Tíminn - 11.04.1979, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.04.1979, Blaðsíða 20
Sýrð eik er sígild eign ftGÖGIf TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Skipholti 19, n. sími 29800, (5 línur) Verzlið sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Hitaveita Akraness og Borgarness: Áfangastarfs- skýrsla lögð n — vönduð og mikil tram úttekt ^ iðnaðarráðherra AM — Eins og blaðið hefur áður skýrt frá, standa nú yfir viðræður við eigendur Deildar- tunguhvers og aðila að hinni nýstofnuðu hita- veitu Akraness og Borgarness, en þessar við- ræður eru til komnar neytis, eftir að þær hafa Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, sagði blaðinu i gær að hann vonaðist til að sam- komulag mundi nást um þessi mál að þessu sinni, en nú fyrir hálfum mánuði var lögð fram áfanga starfsskýrsla, unnin af sérstökum starfshópi, og sagði ráðherra það vandaða úttekt, sem mikils virði væri að hafa við hendina, vegna væntanlegra framkvæmda. Enn sagöi ráðherra ekki gott að segja hvenær framkvæmdir mundu hefjast, en hið nýstofn- aða fyrirtæki á enn eftir að sækja um einkaleyfi til rekstr- arins, eins og iög gera ráð fyrir, en slik umsókn krefst útvegunar margvislegra gagna. Þá er lánsfjáráætlun frá Alþingi enn fyrir tilstuðlan ráðu- tvisvar strandað áður. ekki lokið, svo enn er ekki hægt að opna fyrir fjármagnsveiting- ar til framkvæmda. Húnbogi Þorsteinsson, sveit- arstjóri i Borgarnesi sagði að fyrsti fundur hinnar nýkjörnu stjórnar hitaveitunnar hefði verið haldinn i gær og formaður kjörinn Guðmundur Vésteins- son á Akranesi, en varaformað- ur Jón Sigvaldason i Ausu. Mundi hin nýja stjórn senn taka upp viðræður við ráðuneytið um næstu skrefin, en hvað þá Borg- firðinga, Hvanneyringa og Andakilshreppsmenn snerti sagði hann að allt væri undir það búið að hefja framkvæmdir, þar sem þeir munu að likum sækja vatn til hitaveitunnar að Bæ i Bæjarsveit. t gær var lögreglan að radarmæla á Hringbrautinni þar sem þessi mynd er tekin. Aukið og hert eftirlit með of hröðum akstri — og ökuleyfissviptingum beitt oftar Stal bil á Blönduósi og náðist I Norðurárdal GP — Um miðjan dag i gær var stolið bifreið af gerðinni Mazda á Blönduósi. t»etta var hin mesta biræfni, þar sem bifreiðin stóð við sama hús og lögreglu- stöðin er til húsa i. Bifreiöin fannst svo seinni partinn f gær fyrir neðan Fornahvamm í Norðurárdal, fóst I skafli ásamt fleiri bílum. Þjófurinn haföi þá frétt aö lög- reglan væri á leiðinni, og er aö var komið var hann aö hamast viðað moka bflinn lausan — og sig frá vörðum laganna. 1 gær var vonsku veður á Holtavöröu- heiði og lentu margir bllar i erfiðleikum. GP — Undanfarna vikur hefur lögreglan hert mjög eftirlit sitt með of hröðum akstri og t.d. voru i siðustu viku milli 60 og 70 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavik og nágrenni. Viðurlög hafa mikið verið hert, og ef ökumaður er tekinn á yfir 100 km. hraða gildir nær undan- tekningarlaust ökuleyfissviptíng — auk sektar. Algengustu staðir sem mælt erá i Reykjavik eru við Hringbraut, Kleppsveg, Kringlu- mýrarbraut, Miklaubraut aúk Vestur- og Suðurl.vega. 1 stuttu spjalli við Hilmar Þorkelsson hjá umferðardeild lögréglunnar kom fram, að margir héldu að þessar' mælingar færu aðeins fram á sól- skinsdögum en auövitaö væri þaö alrangt. Lögreglan reyndi. eftir fremsta megni að halda ökuhraða sem mest niðri og þetta væri þeirra eina vopn í þeirri viöleitni. Aðspurður sagði Hilmar að árangur af þessu herta eftírliti væri ótvfræður og væri það vel. Þá sagöi Hilmar það mikiö atriði, að sem flestir ökumenn kæmu i lið meö lögreglunni I starfi þeirra aö bættri umferðarmenningu, og er vlst óhætt aö tak undir þaö- Hilmar sagöi, aö við radarmæl' ingar væri algengasti hraðinn frá 70 km. hraða ogupp I 90 — 95 km. hraða, en siðan væru margir teknir á yfir 100 km hraða og langt yfir. T.d. hefði einn öku- maður veriö tekinn á Suöurlands- vegi við Rauðavatn á um 130 km hraða I síöustu viku. 0FRÍKI VERKALÝÐSFÉLAGS GEGN VERKAMANNI — vildi reka hann af félagssvæði fyrir ósæmilegt orðbragð við stjórnarmenn félagsins HEI — Eru hlutirnir ekki farnir að snúast við, þegar atvinnurek- andi þarf að standa i vörn fyrir starfsfólk sitt gegn verkaiýðsfé- lagi staðarins? Flestum þykir þetta Uklega Ukast öfugmæli, en þó er áþekkt mál I gangi 1 ólafs- vik þessa dagana. Tildrögin eru þau, að fullgild- ur félagi I Verkalýösfé- lagi Borgarness, réði sig um tveggja mánaöa Uma til vinnu I Hraðfrystihúsi ólafsvikur. Þá ber svo við, að forsvarsmenn verka- lýðsfélagsins Jökuls I Ólafevik heimta af honum gjald, nánast jafn hátt og ársgjaldið tíl Verka- lýðsfélags Borgarness, sem maðurinn gat sýnt gögn fyrir aö hann hafði greitt. Þar sem enginn á að þurfa að greiða margfalt gjald til verkalýösfélaga, þótt hann vinni á fleiri en einum stað, samkvæmt lögum Verkamanna- sambands Islands, vildi maöurinn ekki taka þvi þegjandi að gengið væri á rétt hans og neitaði að greiöa gjaldið. Viö þessu brást Jökull á þann hátt, aöskrifa bréf til Hraðfrysti- hússinsogkrefjast þess aö maður þessi væri rekinn úr vinnu, og burtu af vinnusvæði félagsins. Sakargiftin, sem nefnd var i þessu merkilega bréfi, var þó ekki talin vangreidd gjöld heldur að maðurinn heföi haft i frammi ósæmilegt oröbragð við starfs- mann og stjórnarmenn verka- lýðsfélagsins. Að sögn mannsins, hefur verk- stjóri frystihússins staðið með honum I málinu, en húsið þó orðiö aö láta undan og greiða umrætt gjald, sem hann býst viö að verði innheimt af honum við næstu út- borgun. Einnig hefi hann leitað liösinnis Verkamannasambandsins sem virtist máttlaust I málinu til þessa. Verkalýösfélag Borgar- ness hafi lika reynt aö fá réttan hlut þessa manns, og fleiri sem állka er ástattum, enþvl hafi lltið orðiö ágengt viö ofurmennin i Ólafsvlk enn sem komiö er. Þótt hér sé fyrst og fremst um að ræða mál eins manns, þá er þaö engu aö slöur alvarlegt mál fyrir þann hóp fólks, sem leitar sér vinnu á hinum ýmsu ver- stöðvum landsinseftir árstimum, ef einstök verkalýðsfélög ge*a eftír geöþótta heimt margföld fé- lagsgjöld af fólki, án þess aö það njóti neinna réttinda viökomandi félaga I staðinn. Er þvl vonandi aö svona mál séu einsdæmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.