Tíminn - 28.07.1979, Síða 2
2
Laugardagur 28. júlf 1979.
Skortur á matvöru í suður
hluta Austur-Þýskalands
l-eipsig/A-Þýskaland — Hús-
mæftur i A-Þýskalandi veröa nú
aö biöa i biörööum eftir kjötmeti,
og veitingahús hafa tekiö heitar
máltiöir út af matseölum sfnum,
þar sem i landinu er nú mesta
matarhallæri um árabii i suöur-
hluta landsins.
Skorturinn mun koma af þvi, aö
i kuldunum i janúar féll mikiö af
skepnum á búum, sem voru ein-
angruö vegna snjólaga.
Kartöflur, gulrætur, laukur og
sitrónur virðast vera sú vara sem
til er i nógum mæli. Vanalega ber
eitthvað á hörgul á mat á sumr-
um, en i ár er ástandiö meðallra
versta móti að sögn húsmóður I
Leipsig. Hægt er að hafa uppi á
kjUklingi, en um annað kjöt er
ekki að ræöa. Fólk I sumarfrii við
strönd Eystrasalts hefur hætt í
fríi sínu vegna skortsins. I Aust-
ur-Berlin mun ástandið hins veg-
ar vera best i landinu og þar fæst
aU mikið úrval af kjöti og ávöxt-
um.
Ofullnægjandi húsnæði innfluttra
verkamanna í Vestur-Evrópu
Genf/Reuter. — Fiestir innfluttir
verkamenn i iöndum Vest-
ur-Evrópubúa I ódýrum ogléleg-
um hverfum eöa „gettóum”, til
þess aö spara fé sitt, og vegna
einangrunartiifinningar gagnvart
gestgjöfum sinum, aö þvi er segir
i frétt frá Aiþjóöa vinnumáia-
stofnuninni. Sagt er, aö f Hollandi
og Belgiu hafi minna en heiming-
ur útlendu verkamannanna baö-
herbergi eöa miöstöövarhitun,
meöan 91% hollenskra verka-
manna hefur hvort tveggja.
Þótt straumur verkamannanna
hafi minnkaö svo miðaö við árin
1960-70, að hann má teljast óveru-
legar, búa þeir enn I lélegum og
ófullnægjandi vistarverum,
leiguhjöllum, mötuneytum og
tjaldvagnahverfum. Sagt er að nú
hafi vinnuveitendur I Frakklandi
ogi' Þýskalandi áætlanir uppi um
aðbyggja fjölskylduhúsnæði fýrir
verkafólkið og opna nýtt leigu-
húsnæði handa einhleypingum,
sem liða vegna einangrunar.
Hungursneyð blasir við hálfri
milljón manns í Nicaragua
Róm/Reuter. FAO mun nú vera
um þaö bil aö senda h jálparbirgö-
ir af matvælum og fieiru til Nica-
ragua, þar sem um 500 þúsund
manns standa frammi fyrir
hungursneyð. Skorturinn kemur i
kjölfar borgarastriðsins, og hefur
borist hjálparbeiöni frá nýju her-
foringjastjórninni þar i landi.
Hafa fulltrúar FAO sagst munu
gera allt sem i þeirra valdi stend-
ur til þess aö hjálpa Nicaragua-
búum viö aö yfirstiga neyöar-
ástandið.
Þota fórst í fjalllendi við Rio de Janeiro
um erfitt fyrir, en fjalllendiö er
erfitt yfirferðar. Flutningur
vélarinnar var 25.4 tonn af leður-
vöru, vindlum, Utvarpstækjum og
fatnaði, en þungi farmsins var 18
tonnum undir leyfilegu hámarki.
Rio de Janero/Reuter — Leitar-
flokkar fundu i dag lik þriggja
áhafnarmeölima Boeing 707 flug-
vélar, sem var i eigu Lufthansa
og fórst i fyrrakvöid I f jöllum 100
km noröanRiode Janeiro. Kvikn-
aö haföi I vélinni, skömmu eftir
aö hún hóf sig til flugs af flug-
vellinum f Rió, en hún átti aö fara
til Frankfurt.
Óveður gerði björgunarflokk-
Frakkar selja vopn tíl sjóhernaðar
til Irak og Saudi Arabíu
Paris/Reuter — Frakk- franskra yfirvalda.
ar eru nú að semja um
sölu á herskipum, eld-
flaugahraðbátum og
öðrum vopnum til sjó-
hernaðar til Saudi
Arabiu og trak, að sögn
1 hvoru dæminu mun þessi
verslun nema 2.4 billjónum doll-
ara og segja frönsk yfirvöld, að
þessi oliuauðugu lönd séu nú aö
byggja upp flotastyrk sinn, eftir
að hafa komið loftvörnunum 1
fullnægjandi horf.
Franski forsætisráðherrann,
Raymond Barre, átti viðræður
við írakska leiðtogann Saddam
Hussein fyrr í þessum mánuði I
Bagdad, einkum um skipti á
vopnum og oliu. Svipaðar viðræð-
urátti varnarmálaráðherrann fá-
um dögum slöar við herforingja í
Saudi Arabiu. Saudi Arabía er
aðal olluviðskiptaland Frakka, og
hefur að staðaldri keypt frönsk
vopn. Hyggur Saudi Arabía á að
efla flota sinn, vegna ótryggs
ástands á Persaflóa.
Landinn I fiknaefnaviðskiptum erlendis:
Atta Islendingar í
varðhald í Gautaborg
GP — Upplýsingar, fengnar frá
manni sem setiö hefur i gæsiu-
varðhaldi siöan 15. júni s.l., hafa
nú leitt til handtöku átta tslend-
inga í Gautaborg I Svfþjóö.
I fórum þess fólks hefur fundist
um 5 l/2kg af hassi og eitthvað af
kókaini oger söluverðmæti þessa
varnings hér heima reiknað á
milli 50-60 milljónir króna.
Sænska lögreglan hefur óskað
eftir þvl, aö maðurinn hér heima
verði framseldur til Svíþjóðar til
þess að auðvelda rannsókn máls-
ins. Lagalegt gildi slíkrar beiðni
hefur veriö kannaö I Sakadómi
sem telur að það sé fyrir hendi.
Hins vegar hefur lögmaður þess
handtekna áfrýjaö þeim Urskurði
til Hæstaréttar og veröi afstaða
hans samhljóða Sakadómi er það
dómsmálaráðuneytið sem tekur
endanlega afstöðu til málsins.
íslendingarnir handteknu, sem
allir eru karlmenn, hafa allir ver-
ið búsettir i' Gautaborg i nokkurn
tlma, og eru þeir á aldrinum 2142
ára.
Þeir eru bæði grunaöir um
Framhald á bls 19
Borgarráð mót-
mælir skatti
á heita vatnið
Kás —„Borgarráð Reykjavlkur
andmælir harðlega þeim hug-
myndum, sem fram hafa komið
um að setja sérstakan skatt,
eins konar verðjöfnunargjald, á
notendur Hitaveitu Reykjavikur
og annarra jarðvarmaveitna til
aö greiöa niður hitakostnað
þeirra, sem oliu nota. Telur
borgarráð fráleitt að leysa
vanda olíunotenda með þvl að
skattleggja þau fyrirtæki, sem
hafa með fyrirhyggju og fram-
sýni búið notendum slnum
ódýra og örugga orku, og væntir
þess að öllum slikum tillögum
verði vikiö til hliöar.”
Fyrrnefnd tillaga var sam-
þykkt I borgarráði fyrir
skemmstu og greiddu allir
borgarráösmenn, fimm að tölu,
henni atkvæði sitt.
Borgarráð samþykkir:
Endurskoðun
lóðamats
Kás — Borgarráö hefur sam-
þykkt aö fram fari endurmat á
lóöum i Reykjavik, en nokkurs
misræmis hefur gætt i lóöamati,
sérstaklega i miöbænum.
1 þvi skyni samþykkti þaö
eftirfarandi tillögu: Þar sem
mikils ósamræmis gætir varð-
andi mat á lóðum I Reykjavik
samþykkir borgarráð, að fram
fari endurskoðun á núverandi
lóöamati f Reykjavik. 1 þvi
skyni er borgarstjóra heimilt að
ráða timabundinni ráðningu
starfemanna meösérþekkingu á
þessu sviði”.
Reykjavík:
100 milljónir
vantar fyrir
snjómokstri og
hálkueyðingu
Kás — Veöur og vindar, svo og
samningar viö verkalýösfélög,
hafa heldur betur sett strik I
reikninginn hjá Hreinsunar-
deild Reykjavikurborgar. Nú á
miöju ári er svo komiö, aö 100
millj. kr. vantar umfram það
sem gert var ráö fyrir I fjár-
hagsáætlun, svo endar náist
saman i útgjöldum til snjó-
moksturs, hálkueyöingar, og
náöhúsa.
Samkvæmt fjárhagsáætlun
var 80 millj. kr. ætlaö að nægja
fyrirkostnaði við snjómokstur á
árinu. Kostnaður við hann er
hins vegar kominn 24 millj. kr.
fram Ur áætlun. Er áætlað að
þurfa þyki 50 millj. kr. auka-
fjárveitingu aðeins til snjó-
mokstursins, það sem eftir er
ársins.
Einnig er fjárveiting sem
verjaá til hálkueyðingar uppur-
in. Er áætlað að 40-50 miUj. kr.
vanti til hálkueyðingar á slöustu
þremur mánuðum ársins.
Til að bæta gráu ofan á svart,
þá gengur rekstur náöhúsa
borgarinnar ekki alltof vel.
Kemur það aðaUega til af, mikl-
um kostnaði við vörslu i bið-
stöð SVR á Hlemmi.
Samtals gerir þetta um 100
miUj. kr.
Fyrir borgarráði liggur til-
laga um aukafjárveitingu til
þessara hluta, en hún hefur enn
ekki verið afgreidd.
íþróttaráð sendir áskorun til borgarstjórnar:
Framkvæmdum við
útisundlaug við
FB verði hraðað
Kás — tþróttaráö Reykjavikur
hefur sent áskorun til borgar-
ráös og borgarstjórnar um aö
framkvæmdum viö útisund-
laugina viö Fjölbrautarskólann
I Breiöholti veröi hraðað svo
sem unnt er. Segir iþróttaráö,
aö ekki veröi lengur unaö við
þaöaö Breiöholtsbúar hafi ekki
aögang aö sundlaugaf hæfilegri
stærö i cigin hverfi.
íþróttaráö telur.að lokinni at-
hugun, að ekki sé möguleiki á
þvi að opna kennslusundlaugina
i Fjölbrautarskóla fyrir al-
menning til bráðabirgða, fyrst
og fremst vegna ófullnægjandi
búningsaðstöðu. Hins vegar hef-
ur iþróttaráð falið iþróttafull-
trúa að kanna hvort unnt sé að
veita almenningi aðgang að
lauginni með þvi aö panta tima