Tíminn - 30.04.1970, Side 8

Tíminn - 30.04.1970, Side 8
b TIMINN FIMMTUDAGUR 30. apríl 1970. Stdrefling Feröamálasjdðs nauðsynleg til stuðnings mikilvægri atvinnugrein \ Forystumenn Sambands veit- 'mga- og gistihúsaeigenda ræddu aýlega við bla'ðamenn og skýrðu þeim frá viðhorfum sínum í ferða- málum. Þau mál hafa mjög verið á döfinni og rætt um lielztu ráð til þess að laða hingað erlenda ferðamenn. Konráð Guðmundsson formaður sambandsins, skýrði frá því, að áhugi opinberra aðila hefði að undanförnu glæðzt tölu- vert og það hefði m. a. komið fram í því að fá tvo menn, annan íslenzkan og hinn erlendan til þess að kanna þessi mál og gera tillögur um nauðsynlegustu úr- bætur. Annar þessara mianna, Þorvarð- ur Elíasson, viðskiptafræðimgur, hefur samið að tilhlutan Ferða- málaráðs „Spá um þróun ferða- mála í Reykjavík til ársins 1980“. Hinn maðurinn, Ejler Alkjær, próf essor i Kaupimannahöfn, forstöðu- maðiur. „Stofnunar samgangna, ferðamála og héraðsvísinda" í Dantnörku skilaði sinni skýrslu um málið í haust. Hann bom hing- að fyrir milligöngu Sameinuðu bjóðanna. Þorvarður spáir því, að fjöldi erlendra ferðamanna hér tnuni aukast um Hl%. að meðaltali á ári ,úr 40 þús. árið 1988 í löO þús- und árið 1980 og það ár muni er- lendir ferðatnenn taka hótelher- bergi á leigu í 370 þús. nætur. Ef gent væri ráð fyrir 70% gistihúsanýtingu, sem teljast yrði góð, yrði að byggja hér um eða yfir 100 gistíherbergi á ári til jafnaðar næstu tíu árin. Vandinn mesti er hins vegar sá, að ferða- mannastraumurinn er langmestur þrjá sumarmánuði á ári og úti á liandi varla nema 6—7 vikur. Þess vegna muni miklar og lítt hugs- aðar hótelbyggingar ekki leysa vandann, nema fyrir öðru sé séð Þá sögðu forstöðumenn gisti- húsaeigenda einnig, að áhugi er- lendra rnanna á hótelbygging- ucn hér virtist dofnia mjög, er þeir kynntu sér aðstæður hér á landi, og hafa t. d. bæði Sheratonhring- urinn og Pan Am-flugfélagið hætt við ráðagerðir um hótelbygginigar hér, Alkjær próf'essor bendir á það í skýrslrj sinni, að meginvandi fsl. ferðamála ftúrista) sé það, hve ferðatími sumarsins sé stuttur og hér séu lítil skilyrði fyrir sumar- sfcemmtistaði. Hann segir, að Reykj'avílk geti ekki haldið áhuga gestanna nema 2—3 diaga, en ferð ir út á land séu dýrar og erfiðar. Reyna verði að gefa gestinum, sem kominn er langa vegu með æmum titkostnaði, færi á fjölþ. kynmum af landinu. Hann leggur áherzlu á að nýta hverasvæðin sem heilsulindir. aðstöðu til vetr- aríþrótta, fiskveiðar, einfcum sil- ungsveiðar. Þá leggur hann til að reynt verði eftir mætti að flytja ráðstefnur, sem hér eru haldnar, af aðalferðamannatímanum, en þó reynt að fá hirngað fleiri alþjóða- ráðstefnur með góðri fyrir- greiðslu á þægilegutn tfma árs. Þetta vill Ailkjær láta gera í tveim lotum, og taki hin fyrri tvö ár en hin siSari átta. Hann telur og heppilegt að nota herbergi skóla- Konráð Guðmundsson fólks á vetrum sem gistilherbergi á sumrin. Þegar tekizt heíur að auka ferðamannastrauminn utan há- annátímans, kemur fyrst rekstrar grundvöllur og raunweraleg þörf fyrir nýjar hótelbyggingar. Alkjær telur, að samfcvæmt á- ætlunum sínum sé unnt að auka ferðamannastrauminn um 5%. á ári næstu tvö árin, u«n 10% næstu þrjú þar á eftir og síðan um 15% árlega á síðari helmingi þessarar tiu ára áætlunar og yrði þá ferðamannafjöldinn orð- inn 124 þús. á ári. Alkjær gerir ráð fyrir 80% nýtingu gistihúsa í áætlun sinni. Gi'sti'húsaeigendur töldu, að áætl un Alkjærs væri sennilega og rökstuddari, þar sem hann gerir nákvæma grein fyrir, hvernig eigi að ná settu marki. Alkjær telur efcki farþega sfcemmtiferðaskipa með í áætlun sinni, en tölu þeirra áæflar hann 16 þús. árið 1980. Alkjær telur, að þessir 124 þús. ferðamenn, sem hingað geti kom- ið 1980, eyði um 10 millj. dollara á nú'gildandi gengi, en ferfalt hærri upphæð komi í hlut flutn- ingafélaga. Til samanburðar má geta, að s.l. ár urðu tekjur af erlendum ferðamönnum 3.6 millj. dollara. Alfcjær telur, að SameinuSu þjóðirnar elgi að hjálpa íslend- j ingum við framfcvæmd þessarar áætlunar, því að eniginn íslenzkur aðili hafi bolmagn til þess að koma henni fram, og efcki líklegt að erlent einkafjármagn fáist til þess. j Stjórnarmenn SVG- telja brýn- ustu framfcvæmdir í þessucn mál- um felast í eftirfarandi atriðum: •„1. Jafnframt því, sem hafin yrði framkvæmd fyrsta hluta áætlunar Alkjærs verði hér bom- ið upp fullbomnum hótelskóla, sem verði fær um að mennta og útsfcrifa starfefólk í allar meiri háttar stöður hjá íslenzkum hótel- um, þar eð núverandi sfcólum er um megn að ræfcja það hlutverk. Verði slíkur stoóli starfræktar í eigin húsnæði. 2. Komið verði upp miðstöð, sem hafi forgöngu um að auglýsa ísland út á við sem heppilegan vettvang fyrir ráðstefnur og. dvöl utan háannatímans. Slík miðstöð ætti einnig að vera upplýsinga- og fyrirgreiðsluaðili gagnvart þeim, sem vilja halda ráðstefnur hér. Kemur mjög til álita, hvort hér væ._ efcki einimitt tilvalið verkefni fyrir Ferðamálaráð, enda mundi þetta kosta svo mikið átafc, að það yrði ekki framkvæmanlegt án beinnar aðildar hins opinbera. En til þess að Ferðamálaráð geti tek- ið svo viðamikið verkefni að sér, þarf að sjálfeögðu að gem það starfhæft. 3. Seðlabanfcinn, æðsti aðili á sviði gjaldeyrismála, þeiti sér fyr- ir stórfelldri eflingu Ferðamála- sjóðs, svo að honum verði kleift að igegna Mutverlki sínu og fyrir- tæfci. sem starfa í þágu ferðamála, geti fengið úrlausn hjá honum og þurfi efcfci að leita annað, enda gæti sjóðurinn þess vandlega að styrfcja einungis 'fyrirtælki, sem sýnilega geti borið sig og verði ekki baggi á honum síðar. — Þessi þrjú atriði mætti stórlega bæta með því að láta þann sölu- sfcatt, sem erlendir ferðamenn greiða hérlendis, renna til ofan- greindra maiikmiða. Upphæðin yrði miðuð við þanu gjaldeyri, sem hótel og ferðamenn sfcila bönkunum. 4. Hótelrýimi skal aufcið í áföng um sem hér segir: Fyrst verði hótelum þeim, sem fyrir eru í landinu, gert kleift að framkvæana nauðsynlegar stækfcanir, sem gera munu refcsturinn haglkvæmari með betri nýtinigu tækjabúnaðar o.s.frv. Þetta gangi fyrir bygg- Framhald á bls. 14 Tekjuafgangur Ferðaskrifstofu ríkisins 12 millj. - 6 millj. varið til landkynningar Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins skýrði blaðamönnoxm nýlega frá rekstri skrifetofunnar á sJl. ári og fyrir- hugaðri starfsemi á þessu ári. Reksturintn gekk mjög vel og nam umsetndngin nær 100 milljón- um, þar af í gjaldeyri 60 mdlljón- ir. Tekjuafgangur var kr. 12.840.000,00. Megin verkefini Ferðaskrdfstofu rikisins voru hin sömu og áður þ.e. 1) Lamdkynning og upplýsingaþjón usta. 2) Almenin ferðaiskrifstofu- starfsemi. 3) P.efcstur minijagripa- verzlaca. 4) Refcstur sumargisti- húsa (Eddu hótelanna). • skýrslu forstjórans segir enn- fremur: A aðastliðnu ári var meginá- herzla lðgð á að auka við kvik- myndasafn skrifstofunnar. Nú hafa verið gerð 59 eintök af kvikmynd- inmi „Icelamd Story“ með skýring- artexta á þrem tumgumálum þ.e. ensku, þýzku og frönsku, og ætl- rnnfm er að setja við hana einnig sæmskan skýrimgartexta. Af „Ice- land — Lamd in Creation" hafa verið gerð 35 eintök með norsfcum, ítölskum og emskum texta og stend ur til að þessi mynd verði einmig gefin út með hollenzku tali. Mynd- ir þessar hafa verið sýndar víða um lönd. Eimtöfc af þeim eru og verða geymd hjá ýmsum stofn- unum erilendis, sendiráðum Islands, ræðismönmum, upplýsingaskrif- stofum Norðurlanda, sem Ferða- skrifstofa ríkisims er aðili að, skrif- stofum fhigfélaga, ferðaskrifstof- um erlendis og víðar. ísiendingar, sem fara utan og viija kynna land og þjóð geta fengið slífcar kynn- ingarmyndir lánaðar hjá Ferða- skrifstofu ríkisins og er nú auð- veldra að verða við óskum manna í þessu tilliti. 1 ár verður lögð megináhersla á að gefa út upplýsingarit og er gert ráð fyrir að upplag hinna ýmsu kynnimgarbæklinga verði um 800 þúsund á 8 tungumálum, sam- anber meðfylgjandi áætium um lamdkynningu 1970—1971. Auk þess verða gefnir út sölubækling- ar í stóru upplagi. Rekstur hinnar almennu ferða- skrifstofu gefck vel á s.I. ári, flleiri einstaklimgar og ferðamannahópar ferðuðust á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins en nokkru sinni fyrr. Þátt- tafca í skipuiögðum ferðum fyrir erlenda ferðamenn jófcst eimnig stórlega. I sérstafcri hamdhók (Con- fidential Tariff) sem Ferðaskrif- stofa ríkisins gefur út áriega eru taldar upp aliar styttri ferðir (1 til 4 daga) sem Ferðaskrifstöfan hefur á boðstólum, svo og lengri hópferðir, sem eriendar ferðaskrif- stofur taka svo upp í sírnar sölu- handbækur. Alls skipuileggur Ferðaskrifetofa ríkisins um 50 lengri hópferðir, en þá eru ótald- ar 10 til 15 daga ferðir, sem skipu- lagðar eru af erlendum skrifetof- um og Ferðaskrifstofa ríkisins sér um framikvæmd á, en þær verða í ár um 40 talsins. Einnig tekur Ferðaskrifstofa ríkisins á móti 6 sk-emmtiferðaskipum og annast landferðir fyrir farþega. Lögum samkvæmt er a'ðalstarf- svið Ferðaskrifstofu ríkisins að laða hingað erlenda ferðamenn. Þó annast s'ki'ifstofan einnig fyrir- greiðslu fyrir fjölda fslendinga, sem ferðast vilja til útlanda, og þá eingömgu ■ einstaklimgsferðir (IT-ferðir) oft í samwinnu við hina þekktu ferðaskrifstofu Tjæreborg a.s., sem býður ferðir til flestra Evrópuianda, Afríku og Asíu. Sumargistihús: Rekstur Eddu hótelanna gekk vel. A siðastliðnu áii starfrækti Ferðaskrifstofa riikisins 8 gisti- hús. Starfræfcsla Eddu hótelanna miðast fyrst og fremst við það að aufca möguieikana á móttöku er- lendra ferðamanna og sérstaklega móttöku fjölmenr/a hópa. Áður ern gististarfseminnar í skólum naut við, var það miklum vandkvæðum bundið að fá gistingu fyrir slika hópa. Bæði var það. að gistirými var mjög takmarkað. og svo hitt, að það þótti óhagskvæmt að tafca stóra hópa í gistingu fyrir eina eða tvær nætur. Ferðaskrifstofa rikisins hefur nú skipulagt 47 hópferðir, sem er lendar ferðaskrifstofur hafa tek- ið inn í áætlanir sínar og selja þátttöku í og allt bemdir til þess, að þær verði fleiri, þar sem mikið hefir verið pantað nú þegar. Þá er Ferðaskrifstofa ríkisims í samstarfi við erlendar ferðaskrif- stofur og félagasamtök, sem vinma að því að ná saman fjólmenmim ferðamannahópum. Ferðaskrifstofa ríkisins tekur á móti slíkum hóp- um svo tugum skiþtir. Hver þess- ara hópa hefur 25—40 þátttakend- ur. Miðað við það, að einn slíkur 30 manna ferðamannahópur dvelji 10 daga í landinu og ferðjst ineð íslenzkum farartækjum milii landa myndi það þýða 900 þúsund í gj ald ey ristek jur. Miðað við að við tækjum á mótl 80 slíkum hópum, yrðu bær 72 milljómr. Rekstur ininjagripaverzlana gekk ágætlega sérstaklega þó verzl unin á Keflavíkurflugvelli. Þar seldist fyrir rúmar 27 milljónir þar af í gjaldeyri kr. 25 milljónir. Eins og oft áður efnir Ferða- skrifetofa ríkisins tii námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.