Tíminn - 07.07.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.07.1979, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. júli 1979 13 Ámað heilla Nýlega voru gefln saman i hjónaband i Keflavikurkirkju af séra Ólafi Oddi Jónssyni Ungfrú Ragnheiöur Víglunds- dóttir og Hr. Kristján Vaiur Guömundsson. Heimili þeirra er aö Austurgötu 20, Keflavik. (Ljósm.st. Suöurnesja.) Nýlega voru gefln saman i hjónaband I Ytri-Njarövikur- kirkju af séra Þorvaldi Karii Helgasyni Ungfrú Rósa Ingvarsdóttir og Hr. ólafur Björnsson. Heimili þeirra er aö Hjaliavegi 1, Y-Njarövik. (Ljósm.st. Suöurnesja.) Nýlega voru gefin saman i hjónaband i Kirkjuvogskirkju af séra Óiafi Oddi Jónssyni Ungfrú Hildur Guömundsdótt- ir og Hr. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Heimili þeirra er aö Vesturgötu 9, Keflavik. Gestamót á Hótel Sögu Þjóðræknisfélagið efnir til gestamóts fyrir Vestur-ís- lendinga og vini þeirra á Hótel Sögu næstkomandi sunnudag, 8. júli, kl. 3.30 e.h. Þann sama dag fer fram Guðsþjónusta I Bessastaða- kirkju kl. 2 e.h. Þar prédikar séra Valdimar J. Eylands, dr. theol og Elin Sigurvinsdóttir syngur einsöng. Forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, mun ávarpa kirkjugesti i lok athafnarinnar. A Hótel Sögu munu óperu- söngvararnir Sieglinde Kah- mann og Sigurður Björnsson skemmta með söng og Bill Holm frá Minnesota leika á pia nó. Allir eru velkomnir til þátt- töku i þessum athöfnum. Fjör um allt land Sumargleðin er nú á fleygiferð um landið og gleðskapur er hafður uppi á 30 stööum, en fjör- inu halda uppi hljómsveit Ragnars Bjarnasonarog Þuriðar, Ómar Ragnarsson og Bessi Bjarnason. Skemmtanirnar hefjast kl. 9 hvert kvöld með tveggja tima stanslausum skemmtiatriðum og að þeim loknum verður dúndrandi dans fram eftir nóttu. A dansleikjunum verður spilað Bingó og eru vinningar hvert kvöld þrjár Sólarferðir til Beni- dorm með Ferðamiðstöðinni. Gjafahappdrætti verður i gangi, þannig að með hverju Bingóspili verða gefnir happ- drættismiðar og eru vinningarnir i happdrættinu sex að tölu, tvö ferðasjónvörp með innbyggðu út- varpi og kasettutækiog Skáktölva sem einfaldlega er hægt að setj- ast niður og tefla við, þessi tæki eru frá Nesco hjónarúm með náttborðum frá JL-húsinu úttekt úr versluninni Litaver 400,000 þús, og ferð fyrir tvo öl Flórida með Ferðamiðstöðinni. Kven- fólkið verður i hávegum haft i sumar, fyrstu 65 dömurnar sem mæta hvert kvöld fá gefins sýnis- hornaf hinufrábæra CHLOÉ ilm- vatni frá Snyrtivörum h/f. Þaö verður semsagt Söngur, Grin og Gleði á Sumargleðinni um allt land i sumar en hún verður á eftirtöldum stöðum, það sem eftir er af sumri. Auglýsið í Tímanum Agæt aðsókn að sumarsýn- ingu Jónasar á Akureyri Undanfarið hefur staðið yfir i Galleri Háhóli á Akureyri sýning á myndum eftir Jónas Guð- mundsson, listmálara og rithöf- und, en þar sýnir hann um 40 verk. Að sögn forráðamanna mynd- listarsalsins, hefur aðsókn verið ágæt, en fremur sjaldgæft er að myndlistarsýningar séu á Akur- eyri um þetta leyti árs. Hafa auk annars margir ferðamenn og bæjargestir komið á sýninguna, . en henni lýkur nú um helgina. Verður sýningin opin frá 1500-221)0 á Laugardag og sunnu- dag, en henni lýkur á sunnudags- kvöld. Galleri Háhóll er við Glerár- götu á Akureyri. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.