Tíminn - 17.06.1979, Blaðsíða 22
22
Sunnudagur 17. júni 1979
Senn eru 40 ár liðin frá upphafi siðari heimsstyrjaldar og á þessu sumri er
fertugsafmæli margra örlagaríkra atburða# sem tengjast aðdraganda þessa
hildarleiks. Sumarið 1939 var eitt hið heitasta sem á Islandi hafði komið í manna
minnum og margir núlifandi Islendingar geta borið vitni þar um. I þessari grein er
þó ætlunin að skyggnast um í svalara umhverfi og hverfa fram á síðvetur 1940,
þegar háður var i Noregi einn eftirminnilegasti sjóbardagi allrar styrjaldarinnar
— strandhöggið í Narvík. Greinin er byggð á samtimalýsingu eftir enska rithöf-
undinn Taffrail.
Atökin milliÞjóöverja og Englendinga voru hafin viö strendur Noregs,
þegar nokkrum dögum fyrir innrásina. Hér sekkur enskt eftirlitsskip
eftir viöureign hiiin 8. april.
Rifjaöir upp einstæöir atburðir
frá innrás Þjóöverja
í Noreg og átökum breskra og
þýskra bryndreka inni á mjóum firöi
norðan heimskautsbaugs
Smábærinn Narvik liggur 135
milur noröan heimskautsbaugs
viö hinn langa og hlykkjótta Ofot-
f jörö og á þessum tima voru ibúar
um tfu þúsund talsins.
Sænsku landamærin eru rétt
innan viö 20 mílur i burtu og ligg-
ur járnbraut frá Narvik til
sænsku járnnámanna og byggöist
atvinnulif 1 Narvlk nær eingöngu
á störfum viö útflutning járn-
grýtis. Höfnin sem oftast var auö,
var venjulega full af gufuskipum
og annriki nóg á hafnarbökkun-
um.
Járnmálmsf lutningar
Þjóðverja
Þjóöverjar sóttu mikiö af þvi
gæöajárni sem þeim var svo
nauösynlegt vegna striös-
rekstursins til Narvikur og lá leiö
flutningaskipanna um þaö bil 1000
mllur um norskt hafsvæöi og inn-
an eyja, þar sem bresk herskip
gátu ekki skorist I leikinn meö
löglegum hætti þar sem Noregur
var enn hlutlaust, fullvalda land.
Styrjöldin haföi staöiö I sjö
mánuöi, þegar rikisstjórnir Bret-
lands og Frakklands lýstu yfir
þeirri ákvöröun sinni hinn 8. april
aö leggja tundurduflum á þrem
stööum viö vesturströnd Noregs
til þess aö hindra stööuga umferö
óvinarins um hafsvæöi, sem aug-
ljóslega höföu mikiö gildi fyrir
hann. Var þessi ákvöröun réttlætt
meö þvl aö minna á miskunnar-
leysi Þjóöverja gagnvart
kaupskipum og fiskiskipum hlut-
lausra landa og enn aö Norömenn
væru þvingunum beittir til þess
aö leyfa slikar siglingar.
Eitt þessara þriggja tundur-
duflasvæöa var nærri Bodö viö
suöurenda Vestfjaröar en inn úr
honum gengur Ofotfjöröur,
sem Narvik liggur viö. Hinn 8.
april lágu ein 24 kaupskip þar I
höfninni og voru fimm bresk, nlu
þýsk,sjö sænsk, tvö norsk og eitt
hollenskt. Nokkur þýsku
skipanna voru þarna aö lesta
járngrýti. Tvö þýsku skipanna
voru hins vegar af gerö sem
aldrei áöur haföi sést I Narvik. Aö
kvöldi hins 8. april birtist svo I
höfninni þýska skipiö Jan Weilem
12000 tonn aö stærö en þaö var
móöurskip fyrir hvalveiöiflotann
og var nú hlaöiö miklu magni af
oliu.
Þýskt herlið gengur á land
Tvö norsk herskip, strand-
gæsluskipin Norge og Eidsvold,
voru einnig stödd viö Narvik en
héldu sig utan hafnar og voru
sýnilega aö gegna þvi hlutverki
slnu aö gæta hlutleysis landsins.
Þennan sama dag var þýska
flutningaskipiö Rio de Janeiro,
skotiö niöur viö suöurströnd
"Noregs á Skagerak á móts viö
Lillesand og kom i ljós.aö þaö
flutti einkennisbúiö herliö á leiö
til Bergen frá Stettin.
Snemma morguns hinn 9. april
réöust svo Þjóöverjar inn i Dan-
mörku og Noreg og voru borgirn-
ar Osló, Stavanger, Bergen,
Þrándheimur og Narvlk I einu
vetfangi orönar fullar af þýskum
hermönnum.
Þjóðverjarnir gengu á land um
kl. 5 aö morgni i Narvik, um þaö
bil 1500-2000 manns og var þessi
litli bær hertekinn án teljandi
mótspyrnu. Nokkrar þessara her-
sveita eru sagöar hafa komiö upp
úr lestum Jan Wellem og öörum
þýskum flutningaskipum, þar
sem þeir þýsku höföu leynst. Aör-
ir komu meö þýskum tundurspill-
um, sem geystust inn á höfnina I
dagrenningu en þá var ofankoma
og hriöarveöur. Þýska útvarpiö
„Flotastjórnin taldi aögeröina svo áhættu-
sama, aö klukkan eitt aðfaranótt
hins tiunda april gáfu þeir þaö svar,
aö sjóliösforinginn yröi sjálfur
aö taka ákvöröun um hvort af aðgerðum
yröi eöa ekki og mundu þeir styöja
ákvörðun hans á hvorn veg sem hún yrði.
En Warburton-Lee var ekki maður
sem lengi tvisté ...”
Á skammri stundu haföi innrásarliöiö komiö byssuhreiörum fyrir á
þeim stööum, þar sem innrásin var gerö. Hér skyggnast þýskir her-
menn eftir ferðum óvinaflugvéla en fiskibátar Norömanna iiggja á
sjónum fyrir utan.