Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1979, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 30. mai 1979 V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuöi. Blaöaprent Erlent yfirlit Vestur-Evrópa styður Salt-2 eindregið Vaxandi athygli beinist að fundi Carters og Brésnjefs Fólkið á að ráða skólunum Fyrir nokkru boðaði Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra almennan samdrátt og sparnað i rekstri skólakerfisins. Fela þessar aðgerðir m.a. i sér að horfið verður frá þvi að fækka börnum i bekkjardeildum og stefnt verður að skemmri skólagöngu i reynd, en jafnframt hefur ráðuneytið boðað endurskoðun laganna um grunnskólann. Ekki er það að efa að þessar aðgerðir mennta- málaráðherra eru óhjákvæmileg viðleitni til að verja skólakerfið skakkaföllum og þá einkum af fjárhagslegum ástæðum. Engum dettur i hug að halda þvi fram að ráðherrann láti stjórnast af „skilningsleysi” á skólamálum eða þörfum æsk- unnar, hvað þá af einhverri tilhneigingu til „aftur- halds i menntamálum”. Þrátt fyrir þetta er þvi ekki að leyna að um það er mjög mikið rætt manna á meðal þessa dagana hver viðbrögðin hefðu orðið við þessari nýju stefnu i skólamálum, — ef menntamálaráðherrann væri ekki úr Alþýðubandalaginu. Það er eins og enn þá heyrist einhver kliður af öllum þeim hávaða sem mætti menntamálaráðherra fyrri rikisstjórnar i aðgerðum hans. Þetta kemur ekki sist upp i hugann þegar þess er minnst að Ragnar Arnalds menntamálaráðherra vill auka framlög rikisins til stúdenta um leið og hann ætlar að minnka framlögin til barnanna. Hann hefur lagt fram lagafrumvarp um að binda námslánin við fulla framfærslu án tillits til fjár- hags rikisins eða fjárlagaafgreiðslunnar yfirleitt, að þvi er skilja má, —- en á sama tima eru svo boð- aðar allharðar aðgerðir til samdráttar og sparnaðar i barnaskólunum. Já, það er nokkur munur á menningarmála- stefnu Vilhjálms Hjálmarssonar og þeim. sjónar- miðum sem Ragnar Arnalds hefur að leiðarljósi. Vitaskuld er það ekkert vafamál að skólakerfið hefur stöðuga tilhneigingu til sifelldrar útþenslu og ævaxandi eyðslu. I skólamálum, — rétt eins og i heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og menningar- málum öðrum — getur eyðslan og kostnaðurinn farið upp úr öllu valdi áður en varir, og án þess að séð verði að nokkurri þörf hafi verið svalað til fullnustu. Óskirnar, kröfurnar og óánægjan vaxa i réttu hlutfalli við tilkostnaðinn á þessum sviðum, en ekki öfugt. Þessar staðreyndir verða menn að hafa i huga, og i sjálfu sér eru þær hvorki áfellisdómur né stað- festing á aðgerðum menntamálaráðherra nú eða forðum. Hins vegar er það áleitin spurning hvort greið- asta leiðin til aðhalds og nýtni i skólamálum sé ekki sú að færa valdið og ábyrgðina sem allra mest út til skólanna sjálfra, út til byggðarlaganna og fólksins sem börnin á. Rekstur grunnskóla er að öllu leyti eðlilegra viðfangsefni kjörinnar skóla- nefndar á hverjum stað, ráðinna starfsmanna hvers skóla og fjármálayfirvalda hvers sveitarfé- lags — heidur en bitbein einhverra fjarlægra embættismanna sem oft virðast halda að börn séu aðeins nothæf i tölfræði. Þeir sem lesið hafa ritsafn menntamálaráðu- neytisins, svokallaða „Aðalnámsskrá grunn- skóla”, eru a.m.k. margir þeirrar skoðunar að stofnunin ætti helst að leiða börn sem mest hjá sér. ÞAÐ hefur nú veriö ákveöiö i stórum dráttum, hvernig fundi þeirra Brésnjefs og Carters, sem haldinn veröur i Vinarborg 15.-18. júni, verður háttaö. Alls munu þeir hittast fimm sinnum til viöræðna. Dagskráin verður sú, aö fyrst verður rætt um af- vopnunarmál, en undir þann liö heyrir undirritun Salt-2-samn- ingsins. Annar dagskrárliöurinn verður alþjóðleg deilumál, eins og ástandið i Austurlöndum nær, Suðaustur-Asiu og sunnan- verðri Afriku. Undir þriðju dag- skrármálin falla viðskiptamál tollmál, visindamál og tækni- mál. Sennilega koma mann- réttindamál þar einnig til með- ferðar. Vafalitið mun mesta athygli beinast að fyrsta dagskrárliðn- urn og þó fyrst og fremst Salt-2. Astæðan er ekki sizt sú, aö óséð er hvaða meðferð hann fær i öldungadeild Bandarikjaþings, sem þarf að samþykkja hann með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða, ef hann á að öðlast gildi. Eins og er viröist engu hægt að spá um, hver endanleg úrslit verða þar. ÞAÐ viröist hins vegar ljóst, að það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef öldungadeildin fellir Salt-2. Þær geta jafnvel orðið hliðstæðar afleiðingunum, sem hlutust af þvi, að öldunga- deildin hafnaði á sinum tima til- lögum Wilsons forseta um þátt- töku Bandarikjanna i Þjóöa- bandalaginu, en það var i reynd dauöadómur yfir þvi. Ef Salt-2 fellur, eru allar likur á, að kapp- hlaupið i framleiöslu gereyðing- arvopna færist i aukana, ásamt öðrum vigbúnaöi. Hins vegar styrkjast þær vonir, að sam- komulag náist um frekari sam- drátt vigbúnaðar, ef Salt-2 tekur gildi. Þá er ljóst, að falli Salt-2, get- ur það haft mikil áhrif á sam- vinnuna innan Atlantshafs- bandalagsins. Rikisstjórnir allra bandalagsrikjanna i Vest- ur-Evrópu leggja áherzlu á, að Salt-2 komi til framkvæmda. I framhaldi af þvi gætu hafizt viðræður um Salt-2 sem m.a. myndi fjalla um samdrátt kjarnorku- vigbúnaðar i Evrópu. Salt-2 fjallar eingöngu um að tak- marka langdræg kjarnorku- vopn, sem kæmu til greina i styrjöld milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Hins vegar nær samningurinn ekki til skamm- drægari kjarnorkuvopna, sem hægt er að nota i styrjöld milli austurs og vesturs i Evrópu. Salt-3 myndi einkum fjalla um samdrátt slikra kjarnorku- Giscard og Schmidt hafa lýst eindregnu fylgi viö Salt-2. vopna og þvi hafa Vestur- Evrópumenn mikinn áhuga á slikum samningi. Hann myndi hins vegar verða úr sögunni, a.m.k. að sinni, ef Salt-2 yrði hafnað. RtKISSTJ ÖRNIR Vestur- Evrópu gera sér einnig vonir um, að þaö gæti haft heppileg áhrif á viðræðurnar i Vinarborg um samdrátt venjulegs herafla i Mið-Evrópu, ef Salt-2 tæki gildi. Þessar viöræður hafa staðið ár- um saman, án teljandi árang- urs. Þar hefur strandaö ekki áizt á þvi, að ósamkomulag er um, hver sé nú herafli Atlantshafs- bandalagsrikjanna annars vegar og Varsjárbandalagsrikj- anna hins vegar. Rússneski blaðamaðurinn Vladimir Komler(APN) hefur nýlega ritað grein um þessar viðræður, þar sem hann bendir á, að ósamkomulagið stafi einkum af þvi, aö samningsaðil- ar meta mannafla og hergögn mismunandi, enda uppbygging herjanna talsvert ólik. Þannig teljist venjulegt starfsfólk, sem vinnur hjá hernum, hluti hersins hjá Rússum, en ekki hjá vesturveldunum. Vissar her- deildir flokkist undir landher hjá Rússum, en flugher hjá vestrænu rikjunum. Saman- burður á vopnum sé einnig mjög erfiður, þvi að ekki megi ein- göngu miða við tölu þeirra. Til þess að komast hjá þessum ásteytingarsteinum og öðrum slikum, væri ef til vill nauðsyn- legt aðbyrjaá þvi að koma sér saman um, hvernig meta beri hinar einstöku greinar herafl- ans og vigbúnaðarins, en það er vandaverk. Vafalaust mun Vinarviðræö- urnar bera á góma hjá þeim Brésnjef og Carterog myndi þaö teljast umtalsverður árangur, ef þar þokaðist i samkomulags- átt. Það er bersýnilegt, að Carter mun leggja á það mikla áherzlu að fá Salt-2 samþykktan. En hann hefur við ramman reip að draga, þar sem eru hinir vold- ugu hergagnaframleiðendur i Bandarikjunum og vantrú margra á slökunarstefnunni. Það styrkir Carter hins vegar, að Salt-2 hefur eindregiö fylgi i Vestur-Evrópu og að hann getur bent á, að fall hans gæti orðið skaðlegt fyrir vestrænt sam- starf. Þá myndi það ekki sizt styðja Carter, ef Brésnjef reyndist samningsfús um fleiri mál á Vinarfundinum. Þ.Þ. JS Dobrynin og Vance hafa unnið mest að Salt-2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.