Tíminn - 11.04.1979, Page 3
Miftvikudagur 11. april 1979
3
STÓÐHESTASÝNINGAR
Rosi frá Nýjabæ. Knapi er Þorkell Þorkelsson.
Að venju verða haldnar sýningar á kynbótahest-
um Stóðhestastöðvar Búnaðarfélags íslands að
Litla-Hrauni á Eyrarbakka.
Fyrri sýningin verður á sumar-
daginn fyrsta, 19. april, en hin
siðari 24. mai, á uppstigningar-
dag. Hefst kl. 14 báða dagana.
Allir stóðhestar.sem komnir eru i
tamningu, verða sýndir á reið-
braut. Þeir eru 20 talsins.
Aðrir folar, sem eru 26 að töfu,
verða til sýnis i húsunum.
Töluverður snjór er ennþá og
bilastæði á kafi, en vonandi sigur
fönn fljótlega i burtu, svo að-
staðan verði bærileg.
Tamningin hefur i vetur verið i
höndum Þorvaldar Arnasonar og
Gunnars Agústssonar og gengið
mjög vel.
Bústjóri er sem fyrr, Þorgeir
Vigfússon, bdfræðikandidat.
JAZZVIÐBURÐUR:
Art Blakey
kemur til íslands
Félagið Jazzvakning
hefur að undanförnu
leitað eftir samningum
við umboðsmenn nokk-
ura jazzrisa. Hafa nú
náðst samningar um
komu Jazz Messengers
Arts Blakey. Verða
tónleikar með sextett-
inum mánudaginn 23.
april kl. 22.00 i Austur-
bæjarbiói.
Art Blakey er einn merkasti
jazztrommari heims. Með Jazz
Messengers, sem Art Blakey
stofnaði 1955 ásamt Horace
Silver pianista og fleiri, varð
hann einn af megindriffjöðrum
jazzins. Still Art Blakey hefur
ætið verið kraftmikill og litrik-
ur. Þykir trommuleikur hans
niagnþrunginn enn i dag.
Upprunalega skipun Jazz
Messengers riðlaðist fljótlega
eftir stofnun hljómsveitarinnar,
en Blakey hélt starfrækslu
hennar áfram með nýjum
mannskap. Hafa Jazz
Messengers stárfaði svo til ó-
slitið siðan með ört breyttri
— á vegum
Jazzvakningar
skipan. Hafa þeir ýmist skipað
sér i kvartett, kvintett, sextett
eða jafnvel stærri hljómsveitir.
Jazz Messengers undir stjórn
Arts Blakey hefur verið eins-
konar stökkpallur fyrir unga
upprennandi jazzleikara. Marg-
ar stórstjörnur hafa komið
uppúr þessari hljómsveit og
nægir þar að nefna Woody
Shaw, Freddie Hubbard, Wayne
Shorter, Curtis Fuller, Chuck
Mangione, og Keith Jarrett.
Það er mikill fengur í að fá
Art Blakey og Jazz Messengers
til islands.
Jazz Messengers er sextett
um þessar mundir og er þetta
stærsta combó sem Jazzvakn-
ing hefur fengið hingað til lands.
Sextettinn skipa: David
Schnitter-tenor sax., Robert
Watson-alto sax., Valery
Ponomarev-trompet, James
Williams-pianó, Dennis Irwin-
bassi og Art Blakey sjálfur á
trommur.
Það er von Jazzvakningar að
sem flestir jazzáhugamenn not-
færi sér þetta einstaka tækifæri
að sjá Art Blakey og Jazz
Messengers mánudaginn 23.
april n.k..
Hópferðir F.A. um
páskana
Ferðafélag Akureyrar efn-
lr til nokkurra hópferða þrjár
næstu helgar. 8. april er skiða-
>erð á Glerárdal og þá helgi er
nukaferð, til Húsavikur, sem
ekki var gert ráð fyrir á fyrir-
■ramgerðri ferðaáætlun, en þar
er nú verið að sýna „Fiðlarann
® Þakinu”.
!4. — 15 aprji eru .páskar i
Gamba, skála Ferðafélagsins i
Glerárdal. Rúmar hann sex
menn, en verði þátttakan meiri
kemur til greina að skipta I
hópa. Frá Lamba er hægt að
fara i gönguferðir á Kerlingu
hæsta fjall Norðanlands og
Tröllafjall, sem er aðeins
nokkrum metrum lægra.
22. april er skiðaganga á
Þorvaldsdal. Formaður F.A. er
Arni Jóhannesson.
Starfsmannafélag
ríkisstofnana
styður BSRB
Á framhaldsaðalfundi Starfs-
mannafélags rfldsstolnana hinn
9. april sl. I Súlnasal Hótel Sögu
voru teknar til umfjöllunar til-
lögur trún aöarmannaráðs félags-
ins og þær allar samþykktar nær
samhljóða, nema sumar breyt-
ingartillögur. Voru tillögur
trúnaðarmannaráðsins þær sem
hér segir:
1. Aðalfundur SFR lýsir sam-
þykki viö ákvörðun samninga-
nefndar BSRB um uppsögn
kjarasamninga.
2. Aðalfundurinn mótmælir harð-
lega einhliða túlkun launadeildar
fjármálaráðuneytisins á lið 1.1.11
i aðalkjarasamningi um ákvörð-
un dags.24. nóvember 1977, 2. lið-
ur, en þar segir:
„Samninganefnd rikisins hefur
ákveðið að nýta ekki heimild i
l.l.llum aðtaka til greinastarfs-
aldurhjá öðrum vinnuveitendum
en þvi opinberaogverða þvi fyrri
reglur um starfsaldur áfram i
gildi.”
Fundurinn telur siíka einhliða
ákvörðun stjórnvalds brot á
samningi og felur fulltrúum SFR í
samninganefnd að gæta þess að
slik heimildarákvæði verði ekki i
kjarasamningum SFR/BSRB.
Aðalfundurinn itrekar fyrri
skoðun SFR, að við útreikning
vísitölubóta riki jafnlaunasjónar-
mið, þannig að visitölubætur
verði greiddar aðsömu krónutölu
á öli laun og teljist ekki til skatt-
skyldra tekna.
3. Fundurinn krefst þess að:
a) Rikisstarfsmenn fái notið
sömu réttinda til atvinnuleysis-
trygginga og almennt gerist i
þjóöfélaginu.
b) Rikisstarfemenn njóti fyllstu
réttinda til aöildar að félagsleg-
um byggingaframkvæmdum
rikisins.
c) Fullorðinsfræðslu veröi þegar
komiðá ogmarkmið hennar verði
að starfsmöguleikar fólks aukist
stórlega.
4. Aðalfundur SFR itrekar fyrri
kröfur félagsins að lögin um Líf-
eyrissjóö rikisstarfsmanna verði
nú þegar tekin til endurskoðunar
og samræmd nútimalegri hug-
myndum um hlutverk og mark-
mið slíkrar stofnunar.
Sérstaklegabendir fundurinn á
eftirfarandi:
a) Allir starfsmenn rikisins er
taka laun samkvæmt launakjör-
um BSRB fái aðild að sjóðnum.
b) Lánakerfi lifeyrissjóðsins
verði tekiö til endurskoðunar og
lánsupphæð og kjör hækkuð til
samræmis viö það er þau voru
best.
c) Eftirlaunareglum veröi breytt
þannig, að lffeyrisþegar fái eftir-
laun í samræmi við rauntekjur
manna er myndast vegna samn-
inga um ýmisskonar launavið
auka. Má m.a. benda á orlofs-
auka og desemberuppbót rikis-
starfsmanna.
d) Lileyrisþegar fái aðild að
stjórn Lifeyrissjóðsins.
Frh. á bls. 19.
7. apríl opnaði Ingi Hrafn sýningu á lágmyndum I Stúdfói nr. 5 og sýnir hann þar 23 myndir. Áöur hefur
hann haldið sýningar hér og erlendis og fyrstu einkasýningu sina fyrir tiu árum. Ingi cr höfundur
myndarinnar „Gengissigiö”, sem Reykjavikurborg keypti á sinum tíma. Sýningin er opin kl. 14-22 alla
daga til hins 25. aprii. Listamaðurinn sést hér hjá verki sinu „Langafi rækjunnar”.
Hörð barátta um
efsta sætið-ar^
ESE — Að loknum 5 um-
ferðum á Skákþingi ís-
lands er Haukur Angan-
týsson enn efstur með 4
1/2 vinning, en i öðru
sæti er gamla kempan
Ingvar Ásmundsson
með einum vinningi
færra, en eina óteflda
skák, þannig að allt
bendir til þess að hörku-
keppni verði um efsta
sætið að þessu sinni. í
þriðja sæti er siðan
Björn Þorsteinsson með
3 1/2 vinning.
Úrslit i 5. umferð urðu annars
þau, að Ingvar Asmundsson vann
Elvar Guðmundsson, Bragi
Halldórsson vann Jóhann örn
Sigurjónsson, og Hilmar Karlsson
vann Harald Haraldsson, en jafn-
tefli gerðu þeir Jóhannes G. Jóns-
son og Björn Þorsteinsson og
Haukur Angantýsson og Björn
Pálsson. Skák Jóhanns Hjartar-
sonar og Sævars Bjarnasonar fór
i bið.
I áskorendaflokki er Július
Friðjónsson nú einn efstur,
með 4 1/2 vinning, en i öðru sæti
er ölafur Kristjánsson frá
Akureyri með 4 vinninga.
HOLLENSK BARNABÓK
SALOM, útgáfufyrir-
tæki UNGS FÓLKS
MEÐ HLUTVERK, er
að gefa út hollenska
barnabók, sem er
hugsuð sem svar við
hinni umræddu bók Fé-
lagi Jesús.
Bókin heitir „Það er satt — og
allir ættu að vita það”. Bókin er
þannig byggð upp, að börn og
foreldrar lesi hana saman og
ræði efni hennar. SALOM gefur
auk þess út snældur (kassettur)
með kristnum söngvum og
fræðsluefni.