Tíminn - 30.05.1979, Side 17

Tíminn - 30.05.1979, Side 17
Miðvikudagur 30. mai 1979 17 Lesendur skrifa Enn um sjónvarpið Þær eru orðnar margar kveðjurnar, sem sendar hafa verið sjónvarpinu 1 dagblöðum undanfarin misseri. 1 flestum þeirra kveður við sama tón. Höfundarhafaalltá hornum sér og fátt eða ekkert virðist vel gert, enda er það neikvæða fólk- ið, sem lætur til sin heyra en það jákvæða þegir oftast. Ég tel mig vera i siðari hópnum enda er ég þeirrar skoðunar, að þau tiu ár, sem sjónvarpið hefur verið starfrækt, hefur það á engan hátt brugðist þegar á allt er litið. Það verður aldrei gerð sú dagskrá sem allir geta sætt sig við til fulls. Ahorfendum ætti að vera ljóst, aðsú dagskrá, sem boðið er uppá miðar að þvi ao gera sem flestum til hæfis, Allt um það, ég hef ákveðna skoðun á þvi hvernig bæta má dagskrá og nýta betur þenn- an áhrifamikla fjölmiðil til auk innar menningar. Ég tel að auka eigi kennslu t.d. i tungumálum, garðrækt óg ýmsum þáttum helstu atvinnu- veganna. Þetta efni er sjálfsagt að endurtaka, og ætti það að vera stofnuninni nokkur sparn- aður. Efni af þessu tæi hefur áð- ur verið á dagskrá, en horfið að mestu i seinni tið og kann það eflaust að starfa af þröngum fjárhag. Vonandi stendur þetta til bóta. Einn er sá liður á dagskránni, sem oft er fjallað um i blööum, en það er barnatiminn. Er það mjög eðlilegt að þessi liður veki mikla athylgi, þar sem hann næctil svo margra og óllkra áhorfenda og áheyrenda. Það eru ekki aðeins börnin, sem hafa ánægju af barnatimunum, heldur veit ég að margt gamalt fólk horfir á hann t.d. á heimil- um aldraðra. Frá áramótum hefur þessi þáttur verið i umsjá Svövu Sigurjónsdóttir kennara. I byrjun voru þættir hennar all frábrugðnir fyrr þáttum að þvi leyti, að hún kom fram með meira fræösluefni en áður hefur verið og fléttaði saman gamni og alvöru. Það ætti að vera öll- um foreídrum gleðiefni, þegar börn þeirra eru uppfrædd og leidd til meiri þroska um leið og þeim er skemmt.Þetta kunna þó þvi miður ekki allir foreldrar að meta og telja að skólunum beri að sjá um alla fræöslu — engar smákröfur það. Það kann þó að vera að þessir foreldrar kæri sig ekki um meiri fræðslu en skyldunámið börnum sinum til handa. Hljóta þessir foreldrar að vera afar lélegir uppalendur i flestum tilvikum. Svo undarlega hefur brugðið við þrjá sl. sunnudaga að um- sjónarmaður barnatimans Svava Sigurjónsdóttir hefur hvorki komið fram til að heilsa og kynna né kveðja i lokin. Þetta tel ég með öllu óþolandi ókurt- eisi og litilsvirðingu giö áhorf- endur — og umsjónarmann.sé þetta ekki gert að hennar ósk. Hverju sætir þessi fáránlega nýbreytni? Við horfum ekki svo á iþróttaþætti, að umsjónar- maður sé ékki mikinn hluta tim- ans i fullri stærð á ákerminum, og þegar hann lýsir hlaupi eru allir löngu komnir i mark áöur en hann hefur kynnt þá.' Siðast- liðinn laugardag kynnti þessi sami maður rúmenska fim- leikastúlku sem austur-þýska, og til öryggis endurtók hann vitleysuna. Það var ekki nóg með að nafn og þjóðerni stæöi á skerminum heldur voru búning- arnir mjög auðþekkjanlegir — sá rúmenski hvitur en þýski rauður. Þeir sem eru með skerta heyrn losna blessunar- lega viö mistök af þessu tæi. Fyrir þetta fólk þarf aö hafa texta með öllu efni, jafnt inn- lendu sem erlendu. Siðustu þrir þættir af stundinni okkar hafa verið svo lélegir að furðu gegnir- Uppistaö an hefur verið erlend (sænksk) hugmynd með andlit á hvolfi. Stjórnandi upptöku virðist svo heillaður af þessari innihalds- lausu vitleysu, aö hann ofgerir taka þetta’i hiprlLTfeendur- taka þetta i Það er annars alvarlegt áhyggjuefni hvort ekki fer aö rætast úr með að fá sæmilega hæfa upp- tökustjóra, sem kunna til verka. Þaö var sorglegt að sjá hvernig svo einstæðu og frábæru efni sem Dagur hestins var gjör- samlega klúörað. Myndatakan var dæmigerð fyrir algeran byrjanda sem sneri til suðurs þegar þulur talaði um hross I norðri. Nærmyndir voru engar frekar en vélarnar væru bilaðar eða allt tjóðrað fast. Þetta var hörmulegt slys, sem ekki má endurtaka sig. Fleira væri hægt að týna til, en ég ætlaði ekki að vera nei- kvæður svo mál er aö linni að sinni. Velviljaður sjónvarpsáhorf- andi. NUERU GÓÐRÁÐ ODYR! Þér er boöið aö hafa samband viö verkfræöi- og tæknimenntaöa ráögjafa Tæknimiöstöövar- innar ef þú vilt þiggja góö ráð i sambandi viö eftirfarandi: Stjórnlokar (loftogvökvi) Eitt samtal viö ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort sem um er aö ræða vangaveltur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun e viögerö á þvi sem fyrir e íf^lii VERSLUN - RÁÐGJÖF-VIDGERDARÞJÚNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600 Auglýsið í Tímanum Fermingar i Stafholts- prestakalli á Hvita- sunnudag. í Hvammi kl. 11. Kristin Þórisdóttir, Hóli. Leifur Einar Leopoldsson, Hreðavatnsskála. Þórhallur Björnsson, Hreðavatnsskála. Þorsteinn Þorsteinsson, Brekku. 1 Stafholti kl. 2. Asta Brynjólfsdóttir, Stafholti. Björk Olafsdóttir, Kaðalstöðum. Sigriður Helga Skúladóttir, Svignaskarði. Þórdis Sveinsdóttir, Eskiholti. Jón Aðalsteinn Tómasson, Hofstöðum. Logi Vigþórsson, Varmalandi. Valdimar Þorvaldsson, Kópavogi. Páll Ásgeir afhenti D R E K I trúnaðarbréf í Noregi Hinn 15 . þessa mánaðar afhenti Páll Asgeir Tryggvason, sendiherra, Ólafi V. Noregskon- ungi trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Islands i Noregi. Kaupi bækur gamlar og nýjar, is- lenzkar og erlendar, heilleg timarit og blöð, einstakar bæk- ur og heil söfn. Skrif- ið eða hringið. Bragi Kristjónsson Skólavörðustig 20 Reykjavik. Simi 29728. K U ° B B U R \Vá, betta er viðburðarikur dagur. Þetta eri fyrsta bókfinkan’ sem ég sé. Hlustaðu á 11 hana! Hún, er æst og gefur frá sér mikil KannsM ertu ,fyrsti fuglaskoðar .inn hennar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.