slðan lögmál-
in hans komust á prent hefur
hann og verið á eilifum þönum
um heiminn og haldið óteljandi
fyrirlestra og nú siðast i
Reykjavík. Auk lögmála sinna
um embættismannakerfið hefiir
hann gefið út bæði sagnfræðirit
og skáldverk.
Islensk útgáfa „Lögmála
Parkinsons” kom út árið 1959 I
þýðingu Vilmundar Jónssonar
landlæknis. Er hér áeftir ætlun-
in að rifja upp tvö lögmála
Parkinsons, lesendum til fróð-
leiks og gamansséu þeir þá ekki
öllum hnútum i fræðum hans
kunnugir. Eru þetta annars
vegar frægasta lögmálið hans
um útþenslu embættismanna-
kerfisins og hins vegar lögmál
hans um stofnanadá.
Síhækkandi pýramídi
„Vinna þrútnar, uns hún fyllir
út i timann, sem gefet til að inna
hana af hendi”. Svo hljóðar
upphaf bókar Parkinsons um
lögmálin og nánar útfært
hljóðar lögmálið um útþenslu
embættismannakerfisins
þannig: „Ekkert samband er á
milli fjölda embættismanna og
vinnuafkasta” en hins vegar
felst i kerfinu stöðug tDhneiging
til mannfjölgunar.
Sérhver embættismaður
hefur tilhneigingu til að koma
sér upp undirmönnum, nánast
safna þeim, enhann forðast það
að skipta starfi sinu með öðrum
þar sem hann hefur þar með
öðlast keppinaut um næstu
stöðu fyrir ofan. Þess vegna er
það ófrávíkjanleg regla að þeg-
ar embættismaður annað hvort
er orðinn of gamall eða óhæfur
til að gegna starfi sinu hjálpar-
lausLeða hver önnur sem skýr-
ingin kann að vera, reynist
nauðsynlegt að fá honum tvo
eða fleiri aðstoðarmenn.
Þá eru þrir um störf eins
manns áður. Kölium yfirmann-
inn A og hina B og D og þeim er
af A „báðum haldið i skefjum af
ótta hvors um sig við að hinn
verði framaður. Þegar C tekur
að kvarta um of mikið vinnu-
álag (og að þvi rekur vissu-
lega), mun A með stuðningi C
ráða tíl þess, að honum verði
fengnir tveir aðstoðarmenn. En
þá verður ekki haldiö innan-
hússfriði, nema D verði lika séð
fýrir tveimur aðstoðarmönnum,
enda er hans staða i engu veru-
legu frábrugðin. Þegar þessum
nýráðningum, þeirra E, F, G og
H, hefur verið komið i kring, má
frömun A heita algerlega
tryggð”.
Hann hefur nú sex undirmenn
tíl að vinna þau störf er hann
vanneinnáður. Ogaf þviaðþeir
eru iðnir mjög skapa þeir svo
mikla vinnu hver handa öðrum
aö A hefúr eftir sem áður jafn
mikið.ef ekki meira, að gera en
nokkurn timann áður. Eitt og
sama erindið sem A leysti áöur
með einni undirskrift getur nú
komiö tíl kasta sjömenninganna
margsinnis og tekiðvikur aðaf-
greiða.
Svona frjótt kerfi hlýtur að
vaxa stöðugt og skal hér ekki
frekar fjafiað um útþenslu em-
bættismannakerfisins.
Stofnanadá
En stofnanadá — hvað er það?
Hér skuium við alveg gefa
Parkinson orðið: „Fyrsta
hættumerki er þaö ef I fyrir-
mannastétt stofnunar birtist
einstaklingur, sem safnað hefur
innra með sér blöndu mikUlar
styrktar óhæfi (á latinu:
incompetentia) og afbrýði (á
frönsku: jalousie).A hvorugu er
mikið mark takandi i sjálfu sér
og flest fólk hefur sitt litið af
hvoru. En þegar hvoru tveggja
lýstur saman i ákveðnum
styrktarhlutföllum — sem til
bráðabirgða eru táknuð með
formúlu: 1/3 J/5 — veröa efna-
skiptí. Frumefnin tvö ganga þá i
samband hvort við annaö og
nýtt efni myndast, sem vér höf-
um kosið að nefna „Injalih”.
Alykta má örugglega um ivist
þessa efnis af áhrifum þess. Þá
er ekki um aðvillast, þegar ein-
staklihgur, sem hefur mislánast
að gera nokkuð úr sinni deild
stofnunar, situr um hvert tæki-
færi til að sletta sér fram i störf
annarra deilda og kostar alls
kapps um að komast i yfirstjórn
stofnunarinnar. Sérfræðingur,
sem leiðir sjónum þessa blöndu
getuleysis og metorðagirndar,
hristir höfuðið og tautar við
sjálfan sig: „Injalinosis
primaria sive idiopathica”. A
einkennunum er engin leið aö
villast.
Næsta eða öðru stigi sjúk-
dómsins er náð þegar sýktur
einstaklingur nær meira eða
minna fullkomnum tökum á
yfirstjórn stofnunar. Margoft
kemst sjúkdómurinn á þetta
stig, án þess að á undan sé
gengiðnokkurttimabil sýkingar
á sama stað: hlutaðeigandi
hefur hafið störf i yfirstjórn
stofnunarinnar. A þessu stígi
sjúkdómsins er injalinosissjúk-
Dngur auðkenndur á þrásækinni
viðleitni að losa stofnun sina við
alla starfemenn sem honum eru
hæfari,svo og andstöðu gegn þvi
sem likur eru til, að getí meðtið
og tima orðið honum hæfari.
Hann dirfist aö vfeu ekki að
segja: „Herra Stjarni er ekki
hæfur”, svo að hann segir
„Duglegur, ef tU vill — en er
•hann traustur? Ég haliast
heldur að þvi að ráða herra
Núlius”. Hann fær sig auðvitað
ekki tD að segja: „Herra Stjarni
lætur mér finnast ég vera
agnarlitill karl”, svo að hann
segir: „MérvirðistherraNúlius
vera gæddur öruggri dóm-
greind”. Dómgreind er merki-
legt orð og merkir I þessu við-
fangi öfugð gáfna: i reynd er
merkingin sú að gera eins og
gert var slðast. Svo aö herra
Núli'us er tekinn fram yfirherra
Stjarna, sem ræður sig annað.
Yfirstjórn skipast smátt og
smátt fólki, sem er heimskara
en forseti, forstjóri eða ráðs-
maður. Ef höfuð stofnunar er
annars flokks höfuð, sér höfúðs-
maður til þess, að allir, sem
næstir honum ganga, séu þriðja
flokks menn: og þeir munu
aftur sjá til þess, að undirmenn
þeirra séu fjóröa flokks lýður.
Uppaf þessusprettur raunveru-
lega samkeppni um heimsku
svoaðfólk freistast tíl aðlátast
vera enn heimskara en þaö þó
er.
Næstaeða þriðja þróunarstigi
sjúkdómsins er náð, þegar eng-
an greindarneista er lengur að
finnaistofnun,ofan frá ogniður
i gegn. Þetta er dauðadáið er
vér vikum aö i upphafi þessa
kafla. Þegar þar er komið er
stofnunin, að þvi er tekur tU
allra hagnýtra nota, dauð. Hún
getur dummað i þvi' dauðadái I
tuttugu ár. Hún getur leystst
upp hægt og rólega. En hún
getur jafnvel lika rétt við. Batí
er sjaldgæfur. Þaö má þykja
gegna furöu að bati getur átt sér
stað, án þess að nokkur læknis-
meðferökomitil. Þó er sú þróun
algerlega eðlileg og samsvarar
allnáiðþvi fyrirbrigði er ónæmi
þróast með ýmsum li'fverum
gegneitrisem ella er þeim ban-
vænt. Þessu svipar til þess, að
stofnun i heild hafi verið úöuö
með DDT — lausn þeirrar
náttúru að hún eyddi örugglega
allri hæfi.er fyrir úðuninni yrði.
1 nokkur ár ber þessi ráðstöfun
jafnaðarlega endurtekinn tU-
ætlaðan árangur. En fyrir kem-
ur samt, að með einstaklingum
þróast ónæmi. Þeir leyna hæfi
sinni bak við grimu fábjánalegs
kumpánaskapar. Þetta verður
til þess, að starfsmenn sem til
þess eru settir að útrýma allri
hæfi, bilar hæfi til að bera
kennsl á hæfi, þegar þeir sjá
hana. Hæfileikamaður brýst i
gegnum ytri varnarvirki og tek-
ur að klifa hamarinn. Hann
heldursina leið.þvaðrar um golf
og flissar eins ogafglapi, glopr-
ar niður skjölum, gleymir nöfn-
um og lítur út eins og hver ann-
ar. Það er ekki fyrr en hann
hefur náð hárri stöðu, að hann
kastar skyndilega grimunni og
stendur þá eins og alskapaður
djöflakóngur I hópi álfameyja i
bendingaleik. Háttsettir fram-
kvæmdastjórar skrækja van-
máttarhljóðum, er þeir verða
hæfi varir mitt á meðal sin. En
nú er úrhættis að gera nokkuð
við þvi. Slysið er orðið, sjúk-
dómurinn á undanhaldi og ef tíl
vill horfir til fulls bata innan tiu
ára. En dæmi sliks eðlilegs bata
eru ákaflega fágæt. Langtiðast
hagar sjúkdómurinn sér svo að
hann rennur öll stig til enda og
verður að lokum ólæknandi”.
—KEJ