Tíminn - 28.07.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1979, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 28. júli 1979. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-' arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr. 3.500 á mánuöi. Blaöaprent. V__________________________________________________________________J Norska leiðin Það vakti mikla athygli á sinum tima að Norð- menn brugðust þannig við efnahagslegum erfið- leikum og hættu á verðbólguholskeflu að þeir bundu bæði verðlag og kaupgjald til tveggja ára. Með þessum hætti hugðust þeir tryggja undir- stöður efnahagslifsins, atvinnuöryggi, lifskjör og vinnufrið meðan erfiðleikarnir gengju yfir. Það vakti einnig athygli að þessar ákvarðanir voru teknar að frumkvæði rikisvaldsins og i sam- ráðum við aðilana á vinnumarkaðinum. Augljóslega er þessi norska aðferð dæmi um þjóðlega samstöðu, samræmdar heildaraðgerðir til að verja þjóðarbúið og allan almenning alvar- legum áföllum. Sannsýnir menn hljóta einnig að sjá það, hvar i flokki svo sem þeir standa, að aðgerðir af þessu tagi eru einmitt það sem við Islendingar þurfum nú mest af öllu. Við erum að ná tökum á efnahagslifinu og verð- bólguþróuninni stig af stigi með efnahags- lögunum, en þrýstingurinn hefur tekið ógurlegan kipp með oliuverðhækkunum nú að undanförnu. Ef árangur á að nást, án þess að atvinnuöryggið verði látið fyrir róða, þarf þvi mjög harðar varnarað- gerðir. Við verðum að horfast i augu við þá staðreynd að meðan þetta ástand varir er ókleift að ráðast i kostnaðarsamar þjóðfélagsumbætur. Það er ein- faldlega ekki hægt að afgreiða svo kallaða „félagsmálapakka” hvern af öðrum á sama tima og oliukreppan skellur á landinu, atvinnu- reksturinn er að aðlaga sig raunvöxtum og nýrri fjármálastefnu, rikiskassinn stefnir að þvi að neita sér um eiturlyf sifelldrrar lántöku, — og hauðsynlegt er um leið að verja stórfé til rann- sókna og athafna i orkumálum. Skynsamlegt mat á þjóðarhag leiðir til þeirrar niðurstöðu að norska leiðin sé sá kostur sem við íslendingar eigum að taka. Rikisstjórnin á að binda verðlag og kaupgjald jafnvel svo lengi sem til tveggja ára, og á sama tima verður að slá kostnaðarsömum umbótamálum á frest. Þennan tima ætti siðan m.a. að nota til þess að endurskoða verðbótakerfi visitölunnar, vinnulöggjöfina og verðlagskerfið og einnig til þess að koma verð- tryggingarstefnunni fyllilega i framkvæmd og snúa skuldastefnu rikissjóðs yfir i skuldaskil. Vitanlega verðum við að fara að eins og Norð- menn að þvi leyti einnig að erlendar verðhækkanir hljóta óhjákvæmilega að ganga inn i þjóðarbúið enda þótt eðlilegt sé að réttlátar byrðar séu lagðar á innflytjendur jafnt sem aðra. Á sama hátt hlýtur það að verða talið sjálfsagt að batnandi viðskipta- kjör og auknar þjóðartekjur ef svo vill verkast komi launþegum til góða jafnt sem öðrum. Rikisstjórnin híýtur nú á næstu vikum að taka mjög afdrifarikar ákvarðanir um varnaraðgerðir i efnahagsmálum vegna oliukreppunnar. Almenn lögbinding verðlags og kaupgjalds, sem nú er nefnd „norska leiðin”, hlýtur að koma mjög til álita. JS Mahabad-s,®1* .Teheran Bahrain|, OMAN Erlent yfirlit Haraldur Ólafsson: Neistaflug í kring- um púðurtunnu Megniö af þeirri ollu, sem riki i Vestur-Evrópu og Noröur-Am- eriku flytja inn kemur frá lönd- unum viö Persaflóa, og nær öll olia, sem hiö mikla iönaðarriki Japan notar kemur þaöan. Að Persaflóa liggja mestu oliu-út- flutningslönd heims: Saudi-Ar- abia, sem framleiddi sl. ár 410 milljón tonn af hráoliu, Kúveit, íran, Sameinuðu arabisku furstadæmin og Irak. Persaflói þrengist þar sem furstadæmið Óman (eitt af fáum Arabalönd- um þar sem engin olia er i jörðu) teygir sig i átt til Iran. Sundið þar heitir Ormuz-sund og er eins og þröngar dyr úr Indlandshafi inn i Persaflóann sem likist geysimiklu innhafi. Um Ormuz-sund fer sem sagt megnið af þeirri oliu sem kemur á heimsmarkaðinn. Um það fer oliuskip fimmtándu hverja mín- útu, sem þýðir^stööug lest skipa er þar i tvær áttir, nótt og dag árið um kring. Fyrir nokkrum dögum lét for- mælandi stjórnarinnar i Saudi-Arabiu svo um mælt, að Palestinumenn hefðu I undir- búningi að hefja skæruhernað á Ormuz-sundi. Ætlun þeirra væri að eyðileggja eða skemma oliu- flutningaskip og hindra flutning á oliu til Vesturlanda. Orm- uz-sund liggur I boga og er 230 km langt og 55-70 km á breidd. Dýpi á þessum slóðum er 70-90 m. Ummæli þessi eru kannski fremur imyndun en að þau byggist á nokkurri vissu um fyr- irætlanir Palestinumanna. Það er þó öllum er til þekkja ljóst, að næsta auðvelt er að vinna skemmdarverkþarna i sundinu. Er hugsanlegt að skjóta tundur- skeytum að oliuskipum, eða þá að koma sprengjum fyrir i þeim. Palestinumenn hafa lýst þetta hugaróra eina, enda sé si- hækkandi oliuverö á Vestur- löndum sterkara vopn en þótt nokkrum oliuskipum sé sökkt. Bandarikjamenn hafa fyrir' all-löngu tekið þá stefnu, að tryggja oliuflutningana frá Persaflóa, hvað sem það kostar. Hinn 6. júli sl. sagöi Harold Brown varnarmálaráðherra Bandarikjanna, aö Bandarikja- menn Thundu gripa til sinna ráða ef þeir teldu „lifshagsmun- um slnum ógnaö”. Með þessu átti ráöherran við, að á hvern hátt sem oliuflutningar frá Persaflóa verði hindraðir, þá muni verða gripið til valdbeit- ingar tilaö hefja flutningana að nýju. Deild úr sjöunda flota Bandarikjanna er nú þegar til taks á Indlandshafi, ef I odda skerzt. óhætt er aö fullyrða, að ekk- ert einstakt svæöi jarðar er slik púðurtunna sem Persaflói og rikin sem að honum liggja. Þarna streymir auður úr jöröu, auður, sem allir girnast, en samt eru lifskjör alls almenn- ings í þessum löndum lakari en viðastannarsstaðar. Þarnarik- ir ólga innanlands, en jafnframt keppa riki heims um fram- leiðslu þeirra, og eru ölbúin að greiða hvaða verð sem upp er sett. Hagkerfi Norðurálfurlkj- anna er aö verulegu leyti háö þyi að flutningarnir um Orm- uzsund gangi greiðlega, og ekk- ertlát sé á framleiðslu hins dýr- mæta feitmetis, sem ármilljón- um saman hefur þjappast I lind- ir neðanjarðar. Bandarikja- menn og reyndar Japan og riki Vestur-Evrópu eru vafalaust tilbúin að gripa til vopna ef á einhvern hátt verður lokað fyrir ollustrauminn milli tran og Óman. Rikin í Austur-Evrópueru háö rússneskri oiiu og greiða hana á heimsmarkaðsverði, — sem aö visu kemur ekki til fram- kvæmdafyrr en nokkrusiðar en almennar hækkanir verða. Hin gffurlega hækkun á oliuverði hefur komið illa við lönd eins og Ungverjaland og Júgóslaviu. Ungverjar búa sig nú undir verulega hækkun á verði nauð- synjavöru, bæði vegna oliu- hækkana og eins vegna hækk- unar á verði innflutningsvara frá Vesturlöndum. Júgóslavar flytja inn alla slna oliu frá Sov- étrikjunum og irak, og munu þurfa að gripa til harkalegra að gerða til að koma i veg fyrir al- varleg áföll I efnahagslifi vegna hækkunarinnar á oliuveröi. önnur riki austan járntjalds munueinnig finna verulega fyr- ir hækkunum, og þar við bætist, að Sovétstjórnin hefur látið i það skina, að hún muni ekki auka oliu-útflutning til rikjanna i Austur-Evrópu, eða með öðr- um orðum að „frysta” útflutn- inginn þangað við það sem hann er nú. Það mun ekki liða á löngu áð- ur en öll riki veraldar fara að finna fyrir þvi, að rikin við Persaflóa eru i lykilaðstöðu og hafe áhrif á flest innanrikis- og utanrikismál þjóöanna. En þessivöld eruhættuleg fyrir Ar- abarikin, þvl aö þau bjóða heim þeirri hættu að erlend stórveldi beiti vopnavaldi ef þau telja sig tilknúin vegna „lifs- hagsmuna”. Arabarikin verða þvi að fara að öllu með gát út á við, ekki hvað sizt þar eð innan- lands eiga þau flest við gifurleg vandamál að striöa: Iran er nánast stjórnlaust þar eð Kó- meini styözt raunverulega ekki við neina rikisstjórn, heldur reynir að gefa út tilskipanir, sem ganga þvert á tilskipanir annarra ráðamanna. Kúrdar hafa gert uppreisn og Palestinu- menn láta æ meir aö sér kveða I landinu. Nýlega kom Georges Habache, helzti leiðtogi hins marxíska arms Palestinu- skæruliða með leynd til Iran. t trak er órói meðal Kúrda, og súnnitar (annar aðalhópur tsl- am) lita yfirráð Sita I landinu óhýru auga. I Saudi Arabiu keppast prinsar af Saudi-ættinni um völdin, og f Suður-Jemen eiga Saudi-Arabar hættulegan nágrannna, sem hlýðir fyrir- skipunum frá Moskvu. Það eru sem sagt margir neistar sem kveiktgeta i púður- tunnunni. TURKEY RUSSIA Baghdad IRAQ \ IRAN ^pHUZESTAN Najaf |j^Kj^rramshahr SAUDI ARABIA O Miles 200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.