Tíminn - 17.06.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.06.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. júnl 1979 23 greindi siöar frá þvi aö megin- hluti þessa liös heföi veriö Austurríkismenn, þjálfaöir i fjallahernaöi og haföi þeim veriö hópaö um borö eins og sauöfé og fluttir þessa 1000 milna löngu leiö i vondu veöri. Mun liöan þeirra ekki hafa veriö góö sem von er til. Vörn Eidsvold og Norge Eidsvold var sökkt úti á firöin- um en samkvæmt frásögn skipstjórans á enska flutninga- skipinu North Cornwall var Norge sem hóf skothriö á þýsku tundurspillana, sökkt inn á sjálfri höfninni. Sá skipstjórinn er mikil sprenging varö miðskips og brotnaöi skipiö þá i tvennt og sökk á einni minútu. Heyröi hann óp mannanna sem böröust fyrir lifi sinu i isköldum sjónum. Niutiu og sjö mönnum var bjargað af þeim fjögur hundruð sem voru i áhöfn- um skipanna tveggja og er þess hér aö geta, aö á þessari stundu var Þýskaland ekki i striöi við Noreg enn og innrásin og taka þessara borga sagöar hafa veriö „friösamleg aögerö”. Þannig komst Narvik um skeiö i hendur Þjóöverja en viö þessi tiöindi létti nú breskur floti akkerum I Scapa Flow og bjóst til atl ögu. Mætast stálin stinn Kvöldið fyrir innrás Þjóðverja eöa hinn 7. april haföi enski tundurspillirinn Glowworm, sem var i flokki þeirra skipa sem lögöu tundurduflin helst úr lest þeirra,þegar hann tapaði manni fyrir borð i þungum sjó og hring- sólaöi á hafsvæðinu viö leit að honum. Klukkan 8 aö morgni dag- inn eftir þegar hann stimdi til norðurs á eftir skipunum, kom hann auga á einn og siöan tvo tundurspilla óvinarins. Lagöi Glowworm þegar til atl ögu viö þá en þeir létu undan siga og huldu sig reykskýjum. Skömmu siöar tilkynnti Glowworm um óþekkt skip á noröurleiö en skeyti þetta komst aldrei nema hálft til skila þar sem fáum augnablikum siðar var áhöfnin farin aö fást við eitt beiti- skipa óvinarins og nokkra tundurspilla aö auki. Eftir vask- lega baráttu gegn ofureflinu var skipinu sökkt, en Þjóðverjar Þetta er mynd frá þvi er Þjóöverjar gengu á land i Narvlk. Myndin fannst I flaki þýska tundurspillisins Hans Ludemann, en frá afdrifum þess skips segir i þriöja hluta frásagnarinnar. björguöu fáeinum af áhöfninni.1 í dagrenning hinn 9. april upp- hófst svo sjóorrusta milli enska orrustuskipsins Tenown og þýsku herskipanna Scharnhorst og Hipper. Þarvarþá rokhvasst,sjór þungur og hriöarveður. Tenown hóf skothrið á 18 kilómetra færi. Scharnhorst svaraöi,en sneri nær samstundis frá og fylgdi Renown á eftir svo sjór gekk yfir báða fallbyssuturnana aö framan- verðu. Þýska skipiö haföi laskast verulega og hætti skothriöinni og sigldi suöur á bóginn en Hipper fylgdi þvi eftir og huldi það reyk- skýi. Skothriöin var slitrótt vegna snjóhryöjanna og slæms skyggnis en hætti þó ekki með öllu fyrr en þýsku skipin hurfu úr augýn i 30 kilómetra fjarlægö. Loftárásir Þennán sama dag var megin hluti breska flotans staddur á hafsvæöinu noröur á móts viö Bergen og lá undir stööugum árásum þýskra flugvéla. Fór ýmsum sögum af gangi viöur- eignarinnar i útvarpi hinna striö- andi þjóöa en tvö beitiskip Breta skemmdust verulega er þau voru hæfö sprengjubrotum, en ein þung flugvélasprengja féll á Rodney, sjálft flaggskipiö. Þykk stálbrynjan á dekkinu fékk þó staðist höggið en tiu menn særðust. Fimm atlögur voru geröar aö beitiskipinu Aróra, sem ailar mistókust. Hins vegar var tundurspillinum Gurkha sökktog björguðust af honum allir nema 15 menn. Meðan þessu fór fram voru enskir kafbátar athafnasamir á Skagerak og Kattegat og unnu mikil spjöll á flutninga- og birgðaskipum, sem voru á ferö milli Þýskalands og Noregs. Tundurspillarnir fimm Að kvöldi hins 9. april voru fimm enskir tundurspillar, Hardy, Hotspur, Hostile, Howock og Hunterstaddirá Vestfiröi milli Lofoteneyja og lands. Samkvæmt þvi sem flotamálaráöherra Breta sagði neöri málstofunni siðar, höföu þeir skipun um að ráöast á óvininn sem sestur var aö i Nar- vik og sérstaklega var þeim ætlað að granda flutningaskipunum, sem flutt höfðu þýska herliöið til Narvikur og sem óvinurinn þurfti aö treysta á vegna varna sinna. Aætlaö var þaö magn af vopnum sem gefist haföi ráörúm til aö flytja á land á þeim 24 stundum sem þeir höföu veriö þarna. Ofurhuginn Warburton Lee Þessi breska flotadeild var undir stjórn Bernard A.W. War- burton Lee, sjóliösforingja á Hardy. Klukkan fjögur siödegis var hann staddur á móts viö norsku hafnsögustööina á Tranoy og sendi þá tvo foringja sinna I land til þess aö fá þær upplýsing- ar, sem fyrir hendi kynnu að vera. Þeir komust að þvi aö Nar- vik var nú i höndum Þjóðverja og aö inni á firðinum lægju minnst sex tundurspillar óvinanna, skip sem voru miklu stærri og búin þyngri vopnum en Hardy og önn- ur skip*flotadeildarinnar bresku. Þessi tiðindi voru send I skeyti til flotastjórnarinnar. ,,A ég aö fara inn?” spuröi Warburton Lee. Flotastjórnin taldi aðgerðina svo áhættusama að klukkan eitt aöfaranótt hins tiunda gáfu þeir það svar, að sjóliösforinginn yröi sjálfur að taka ákvörðun um hvort af aögerðum yröi eða ekki. Warburton Lee var ekki maöur sem lengi tvisté. Hann var aö- eins þrjátiu og tveggja ára gam- all en hafði þegar áunniö sér traust og virðingu fyrir flotaþjón- ustu sina.en hann haföi veriö viö flotann riöinn mikinn hluta aldurs sins. Hann sendi þvi svar um hæl um 1300 milna veg, til flota- stjórnarinnar i Whitehall: „Legg til bardaga”. Hann ákvaö aö gera árás i dögun. í næsta blaði verður sagt frá dæmalausum hildarleik ensku tundurspillanna við ofurefli liðs Þjóðverja i Narvik, þar sem meiri atburðir áttu eftir að gerast á næstu dögum en nokkurn gat ór- að fyrir. Ofot fjötéuh Ballanqen flái Fjdf/acejoiV /■ sjörflllurr) Ji'arvík CALANT CALANT SAPPQRO íALANT SIGMA Fyrstu 3 sendingar uppseldar. Eigum bíla til afgreiðslu í ágúst MITSUBISHI Gormafjöðrun að framan og aftan sem gerir bílinn sérstaklega mjúkan í akstri. Mjög sparneytin vél meó jafnvægisásum, sem gera gang vélarinnar einstaklega þýóan og auka endingu hennar. P. STEFANSSON HF. SIOUMULA 33 - SIMI 83104 - 83105 Ljósm. Sig. Þo'rgei

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.