Tíminn - 28.07.1979, Qupperneq 9

Tíminn - 28.07.1979, Qupperneq 9
Laugardagur 28. júli 1979. 9 Vistfræöi er rannsókn og lýsing á tengslúnum milli jurta og dýralifs og hvernijg þetta llf aðlagar sig umhverfi sinu. En vistfræðin fjallar einnig um umhverfi mannsins, sem mað- urinn ekki aðeins sjálfur hluti af, heldur einnig er.háður um allt sitt lif og tilveru. Meginatriðin A fundinum I Ashkhabad til- tók sovéski prófessorinn Andrej Bannikov, varaforseti Alþjóða náttúruverndarsambandsins fjögur meginatriði i' áður nefndum tillögum. Að vernda dýra- og jurta- tegundir I þeirra eiginlega umhverfi. Að koma skipulagi á þá starfsemi mannfólksins, sem hefur skaðleg áhrif á ná tt Ur ua uð li nd ir na r. Að kanna og reikna visinda- lega áhrif mannsins á náttúru jarðar til lengri tima litið. Alþjóðlegt framtak til að vernda svæði, sem sérstök hætta er talin steðja að. Þar hafa meðal annars verið til- nefnd heimsskautasvæðin, norðurpóllinn, og Suður- skautslandið. Svo og svæði þar sem eru afar flókin vist- kerfi, eins og til dæmis i frumskógum Malaslu. Einnig hafa verið tilnefndar Galapagos eyjar þar sem dýralif er einstætt fyrir margra hluta sakir. Heimskerfi Bannnikov lauk máli sinu á ráðstefnunni með þvi að beina athygli ráöstefnugesta að einu athæfi mannskepnunnar, sem mjög spillti náttilru, umhverfi og lffi, en það er striðsrekstur. Baráttan fyrir náttúruvernd er þvi nátengd baráttunni fyrir friði og afvopnun i veröldinni. Mjög margir munu vera þeirrar skoðunar, að þessum atriðum verið að gefa mjög vaxandi gaum. A siðustu árum ogáratugum hafa ótal smástrið veriðháðviðsvegar i veröldinni. Þau hafa ekki aðeins haft I för með sér ómældar mannlegar þjáningar, heldur skilið eftir ör i náttúrunni, sem sjást munu og ekki hverfa næstu aldirnar. Það sem gerist I Indókína, það sem gerist i Afriku eða Mið-austurlöndum hefur lika þýðingu fyrir okkur, sem búum allt annarsstaðar i veröldinni. Vistkefi veraldarinnar virðir ekki landamæri. Framtiðin En hvað er það þá sem við gerum rangt i daglégu lifi? Hvað erum við að aðhafast hér á Norðurlöndum t.d. sem við ættum aðlátaaf? 011 vitum við, að við tökum með beinum eða óbeinum hætti þátt i aukningu rányrkju og mengunar. Hvernig getum við forðast það? Það er einmitt þetta sem Umhverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna vill láta rannsaka Itarlega, og telur að hér þurfi við athuganir og ákvarðanir að koma til sam- vinnu I nýjum og stórauknum mæli milli visindamanna og stjórnmálamanna.Rétt er aö hafa I huga, að slikri samvinnu verður aldrei unnt að koma á nema fyrir milligöngu ogaðstoð ýmissa alþjóðastofnana, svo sem FAO, og UNESCO. En ekki siður þarf þó til að koma atbeini stjórnvalda i hverju einstöku landi fyrir sig. Umhverfisvandamálin varpa nú skugga á stórborgir ver- aldar, opin svæði og strendur. En þetta er aðeins byr junin. Hér verðum við að muna að ekki er ráð nema I tima sé tekið. Jörgen Larsen Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna i Kaup- mannahöfn. ' \ Útflutningur hráefnis er einn helsti tekjustofn þróunar- landanna. Myndin er af bómullarakri i Sudan, þar sem áður var auðn, em með aðstoð Landbúnaðar- og matvæla- stofnunarSÞ ræktuðu bændur upp landið sem gefur, af sér arð og aukna velmegun i ibúanna. Það virðist nú allt ganga vel á þessari mynd, en viða á fjallvegum eru viösjárveröir kaflar og aldrei of brýnt fyrir fólki að fara varlega. Flestir fjallvegir nú færir - mánuði seinna en í meðalári GP — ,,Það má segja að allir fjallvegir sem viö fylgjumst með séu færir”, sagði Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlitsmaöur þeg- ar Timinn innti hann eftir ástandi fjallvega. „Hins vegar eru ýmsar leiðir, sem viö hér hjá vegagerð rikisins fylgjumst ekki meö, og um þær get égekki sagtmeö vissu”, sagði Hjörleifur. ,,En þærleiöir.sem við á annaö borð fylgjumst með eru I stórum dráttum — talið vestan frá — Kaldidalur, Kjalvegur Sprengi- sandur, Fjallabaksleið nyrðri og syöri, Herðubreiöarlindir og Askja og Kverkfjöll eru alls komnar I þaö sæmilegt ástand”, sagði Hjörleifur. Eins gat Hjörleifur þess að leiö- in Sprengisandur — Skagafjörður væri nú orðin fær, en leiöin Sprengisandur — EyjafjOTður er hins vegar enn ófær. Hjörleifur sagöi, að viða væri ennþá aurbleyta og þær fjalla- slóðir sem mikið væru farnar væru margar hverjar mjög við- sjárveröar. „Það má segja, að flestar fjallaleiðir séu svona mánuöi á eftir hvað snertir færð, miðað viö þaösem geristi meöalári”, sagði Hjörleifur. Borgarspítalanum afhentur Tíma- vmningimnn KEJ — A myndinni hér að ofán er sölustjóri Nesco, Birgir Helga- son, að afhenda Hauki Benedikts- syni framkvæmdastjóra Borgar- spftalans skáktöivu sem Timinn vann til eignar handa Borgar- spi'talanum. Fyrir miöju á mynd- inni er Eirikur S. Eiriksson um- sjónarmaður sunnudagsblaðs Timans en það var hann sem vann tölvuna eftir frækilega keppni I júnl slðastliðnum. Nú hafa tveir vinnuskúrar tekið sér bólfestu á Landakotstúni enda byggingaframkvæmdir að komast i fullan gang, og er meiningin að reisa þar þrjú hús. Þegar Tryggva Ijósmyndara bar að, höfðu skúrarnir ekki hlotið sina endanlegu staðsetningu á túninu, eftir var að færa hauginn tii og girða af vinnusvæðið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.