Tíminn - 28.07.1979, Qupperneq 13
Laugardagur 28. júli 1979.
13
Aðalfundur Tæknifræðinga-
félags íslands haldinn nýlega
Aðalfundur ' Tæknifræðingafé-
lags tslands áriö 1979 var nýlega
haldinn að Hótel Loftleiðum.
Fundarstjóri var kosinn Kristján
Kristjánsson og fundarritari
Sigurður Georgsson.
Fráfarandi formaður, Ingvi I.
Ingason, flutti itarlega skýrslu
um starfsemi félagsins á siðast-
liðnu starfeári, fjallaði hann m .a.
um stjórnarfundi, félagsfundi,
kynningarfundi með nemendum
Tækniskóla tslands væntanlega
aðild félagsins með Verkfræðifél.
tslands að ,,FEANI”-(Fédération
Européenne D’Associations
Nationales D’Ingenieurs).
A fundinum kom einnig fram,
að danska menntamálaráðuneyt-
iðhefðisentfrá sérsérstaka stað-
festingu um, að tæknifræðingar
frá dönskum tæknifræöiskólum
(Ingenior Teknium) hefðu
Bachelor of Science gráðu að
loknu námi.
Þá tók til máls gjaldkeri félags-
ins og skýrði reikninga þess og
voru þeir samþykktir samhljóða.
Kosin var stjórn félagsins og
skipa hana þessir menn: Jón
Sveinsson, formaður, Guömund-
ur S. Guðmundsson, Heimir
Sigurðsson, ÞorleifurFinnsson og
Gisli Gislason, Bolli Magniisson
og Hermann Hermannsson.
Forstjóri Alþjóöaorkumálastofnunar-
innar i heimsókn:
OLIU- 06 ORKUMÁL
TILUMRÆÐU
I byrjun næstu viku er vænt-
anlegur hingað til lands dr. Ulf
Lantzke, forstjóri Alþjóðaorku-
málastofaunarinnar
(International Energy Agency)
i Paris. Varhonum boðið til við-
ræðna við islensk stjórnvöld að
frumkvæði oliuviðskiptanefnd-
ar, en auk hennar mun hann
ræða við iðnaðarráðherra og
fulltnla viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneyta. Ætlunin er, að i
þessum viðræðum verði bæöi
fjallað um oliu- og orkumál
almennt svo og um hugsanleg
samskipti íslands og Alþjóða-
orkumálastofnunarinnar i
framtiðinni.
Olafi S.
Andrés-
syniveitt-
ur EMBO-
styrkur
Sameindalfffræðisamtök
Evrópu (European Molecular
Biology Organization, EMBO)
hafa veitt Ólafi S. Andréssyni,
liffræðingi, styrk til rannsókna
við Edinborgarháskóla frá
hausti komanda. Styrkurinn er
til eins árs. ólafur lauk
B.S.-prófi i liffræði frá Háskóla
tsiands 1974, með ágætiseink-
unn, og hefur stundað rannsókn-
ir og framhaldsnám I lifefna-
fræði og sameindaerfðafræði
við háskóiann i Wisconsin frá
hausti 1975. Ólafur mun væntan-
lega ljúka doktorsprófi þar i
haust og halda þá til frekari
rannsóknastarfa I Edinborg.
EMBO eru samtök um 300
sameindaliffræðinga I Evrópu
og tsrael. Þau skipuleggja nám-
skeið sem er m.a. ætlaö að
kynna nýjungar i rannsókna-
tækni og veita styrki til að efla
alþjóðlega rannsóknasamvinnu.
Samtökin voru stofnuö 1963, en
árið 1969 ákváðu rikisstjórnir
þrettán Vestur-Evrópurikja að
koma á fót alþjóðastofnun,
Sameindali'ffræðiþingi Evrópu
(European Molecular Biology
Conference, EMBO), sem
skyldi fjármagna EMBO og
vinna þannig að aukinni sam-
vinnu Evrópurikja á þessu
sviði. Nú eiga 17 riki aðild að
þinginu, þ.e. flest lönd Vest-
ur-Evrópu og tsrael. tsland hef-
ur verið aöili frá 1978 og hefur
fulltrúi þess á þinginu verið dr.
Baldur Simonarson, lifefna-
fræðingur við Tilraunastöð Há-
skólans í meinafræði að Keld-
um. Frá 1970 hefur EMBO veitt
yfir 1500 styrki til þriggja mán-
aða og um 900 ársstyrki, og
haldin hafa verið um 250 nám-
skeiö og vinnuráðstefnur.
Alþjóðaorkumálastofnunin er
undirstofnun Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar i Paris
(OECD), og eru öll aðildarriki'
OECD þátttakendur i henni að
fjórum undanteknum, og er Is-
landi þeim hópi. Verkefni stofn-
unarinnar eru margvisleg,
þ.á m. samræming stefnu þátt-
tökurikja á sviði oliumála,
orkusparnaðar og rannsókna á
nýjum orkulindum.
Italskar
kartöflur
leysa ey-
firskar af
hólmi
KEJ — t verslunum I Reykjavik
er nú boðið upp á kartöflur úr
Eyjafiröinum og er það það sið-
asta sem verður af Islenskum
kartöflum á markaðnum fram að
uppskeru i haust. Að sögn
Jóhanns Jónssonar forstjóra
Grænmetisverslunar Landbúnað-
arins munu ftalskar kartöflur
koma til landsins um miðja næstu
viku og væntanlega I verslanir
viku eða 10 daga af ágúst.
Ekki kvaðst Jóhann geta sagt
til um hvert verð þeirra yrði þar
sem sú ákvörðun væri alveg i
höndum Landbúnaðar- og fjár-
málaráöuneytisins. Islensku
kartöflurnar eru nú niðurgrádd-
ar um 90 krónur kilóið.
Otlit með sprettu i íslenskum
kartöflugörðum er enn sem kom-
iðer mjög svart en þess ber þó að
minnast að vöxtur á kartöflum á'
siðasta mánuði i fyrra var með
eindæmum hraður og ekki öll nótt
úti enn þó svo hraður vöxtur komi
nokkuð niður á gæöum kartafl-
anna eins og Islenskir neytendur
hafa þótst veröa varir við i vetur.
Myndina sem hér fylgir með
tók ljósmyndari Timans,
Tryggvi, I Grænmetisverslun
Landbúnaðarins i gærdag.