Tíminn - 28.07.1979, Side 5

Tíminn - 28.07.1979, Side 5
Laugardagur 28. jiíll 1979. 5 „Ofbeldi, lögbrot og valdahroki” Vonarstræti 12 i endurbyggingu. Þar munu alþingismenn fá inni þegar næsta haust. Þorgeir hefur keypt gamalt hús, sem þarfnast lagfæringa. Þess veröur að geta, aö Þor- geir ritaði einnig borgarlækni og varð árangurinn af bréfi hans sá, aö tveir menn frá þvi embætti komu á staðinn i gær- dag. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur. Tfmamyndir: Tryggvi. - segir Þorgeir Þorgeirsson rit- höfundur um fjármálaráðu- neytið og Alþingi heimilislækni, sem telur Þor- geir orðinn óvinnufæran ,,vegna sjúkdóma, sem allir séu beinlin- is afleiðing af stöðugri ryk- mengun frá smiðavinnu undan- gengna mánuði og eiturlofti og málningagufum.” Er Þorgeir var spurður um liðansagöihann: „Ég er lifandi ennþá. Maður situr i þessu eins og skitafluga i köngulóarvef. Enginn af þeim mönnum, sem nálægt þessu máli hafa komið af opinberri hálfu hefðu haldið vinnu sinni, ef þetta hefði gerst i einhverju nágrannalandi okkar. Það var búið að vera ólift I hús- inu i átta mánuöi, áður en mér var sagt að fara út með viku fyrirgara. En svo kom i ljós, að ég hafði greitt húsaleiguna fyr- irfram i nóvember. Það er þungt i vöfum að flytja úr 17 ára gömlu heimili og ég átti að fá löglegan uppsagnarfrest.” Þorgeir var að lokum spurö- ur, hvernig lagalega heföi átt að standa að uppsögn hans úr hús- næðinu. „Ari áður en smiði i húsinu byrjaði, hefði átt að til- kynna mér uppsögn, þannig að ég gæti verið farinn út áður en ósköpin dundu yfir. En þvi miöur, Alþingi og fjármála- ráðuneyti fóru ekki að lögum.” Fl— Þorgeir Þorgeirsson rithöf undur, einn af leigj- endum „Ráðherravonar- innar" Vonarstræti 12, hefur ritað forsvars- mönnum „Ráðherravon- arinnar" þ.á m. skrif- stofustjóra Alþingis og fulltrúum fjármálaráðu- neytis, harðort mótmæla- bréf vegna smíðavinnu, sem farið hefur fram í húsinu sl. ár. Telur Þor- geir, sem búið hefur ásamt fjölskyldu sinni í risíbúð hússins sl. 17 ár, að með smíðavinnu þess- ari og ónæði og mengun henni samfara hafi frek- lega verið brotið gegn sér, og tögreglusamþykkt um heimilisfriðhelgi að engu höfð. Uppsögn hafi heldur ekki verið gerð með löglegum hætti og hafi hann átt að rýma íbúðina með aðeins viku fyrirvara. Við spurðum hann, hvort hann væri bú- inn að setja lögfræðing f málið. „Ég hef ágætan lögfræðing, en ég veit ekki hvað ég geri. Alla vega sætti ég mig ekki við þetta bótalaust. Þetta er ofbeldi, lög- brot og valdahroki, sem enginn hefur leyfi til að viðhafa. Það var vandalaust að fara að lög- um i þessu máli, en þessir aðil- ar eru það hátt standandi — eða telja sig vera það, að þeir þurfa ekki að fara að lögum. Bréfi minu frá 18. júli hefur ekki verið ansað.” í þessu umrædda bréfi lætur Þorgeir fylgja með vottorö frá Við risíbúð Þorgeirs Þorgeirssonar. „Þorgeiri var sagt upp með rúmlega 13 - segir Pétur Hafstein fulltrúi í fjármálaráðuneytinu mánaða fyrirvara” m JwasK tr*fí e«a4S é* ljéarít *f rottorei.á-f,.'-, ««r »t aíaom, eogxrjr.í.Uárct ral-.crtia <nr * i Ul*r »i* rreiM <JTi«x»r«rmn ri£P» rjiMrm* »ilir «rs tHt19.iM.tf méaaei fe«» »t farft «3 b,;a >■«. ----Bg-Þ.»-«ia«*isea or aa mlttý * eítHMsiíe ,1-1' *r i*tt* rrmsé *f cg tíjt i «, ---------alw a 5*« •» ti her fri« m aj Hf. tsll* ktilm í h*i»m eira. »»« *t •KtttiiUs* tj»» WfcdM* ** líti á. iftoí hmtrr. t FI — Það er ekki rétt, að Þorgeiri hafi verið sagt upp með viku fyrirvara, sagði Pétur Hafstein fuii- trúi í eigna- og málflutn- ingsdeild f jármálaráðu- neytis, þegar við ræddum við hann í gær. Hið rétta er, að honum var sagt upp með bréfi frá 19. júní si með vísun til hinna nýju húsaleigulaga og var þar áskilið, að hann skyldi hafa rýmt íbúðina á far- degi 1. okt. 1980, þ.é. eftir rúmlega 13 mánuði. Áður hafði verið samþykkt á fundi með lögmanni Þor- geirs, Ragnari Aðai- steinssyni, að Þorgeir skyldi heimilt að dvelja í ibúðinni ótiltekinn tíma eftir 14. maí 1980 meðan uppsögn bærist ekki með löglegum fyrirvara. Því tilboði hafnaði Þorgeir. „Þorgeir hefur siðan sagt upp húsnæðinu frá 1. nóv. nk. og hef- ur hann meinað iðnaðarmönn- um aögang að ibúð sinni og kjallaraherbergi, sem hann hef- Upphaf að einu bréfa Þorgeirs. ur haft afnot af. Þetta hefur haft töluverö fjárútlát i för með sér fyrir rikissjóð, þar sem ekki var með góðu móti hægt aö leggja raflagnir og hitalagnir i húsiö með eðlilegum hætti.” — En er leigjandinn ekki svaraveröur? Þorgeir hefur nú skrifað okk- ur mörg bréf og svar viö þessu slðasta fólst i raun i þvi, að við héldum vinnunni ótrauðir áfram. Veröur verkinu haldiö áfram nema annaö tilefni gefist. Þorgeir sendir okkur læknis- vottorö og túlkar það sjálfur á þann veg, að i þvl felist af- leiöingar af smlðavinnunni. Við teljum þetta ekki rökstudda umkvörtun. Einnig áskilur Þor- geir sér rétt til hverra þeirra viöbragða, sem réttlætanleg séu, þegar menn eiga lif og heilsuaö verja. Þvi miður, held ég að bréfritari geri sér enga grein fyrir, hversu alvarlegar hótanir þetta eru. Ég itreka það, að Þorgeir átti að fá að vera í risibúðinni, þar til Alþingi þyrfti nauðsynlega á húsnæðinu að halda og þegar ákveðið var aö ráðast I fram- kvæmdir þarna var honum ekki sagt upp”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.