Tíminn - 07.07.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1979, Blaðsíða 2
 2 Laugardagur 7. júli 1979 Er Lule í haldi í Tanzaníu? Nairobi/ Reuter Yusufu Lule, fyrrverandi forseti Uganda, mun ekki vera við góða heilsu, eftir þvi sem fyrrverandi viðskiptaróö- herra hans, Robert Serumaga sagöi, og mun hann þurfa mjög á læknisaðstoð að halda. Serumaga sagöi að Lule hefði sagt við hann i simtali sem þeir áttu saman, að hann yrði að fara til lækna i London. Ntwa, sonur Lules, sem er i London, segir að faöir hans eigi viö blóðsjúkdóm aö striða og verði aö vera undir stöðugu eftir- liti. Hann hefur sagt stjórnvöld- um i Tanzaniu frá þessu en þau vilja ekkert gera i málinu. Serumaga sagði aö Lule hefði sagt honum aö hann væri lokaður inni i vesturenda ráðhússins á hverri nóttu og að vopnað herlið vaktaöi húsið. Ef hann langaði að fara i göngutúr á daginn, varð hann að biðja um leyfi og þá fylgdu honum alltaf vopnaðir verðir. Lule flúöi til Tanzaniu fyrir tveimur vikum, eftir að stjórnar- flokkur Uganda, Frjálslyndi Þjóðarflokkurinn, hafði bolað honum frá völdum. Yfirvöld i Tanzaniu neita stöðugt ákærum Lule og fjöl- skyldu hans, um að honum sé haldið föngnum. Serumaga sagði að á hverjum degi væri Lule beðinn um að skrifa undir skjal, þar sem hann hafnar tilkalli sinu til forseta- embættis i Uganda og lýsir yfir stuðningi sinum við eftirmann sinn, lögfræðinginn Godfrey Binaisa, en hann neitar að skrifa undir. Salt-eftirlitsstö ðvum komið upp í Noregi? Odvar Nordli, Fundurínn i Alexandríu: Búið að samþykkja dagskrá og umræðuhópa Alexandria/Reuter — Egypta- land, Israel og Bandarikin kom- ust loksins aö niðurstööu um dag- skrá fyrir viöræður þeirra um sjálfstjórn Palestinu. Fulltrúar rikjanna þriggja hafa eytt sex vikum i að komast aö samkomulagi um hvaða mál eigi nákvæmlega aö ræða um i sam- bandi við sjálfstjórn meira en milljón Palestinumanna á vestur- bakka Jórdanár og á Gaza-svæð- inu. En áöur en fundi þeirra lauk i gær, voru þeir búnir aö ákveða að setja á stofn tvo umræöuhópa, sem munu slðan ræða um kosn- ingar Palestinumanna og hve mikii völd ibúar svæðanna ættu að hafa. Siðan mundu umræðu- hóparnir skýra niðurstöður si'nar fyrir aðalráðinu. Búist er viö að langur timi liði þangað til komist veröi að niður- stöðu um sjálfstjórn Palesti'nu- manna, liklega ekki fyrr en siðla árs 1980. Vegabréf sem ekki er hægt Konur mega ekki stunda prestsstörf Öryggismál á feröamanna- stöðum Spánar endurskoðuð Madrid/Reuter — Spænaksa stjórnin hélt fund i gær til að endurskoða öryggismál á ferða- mannastöðum landsins, vegna sprengjufaraldurs Baska. Skæruliðar aðskilnaðarsinn- aöra Baska, ETA, hafa ekki hótað fleiri sprengjum siðan á miö- vikudag, en alls hafa sprungiö 14 sprengjur á vinsælustu ferða- mannastöðum Spánar, við Mið- jarðarhafið. Innanrikisráöherra landsins, Antonio Ibanez Feire sagði, að lögreglumönnum yröi fjölgað til muna á feröamannastööunum, þar sem enn rikti ótti um að til frekari aðgerða kæmi. Bretland: London/Reuter — Kirkjuþingiö breska hafnaði i gær beiðni þess eölis aö leyfa konum að gegna prestsstörfúm. A siöasta ári greiddi kirkjuráð- iðatkvæöi gegnþvi aðkonur yrðu vigðar sem prestar inn i ensku biskupakirkjuna, og ígær hafnaöi það m.a.s. beiðni um að leyfa konum aö starfa sem prestar i söfnuðum biskupakirkjunnar i öðrum löndum. Biskupakirkjan i Englandi er móöurkirkja 65 milljón manna I heiminum. Osló/ Reuter — Komið hefur til tals að setja upp eftirlitsstöövar i Noregi til að fylgjast með framkvæmd Salt 2 samningsins, eftir þvi sem forsætisráðherra landsins, Odvar Nordli, sagði i gær. Hann sagöi þó,að til þess kæmi aöeins ef stórveldin bæði, Sovét- rikin og Bandarikin óskuðu þess. Talsmaður Bandarikjastjórnar sagöi, að Bandaríkin hefðu veriö aö velta því fyrir sér að setja upp eftirlitsstöð 1 Noregi til að full- vissa sig um að Sovétrikin fram- fylgdu Salt 2 samningnum. Allar Salt-eftirlitsstöðvar sem e.t.v. koma til meö að vera settar upp i Noregi mundu veröa bæði skipaðar og þeim stjórnaö af Norðmönnum. Nordli sagöi, að stefna Noregs i hernaöarmálum væri með öllu ó- breytt, Noregur mundi hvorki samþykkja erlent herliö, her- stöövar né kjarnorkuvopn á friö- artimum. að falsa Bonn/Reuter — Vestur-þýsk stjórnvöld gáfu i gær samþykki sitt um aö innleiða ný vegabréf, sem ekki er hægt að falsa. Hin nýja tegund vegabréfa er spjald, sem hægt er aö setja i tölvu, sem hefur að geyma allar nauösynlegar upplýsingar. Ekki er búist viö aö þessi vega- bréf komi i gagniö, fyrr en árið 1981. Stjórn V-Þýskalands segir, að markmiöhinna nýju vegabréfa sé að stuöla að fækkun ofbeldis- verka. Krefjast verslunar- menn á Vellinum 50% launahækkunar? kaupskrámefnd fjailar um deiluna Kás — „Með þessu bréfi óskum við eftir þvi að kaupskrárnefnd taki til meðferöar ágreinings- mál sem risið hefur á milli Verslunarfélags Suðurnesja og starfsmannahalds Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli um túlkun á hinni nýju flokkaskipan verslunar- og skrifstofufólks, gerða 17. mai 1979, með gildis- tima frá 10. april sl.”, segir i bréfisem Verslunarmannafélag Suöurnesja sendi Hallgrimi Dalberg, formanná kaupskrár- nefndar I gær. Eins og kunnugt er þá féll kjaradómur i launamálum verslunarmanna 17. mai sl, þar sem komið var á nýrri flokka- skipan, þ.e. i launamálum. Verslunarmannafélag Suður- nesja hefur eindregið mótmælt þeim skilningi sem Guðni Jóns- son, forstjóri starfsmannahalds Varnarliðsins leggur i þessa dómsniðurstöðu. Hefur það m.a. hótað að beita verkföllum veröi ekki fallist á kröfur þess. Nú mun það þó hafa ákveðið að visa málinu til kaupskrár- nefndar til meðferðar. I kaupskrárnefnd sitja Hall- grimur Dalberg, ráðuneytis- stjóri, formaður, Snorri Jóns- son, varaforseti ASÍ og Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstjóri VSl. „Við förum í þetta strax og við náum saman fundi, en ég á ekki von á þvi, að við ljúkum þessu af fyrir helgina”, sagði Hallgrim- ur i samtali við Timann i gær. Guðni Jónsson, forstjóri starfsmannahalds Varnarliðs- ins sagði i samtali við Timann i gær, að meðaltalshækkun versl- unarmanna hjá varnarliðinu vegna kjaradómsíns hefði verið um 7.5%. Hins vegar krefðust verslunarmennirnir að hækka að meðaltali um 35% og allt upp um 46-47%. Sagði Guðni að meiningin með kjaradóminum hefði ekki verið að gera byltingu, heldur leið- rétta kjör þeirra sem ekki hefðu kjör samkvæmt þvi sem rikj- andi var á vinnumarkaðnum. Yfirborganir hefðu verið orðnar það tiðan á honum að hinir raunverulegu kjarasamningar hefðu veriö harla litils virði. „Þetta er min skoðun og ef hún er röng, þá er kaupskrárnefnd til að leiðrétta það”, sagði Guðni. Flóttamannaráð- stefna verður 20. og 21. júlí AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI Sameinuðu þjóðanna, dr. Kurt Waldheim, hefur tilkynnt aö ráðstefna S.Þ. um vandamál flóttamanna frá Indó Kina verði haldin i Genf 20. og 21. þ.m. Rikisstjórnin hafði áður tjáö samþykki sitt við tillögu fram- kvæmdastjórans um að efnt yrði til slikrar ráðstefnu. Dr. Waldheim stjórnar sjálfur ráðstefnunni og honum til að- stoðar verður flóttamannafull- trúi S.Þ. Poul Hartling. A ráð- stefnunni verður fjallað um flóttamannavandamálið frá öll- um hliðum þess. Er vænst að ríkisstjórnir séu reiðubúnar að kunngera á ráðstefnunni fram- lög sin til flóttamannahjálpar, bæði viðtöku flóttafólks og fjár- muni. Fyrir Islands hönd situr Har- aldur Kröyer sendiherra i Genf, ráðstefnu S.Þ. um flóttafólk frá Indó Kina. Grímsstaöarvör: Lokað á grá- sleppukarlana? Kás — Framleiöslueftirlit sjáv- arafurða hefur látið þann boð- skap frá sér fara, að fái grá- sleppukarlar i Grimsstaðavör ekki aðgang að vatni til að vaska bæði báta sina og afla, þá neyðist það til að loka fyrir þessa starfsemi næsta vor, þeg- ar grásleppuveiðar hefjast að nýju. Tilað koma i veg fyrir þetta er verið að kanna innan borgar- kerfisins hvort ekki sé mögu- leiki á vatnslög til afnota fyrir grásleppukarla i Grimsstaða- vör. Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur hefur málið með höndum. Grunnt á kynþáttafor- dómum á Noröurlöndum FRÉTTIR berast af kynþátta- fordómum og misrétti viða um lönd. Hafa Norðurlandabúar verið gagnrýnir mjög á þau mál, er koma fyrir i öðrum heimsálfum. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks frá þriðja heiminum og Suður-Evrópu sest að i hinum iðnbróuðu löndum, sem skortir vinnuafl til hinna óþrifalegri og erfiðari starfa, er heimamenn vilja ekki vinna. Hefur komið i ljós, að grunnt er á fordómum ýmissa Norður-Evrópumanna til fólks af öðrum kynþáttum. Norska kirkjan hefur t.d. séð ástæðu til þess, að setja á stofn starfsnefnd til að berjast gegn misréttiog fordómum, sem fólk af öðrum litarháttum má þola frá Norðmönnum. Norskir biskupar fjölluðu lika um málið og segja i yfirlýsingu sinni: „Við erum uggandi vegna þeirrar gagnrýni og fordæming- ar, sem fólk af öðrum kynþátt- um mætir hjá stórum hópum meðal þjóðarinnar. Þessi af- staða er ekki i samræmi við kærleika Krists og þá umhyggju fyrir náunganum, sem hann vill að við sýnum”. (Or fréttabréfi biskupsstofu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.