Tíminn - 30.05.1979, Síða 7

Tíminn - 30.05.1979, Síða 7
7 ipmssnn VAR SÍÐAN AF ÞIN6I GENGIД Sól er hátt á lofti, sumar i almanakinu og söngur fugla vakinn hér og þar. En hluti landsins er undir fannbreiöu og bændur þreyta enn einu sinni örlagaglimu viö óbliö náttúru- öfl. Alþingi var slitiB fyrir fáum dögum. A slöasta vinnufundi af- greiddi þingiB allstór áform i vegamálum. Mörg merk lög lætur þaB og eftir sig og svo ályktanir. En þaB var likt og þingmenn formyrkvuBust all- margir, þegar taka skyldi ákvöröun um ákveöna þætti aö- steöjandi vandamála i islenskum landbúnaBi. Forsagan i fáum orð- um Á hálfri öld hafa bændur hvaö eftir annaö oröiö fyrir búsifjum af völdum fjárpesta og gróöur- skemmda i höröum árum. A hinn bóginn hefur tæknin haldiö innreiö sina og framfarir á öörum sviöum oröiö stórstíg- ar.^ Allar þjóöir heims kappkosta aö efla innlenda matvælafram- leiöslu. íslendingar hafa lengi verið sjálfbjarga um kjöt og mjólk og raunar vel það. En fjölbreytni i framleiöslu búvara hefúr ekkiaukist aðsama skapi. Sala islenskra búvara erlendis hefur veriö öröug og ástandiö fariö versnandi vegna innlendrar óöaveröbólgu og niðurgreiðslna og verndartolla i markaöslöndum okkar. Fyrir allmörgum árum óskuöu bændur eftir lagaheimild til aö skipuleggja framleiðsluna og stjórna henni að vissu marki. Þeim var synjað um þetta. Framleiöslan óx og lög- ákveönar útflutningsbætur nægðu ekki lengur. 1977 skorti hálfan milljarö. Þáverandi rikisstjórn leysti þann vanda. Árið 1978 skorti rösklega milljarð. Núverandi ríkisstjórn lagöi fram þaö, sem nægöi til þess að fullar útflutningsbætur yröu greiddar á allt sem útflutt var það ár. Enn höföu bændur fengið umbeönar stjórnunarheimildir. Þaðer fyrst á útmánuðum 1979, sem alþingi gefur slikar heimildir meö breytingu á lögum um Framleiðsluráö landbúnaöarins. Ekki tókst þó betur til en svo aö máliö var afskræmt i' meöförum Alþingis og öröugt virðist um aögeröir. Þó veröur reynt aö gera gott úr eftir þvi sem tök eru á. Nú er áætlað, að skorti 5 mill- jaröa á útflutningsbætur. Þaöer I engu samræmi viö aðgerðir stjórnvalda að láta bændur eina bera þennan skell. Við hvern er að sakast? Þaö er hagur hvers einstakl- ings aö framleiöa góða vöru I miklu magni. Aöhald i fram- leiöslu veröur aö framkvæma meö skipulegu átaki. — Dettur nokkrum i hug, að samdráttur i þorskveiðum veröi aöveruleika án slikra aögeröa? Nei, áreiöanlega engum. Sama gildir i landbúnaöi. Bændur hafa i 6 ár beöið um stjórnunaraögeröir og lagt á ráöin um mótun þeirra. Þeir fengu lögglöf um þetta fyrst nú fyrir fáum vikum og þó i slitrum. Þeir veröa þvi aö fá sinn aölögunartima. Landbúnarráöherra lagði til, að þeir tækju sjálfir nú þegar á sinar heröar einn þriöjung þeirrar vöntunar á fullum útflungingsbótum, sem veröa kann á þessu ári. Rikið skyldi ábyrgjast lán fyrir tveimur þriöju hlutumsem siöan yröi aö miklu endurgreitt meö þeim fjárveitingum, sem rikissjóöur sparar eftir aö árangur skipu- lagningar og stjórnunaraögeröa kemur I ljós. Þetta viröist nokkuö eölilegt eins og fram hefur undiö kjara- málum á landi hér. Og ef litið er til ástandsins innanlands að öðru leyti, þá viröist þessi lausn enn sjálfsagöari en ella. Makt myrkranna Um alllant skeiö hafa nokkur dagblöö i Reykjavik haldiöuppi linnulausum hatursáróöri igarð islensks landbúnaöar undir margvislegu yfirskini. Illgresiö skýtur rótum og þroskast og angar þess hafa fyrir löngu náö inn á Alþingi. En lengi vel tókst aö halda þvi i skefjum. Með vel skipulögöum róg- buröi tókst andstæöingum Framsóknarflokksins aö lama hann svo I sföustukosningum , aö hann er nú minnsti þing- flokkurinn. — Þaö hefur þegar haft sinar afleiBingar. Nú steöja að islenskum landbúnaöi samansafnaöir erfiöleikar. Vörurnar seljast ekki á viöhlitandi veröi. Harðindi eru meiri en dæmi eru til á þessariöld o.s.frv. — Þá er höggiö greitt. Þetta eru svo sögulegir atburöir og skuggalegir um leiö, aö nauösynlegt er aö skýra frá þeim umbúöalaust og fjalla um þá frá ýmsum hliöum. Hverju reiddust goðin Til meöferöar var á Alþingi stjórnarfrumvarp um beina samninga rikisvalds og samtaka bænda. Landbúnaðar- ráöherra haföi lengi leitaö samstarfs i rfkisstjórn um heimild til aö leysa hluta af söluvandræöunum en árangurs- laust. Nokkrir þingmenn i land- búnaöarnefnd neöri deildar fluttu tillögu i sömu stefnu viö 2. umræðu þessa máls til þess aö láta á þaö reyna, hver væri vilji Alþingis. Þegar tillagan var felld var reynt aftur viö 3. umræðu meö tillögu, sem gekk skemmra.Það var þetta sem kom af staö atburöum I neöri deild Alþingis, sem ekki eiga sér raunar hliöstæðu, a.m.k. ekki hin siðari ár. Eftirminnilegar at- kvæðagreiðslur Viö 2. umræöu frumvarpsins um beina samninga bænda viö rikisvaldiö 21. mai,er tillaga frá Stefáni Valgeirssyni og fleirum um heimiid fyrir rikisstjórnina að ábyrgjast lán fyrir Framleiðsluráö landbúnaöarins til að leysa úr aösteöjandi vanda að tveimur þriöju hlutum.felld að viöhöföu nafnakalli. — Já, sögöu allir framsóknarmenn i deildinni, 8 Alþýöubandalags- menn, einn Alþýöuflokksmaöur, Finnur Torfi Stefánsson, og tveir Sjálfstæöismenn, Friöjón Þóröarson og Eggert Haukdal alls 18 þingmenn. Nei sögöu 11 sjálfstæðismenn og 8 Alþýöu- flokksmenn, alls 19. Tillagan var þannig felld með eins atkvæöis mun. Meöal þeirra, sem sátu hjá viö atkvæða- greiösluna, voru tveir Alþýðu- bandalagsmenn, Garöar Sigurðsson og Eövarö Sigurðs- son en stuöningur þeirra heföi nægt til þess aö tillagan næöi samþykki. Við 3. umræöu daginn eftir flytur Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýöu- flokksins, tillögu um umoröun bráöabirgöaákvæöis þessa stjórnarfrumvarps. Og Stefán Valgeirsson og fleiri flytja enn tiilögu um ábyrgöarheimild, sem gekk skemmra en fyrri til- laga. Gekk nú máliö til atkvæöa. Þá gerist þaö fyrst, aö skemmdartillaga Sighvats Björgvinssonar er samþykkt meö tilstyrk alls þorra sjálf- stæöismanna. Varaugljós gleöi- bragur á liösmönnum Sighvats eftir afrekiö. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra: Snögg umskipti En skjótt skipast veöur i lofti. Næst ber forseti upp tillögu um lántökuheimildina. Þvi er mót- mælt harkalega á þeim for- sendum, aö hún samrýmist ekki nýsamþykktri tillögu Sighvats Björgvinssonar. Þaö ber alloft viö, aö skoöanir séu skiptar um slik atriöi. For- seti ber sig þá jafnan saman viö skrifstofustjóra Alþingis og fellir siöan úrskurö, sem þing- menn hlita. Sami háttur var haföur á nú. En þá bregður svo viö, aö þingmenn veröa ókvæöa og hverfa af fundi, sumir meö allmiklum fyrirgangi. Nokkrir þingmenn, sem enn sátu i sætum uröu fyrir ónæöi og voru nánast leiddir út úr þingsalnum. Itrekaöar tilraunir voru geröar til aö ná öörum út, sem þó ekki rótuöu sér. Ég á ekki sæti I neöri deild, en stóð I dyrum vestari hornstofu og sá glöggt yfir vett- vang. Mér er eiður sær, aö þau 30 ár, sem ég hef veriö viö hús á Alþingi, hef ég aldrei oröið vitni aö svo sterkum geöhrifum jafn- margra alþingismanna. Fór ekki á milli mála, aö hér fylgdi hugur máli og aö mikils þótti viö þurfa! Þegar deildin var ekki lengur ályktunarfær, hættu brottviknir þingmenn tilraunum aö telja fleiri á útgöngu — Eftir sátu þá i fundarsal neöri deildar Gunn- laugur Stefánsson og Finnur Torfi Stefánsson úr Alþýðu- flokknum, Friöjón Þórðarson, Eggert Haukdal og Jósef Þor- geirsson úr Sjálfstæöis- flokknum . Allir framsóknar- menn sátu kyrrir og allir Al- þýöubandalagsmenn, en Garðar Sigurösson og Eövarö Sigurös- son, sem setiö höföu hjá daginn áöur, greiddu nú atkvæði lán- tökuheimildinni i breyttri mynd. En nú var þaö of seint. Forseti tók máliö út af dagskrá og hlaut þaö aldrei afgreiöslu frá fyrri deild. Kaldar kveðjur en lika lexia Sennilega hefur engin stétt á Islandi fengiö kaldari kveöjur frá Alþingiog síst á háskastund. Úrræöi GeirsogSighvats, rann- sókn og skoöun og veik von um stuöning á jólaföstu minna á viöbrögö danskra stjórnvalda i haröindum fyrri alda. Þau þóttu sein á stundum, e.t.v. ekki vegna illvilja, heldur skilnings- skorts. En þeir höfðu sina afsök- un sitjandi úti i kóngsins Kaupinhafn. Haröindi geta hjálpaö til aö draga úr offram- leiöslu. En f járhag bænda bæta þau ekki, þaö eitt er vist. Geir Hallgrimsson segir i grein i Morgunblaöinu sl. fimmtudag, aö vandamál vegna offramleiöslu séu eitt, vegna harðinda annaö. En honum láist að gæta þess, aö bóndinn, sem ekki getur selt afurðir sinar og bóndinn, sem nú berst upp á lif og dauöa við haröindi sem ekki eiga sinn lika á öldinni, er einn og sami maöurinn. Og hann þarf á liöveislu aö halda strax. ,,Þess vil ég biöja þig, Gissur jarl, að þú fyrirgefir mér þaö, er ég hef af gert viö þig”, mælti Þóröur Andrésson foröum og Gissur jarl svarar: „Þaö vil ég gera, þegar þú ert dauöur". Bændur hafa ekki fyrr veriö teknir slikum kverkatökum sem nú. Framsóknarflokkurinn er í fyrsta sinn frá þvf hann var stofnaöur minnsti flokkur þingsins. Hann einn stóö óskipt- ur meö málstað bænda I hinum eftirm innilegu atkvæöa- greiöslum á dögunum. Bænda- samtökin hafa af fullri ábyrgö beitt sér fyrir þvi að sett yröu lög, sem heimiluöu skipu- lagningu og stjórnun fram- leiöslunnar. Einstakir bændur hafa gagn- rýnt þessa stefnu og sagt kalt: Viö framleiðum — þiö ábyrgist! En þetta gengur ekki lengur. Afkastageta landbúnaöarins i kjöti og mjólk er i góöæri meiri en svo, aö „eðlileg” afsetningsé möguleg, a.m.k. á meöan ná- grannaþjóöir beita niöur- greiöslum og verndartollum i sama mæli og nú. Baráttan heldur áfram. Atburðir siöustu vikna og mánaöa eruefni i langa ritgerö. Ég læt þetta nægja aö sinni. Afram skal halda og hefja nýja sókn til bjargráöa. Enda þótt misvitrir stjórnarþing- menn hafi komiö i veg fyrir aö sett yröi löggjöf um beina samninga bænda og rikisvalds, mun landbúnaöarráöherra hefjast handa um viðræður bænda og fulltrúa rikisstjórnar- innar um lausn brýnustu vanda- mála. Allir bændur vita, að sumariö kemur aö lokum, þótt stundum seinki sumarkomunni, og starfa eftir þvi viö hin breytilegustu skilyrði. — óhjákvæmilegt er aö starfa i sama anda á sviöi landsmálanna. Bændur hafa ekki fyrr veriö teknir slikum kverkatökum sem nú.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.